Morgunblaðið - 27.11.1953, Síða 9
Föstudagur 27. nðv. 1953
MORGVJSELAÐÍÐ
9
P. V. G. Kolka
HeilhrigðismáE og Hagsýni EH
LÆKNASKIPAIM Á LAIMDSBYGGÐINM
UM síðustu aldamót þótti sá
læknir fær í flestan sjó, sem
hafði gengið fjögur ár á Lækna-
skólann, verið einn mánuð á
fæðingardeild og 2—3 mánuði á
öðrum spítaladeildum í Kaup-
mannahöfn, átti hlustpípu og
fæðingartöng, nokkrar tannteng-
ur, hnífa og æðatengur og eina
eða tvær morfínsprautur. Þessir
menn urðu oft virtír og elskaðir (
vegna dugnaðar og ósérhlífni,
sem bættu það upp, er á vant- *
aði með undirbúning og áhalda- j
kost. Erfiðleiki samgangnanna og
ógerningur þess að varpa af sér
ábyrgð, á aðra svarf eggi í stál
viljans, þar sem stál var fyrir á
annað borð.
Stærð læknishéraðanna varð
á þeim árum að miða fyrst og
fremst við hesta en ekki menn, j
hraða hestsins eða öllu heldur j
skort hans á hraða, en ekki við
mannfjölda. í samfelldum og!
þéttbýlum sveitum urðu héruð-1
in því naannmörg, með 2—3000
íbúa, svo sem Sauðárkrókshérað j
og Blönduóshérað, eða jafnvel
3—4000 íbúa, eins og Rangár-
hérað Og Eyrarbakkahérað. Víða
annars staðar hagaði svo til, að
breiðar heiðar eða illfærir fjall-
vegir klufu byggðir, Og varð því
að skipta stórum héruðum í fleiri
og fámennari. Þannig urðu til
héruð með innan við 1000 íbúa,
sem hröpuðu jafnvel niður fyrir
500 íbúa, þegar fólki fækkaði í
þessum afskekktu byggðum.
Fámennu héruðin hafa aldrei
verið annað en neyðarkostur,
dýr fyrir þjóðfélagið sem sjá má
af því, að ríkið ver þar til læknis
launa 5—10 sinnum hærri upp-
hæð á íbúa en í fjölmennum
héruðum. Hitt er verra, að að-
gerðarleysið þar er drepandi fyr-
ir áhuga og starfshæfni læknis.
Oft hafa þau staðið læknisiaus
árum saman, en þess í milli hafa
ungir og félitlir kandidatar ver-
ið keyptir þangað með allt að
tvöföldum venjulegum héraðs-
læknislaunum til að gegna þeim
5 bili, einkum um sumartímann,
þegar hægast var að ná í lækni
annarstaðar frá. Fólkið í fámenn
ustu héruðunum getur varla
vænst þess að fá aðra en slíka
hlaupamenn, sem eru að borga
námsskuldir eða vinna sér fyrir
farareyri til útlanda, eða þá að
sitja uppi með menn, sem vantar
áhuga og dugnað til umfangs-
meiri læknisstarfa. Það er sér-
stakt happ fyrir það, ef bjá því
átránda sæmilegir menn, sem
sökum fjárskorts eða af fjöl-
skylduástæðum hafa ekki tök á
stærri verkahring.
Bættar samgöngur með bál-
færum vegum Og síma á flestum
sveitabæjum hafa gerbreytt svo
allri aðstöðu í sveitahéruðunum,
að víðlend héruð eru nú miklu
betur sett með læknisþjónustu
en áður. Jafnvel vetrarferðir í
fannahéruðum eru stórum auð-
veldari, enda má gera ráð fyrir,
að þar fari notkun snjóbíla í
vöxt. En jafnhliða þessu hefur
námstími lækna tvöfaldast,
áhaldakostur þeirra margfald-
ast, einkum að því er snertir
rannsóknatæki, kröfur þeirra um
fullkomið húsnæði aukazt og
nær því allir verða að hafa sinn
eiginn bíl til afnota. Hver héraðs
læknir þýðir þvi allmikla fjár-
festingu af hálfu þess opinbera,
fjárfestingu, sem því aðeins ber
góðan arð, að starfskraftar
mannsins séu notaðir, en ekki
látnir fúna niður í aðgerðar-
leysi.
