Morgunblaðið - 11.12.1953, Síða 8

Morgunblaðið - 11.12.1953, Síða 8
8 MORGV N B LAÐIÐ Föstudagur 11. des. 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3049. Anglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu 1 krónu eintaklð. Beðið eftir svari Rússa í HINNI stórmerku ræðu Eisen- howers forseta, gerði hann Rúss- um boð um sameiginlega aðild að alþjóðastofnun, er hefði með höndum tilraunir um notkun at- ómorkunnar til friðsamlegrar uppbyggingar og framkvæmda. | Hann gat þess m. a. að hin al- þjóðlega stofnun skyldi fá atom- orkuefni Og starfskraftá frá stör- veldunum, eftir því, sem þau gætu lagt þau fram. Síðan benti forsetinn lauslega á það, að at- ómorkustofnunin myndi væntan- j lega framkvæma einskonar miðl- un atómorkunnar. Fyrir tilstilli hennar skyldu smáþjóðir, sem einar hafa ekki bolmagn til að kanna leyndardóma atómorkunn- ar, verða aðnjótandi þessara óþrjótandi tækifæra til að efla skapandi mátt sinn, til að bæta lífskjör fólksins. Þetta tilboð Eisenhowers var sett fram af fullri einlægni og án efa mun það brátt bera ávöxt. í því felst sú hjálpfýsi og samkennd, sem á sínum tíma varð frækomið til stofn- unar S. Þ. Þessi tilfinirig þjóð- anna um að þær ættu ekki að einangra sig, heldur starfa saman og hjálpa hvorri ann- arri eins og skipshöfn á sama báti, kom einnig í ljós, þegar IJNRRA var komið á fót eftir stríðsiok og þegar Bandaríkja- menn buðu fram efnahagsað- stoð til Evrópulanda. Hún kemur enn fram á skýrari hátt en nokkru sinni fyrr í þessari síðustu ræðu Eisenhowers. Þegar forsetinn kemur fram með tillögu sína, gerir hann ekki upp á milli neinna þjóða. Frið- samleg notkun atómorkunnar er sama hagsmunamál allra, hvort sem þeir búa austan eða vestan járntjalds. Um þetta ættu því allir að geta sameinazt, hvað sem viðvíkur pólitízkum deilumálum. Það kemur greinilega fram, að hin alþjóðlega atómorkustofnun á að vera algerlega ópólitísk og óhlutdræg vísinda- og fram- kvæmdastofnun. Hún á eingöngu að taka til meðferðar friðsamlega notkun atómorkunnar, en mun ekkert vald taka sér til að hafa eftirlit t. d. með framleiðslu Rússa á atómorkusprengj um til manndrápa. 1 Hér geta Rússar því ekki blandað saman við stjómmála þrefi sínu. Þegar þeim er boð- in þátttaka, er það umbúða- laus spurning um það, hvort þeir vilji taka þátt í friðsam- Jegri uppbyggingu alheimsins. Og það er óhætt að segja, að gervallur heimurinn bíður með eftirvæntingu eftir svari Rússa. 1 Nú eru liðnir þrír dagar síðan Eisenhower bar þessa tillögu fram, en ekkert svar hefur kom- ið. Hið eina sem menn hafa frá þeim heyrt eru hinar venjudegu rótarlegu og persónulegu árásir á forsetann. Á tillöguna um frið- samlega notkun atomorkunnar er ekki minnzt einu orði. Að lokinni ræðu Eisenhowers var Vishinsky, fulltrúi Rússa hjá S. Þ., spurður um álit sitt varð- andi tillöguna. Svar hans var: — Ég neita að gefa upp nokkuð álit. í Kommúnistablaðið hér hefur éinnig verið mjög sagnafátt um tillöguna, enda hefur það ekki fengið línuna frá Moskvu. Það UR DAGLEGA LIFINUj þorir ekki að minnast einu orði á það að hægt sé að nota atóm- orku til friðsamlegrar uppbygg- ingar; í gær flutti Moskvu-útvarp- ið stutta umsögn um ræðu