Morgunblaðið - 27.11.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.1953, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. nóv. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 11 Ók með ofsahraða íit af Hafnarfjarðarveginum Bifreiðarsljórinn slapp við meiðsl. HAFNARFIRÐI — Klukkan hálf fimm í gærmorgun ók bifreið út af veginum skammt frá Silfurtúni. Var hér um að ræða nýja Kaiserbifreið frá Keflavík, sem var á leið þangað, þegar óhappið vildi til. Bifreiðarstjórinn var einn í bílnum, og slapp hann með pllu við meiðsl. Kaupgreiðslur VIRTIST BIFREIÐ ÆTLA AÐ AKA Á SIG Skýrði hann svo frá, að þegar hann var rétt kominn að Silfur- túni, hafi bíll komið á móti sér með sterkum ljósum, og að því er honum virtist, stefndi sú bif- reið beint á hans bíl. Hafi hann þá ekki séð sér annað fært en beygja bifreið sinni út á veg- arkantinn. En við það hafi hann misst stjórn á henni, því að hraðinn mun hafa verið allmikill. Ók bifreiðarstjórinn þessu næst að hálfu leyti ofan í skurði, sem er þarna fram með veginum. Hann komst þó upp úr honum, og ók þá þvert yfir veginn, sem liggur að Silfurtúni, síðan þaut hann fram hjá ljósastaur og þá niður í annan skurð. Ekkert lát virtist vera á hraðanum, því að bíllinn þaut einnig upp úr þessum skurði og yfir lágan timburhlaða og stefndi inn á tún Eyjólfs Jó- hannssonar fyrrverandi forstjóra Mjólkurféalgsins. VÍRNETIÐ FRÁ MJÓLKUR- FÉLAGINU Tún Eyjólfs er, sem vænta má, Friðrik Ólafssvni boðið til Hastings SKÁKMEISTARANUM Friðrik Ólafssyni, hefur verið boðið að taka þátt í hinu árlega jólaskák- anóti í Hastings í Bretlandi. Þang- ®ð er venjulega boðið 10 skák- snillingum og mun í ár verða þar margt kunnra skákmanna. Hefst mótið 30. des. og mun ljúka 9. janúar. Óvíst er hvort Friðrik, sem er l Menntaskólanum, geti þekkst þetta góða boð. Er það mál nú í athugun. girt með virneti frá Mjólkurfé- laginu, og nú kom það, sem hélt. Bíllinn stöðvaðist í netinu og lask aðist þar til muna. Eins og menn rekur ef til vill minni til, var eftirfarandi auglýsing mikið í hávegum höfð hjá Mjólkurfélag- inu fyrir nokkrum árum: „Hæg- an, karlinn — vírnetið er frá Mjólkurfélaginu". •—G. Leitinni að amerisku ilugvélinni haldið áfram KEFLAVÍKURFLUGVELLI 26. nóv.: — Leitinni að Grumman SA-16 Albatross flugbátnum úr flugher Bandaríkjanna, sem sakn að var á flugi frá flugvellinum í Keflavík til Bluie West 1 í Græn- landi fyrir nokkrU, heldur enn áfram. Flugvélar hafa leitað skipulega um 42.000 fermílna svæði á hafinu og um 500 km. af strandlengju íslands. Höfðingleg mimiingargjöf til Fiskakletts í GÆRDAG afhenti Sjóvátrygg- ingafélag Islands slysavarnadeild inni Fiskakletti i Hafnaríi,.