Almenningur Og jafnvel al-
þingismenn hugsa oft ennþá í
hestaklukkustundum, eins og
gera varð fyrir 50 árum, og tel-
ur því nauðsyn á, að læknar sitji
sem víðast, helzt i hverju smá-
þorpi. Þessvegna koma öðru
hvoru fram fáránleg frumvörp
um skiptingu læknishéraða, eins
og um stofnun sérstaks Borðeyr-
arhéraðs fyrir nokkrum árum.
Afleiðingin af því hefði getað
orðið sú, að Vestur-Húnvetning-
ar hefðu orðið læknislausir, a.
m. k. öðru hvoru, því að senni-
lega hefði verið erfitt að fá
lækni í hið nýja hérað, en
Hvammstangahérað einnig verið
gert mjög óútgengilegt. ísland er
nú að vísu að komast í úrslita-
keppni um heimsmet í lækna-
fjölda og með því að lækka náms
kröfurnar og stytta námstímann
má sjálfsagt fá háskólagenginn
skottulækni í hvert þorp og
hverja afskekkta sveit, ef ein-
göngu er miðað við þau sýndar-
þægindi að hafa lækni við hend-
ina í hvert sinn sem einhver fær
kverkaskít eða kveisusting. Fólk-
inu er í því hugfró, en hlutverk
lækna nú á tímum er ekki að
teljast til lífsþæginda, heldur að
bjarga sjúklingum úr heljar-
greipum með öllum tiltækilegum
ráðum nútíma læknavísinda. Það
að brytja stóru og eftirsóknar-
verðu læknishéruðin niður í
eintóm smáhéruð, sem enginn
áhugasamur og dugmikill lækn-
ir vill líta við, er því að fórna
lífshagsmunum fólksins fyrir
keipa þess um stundarþægindi.
Til eru þeir menn í þessu landi,
sem telja bættar flugsamgöngur
og stærri spítala í Reykjavík og
á Akureyri fullnaðarlausn á
sjúkramálum sveita og sjávar-
þorpa. Læknunum þar er þá ætl-
að að stunda einföldustu og al-
gengustu kvilla og veita hjálp í
viðlögum, þegar lífshætta er á
ferð, en senda annars alla sjúk-
linga, sem svo er ástatt með, flug
leiðis á stóru spítalana. Með
þessu yrði hin gamla og virðu-
lega héraðslæknastétt með tím-
anum rúin öllum hæfileikamönn-
um, en fólkið á landsbyggðinni
dæmt til að eiga líf sitt undir
veðri og vindi. Þetta fyrirkomu-
lag yrði ekki ódýrt, hvorki í
mannslífum né peningum. Ég hef
fyrir mér nærtækt dæmi. Meðan
ég var vestan hafs bar svo við,
að jóðsjúk kona úr Höfðakaup-
stað gat ekki fætt vegna grind-
arþrengsla. Flugveður var svo
slæmt, að fá varð stóra farþega-
flugvél, með fjögur þúsund
króna tilkostnaði, og leggja
áhöfn hennar í hættu til að koma
konunni til Reykjavíkur. Þar var
gerður á henni keisaraskurður,
en fóstrið, sem hafði verið vel
lifandi þegar jóðsóttin hófst, var
þá dáið. Kona þessi varð aftur
barnshafandi og lagðist í fyllingu
tímans inn á sjúkraskýlið hér,
þar sem ég gerði enn á henni
keisaraskurð með þeim árangri,
að þessi hjón eiga nú efnilegt
barna, sem er að verða árs-
gamalt. Sýnir þessi samanburð-
ur, hversu margfalt öryggi er í
því fyrir fólkið úti á landsbyggð-
inni að eiga aðgang að nálægu
sjúkrahúsi með hæfilegum út-
búnaði og starfskröftum.
