Morgunblaðið - 12.11.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. nóv. 1953 " "-»'E ~ -ae- ' Jg- -n- M LJÓNID OC LHMBID EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM -g ^ « —'yg atr * Framhaldsaagan 27 sagði Tottie Green og þurrkaði sér um ennið með éftireinum vasaklút. „Heyrirðu það! Held- urðu ekki að ég viti hvað fyrir þér vakir. Þú ert búin að fá nóg af okkur. Þér kæmi ekki illa að troða þér inn í West End með einhverjum spjátrungnum“. „Ég skal svei mér sjá til þess að það verði ekki“, tautaði Lem á legubekknum. Hún vatt sér að þeim, studdi höndunum á mjaðmirnar og minnti samtímis á fisksölukerl- ingu í versta ham, og ástleitna spænska dansmey. „Þú gerir mér óglatt, Green fóstri“, sagði hún. „Og hvað kemur ykkur hinum við, hvað ég geri. Hvaða rétt hefur þú til þess, Lem? Eða þú Reuben? Eða þú, Jim Bordon? f mínum augum eruð þið bara bófar, og félagar að vissu leyti, en á milli mín og einhvers ykkar, hefur aldrei ver- ið um meira að ræða, og verðdr aldrei. Hafið það hugfast. Ég kæri mig ekki um neinar athuga- semdir frá ykkur. Heyrið þið það?“ „Belle segir alveg satt“, sam- sinnti Tottie Green skjálfandi röddu. „Hún er of góð fyrir hvern ykkar sem er, eins og þið vitið“. „Bara að ég gæti staðið upp!“ stundi Lem. „Hvað myndirðu gera? Snúa mig úr hálsliðnum?“ hvæsti hún. „Ég er ekki hrædd við þig. Hlustaðu nú á mig, Green fóstri. Hú ert foringi þessa hóps, og það sem þú segir eru lög. Þú vilt losna yið David Newberry og ég lái þér það ekki. Hann er hættu- legur. Hvaða vit er í því að stofna okkur öllum í hættu með því að reyna að reka hann í gegn með hníf. Það yrði kjaftað frá, og það myndi kosta tvo af ykkur höfuðið. Hvað viljið þið honum? Þið viljið vera óáreittir, og þið viljið fá Meyjartárið, ef hann hefur það, og þið viljið að hann gleymi hversu skammar- lega Lem og Reuben fórst við hann þegar þeir frömdu Frank- ley-innbrotið. Gott og vel, ég skal sjá um þetta fyrir ykkur“. „Gott, væna mín!“ sagði Tottie Green. „Heyrið þið það, piltar? Eigum við að láta Belle reyna?“ „Ef ég tek það að mér“, hélt stúlkan áfram, „eigið þið ekkert á hættu“. Lem velti sér um hrygg. Nú sneri hann sér í fyrsta sinni beint að hópnum. „Það er bara eitt, sem þú vilt, og það er að-----“ Hún steig eitt skref í áttina til hans. Hún hélt höndunum að síð- unum, en augun hótuðu morði og eldi. Orðin dóu á vörum hans. Hinir horfðu á í óvæni. „Enginn nefnir mig slíkum nöfnum og þú hafðir í huga, Lem, án þess að fá það maklega goldið“, sagði hún aðvarandi. „Ég ætla ekki að segja mannhraki eins og þér hvað ég geri, og geri ekki“. Tottie Green hallaði sér áfram og neri hnén. Það hlakkaði í hon- um. „Þetta er nú kvenmaður!“ sagði hann. „Heyrið þið það, pilt- ar? Ég vildi að hún væri mín Sgin dóttir. Hún skyldi fá hvern eyri, sem ég á“. „Á ég að taka þetta að mér, eða ekki?“ „Þú gerir það, góða mín“, svar- aði hann. „Þessir bjálfar geta farið til fjandans. „Þú tekur það að þér, og ég drekk þér til heilla. JReuben skenktu í öll glös. Belle lengi lifi! Drekkið allm Hqjfrið þið“, hélt hann áfram með þrumuraust, „ég skal mola á ykk ur hausana, ef þið ekki----“ Þeir hlýddu, vegna þess að þeir hlýddu Tottie Green æfin- lega, en tveir þeirra lyftu glös- um sínum með morðlöngun í hjarta sínu. XIX. kafli Dyrabjöllunni í nr. 17 A við John-stræti var hringt nokkuð skipandi. Dawson vaknaði af blundi í setustofunni og gekk virðulegur til dyra, og eins og venjulega fyldgdu honum tveir vöðvamiklir þjónar. Dawson studdi á hnapp og gáði út í gegn- um litla rifu á hurðinni. Hann benti mönnunum að fara. „Þarf ykkar ekki með“, sagði hann. „Það er litla ungfrúin enn einu sinni. Einn góðan veðurdag verður uppistand þejfar mamma hennar kemst að þessu“, Þegar Dawson hefði gengið úr skugga um að enginn annar fylgdi, opnaði hann fyrir stúlk- unni. Hún kinkaði kolli til hans. „Þér hafið gert þetta hús að kastala, Dawson“ sagði hún. „Er nokkur inni?