ði 5000 krónur að gjöf, til minning- ar um skipverjana níu sem fór- ust með Eddu á dögunum. Formaður deildarinnar Ólafur Þórðarson, veitti þessari höfðing- legu minningargjöf móttöku og hefur hann beðið Mbl. að færa gefendum þakkir slysavarna- deildarinnar. Skrifstofustúlka vön bréfaskriftum og vélritun á íslenzku og ensku, óskast. Góð bókhaldskunnátta nauðsynleg. — Aðeins stúlka, sem hefui Verzlunarskóla eða stúdentsmentun og nokkurra ára starfsreynzlu kemur til greina. — Umsóknir merkt- ar: „Framtíðaratvinna —164“, sendist afgr. blaðsins. I Framh. af bls. 7. varnarliðið, en ekki hin einstöku ráðuneyti, etns og var í tíð fyrr- verandi stjórnar. Hefði stjórnin ekki tekið siíkt upp í stefnuyfir- lýsingu sína, ef rétt væri hjá skrifstofustjóranum, að hvert ráðuneyti hefði ekki farið með sín sérmál. Minna má og á, að félagsmála- ráðuneytið fór í tíð varnarmála- nefndar með mál varðandi varn- arliðið, án þess að varnarmála- nefnd kæmi þar nærri. Gott dæmi þess er innheimta opin- berra gjalda hjá varnarliðinu vegna íselndinga, er hjá því unnu. Um það mál vissi varnar- málanefnd ekki annað en það, sem hún las í blöðum og frétti um hjá starfsfólkinu. 2. Það er rangt, að varnar- málanefnd hafi tekið því illa, að félagsmálaráðuneytið skyldi skipta sér af launamálum á Keflavíkurflugvelli. Hinu fann nefndin að, hversu lengi félags- málaráðuneytið lét dragast að gera henni aðvart um umkvart- anir varnarliðsins. 3. Með yfirlýsingu minni frá 24. þ. m. er sannað og nú ýmist staðfest af félagsmálaráðuneyt- inu eða ómótmælt: a. að varnarliðið leitaði sjálft j til féiagsmálaráðuneytisins í I fyrri hluta ágústmánaðar, um| leið og það ritaði flugvallar- stjóra og bað ráðuneytið að staðfesta launaskrárnar breytt ar eða óbreyttar, b. að félagsmálaráðuneytið gekk úr skugga um, að launaskrárnar voru rangar og villandi, en gerði þó ekkert til að þær yrðu leiðréttar og loks c. að félagsmálaráðuneytið gerði varnarmálanefnd fyrst aðvart um ástandið í launamálum á flugvellinum eftir að varnar- liðið hafði beðið aðgerða fé- lagsmálaráðuneytisins árang- urslaust í tvo mánuði og end- urtekið umkvörtun sína til ráðuneytisins á fundi með fulltrúa ráðuneytisins hinn 6. okt'. 1952. Að lokum vil ég taka fram, að eitt meginatriði málsins er, hvort launaskrá félagsmálaráðu- neytisins frá 10. nóv. 1952 hafi verið fullnægjandi eða ekki. Ég hefi skorað á ráðuneytið að bera skrána undir úrskurð stjórnar Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Þessari áskorun minni hefir ekki verið svarað og endurtek ég hana því hérmeð. Mér er spurn: — Hversvegna gerir ráðuneytið þetta ekki, hví hikar það? Hafnarfirði, 26. nóvember 1953 Guðm. í. Guðmundsson. Saga íslendiaga í Vesturheimi Fimmla og síðasta bíndið komið úl. BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur nú gefið út 5. bindi af Sögu íslendinga í Vesturheimi. — Þjóðræknisfélag ísiendinga vest- an hags gaf út 1.