Morgunblaðið - 06.12.1953, Side 16
/
Veðurútli! í dag:
Allhvass veslan. El.
10
dagar
til
jóla
279. tbl. — Sunnudagur 6. desember 1953.
Fjórum millj. kr. þegur
vurið til loítvurnu
í TÍMANUM í gær er skýrt frá því að ráðstafanir til loftvarna
hefðu kostað 3 millj. króna, en enginn vissi til hvers fénu hefði
verið varið. Er Morgunblaðið spurði lögreglustjóra í gær um þessi
mál, sagði hann m. a.:
FJÓRAR MILLJÓNIR «>--------------------
Kostnaðurinn mun vera orðinn
talsvert meiri en Tíminn telur.
Til ráðstafana vegna loftvarna
hefur þegar verið varið yfir 4
milljónum króna. Við Hjálmar
Blöndal, framkvæmdastjóri loft-
varnanefndar, erum einmitt nú
að semja skýrslu um störf nefnd-
arinnar og fyrirætlanir til loft-
varna. Munum við kalla á blaða-
menn til viðtals einhvern næstu
daga og skýra þeim frá þessum
málum.
NEFNDARMENN
í nefndinni eru auk lögreglu-
stjóra sem er formaður hennar,
borgarstjóri, Jón Axel Pétursson
bæjarráðsmaður, slökkviliðs-
stjóri, borgarlæknir og yfirverk-
fræðingur Landssímans.
Nefndin tók til starfa á miðju
4 ári 1951.
HJÚKRUNAR-
€G LÆKNINGATÆKI
Mestu af fjárframlögunum
hefur verið varið til kaupa á
hjúkrunar- og lækningatækjum,
eldvarnartækjum, aðvörunar-
kerfi, ýmis konar björgunartækj-
um og útbúnaði fyrir loftvarna-
birgi.
Próf.MagiiúsJóns-
son gef ur ekki
kost á sér
MAGNÚS JÓNSSON, prófessor,
skýrði Mbl. svo frá í gær, að
hann myndi ekki gefa kost á sér
til biskupskjörs. —• Bað hann
blaðið að birta eftirfarandi:
Út af prófkosningu þeirri, sem
fram hefur farið til undirbúnings
væntanlegu biskupskjöri, vil ég
láta þess getið, að ég mælist ein-
dregið undan því, nú sem fyr. að
takast þett.a embætti á hendur,
þó að ég ætti kost á því. Þetta
tel ég rétt að gera nú þegar
kunnugt áður en kosning hefst,
um leið og ég þakka innilega
þeim, sem hafa sýnt mér það
traust að vilja láta mig koma til
greina við skipun í þetta virðu-
lega embætti.
Tvær komir slasast
í TVEIM umferðarslysum, sera
urðu hér í bænum í gær, urðu
meiðsli á tveim konum, en ekki
munu þær hafa hlotið alvarleg
meiðsl að því er talið var.
Annað þessara slysa varð á
horni Hringbrautar og Njarðar-
götu, laust eftir hádegi, en þar
rákust tveir bílar saman af miklu
afli. — Kona að nafni Sigrúrs
Óskarsdóttir, sem var í öðrum
bílanna, R—-5285, skarst á höfði
og hendi af glerbrotum og var
flutt til læknis.
Hitt slysið var í gærkvöldi um
kl. hálf niu. — Kona varð fyrir
bíl í Suðurgötunni og féll í göt-
una. Hún hlaut áverka á höfði
og heilahristing og var flutt í
Landsspítalann. —
Tokio. — Fyrsti sendiherra
Norðmanna í Japan Herslev
Foght kom til Yokohama í dag.
Skipsmaslur sem Eagið hefur
i rúm 40 ár á hafsbolni
minnismerki
í RÁÐI er að næsta vor verði reist óvenjulegt minnismerki vestur
á Bíldudal, yfir sjómenn þaðan úr kauptúninu, sem fórust með
skipi sínu fyrir rúmlega 40 árum.
10 SJÓMENN AÐ KOMA <
ÚR RÓÐRI
Atburður þessi át.ti sér stað
vorið 1910 er fiskibátur frá Pétri
Thorsteinssyni útgerðarmanni,
sem Gyða hét, fórst er hann var
að koma úr róðri og með honum
10 menn. Var talið fullvíst að
báturinn, sem var einmöstrung-
ur hefði kollsiglt sig er hann var
kominn inn fyrir Lokinhamra.
