Morgunblaðið - 12.11.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1953, Blaðsíða 2
2 i f MORGllJSBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. nóv. 1953 ( Atvinnumálaráðherra svamr lyrirspurnum um umkvartanir tegni gæða Sisks Ráðuneytið hefir tekiðfast og röggsamlega á málinu í GÆR kom til umræðu á fundi Sameinaðs þings fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar um rannsókn íiskskemmda. Fyrirspurnin var flutt af Gils Guðmundssyni og var í 3 liðum. 1. Hefur ríkisstjórnin látið framkvæma rannsókn á skemmd- um þeim á hraðfrystum fiski, sem vart varð við s. 1. vor? 2. Hafi sú rannsókn verið gerð, hver varð niðurstaða hennar. 3. Hvaða ráðstafanir hyggst fiskmat ríkisins eða ríkisstjórn- in að gera til að koma í veg fyrir slíkar fiskskemmdir? Óiafur Thors forsætis- og at- vinnumálaráðherra varð fyrir svörum og komst m. a. svo að orði: — Fyrstu þrjá mánuði þessa árs, voru þeir Pctur Thorsteins- son, nú sendiherra og dr. Odd- ur Guðjónsson erlendis, á vegum xíkisstjórnarinnar. í þeim erind- um að semja um verzlunarvið- skipti milli íslands og ýmsra xíkja í Mið-Evrópu. Strax eftir heimkomu sína tjáðu þeir at- vinnumálaráðuneytinu, að við- skiptaaðiljar í Tékkóslóvakíu og Austurríki hefði skýrt þeim frá l>ví, að verulegra skerrímda og ills frágangs hefði orðið vart í islenzkum hraðfrystum fiski, sem sendur hefði verið til þess- ara landa um síðustu áramót.t hetta mun hafa verið í fyrsta skipti, sem kvartanir bárust frá J»essum löndum yfir gæðum hraðfrysts fisks. Sama dag og xáðuneytinu barst þessi vitneskja boðaði það ýmsa aðilja þessa xnáls til fundar, sem haldinn var. xiæsta dag. Mættu þar stjórn og varastjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, framkvæmdar- stjóri útflutningsdeildar Sam- bands ísl. samvinnufélaga, for- stjóri Fiskiðjuvers ríkisins, fisk- inatsstjóri, yfirfiskmatsmenn og xiokkrir fleiri. Á fundi þessum skýrðu þeir Pétur Thorsteinsson og dr. Oddur Guðjónsson frá því, sem þeir höfðu áður tjáð ráðu-j xieytinu, um fiskskemmdirnar. Umræður urðu allmiklar um xnálið og voru allir fundarmenn á einu máli um það, að grafast yrði þegar í stað fyrir orsakir ■til þessara fiskskemmda og að jieir, sem sekir reyndust sættu verðskulduðum viðurlögum. í fundarlokin var samþykkt að framkvæmd yrði rannsókn í hverju einasta frystihúsi lands- ins og að fulltrúum fiskfram-| leiðenda og fiskmatinu yrði fal- ið að annast þessa rannsókn. ! Jafnframt var skipuð nefnd til| athugunar á þessum málum, og skyldi hún taka strax til starfa.! Nefndína skipuðu: Helgi Péturs- son, framkvæmdarstjóri inn- flutningsdeildar SÍS, Ólafur •Jónsson, framkvæmdarstjóri, Sandgerði, frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, dr. Jakob Sigurðs- son og fiskmatsstjóri ríkisins. Nefndin ákvað að miða fyrstu störf sín í aðalatriðum við eftir- farandi: 1. Hefja þegar athuganir á gæðum allrar freðfiskframleiðslu landsmanna, svo að hægt væri að koma í veg fyrir útflutning, ef skemmdir kæmu fram í ein- hverjum frystihúsum. 2. Komast fyrir um orsakir Jþess, að gölluð vara væri fram- leidd og flutt út sem fullgild. 