Læknakostinn í sveitum lands-
ins þarf að vanda, engu síður en
í stærri kaupstöðunum, og það
| verður varla nema með aukinni
verkaskiptingu eins og þar. Hinu
forna Eyrabakkahéraði hefur ný-
lega verið skipt í þrjú læknis-
héruð, en nær hefði legið að fá
bæði sérmenntaðan handlækni
og lyflækni, setja upp spítala á
Selfossi, svo að fólkið hefði
þeirra full not og láta þá ann-
ast, ef til vill með hjálp sérstaks
héraðslæknis á Eyrarbakka eða
' aðstoðarlæknis á Selfossi, alla
! læknisþjónustu í héraðinu. Fjar-
lægðir eru svo litlár, að þeir
hefðu getað haft til skiptis fasta
viðtalstíma 2—3 sinnum í viku
á Stokkseyri, Eyrarbakka og í
Reykjahverfi. Hefði þá nægt að
hafa heilsuverndarhjúkrunar-
konu í hverju þessara þorpa og
gætu þær sennilega jafnframt
verið ljósmæður. Heilsuvernd-
arhjúkrunarkonur geta létt af
læknum ýmsum daglegum störf-
um, svo sem penicillinsprautun-
um, bólusetningum og nokkru
af skýrslugerð, auk þess sem þær
geta látið fólkinu í té ýmsa hjálp,
sem læknar fást ekki við, svo
sem eftirlit með barnshafandi
konum og ungbörnum og hjúkr-
un í heimasúsum. Heilsuvernd-
arhjúkrunarkona, sem jafnframt
er ljósmóðir, starfar nú í Grinda
vík, en læknar úr Keflavík hafa
þar fastan viðtalstíma 2—3 sinn-
um í viku, og mun það fyrir-
komulag hafa gefizt vel. Nú mun
vera í ráði að reisa svokallað
fjórðungssjúkrahús á Selfossi og
þá vitanlega með tveimur yfir-
læknum og a. m. k. tveimur
kandidötum. Verða þá 6—7
læknarar í hinu forna Eyrabakka
héraði, jafnvel þótt héraðslækn-
irinn á Selfossi verði yfirlæknir
á annari deildinni, og virðist það
lítt skiljanlegt, að þeirra verði
allra þörf í náinni framtíð, bví
að varla munu sjúklingar leita
þangað í stórum hópum úr ná-
grenni Reykjavíkur né utan úr
Vestmannaeyjum. Þrískipting
héraðsins spillir því beinlínis fyr
ir því, að verksvið verði þar
bæði fyrir handlækni og lyf-
lækni, en án þess er hugmynd-
in um fjórðungssjúkrahús út í
bláinn.
Ég skal taka annað dæmi, mér
nærtækara. Nú liggur fyrir Al-
þingi frv. til laga um skipun
læknishéraða, sem er til góðra
bóta að því leyti, að gert er ráð
fyrir heilum hreppum eingöngu
í öllum héruðum. Aftur er þar
gert ráð fyrir einu nýju héraði
með því að skipta tveimur hrepp-
um út úr Blönduóshéraði og hafa
læknissetur í Höfðakaupstað.
Þetta yrði eitt af hinum fámennu
héruðum, enda er Blönduós-
héraði ætlað að ná að Hrafná,
en innstu húsin í Höfðakaupstað
standa á bakka árinnar. Milli
þess staðar og Blönduóss eru 23
km eftir ágætum upphleyptum
vegi, sem snjó hefur lagt á á
einum stað í norðaustanhríðum,
en þar var vegurinn hækkaður
verulega í sumar, svo að úr því
mun nú vera bætt að miklu leyti.
Upp í dalbotna í innsveitum
Blönduóshéraðs eru aftur á móti
50—60 km og ekki bílfært á
ýmsa bæi þar nema um sumar-
tímann. Húnvetningar eru nú að
reisa mikinn og velglegan fram-
tíðarspítala á Blönduósi, og verð-
ur því óumflýjanlegt að hafa tvo
lækna á Blönduósi og er svo
jafnvel nú þegar, því að öðru
hvoru eru sjúkringar á sjúkra-
skýlinu, sem læknir getur ekki
yfirgefið í langferðir fram í dal-