Eisenhowers. Því miður gefur! sú tilkynning ekki góða von um samstarfsvilja Rússa. Þar var því haldið fram að ræða Eisenhowers hefði verið hót- anir um atómorkuárásir!! Svo( blygðunarlaust snúa valdhaf-j arnir í Moskvu sannleikanum við. Það var hið rétta, að Eisen- hower vildi í ræðu sinni leiða hinum valdasjúku mönnum í Kreml það fyrir sjónir að þriðja heimsstyrjöldin myndi tákna ger- eyðingu jarðarinnar. Þetta vildi hann sýna þeim til þess að þeir færu ekki í skammsýni sinni að hefja árásarstyrjöld. Og eftir að forsetinn hafði bent Kreml-mönnum skýrlega á það að í atómstyrjöld ynni enginn sigur, heldur tapaði allt mannkynið, kom kjarni ræðunnar — spurning um það, hvort ekki væri réttast að stokka upp spilin, hætta hinu tryllingslega atómorku- kapphlaupj og hefja allsherj- ar samstarf um friðsamlega notkun atómorkunnar. Þetta sér hver maður að er hin stóra spurning. Þessvegna bíður allt mannkynið enn eftir endan- legu svari Rússa um það hvort | þeir vilja friðsamlegt sam- starf. Hin hagnýtu vísindi. í FJÁRLAGAUMRÆÐUNUM á1 Alþingi í fyrradag, réðist for- • maður Alþýðufl. og ritstjóri Al- þýðublaðsins harkalega á ríkis- stjórnina fyrir að verja fé úr ríkissjóði til ýmiss konar rann- sókna og vísindastarfs í þágu at- vinnuveganna. Ekki verður annað sagt, en að þetta sé harðla einkeninleg af- staða hjá formanni Alþýðu- flokksins. Allar þjóðir verja miklu fé til vísindalegra rann- sókna og tilrauna í þágu bjarg- ræðisvega sinna. Hafa slíkar rannsóknir borið margfaldan ávöxt. Atvinnulíf þjóðanna sæk- ir í hverju einasta landi, vaxandi þrótt og afrakstur til hinna hag- nýtu vísinda. Við íslendingar höfum því miður ekki haft nægilegt fjár- magn til umráða í þessu skyni. Hefur það áreiðanlega bakað okkur mikið tjón. En við höfum þó reynt að styðja unga íslend- inga til ýmiss konar sérmennt- unar á sviði hagnýtra vísinda. Hafa margir þeirra tekið upp störf hér heima og þegar orðið þjóð sinni að miklu liði. Við þurfum að efla vísindaleg- ar rannsóknir í þágu íslenkra bjargræðisvega. Við þurfum að þekkja gæði landsins og mögu- leika. Við þurfum fleiri vísinda- menn til þess að kenna okkur að auka arðinn af starfi okkar. Þetta skilur allur almenning- ur á íslandi. En formaður Al- þýðuflokksins skilur það ekki, af því að hann einblínir niður | fyrir tærnar á sér, í stað þess ★ Hermannasöngvar Þegar önnur heimsstyrjöldin stóð sem hæst veittu bandarískir herforingjar því athygli að aðeins 12—25% her- manna þeirra, sem voru í eld- línunni hleyptu skoti úr byssu sinni. í Kóreu varð hundraðs- talan nokkuð hærri — um 50%. — En þrátt fyrir það hefur það komið fyrir að í 1000 hermanna sveit voru það aðeins 30 sem hleyptu úr byssu, §inni, þó að þeir væru í yfirvofrindi lífshættu vegna sóknar andstæðinga sinna. Sálfræðileg skýring er gefin á þessu fyrirbrigði, sú, að meðal vestrænna þjóða sé það forboðið að drepa. En þegar barizt er um líf eða dauða verður að gleyma þeim staðreyndum um sinn. Reynslan sýnir, að bezta ráðið til þess er að fá hermennina til þess að sýngja eða hrópa í kór, svo að þeir finni sjálfa sig sem ^ÁÍrinaeLu nncjetefan litla einingu í stórum hóp, en ekki sem yfirgefna einstaklinga. Þetta einfalda ráð