3. Gera tillogur um raunhæf- ar úrbætur, sem tryggðu, að slíkir gallar á framleiðslunni endurtækju sig ekki í framtíð- inni. Næstu daga var safnað fjölda sýnishorna úr hraðfrystihúsum við Faxaflóa og þau síðan at- huguð gaumgæfílega hér í Rvík. Sýnishorn þessi reyndust vera algjörlega óskemmd vara. Jafn- framt voru sendir sérstakir menn til þess að taka hæfilegan fjölda sýnisliorna úr öðrum frystihús- um landsins og senda þau til Jteykjavíkur til athugunar. Sýn- ishornin voru þídd upp og met- in eftir sérstökum reglum og gerðar nákvæmar skýrslur um skoðun og mat á þeim. Mat sýnishornanna fór þannig fram, að ávalt skoðuðu þau tveir yfir- fiskmatsmenn, einn matsmaður frá S. H. og einn matsmaður frá SÍS. Fiskmatsstjóri var ætíð viðstaddur skoðunina og jafn- framt framkvæmdarstjórar sölu- samtakanna eða fulltrúar þeirra. Eftir þessar athuganir á gæðum fisksins úti á landi, var stöðvaður í bili útflutn- ingur á öílum fiski er vafa- samur þótti að gæðum, og haí'nar á honum nánari rann- sóknir. Niðurstaða þeirra rannsókna varð sú, að nokkuð af fiski varð endanlega dæmt annars flokks, en þó verzlun- arhæf matvara. Magn þeirrar vöru, sem þann- ig varð dæmd annars flokks af framleiðslu ársins 1952, varð end anlega um 500 smálestir, og var selt sem annars flokks vara á lægra verði. Tel ég það óhæfi- lega mikið. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að annars flokks hrað- frystur fiskur er ekki neitt nýtt fyrirbæri, því af svo miklu magni, sem framleitt er hér ár- lega, kemur æfinlega fram eitt- hvert magn af fiski með geymslu skemmdum, svo sem þornun o. fl. Hefir þessi fiskur jafnan ver- ið seldur sem annars flokks vara. Þessi fyrsta athugun leiddi í ljós eftirfarandi: a) Reynt hafði verið að hag- nýta togarafarma til vinnslu í frystihúsum úti á landi, sem hvorki höfðu afkastagetu né að- búnað til þess að vinna fiskinn nægilega fljótt. b) Aðbúnaði og áhöldum frysti húsa var að ýmsu leyti ábóta- vant, svo fullkomins öryggis gætti við framleiðsluna. c) Matsmenn og framleiðendur virtust í einstaka tilfellum hafa sýnt tómlæti um vöruvöndun. I framhaldi af þessum athug- unum fól ráðuneytið þeim dr. Jakob Sigurðssyni og dr. Þórði Þorbjarnarsyni með bréfi, dags. 12. júní að ferðast um landið og halda áfram rannsókn þessa máls. I bréfi ráðuneytisins segir svo meðal annars: „Æskilegt er að rannsóknin beinist aðallega að þessum atrið- um: 1. Hefir hráefnið verið hæft til vinnslu. 2. Hefir útbúnaður frystihús- anna verið fullnægjandi. 3. Hafa undirmatsmenn og verkstjórar verið starfi sínu vaxnir. 4. Hafa hlutaðeigandi yfir- matsmenn Vanrækt starf sitt eða hafa mistök átt sér stað hjá yfir- stjórn fiskmatsins í Reykjavík. Ráðuneytið hefir falið fisk- matsstjóra og yfirfiskmatsmönn- um að veita ránnsóknarnefnd- inni alla þá aðstoð, sem þeir geta í té látið.“ Þessi síðari rannsókn leiddi í Ijós, eins og sú fyrri, að út- búnaði frystihúsa væri sum- staðar ábótavant. Ennfremur að hráefnið hefði stundum verið gallað og lestarhreins- un í bátum ábótavant. Síðan þessi rannsókn fór fram, hef- ur Fiskmat ríkisins ásamt S. H. og SÍS unnið að gagngerð- um endurbótum þessara mála, og hcfir hin bezta samvinna ríkt milli þessara aðila. Mörg frystihús voru látin hætta framleiðslu og er unnið að endurbótum á þeim. Nokkrir matsmenn hafa verið látnir hætta störfum og aðrir settir í þeirra stað. í sambandi við þessar ráð- stafanir var reglugerð um mat á hraðfrystum fiski endur- skoðað og hert á ýmsum á- kvæðum um kröfur um gæði hráefnis og útbúnað vinnsiu- stöðva. Fyrirmæli um þessi efni höfðu áður verið gefin af fiskmatsstjóra í leiðbein- ingarformi, en nú voru tek- in upp í reglugerð skýr og ótvíræð ákvæði um þctta. Segja má að eftirlit með allri framieiðslu hafi verið hert til muna. Að lokum er rétt að geta þess að síðan þessar aðgerðir hófust, hafa ekki borizt kvart anir um gæði á hraðfrystum fiskflökum frá erlendum kaupendum. Nær öll fram- leiðslu þessa árs hefir nú þeg- ar verið flutt