“ „Lávarðurinn er í bókaher- berginu, ungfrú“, svaraði hann. „Viljið þér koma með mér?“ David vatt sér við í stólnum þegar Sophy kom inn. Hún lagði handlegginn um háls honum og klappaði honum á vangann. „Hvað hafið þér haft fyrir stafni í dag?“ „Ég hef verið í íþróttaskólan- um. Ég lét setja járnrimla fyrir alla glugga, og lögreglan víkur ekki frá húsinu. Segið mér nú hvort þér hafið verið hjá Frank- ley“. Hún kinkaði kolli. „Ég er nýkomin þaðan“. „Nokkur árangur?“ spurði hann ákafur. „Ekki hót“.-" Honum brá. „Gátuð þér leitað upgw?" „Ég var þar hálfia Wúkku- stund“, sagði hún. JSiofan er einskonar bókasafn^, svo ég þótt- ist þurfa að gá að askkram bók- um. Ég leitaði cg leitaði, alls staðar þar sem raér gat dottið í hug. Til einskis!‘“ Hann hugsaði. aig am andar- tak. „Segið mér“„ ka@) hann, „hvað er eiginlega á tóaktœsi frá borð- inu í stofu frú. Frankley að dyr- unum þar sena ág; var stöðvað- ur?“ Hún tók blað ®g Mýant og rissaði mymd. „Hér er borðað í stofu frú Frankley“„ útskýrði hún „And- spænis borðinu eru dyr, sem voru opnar þetta kvöld. Þær liggja út í gang, sem maður þarf að fara eftir, þrjú þrep niður og síðan þrjú þrep upp í hinum end- anum. Þá kemur önnur hurð, I sem einnig var opín, inn í stóra ' bókastofu. Maður fer gegnum | hana og kemur að dyrunum, sem ! kunningjar yðar læstu við nefið 1 á yður“. ) „Ég skil“, tautaði hann. „Stutt- ' ur gangur, ein stór stofa — hvað um gluggana?" „Það eru þrír á bókastofunni, allir í beinni línu frá borðinu í stofu frú Frankley. Svo er einn í ganginum, einnig á sömu hlið og þér hljótið að hafa farið fram hjá þeim öllum. Ég held reynd- ar að sá síðastnefndi hafi verið opinn“. Hann faldi andlitið í höndun- um. „Bara að ég gæti munað“, sagði hann. „Þetta er svo hlægi- legt. Ég geri ráð fyrir að þér haf- ið rannsakað alla felustaði?“ „Þeir virtust ekki margir“, sagði hún. „Ég gáði í nokkrar krukkur og alls staðar þar, sem mér kom í hug“. IJppreisnin á Pintu eftir Tojo 10 Auðvitað verðum við áður en við tökum ákvörðun um að setjast að á ey þessari að kanna hana vel. Ef til vill leynast villimenn einhvers staðar á eynni. Við þurfum fyrst og fremst að rannsaka hve stór hún er. Og svo var það afráðið, að leiðangur skyldi gerður út til að skoða sig um á eynni. Því næst ætluðu skipverjar að ákveða hvort þeir settust þar að fyrir fullt og allt. Strax næsta morgun var útbúinn nokkurs konar leið- angur til að rannsaka eyjuna. James skipstjóri og Charles fyrsti stýrimaður voru með í ferðinni ásamt fimm hásetum. Þeir lögðu frá Pintu um tíuleytið um morguninn. „Ef við verðum ekki komnir aftur eftir tvo daga, verðið þið að gera út annan leiðangur til að leita okkar,“ mælti James skipstjóri. Hann fól því næst Jack bátsmanni yfirumsjón með Pintu, og bað hann vera vel á verði. „Þú skalt hafa tvo menn á verði á meðan við erum í burtu. Svo verðurðu að sjá svo um, að Phihp verði ekki fyrir ónotum,“ sagði James um leið og hann ýtti skipsbátnum frá Pintu. Hver maður í leiðangrinum hafði byssu og skotfæri við belti sér. Einnig voru þeir með góðar yfirhafnir ef veður skyldi versna. Þeir héldu nú sem leið lá inn í skóginn, og reyndist hann ekki eins illur yfirferðar og þeir höfðu haldið í fyrstu. Um hádegisbilið áðu þeir í skóginum, en þá höfðu þeir ekki orðið varir neinna manna. Hins vegar var mikið um alls konar villidýr á leið þeirra. Skipsmennirnir borðuðu vel, því að þeir voru orðnir all- svangir. Eftir að hafa borðað, hvíldu þeir sig nokkra hríð, áður en ferðinni var haldið áfram. NÝKOMÍÐ! Litir og penslar fyrir listmálara JVÍPmRíNN P Á sekúndn hrefinsast @9 lægist sillBrzð! AHar húsmæður tala um þetta undraefni. Ekkert nudd — difið í — og silfrið gljáir sem nýtt. Reynið JohHson’s SILVER QUICK! jypiIHRÍNN" Símar 1496 og 1498

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.