MASTUR í RÆKJUNÓT
Fyrir stuttu kom mastur upp
i rækjunót báts frá Bíldudal. —
Einnig fanst brak úr léttbáti. —
Mastrið var flutt í land. Við at-
hugun kom í ljós að hér var um
•að ræða mastur fiskibátsins Gyðu.
Það sér ekki mikið á því eftir
öll þessi ár í sjó. Hrúðurkallar
hafa sezt á það. Það er 14 m.
langt.
MINNISMERKIÐ
Mastrið verður sennilega reist
jjæsta vor í miðju kauptúninu,
skammt frá minnismerkinu um
Pétur Thorsteinson. Nöfn mann-
anna tíu, sem fórust með skip-
inu, verða grópuð í mastrið. —
Árni Jónsson stórkaupmaður hér
í Reykjavík missti bróður sinn
með skipinu og er Árni aðal-
hvatamaðurinn og hefur um það
forgöngu að þetta minnismerki
verði reist.
11 stiga hiti
10 vmdstig
í GÆR var hlýtt veður um land
allt. Víðast var 9 stiga hiti, en
heitast var á Galtárvita 11 stig
og mestur hiti hér í Reykjavík
var 10 stig í gær. Snjó tók mjög
upp í gær. — Hvasst var hér í
Reykjavík, 8 vindstig, en hvass-
ast 10 vindstig í Vestmannaeyj-
um. — Þar var skyggni mjög
slæmt.
★ Vilja ekki simasamband
Berlín. — Hernámsyfirvöld
Rússa neituðu í dag tillögu Vest-
urveldanna um það að beinu
símasambandi yrði komið á milli
^iusturs og vfestur Berlínar.
Piófkosning
í Kópavogi
SJÁLFSTÆÐISMENN í Kópa-
vogshreppi efna í dag til próf-
kosninga í sambandi við fram-
boð flokksins til hreppsnefndar-
kjörs í janúar næstkomandi. —
Prófkosningin fer fram í skrif
stofu Sjálfstæðisflokksins 1
hreppnum, að Neðstutröð 4 milli
kl. 2—5 í dag. Eru allir Sjálf-
stæðismenn í hreppnum hvattir
til að taka þátt í prófkosningum
þessum.
Við þennan árekstur, á gatnamótum Laugarnesvegar og Sigtúns,
réði tilviljun ein því, að ekki varð stórslys á fólki. Tjón eiganda
bifreiðarinnar varð um 13 þúsund krónur, en auk þess þurfti trygg-
ingarfélagið að greiða yfir 11 þúsund krónur fyrir viðgerð á bif- 1
reiðinni, sem þessi rakst á.
Sjðmaður feílnr 12 m nlðisr í
skíoslesl - Heiddist líliðshállar
KEFLAVIK, 5. des. — I gær-
kvöldi vildi það slys til við höfn-
ina hér, að Kristján Blöndal frá
Sauðárkróki, háseti á frystiskip-
inu Drangajökull, féll úr bómu
skipsins og niður í lestina Var
það hátt fall, eða álíka hátt og af
þaki Alþingishússins niður á
gangstéttina, en Kristján slasað-
ist ekki alvarlega.
UPP í BÓMUNA
Laust eítir klukkan 9 í gær-
kvöldi, kom Drangajökull hing-
að og átti að taka 60—70 tonn af
hraðfrystri síld, til Rússlands.
Þar sem rigning var, þurfti að
byrgja lestina, en það er gert
með stóru segli, sem halað er I
upp í bómu skipsins. Varð fyrst :
að koma fyrir blökk í enda bóm-'
unnar. Var Kristján Blöndal send
ur upp með blökkina, sem er all-
þung, tvískorin tréblökk. Krist-
ján var halaður upp í togvindu-
vírnum, en tréblökkina hafði
hann bundna yfir um sig í kaðli.
Þegar Kristján var kominn
upp, greip hann yfir bómuna með
annarri hendi, en með hinni
reyndi hann að'krækja blökkinni
upp á bómuendann.