út og seld án þess að kaupendur hafi kvart- að yfir gæðum. Framleiðsla yfirstandandi árs mun að magni til vera komin fram úr meðalfram- leiðslu undanfarandi ára. Af því er ég nú hefi sagt, ætla ég að mehh skilji að þegar í stað er atvinnumálaráðuneytinu barst vitneskja um umkvartanir út af gæðum hraðfrysts fisks brást það snöggt og hart við. Sama dag- inn, sem umkvörtunin barst var boðað til fundar allra þeirra að- ila, sem nærtækir voru og dóm- bærastir þóttu. Fundurinn var haldinn þegar á næsta degi. Hann gerði ályktanir, sem taf- arlaust var fylgt á eftir með víðtækum rannsóknum. Og þeg- ar í stað er niðurstöður rann- sóknanna fóru að berast ráðu- neytinu voru gerðar ráðstafan- ! ir til úrbóta. Matsmönnum var vikið frá starfi, frystihús — alls 13 — voru stöðvuð þar til nauðsynlegar viðgerðir hefðu fram farið o. s. frv. Og loks voru Svo fyrirskipaðar framhaldsrann- sóknir og til þeirra valdir hinir hæfustu vísindamenn, en lagt (fyrir fiskimatsstjóra og yfir- fiskimatsmenn að vera þeim hvívetna til aðstoðar. Þetta og annað sýnir að ráðu- neytið gerir sér fulla grein fyr- ir gildi vöruvöndunar og lætur ékki standa við fornar hugsan- i ir einar, enda fer einn allra viti- bornasti og hæfasti starfsmaður íslenzka ríkisins, Gunnlaugur E. Briem skrifstofustjóri í Atvinnu- málaráðuneytinu með þessi mál, maður löngu landskunnur að ágætum.. Um afskipti mín er það eitt að segja að ég vil feginn eiga minn þátt í þvi að létta af þjóð- inni skömm og skaða vörusvika, og enga linkind sýna í þeim efn- um, hvort sem valda vanræksla eða ásetningssyndir. Enn tóku þeir Gils Guðmunds- sorr og Hannibal Valdimarsson til máls um fyrirspurnina. Voru þeir á einu máli um að röggsamlega hefði verið á þessum málum haldið af hálfu atvinnumálaráðu- neytisins. Pk'-A- Hæii drykkjiisjiildinga ííefur risið næsta sumar Gylfi Þ. Gíslason greiddi ekki atkvæði með bví að tiiiaga hans fengi frekari afgreiðsin á þingi FYRIR sameinuðu þingi liggur þingsályktunartillaga frá þeim Gylfa Þ. Gíslasyni og Helga Jónassyni um meðíerð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. Tillagan kom til umræðu á fundi sameinaða þings í gter og urðu umræður allmiklar. NAUÐSYN ATHAFNA Gylfi Þ. Gíslason fylgdi tillög- unni úr hlaði og benti með réttu á það neyðarástand sem ríkir í málum þeim er lúta að meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra og drap á nauðsyn þess að komið væri upp gæzluvistarhæli fyrir drykkjusjúka menn. Undir mál hans tóku heil- brigðismálaráðherra Ingólfur Jónsson og Gísli Jónsson, þingm. Barðstrendinga, Bentu þeir báðir á þá staðreynd að óréttlátt væri að ætlast til þess að sveitafélög- in stæðu að byggingu hæla fyrir drykkjusjúka. Kvað Gísli það skyldu ríkisins, sem hefði allan ágóðann af sölu áfengis, að stand ast kostnað af hinni hlið máls- ins, — að sjá þeim mönnum sem drykkjusjúklingar yrðu fyrir hælisvist og læknisaðstoð. SKOÐANIR LANDLÆKNIS Gísli Jónsson kvaðst gleðjast yfir því að þetta mál væri komið til umræðu, en kvaðst vilja rekja sögu þess nokkuð. Minnti hann á að hann hefði á þingi borið fram tillögu um að greina drlykkju- sjúklinga frá geðveikrasjúkling- um og meðferð þeirra skyldi vera í samræmi við það. Hann kvað landlækni — yfirmann heilbrigð- ismála á íslandi — hafa talið það fjarri öllum sanni að fara svo með drykkjusjúklinga, og ég hygg, sagði Gísli að sú skoðun landlæknis hafi ráðið mestu um að ekki var farið inn á þá braut, sem þá var stungið upp á. TILLÖGUR GÍSLA JÓNSSONAR Gísli Jónsson rakti síðan frek- ar efni tillögu þeirrar, sem