botna nema með því að stofna
lífi þeirra í hættu. Hins vegar
j^afa þrír læknar ekkert að gera
í Austur-Húnavatnssýslu með
þeim mannfjölda, sem þar er nú,
og undanfarin sumur hef ég hald
ið uppi með hjálp aðstoðarlæknis
míns föstum viðtalstíma í
Höfðakaupstað tvo daga í viku,
eitt sumarið m. a. s. þrjá daga
vikulega, en frá því var aftur
horfið með»samráði við oddvita
hreppsins og sjúkrasamlagsgjald-
kera, vegna þess hve lítið var
að gera. í Höfðakaupstað væri
mjög æskilegt að fá heilsuvernd-
arhjúkrunarkonu til hjálpar og
leiðbeiningar á heimilum og
gætiifhún einnig annast ýms verk,
semvlækni eru annars ætluð, svo
sem innsprautanir og skiptingar
umbúða, enda verða hvort sem
er slasaðir menn og sársjúkir
að flytjast inn á Blönduós eða
til Reykjavíkur. Það fyrirkomu-
lag yrði bæði hentugra Skag-
strendingum og ódýrara en að
fá sérstakan lækni, þótt það sé
nú orðið metnaðarmál sumra
manna þar. Snjóbíll, sem ekki
kostar nema lítinn hiuta af verði
læknisbústaðar, og hafður yrði
í læknisflutningum og sjúkra-
flutningum, yrði ekki aðeins íbú-
unum norður á Skaga miklu
meiri trygging fyrir því að ná
til læknis frá Blönduósi heldur
en snjóbílslauss læknis í Höfða-
kaupstað, heldur og öðrum hér-
aðsbúum fram til dala, auk þess
sem hann tryggði það, að hægt
væri að koma helsjúku fólki úr
sjálfum Höfðakaupstað í sjúkra-
hús, ef svo skyldi vilja til, að
vegurinn þangað tepptist í bili af
fönn. Þetta er á allan hátt örugg-
ari og ódýrari lausn á lækna-
málum Austur-Húnvetninga
allra, Höfðabúa sem annarra,
heldur en verklítill læknir i
Höfðakaupstað. Meðan ekki er
meira verkefni fyrir lækni þar,
er því skipting héraðsins spor
aftur á bak, til liðna tímans,
stigið af misskildum hreppametn
aði og skorti á skilningi þess, sem
mestu máli skiptir, öryggi fólks-
ins, þegar líf þess er í virkilegri,
bráðri og yfirvofandi hættu.
Undarlegt ósamræmi er það í
þessu frumvarpi, að aftur á móti
er ekki gert ráð fyrir föstum
lækni á Raufarhöfn, sem er þorp
á stærð við Höfðakaupstað, það-
an er þó helmingi lengra til
næsta læknis og yfir óbyggðir
að fara, en síldveiðiflotinn stund
um með tölu að veiðum þar úti
fyrir. Einnig er gert ráð fyrir
að leggja niður Álafosshérað og
innlima það í hið nýja Kópavogs-
hérað, sem þá verður langfjöl-
mennasta hérað landsins, þegar
undan eru teknir þrír stærstu
kaupstaðirnir með læknafjölda
sínum.
—o—
Læknum í landinu fer fjölg-
andi. Ríkið getur tekið upp á
sína arma alla þá, sem út undan
verða í samkeppninni, bútað nið-
ur stóru héruðin og sett þessa
menn sem sjálfstæða héraðs-
lækna í hvert þorp og afsíðis
byggð. Afleiðingin yrði m. a. sú,
að enginn hæfileikamaður með
góða framhaldsmenntun fengist
út í hin limlestu héruð, heldur
træðu þeir sér niður í sérfræð-
ingahrúguna í Reykjavík eða
hyrfu alfarið af landi burt, eins
og nokkuð er farið að bera á
með þá ungu lækna, sem leitað
hafa vestur um haf til framhalds-
náms. En enda þótt góðir menn
veldust út í héruðin, þá myndi
reynsluskorturinn og æfingar-
leysið í hinum sundurbútuðu
héruðum fljótlega leiða til for-
pokunar þeirra.