gefur svo góða raun, að hundraðstala þeirra sem hleypa af þegar nauðsyn krefur hækkar allt upp í 75. -k Ekki á réttum stað Florence Horsbrugh heitir kona ein ensk og er fræðslumálaráð- herra í rikísstjórn Sir Winstons Churchills. Hún hefur nýlega skýrt svo frá að hún hafi miklu meiri ánægju af því að elda reglu lega góðan miðdegivserð, heldur en af nokkurri stjrónmálaræðu sem hún hefur haldið. — Kven- eðlið segir til sín. ★ Armlengd Hinriks konungs í Englandi nota menn við mæl- ingar í stað metrakerfisins eldra VeLl andi álripar: Skemmtileg myndabók. GRJÓTPÁLL hefur orðið: Mikið hefur verið gefið út á undanförnum árum af allskonar myndabókum frá íslandi. Marg- ar Ijómandi myndir hafa birzt í þessum bókum, þó að mjög séu þær misjafnlega góðar og smekk- lega valdar. — Nú er enn ein slík bók komin á markaðinn, „ís- land farsælda Frón“ með skýr- ingum á fimm erlendum tungu- málum. Hún er á ýmsan hátt töluvert frábrugðin þeim, sem á undan eru komnar. Myndirnar eru í senn sérkennilegar og margar snilldar vel teknar, enda er myndasmiðurinn, Hjálmar R. Bárðarson, þegar fyrir löngu kunnur fyrir hinar ágætu Ijós- myndir sínar. Er óhætt að segja, að þessi bók er bæði honum og Lithoprenti, sem sá um útgáfu hennar til sóma. Bókin er hin eigulegasta. — Grjótpáll." ,,KÆf að horfa fram á veginn. Þess vegna flytur hann heimsku- legt nudd og skæting á Al- þingi um þá rannsóknar- og vísindastarfsemi, sem hér er reynt að halda uppi. Alveg óþarfi. ÆRI VELVAKANDI! dálkum Hannesar á Horninu núna i vikunni birtust smápistlar um kaupæðið, sem grípi almenning sem heiftarleg- ast nú er líður að jólum. „Enverst er farið með kvenfólkið — segir í lok pistilsins, — „það er rúið inn að skyrtunni og inn úr skyrt- unni. Vitanlega er þetta því sjálfu að kenna“. Umhyggja — eða hvað? SKYLDI það vera af umhyggju alþýðuvinarins, Hannesar á Horninu, fyrir kvenþjóðinni, eða bara af því að hann langar til að hreyta ónotum í einhvern, að hann eignar kvenþjóðinni sér- staklega þetta „kaupæði“, sem hann svo kallar? Það er ekki þar fyrir, að hver sem er megi ekki láta sér í léttu rúmi liggja þó að tilraun sé gerð til að sneiða að honum í umræddum ónotadálkum, og ef til vill var þessi smáklausa til kvenþjóðarinnar skrifuð í geð- vonzkukasti — en hvað um það, mér finnst alveg óþarfi að vera að narta í okkur konurnar, sem nauðugar viljugar verðum að bera hita og þunga jólakaup- anna, og eigna okkur sérstaklega einfeldni og gapahátt í meðferð fjármuna okkar, þó að margt sé til að ffeýsta þyngjunnar þessa dagana. Karlmenriirnir eyða sín- um peningum víst ekki á annan betri hátt, heldur en, þó að við séum með örlátara móti, þegar jólaglaðningurinn er annars veg- ar. — Freyja“. Gerir erfitt fyrir. MAÐUR nokkur bar upp fyrir mér vandræði sín um dag- inn. Hann var nýbúinn að missa aldraða móður sína og í sam- bandi við andlát hennar og jarð- arför höfðu honum borizt kynstr in öll af samúðarkveðjum og minn ingargjöfum, eins og gengur og gerist. „Mér fannst ósköp faliegt af fólkinu, að sýna mér þessa vin- semd og heiðra um leið minn- ingu móður minnar látinnar, og ég vildi að sjálfsögðu þakka það eins og vera bar, en með margt af þessu fólki var því svo