—3. bindi þessa ritverks á árunum 1940—1945 og Bókaútgáfa Menningarsjóðs ann- aðist aðalútsölu þeirra hér á landi. — Árið 1948 leit út fyrir, að útgáfa þessa sagnfræðiverks tefðist eða félli niður, m. a. vegna erfiðleika, sem voru á því, að hægt væri að greiða Þjóðræknis félaginu í erlendum gjaldeyri þau eintök sögunnar, sem seld- ust hér. Útgáfunefnd Þjóðræknis félagsins æskti þess þá, að menntamálaráð héldi áfram út- gáfu sögunnar. Menntamálaráð taldi rétt að verða við þessum óskum og voru til þess fyrst og fremst tvær ástæður: Margir höfðu þegar keypt hin þrjú bindi sögunnar og áttu því að vissu leyti rétt á að eignast þau tvö bindi, er eftir voru, en gert hafði verið ráð fyrir því í öndverðu, að sagan yrði ails í fimm bindum. — Menntamálaráð taldi sér enn fremur skylt að greiða fyrir þvi Mildar vonir tengdar við heita- vatnslindirnar SIGLUFIRÐI, 26. nóv.: — Blaðið Siglfirðingur skýrir svo frá að fundizt hafi heitt vatn innst í vestanverðum Skútudal í Saur- bæjarlandi, en það er í eign Siglufjarðarkaupstaðar. — Heita vatnsuppsprettur þessar ná yfir 20—30 ferm. svæði og vatnið er um 40 stiga heitt þar sem það kemur upp úr iðrum jarðar. Fræðileg rannsókn á notagildi vatnsins hefur ekki farið fram. Líkur benda þó til að þarna sé um mikið vatnsmagn að ræða. Framfaraöfl í þessum bæ hafa löngum eygt framtíðar hitaveitu í Siglufirði. Þessi heitavatnsfund ur í landi kaupstaðarins fyrir Siglfirðinga nær þessu marki Heitavatnsuppsprettur hafa áð- ur fundizt í Skútudal, en þá í landi sem er einkaeign Guðmund ar Hannessonar fyrrum bæjar- fógeta. — Stefán. Pappírspokar eru væntanlegir í næsta mánuði. Tökum á móti pöntunum. éJaaert _J\nslfánsson OT1 (Jo. liJ. Sandblástur - málmhúðun Hreinsum ryð og málningu af alls konar hlutum úr járni (málmhúðum). — Sandblásum gluggaskildi og mynztrum gler og spegla. S. HELGASON Birkimel (við stúku íþróttavallar). Upplýsingar í síma 80243. finniœtilliin sliiieitn I VðtUf semi gangi vel. Beztu meðmæli, sem Vinnumiðluninni gæti hlotn- azt, væri án efa bæði traust stúdenta og vinnuveitenda fyrir áreiðanlega þjónustu. Nú þessa dagana mun Vinnu- miðlunin snúa sér til ýmissa at- vinnufyrirtækja og stofnana hér í Rvík og næsta nágrenni. Jólaannirnar taka að nálgast og þá þurfa margir atvinnurek- endur að bæta við sig starfs- mönnum. Vinnumiðlun stúdenta leitar því til þessara aðilja í trausti þess, að þeir séu þessu máli vel- viljaðir, og séu stúdentum hlið- hollir með vinnuveitingar — bæði nú um jólin og síðar — ef þeir hafa þörf á vinnu og aðrar ástæður leyfa. Vinnumiðlunarnefnd stúdenta hefur opna skrifstofu í Háskól- anum á mánud., miðvikud. og föstud. kl. 2—4. Sími 5959. VINNUMIÐLUN meðal stúdenta hefur nú verið starfrækt í tvö ár. Þessi starfsemi hefur gefið góða raun og hjálpað mörgum stúdentum. Allt til þessa hefur t Vinnumiðlunin fyrst' og fremst miðað starfsemi sína við að sjá stúdentum, er þess óskuðu, fyrir góðri atvinnu yfir sumarmán- ina. | 1. Tekjur stúdenta af sumar- atvinnunni eru eðlilega miðjafn-j ar. Sumir hafa nægjanlegt fé^ allan veturinn, en aðrir, sem' ' minna fé hafa verða oft og ein- ' att að grípa til þess ráðs að vinna með náminu eða þá að hætta námi um stundarsakir og taka þeirri vinnu sem gefst. s j 2. Nú hefur verið ákveðið að færa út starfssvið Vinnumiðlun-1 arinnar, þannig að hún starfi f einnig