Héraðslæknaskipunin er enn,
eins og fyrir 50 árum, byggð á
einyrkjahokri hinna einstöku
lækna. Þeir verða að sinna alls-
konar vandalitlum störfum, sem
klinikstúlka eða heilsuverndar-
hjúkrunarkona geta leyst eins
vel eða betur af hendi. Einyrkja-
hokrið er eyðslufrekt á dýra
starfskrafta læknisins, niðurdrep
andi fyrir hæfileika hans og ó-
fullnægjandi fyrir fólkið. Héruð-
in á ekki að smækka, heldur á
að nota bætta samgöngutækni
til að stækka þau, slá þeim sam-
an, þar sem það þykir fært, full-
komna áhaldakost þeirra, byggja
góð sjúkrahús i þeim stærstu
þeirra og taka upp í þeim heil-
brigða verkaskiptingu. Það á
ekki að fækka læknum úti um
íandið, heldur raða þeim öðru-
vísi niður, gera háar kröfur um
hæfileika og menntun til þeirra
lækna, sem settir eru í stóru
héruðin, og láta þá fá aðstoðar-
I lækna, sem geta gert þeim mögu-
legt að vinna ýms læknisstörf,
ofvaxin einyrkjalækni, aðstoðar-
lækna, sem geta létt af þeim erfið
ustu ferðalögunum, einkum er
þeir taka að eldast. Slíkt sarn-
starf roskinna lækna og reyndra
annars vegar og ungra og áhuga-
samra manna hins vegar er
frjógandi fyrir báða og heilla-
ríkt fyrir héraðsbúa. Ég tala hér
af nokkurri reynslu, því að ég
hef haft marga unga menn sem
aðstoðarlækna og jafnan eitthvað
af þeim lært, nýjungar, sem ann-
ars hefðu farið fram hjá mér, og
ég ímynda mér, að flestir þeirra
hafi eitthvað lært af mér. Læknis
list verður ekki lærð af bókum
einum, enda er það orðin lág-
markskrafa, að kandidatar vinni
ár á spítölum undir stjórn eldri
lækna, en það er heldur ekki
sem verstur undirbúningur und-
ir lííið að vera aðstoðarlæknir í
stórum héruðum, enda er það
ekki vansalaust fyrir lækni með
langan námsferil að þekkja ekki
ííf, hagi og hugsunarhátt sinnar
eigin þjóðar utan múra skóla og
skemmtistaða.
Niðurstaðan af þessum hugleið
ingum verður þá sú, að stefnt
skuli að því að koma heilbrigðis-
þjónustunni í landinu í nútíma-
horf, stærð læknishéraðanna sé
ekki lengur miðuð við einyrkja-
hokur héraðslækna, heldur við
„teamwork“, við skynsamlega
verkaskiptingu og samstarf. Öll
iðkun læknavísinda nú á tímum
byggist á þeirri grundvallarreglu
og er blátt áfram óhugsanleg án
þess.
Læknishéruðin yrðu þá flokk-
uð eitthvað á þessa leið:
I. Héruð með færri íbúa en
1000 og einyrkjalækni yrðu ein-
göngu höfð þar, sem torfærir,
fjallgarðar og heiðar eða erfiðar
sjóleiðir gera stærra starfssvið
ómögulegt.
II. Héruð með 1—2000 íbúa,
þar sem fjarjægðir eða sérstaklr
atvinnuhættir torvelda stærra
starfssvið, og yrðu þar þá jafn-
an til aðstoðar heilsugæzluhjúkr-
unarkonur, einkum í þorpum,
sem ekki eru læknissetur. Ann-
aðist hún eða þær ýmiskonar
heilsugæzlu og hjúkrun í heima-
húsum, en gæti jafnframt verið
ljósmóðir, þar sem ekki væru
miklar annir við þau störf. 1
þorpi, þar sem læknir situr, sæi
hún jafnframt um hjúkrun á
sjúkrastofu, sem fylgir orðið
flestum læknisbústöðum, en eru
alla jafnan ekki notaðar að stað-
aldri, svo að of dýrt er að hafa
sérstaka hjúkrunarkonu bundna
við það starf eingöngu.
III. Héruð með 2—4000 íbúa
og héraðsspítala undir stjórn
héraðslæknis, sem hefði sér við
hönd aðjtoðarlækni og annað
nauðsynlegt starfslið.
IV. Fjölmenn kaupstaðahéruð
með stærri spítölum og verka-
skiptingu milli handlæknis Og
lyflæknis, ásamt praktiserandi
læknum og öðru heilbrigðisliði.
Með slíku skipulagi, sem hér
hefur verið lýst, ætti að vera
fegin trygging fyrir því, að hæfi-
leikamenn innan læknastéttar-
innar fengust til þess að starfa
úti um landsbyggðina í stað þess
að hrúgast í stærstu kaupstað-
jna eða flýja land. Hið gamla
einyrkjaskipulag hlýtur aftur á
móti að leiða til afturfarar og
úrkynjunar héraðslæknastéttar-
innar, til óbætanlegs tjóns fyrir
allan landslýð utan stærstu bæj-
anna. Enn eru að vísu margir
ágætir menn meðal héraðslækna,
en það skipulag, sem flestir
þeirra búa við, einyrkjahokrið,
kemst með hverju ári sem líður
í naprari mótsögn en áður við
kröfur tímans.