Virtist hann eiga erfitt með að
lyfta hinni þungu blökku upp
fyrir sig. Kallaði hann þá niður
til félaga sinna, að hann gæti
ekki krækt blökkunni upp á
bómuna. í því og hann kallaði
missti hann takið af bómunni og
reyndi um leið að grípa í tog-
vinduvírinn, en náði ekki í hann.
Féll hann niður í lestina, scni
var opin og því nær tóm. Mun
fallið hafa verið 11—12 metrar.
Kom Kristján niður á bakiö, en
rétt á eftir skall blökkin, sem
bundin var við hann, skammt frá
honum. — Lá Kristján algjörlega
hreyfingalaus nokkurn tíma
vegna heilahristings. — Var
kallað á lækninn, Björn Sig-
urðsson og kom hann strax á vett
vang. — Taldi hann Kristján
ekki mikið slasaðan. Var hann
fluttur í sjúkrahúsið á Keflavík-
urflugvelli og rannsakaður þar.
Síðan var hann fluttur til Reykja
víkur.
Á Hitlerskvikmynd sýnd
Bonn. — Það þykir nú Ijóst
að nokkur eintök af Hitlerskvik-
myndinni „Fimm mínútur yfir
tólf“ hafa komizt til Svisslands.
Er kvikmyndin sýnd þar, þótt
hún sé bönnuð í Þýzkalandi.
Karlakór
Keflavíkur
KEFLAVÍK, 5. des. — í gær-
kvöldi var stofnaður Karlakór á
Keflavík. Stofnendur kórfélags-
ins voru 20.
Undirbúningur að stofnun var
sá að þriðjudaginn 1. desember
komu saman á fund hér í bænumt
nokkrir áhugamenn, sem ákváðu
að beita sér fyrir því að stofna
Karlakór Keflavíkur. — Var þá
ákveðið að boða til frarnhalds-
fundar á föstudaginn og sem fyrr
segir var sá fundur haldinn í gær
og gengið endanlega frá stofnun
kórfélagsins.
I stjórn kórsins voru kosnir
þeir: Jón Tómasson, formaður,
Kristján Helgason, gjaldkeri,
Ingvar Guðmundsson, ritari, og
meðstjórnendur þeir Böðvar Páls
son og Jón Olsen. — Endurskoð-
endur voru kosnir séra Björn
Jónsson og Jakob Indriðason.
Á stofnfundinum gerðist Olaf
Olsen í Njarðvíkum ævifélagi
kórsins, en styrktarfélagar hafa
35 gerzt.
Tilgangur kórfélagsins er að
viðhalda og efla söngmennt í
Keflavík og Njarðvíkum.
Söngstjóri kórsins verður Guð-
mundur Nordahl. — Ingvar.
Sýning Þorvaldar Skúlasonar
W
■k Umferðarslys í Svíþjóð
Stokkhólmur. — Umferðar-
slys kostuðu 750 manns lífið í
Svíþjóð s.l. ár. 2500 manns meidd
ust alvarlega en um 10 þúsund
fengu skrámur.
Dregið í 12. flokki í
happdrætti SIBS
í GÆR var dregið í 12. flokki
vöruhappdrættis Sambands ísl.
berklasjúklinga. — Hæsti vinn-
ingurinn í þessum flokki kom á
miða nr. 14387 og er miðinn í
umboðinu að Grettisgötu 26. —
Þrír 10,000 kr. vinningar komu
á miða nr. 7380 í umboðinu Aust-
urstræti 9, 24699 í Vestmanna-
eyjum og 29965 í Austurstræti 9.
Sex 5,000 kr. vinningar komu á
miða nr. 11185, 28195, 28696,
39587, 40274 og 45633.
Frá sýningu Þorvaldar Skúlasonar, sem nú stendur yfir í List-
vinasalnum við Freyjugötu. Sýningin hefur verið fjölsótt að undan-
förnu og vakið athygli meðal listunnenda. Nú þegar hafa selzt 6
myndir. — Á bls. 2 birtist gagnrýni um sýninguna eftir Valtý
Pétursson. Sýningin er opin daglega kl. 2—10 síðdegis.
— Ljósm. Mbl.: G. R. Ó.
Skákeinvígi MbL:
Akraues-Keflavík
KEFLAVIK
AKRANES
22. leikur Akraness:
Rh4—Í5