allt skólaárið og liðsinni f stúdentum eftir því sem aðstæð-; ur leyía. I Starfsemi Vinnumiðlunarinn- ar er eitt af brýnustu hagsmuna- og veiferðarmálum stúdenta. Það er því mikið í húfi að þesSi starf- eftir beztu getu, að landnáms- saga íslendinga vestan hafs y; ði rituð og prentuð svo sem fyrir- hugað hafði verið og merkam og margvíslegum fróðleik bar með bjargað frá glötun. — Mennta- málaráð ákvað því að gefa út þau tvö bindi sögunnar, sem eftfr voru, og var fyrra bindið — hið fjórða í röðinni — prentað árið 1951. Svo sem kunnugt er, sarndi Þorsteinn Þ. Þorsteinsson rithöf- undur þrjú fyrstu bindi sögunn- ar. Menntamálaráð leitaði því til hans um að semja framhalds- bindin, en hann óskaði ekki áð takast það á hendur. Menntamála ráð réði þá dr. Tryggva J. Oleson prófessor við Manitobaháskóla, til að hafa umsjón með og semja þessi tvö bindi, sem eftir voru. Fimmta og síðasta bindið, sem nú er komið út, er 438 bls. í sama broti og fyrri bindin. Það er í fjórum höfuðþáttum, er nefnast Saga Winnipeg-íslendinga, Minnesota-nýlendan, Lundar- byggðin og Söguágrip íslenzku nýlendunnar í Selkirk. -— Margir íslendingar hér heima munu geta lesið í bók þessari um frændur sína vestra. Hún flytur mikinn fróðleik um landnám Islendinga í hinum nýja heimi, lífsbaráttu þeirra og menningarstörf. — Af einstökum köflum sögunnar skal nefna þessa: Blaðaútgáfa Winni- peg-íslendinga, Kirkjusag'a Winnipeg-íslendinga, íslendinga- dagurinn, Læknar, Lögmenn, Eimskipafélag íslands og Winni- peg-ísiendingar, Minnesotaríki, Landnám Islendinga hefst. Nokkr ir elztu landnámsmenn, Félags- líf Lundarbyggðar og þættir nokkurra Selkirk-íslendinga. Bókin er prentuð í Prent- smiðju Austurlands, en bókband annaðist bókbandsvinnustofan. Bókfell. 40-50 (rjáplðnfur slifnar upp ♦ liEZT 4Ð AVGLÝSA 1 MORGUNBLAÐIDIll HAFNARFIRÐI, 26. nóv.: — Á aðalfundi Fegrunarfélags Hafn- arfjarðar, sem haldinn var síð- astliðinn sunnudag, var þess get- ið, að milli 40 og 50 trjáplöntur hefðu verið slitnar upp í hlíðum Hamarsins. I fyrra og hitteðfyrra lét Fegr- unarfélagið gróðursetja nokkur hundruð trjáplantna á þessum stað, og hafa þær dafnað vel. Samþykkti fundurinn áskorun til almennings í Firðinum að gæta þess, að nýgræðingurinn, sem fé- lagið plant.ar út sé eltki eyðilagð- ur. — Talið er að börn hafi slitið plönturnar upp í óvitaskap. — G. Dauðaleít liætt - Maðurinn kom fram í HÁDEGISÚTVARPI í gær var hjálparsveit skáta stefnt á lög- reglustöðina til að leita að fíTanni sem horfið hafði. Maður sá sem hér um ræðir heitir Kristmund- ur Sverrir Kristmundsson, Fífu- hvammsvegi 5. Hafði hann farið í fyrrinótt upp að Lögbergi einn í leigubíl, Hafði Kristmundur látið þau orð falla að skilnaði við bílstjórann, að hann hyggðist hverfa héðan brott. Um nónbil í gær kom maðurinn fram heill á húfi hér í bænum. Var leitar- flokknum, sem í munu hafa verið milli 15—20 manns, gert viðvart og leitinni þá strax hætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.