farið, að ég var því ekki nógu kunn- ugur til að ég vissi hvar það ætti heima, svo að ég gæti sent því þakklæti mitt. Mikilvægt — og sjálfsagt. MARGT af því voru gamlir vin- ir og kunningjar móður minnar, sem ég hafði ekki haft nema lítil kynni af sjálfur. Ef aðeins þetta góða fólk hefði hugs að út í að setja heimilisfang sitt undir kveðjuna — ásamt nafni sínu, hefðu þessir erfiðleikar ekki komið til. Því miður gleym- ist mörgum þetta mikilvæga — og sjálfsagða atriði. Vildi ekki fólk hafa þetta í huga, þegar um svipaðar kringumstæður er að ræða?“ Oft er það gott, sem gamlir kveða. mál eins og t. d. yard og fet. Uppruni þessara eininga er rak- inn til Hinriks konungs hins fyrsta, sem var konungur yfir Englandi frá 1100—1135. Einn góðan veðurdag mælti hann svo fyrir, að 1 yard skyldi vera jafn- lend armi hans — og reyndist hann vera rúml. 91 sentimetri — 1 fet skyldi hins vegar vera þriðjungur yards. ★ Fjölskyldufréttir 93 ára gamall Bandaríkjamað- ur, Tazewell að nafni, hélt ný- lega brúðkaup með 63 ára gamr alli ástmey sinni. Hún var dóttir stjúpdóttur Tazewells frá fyrsta hjónabandi hans. Þar sem dóttir Tazewell var gift föður nýju brúðarinnar, varð Tazewell tengdasonur dóttur sinnar og jafnframt tengdasonur tengda- sonar síns. Hann var og tengda- faðir föður brúðar sinnar og þannig varð faðir konu hans tengdafaðir tengdaföðurs síns. — Hin 63 ára gamla brúður varð tengdamóðir föður síns, og hún og dóttir hins 93 ára brúðguma frá fyrsta hjónabandi hans urðu stjúpmæður hvorrar annarrar og þá um leið stjúpdætur hvorrar annarrar. — Mjög einfalt, er það ekki? ir Dómsmorð3 Athafnir mannanna eru oft næsta einkennilegar og bera ein- att lítinn vott um víðsýni eða mikla dóm- greind. Mættu vafalaust all- flestir líta í sinn eigin barm þegar um slíkt er að ræða. En hér er saga um einkennilegar athafn- ir manna fyrr á öldum. Arið 1457 var gilta ein dregin fyrir rétt í Frakklandi ásamt 6 grísum sínum, ákærð fyrir að hafa myrt barn. Giltan var sek fundin og dæmd til dauða, en grísir hennar sýknaðir sumpart vegna þess að þeir þóttu of ung- ir til þess að sæta hegningu og sumpart vegna þess, að rétturinn sló því föstu að þeir hefðu verið undir slæmum áhrifum frá móð- ur_ sinni. I öðrum frönskum bæ stóð hani einn fyrir rétti 5 árum síðar, ákærður fyrir að hafa verpt eggi? Réttarhöldin stóðu í langan tíma en loks var haninn dæmdur til dauða — ekki vegna eggsins, heldur vegna þess að hinir lærðu dómarar réttarins fullyrtu að djöfullinn hefði birzt í fögru gerfi hans — og haninn lét lífið á báli. ★ Það er athyglisvert — Maður, sem hér á jörðinni vegur 75 kíló myndi ef hann væri staddur á tunglinu aðeins vega 15 kíló. — Reynslan hefur sýnt, að neglur á fingrum vinstri handar eru 10 dögum lengur að vaxa fram en neglur á fingrum hægri handar. — Hve hratt getur maðurinn hreyft handlegg sinn? Joe Louis sló andstæðing sinn eitt sinn í gólfið með höggi, hvers hraði er talinn hafa verið 80 km. á klukku stund. — A. St. ★ ★ ★ ★ NEISTAR ★ ★ ★ ★ — Nei, það getur verið, að hann hugsi ekki a 111 a f um kvenfólk, en þ e g a r hann hugs- ar á annað borð — þá hugsar hann um kvenfólk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.