hann hafði borið fram á þingi. Var þar gert ráð fyrir, að reist yrði gæzluvistarhæli Þangað yrði far ið með alla þá er handteknir væru drukknir. Þar fengju þeir mannúðlega meðferð, bað, mat o. s. frv., læknir mundi rannsaka þá, og kæmi í ljós að drykkjan stafaði ekki af sjúkleika manns- ins, væri hann frjáls sinna ferða eftir að hafa greitt fyrir það sem gert hafði verið fyrir hann, En stafaði drykkjan af drykkju- sýki yrði hann áfram á gæzlu- vistarhælinu, þar til læknar teldu hann hæfan til þess að hverfa þaðan. ÞessU atriði tillögunnar, hélt Gísli áfram, var landlæknir einn- ig á móti, því þar greindi á milli að ég taldi að ríkið ætti að greiða kostnað þessa heimilis og bygg- ingu, en hann taldi að sveitar- félögunum bæri skylda til þess. Ég leyfi mér að fullyrða, að það er vegna þessarar skoðunar land læknis, sem gæzluvistarheimili er ekki til í dag, sagði Gísli Jónsson. HVER VAR AFSTAÐA GYLFA? Síðan rakti Gísli hverja af- greiðslu sínar tillögur hefðu fengið á þingi, og hvernig flutn ingsmenn þeirrar tillögu sem nú liggur fyrir hefðu reynt, og tek- izt að koma í veg fyrir afgreiðslu þeirra. Hann kvaðst samt gleðj- ast yfir því, ef um hugarfars- breytingu væri að ræða hjá þess- um þingmönnum, og að þeim mundi takast að breyta skoðun- um landlæknis til málsins. Milljónir króna eru til í sjóði, sagði Gísli, sem ætlaður er til þess að reisa drykkjumannahæli og þess vegna væri hægt þegar á næsta ári að byggja gæzlúvist- arhæli fyrir drykkjusjúklinga. Það mætti framkvæma ef rnenn féllust á að ríkið, sem fær allan gróðann af áfengissölunni, yrði einnig látið sjá um hina hlið málsins — að sjá drykkjusjúkling um fyrir mannúðlegri meðferð. Ráðlagði hann síðan framsögu- manni tillögunnar að taka upp baráttu fyrir þeim breytingum á högum þessara bágstöddu manna sem hann hefði barizt á móti ár- um saman. Svo illa leið Gylfa Þ. Gíslasyni undir umræðunum, að hann yfir- gaf þingsalinn áður en atkvæða- greiðsla fór fram, svo að ekki studdi hann að því að málið fær frekari athugun þingsins. Rætt um lög um manna- nöfn sem sett voru 1952 I GÆR kom til Umræðu á fundi sameinaðs þings fyrirspurn til menntamálaráðherra um framkvæmd laga um mannanöfn. Þau lög voru sett 1925 og mæltu svo fyrir að hver maður skyldi heita einU islenzku nafni éða tveim, settarnafn mætti engin taka, menn mættu ekki bera önnur nöfn en þau, sem rétt eru að lögum ísl, tungu og skyldu prestar gæta þess, en jafnframt skyldi stjórnar- iáðið gefa út skrá yfir þau mannanöfn, sem bönnuð væru í ísl, tungu. MÁLIÐ ER I RANNSÓKN Fyrirspyrjandi, Gils Guð- mundsson, kvaðst lauslega hafa rannsakað kirkjubækur. Af 500 nöfnum, sem hann skoðaði hefðu 100 nöfn ekki verið íslenzk. 37 börn fædd eftir 1930 hefðu verið skýrð 3 nöfnum, 5 börn hefðu hlotið 4 nöfn og eitt hefði hlotið 5 nöfn. Bjarni Benediktsson dóms- og menntamálaráðherra varð fyrir svörum. Hann kvað engan af starfsmönnum stjórnarráðsins vita til þess að farið væri eftir þessari löggjöf, þar til að fyrir- rennari hans, Björn Ólafsson, hefði árið 1952 fyrirskipað rann- sókn á íslenzkum manhanöfnum. Fól hann Þorsteini Þorsteinssyni, fyrrv. Hagstofustjóra, að annast rannsóknina. Vinnur Þorsteinn nú úr skýrslum þeim, sem hann hefur aflað sér hjá prestum landsins um mannanöfn á ís- landi. Ráðherrann kvað Björn Ólafs- son hafa haft í huga að skipa nefnd til að endurskoða lögin um mannanöfn. Nefndin hefði ekki verið skipuð vegna þess að beðið væri eftir skýrslu Þor- steins. Framh. á bls. 12. j-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.