Morgunblaðið - 11.12.1953, Blaðsíða 9
Fösíudagur 11. des. 1953
MORGUNBLAÐIÐ
9
Ben Gurion dregur sig
í hlé frá stió
Fn erfitt er að fylla skarðið.
Eftir Cyril I)unn
ÍSRAELSMENN brugðust illa við
í síðustu viku, er Ben Gurion
sagði af sér embætti sínu sem
forsætisráðherra landsins. Orð-
rómur, er hneig í þessa átt, hafði
þegar fyrir nokkru komizt á
kreik, en Israelsmenn voru ófús-
ir að viðurkenna sannleiksgildi
hans. Þannig mælti kona ein, sem
misst hafði tvo syni sína i bar-
áttunni fyrir frelsi og sjálfstæði
landsins: „Ég fórnaði landinu
sonum mínum hví skyidi hann þá
geta yfirgefið það?“
VIÐHORF
MAPAI-FLOKKSINS
Mapai-menn, flokksmenn Ben
Gurions, reyndu allar hugsanleg-
ar leiðir til að fá hann ofan af
þessari ákvörðun sinni. En allt
kom fyrir ekki. Ákvörðun Ben
Gurions varð ekki haggað. Getur
hafa verið að því leiddar, að nú
muni rofna samvinna flokka
þeirra, er að stjórninni standa,
en stærstir þeirra eru Mapai-
flokkurinn og Zíonistaflokkur-
inn. Zíonistar hafa þegar sett það
skilyrði fyrir áframhaldandi
stjórnarsamvinnu, að þeim verði
fengin í hendur fleiri og veiga-
meiri ráðherraembætti. Án stuðn
ings Zíonistaflokksins hefur Ma-
paiflokkurinn aðeins nauman
meirihluta í sameiningarstjórn-
inni, og ef einn smáflokkanna
innan stjórnarinnar sneri einnig
baki við honum, yrði afleiðingin
óhjákvæmilega aimennar kosn-
ingar.
ÞJÓÐHETJAN BEN GURION
Ben Gurion bjó í litlu pólsku
þorpi fram til tvítugs, þegar hann
fluttist búferlum til fyrirheitna
Jandsins og hóf vinnu við land-
búnaðarstörf þar. — Tók hann
snemma upp merki Zíonistahreyf
ingarinnar og barðist fyrir heim-
komu Gyðinga, sem dreifðir voru
víðsvegar um heim. Hann kom
fótum undir Histadrut, stærsta
<og öflugasta verkalýðssamband
landsins og var kyndilberinn í
frelsisbaráttu þjóðarinnar. ísra-
elsmaður nokkur lét þau orð
falla, að Ben Gurion hefði verið
sá foringi, sem allir hinir snerust
lum eins og mölflugur kringum
loga.
BEN GURION SNÝR SÉR AÐ
FRÆÐISTÖRFUM
En nú er Ben Gurion orðinn
langþreyttur af að bera hita og
þunga stjórnmálabaráttunnar í
hinu hrjáða landi. Þó er hann
■ekki nema 66 ára, og er það ekki
ýkja hár aldur af forsætisráð-
herra að vera. Nú hyggst hann
■draga sig út úr stjórnmálaþvarg-
inu og setjast að í Sde Boker,
sem er eyðimerkursvæði við
endimörk Ísraelsríkis. Þar ætlar
hann sér að leggja stund á fræði-
legar iðkanir og er sagður hafa í
hyggju að skrifa ævisögu sína,
áður en til þess verði aðrir, sem
ef til vill færu miður rétt með.
SAMKOMULAGSTILRAUNIR
MAPAI-MANNA VIB
BEN GURION
Mapai-menn báuu frara tvær
tillögur til að reyna að komast
að samkomulagi við Ben Gurion.
Önnur var sú, að hann fengi fjar-
vistarleyfi og einhver hinna ráð-
herranna gegndi forsaetisráð-
herraembættinu á meðan. í því
tilfelli kom einna helzt til greina
Levi Eshkol, núverandi fjármála-
ráðherra, starfsmaður mikill og
hugsjónamaður, en ef til vill ekki
nógu atkvæðamikiil til að gegna
því að staðaldri.
Gurion hyrfi frá störfum um
óákveðinn tíma, en héti þvi að
taka aftur við forystunni siðar.
í þessu tilfelli voru hugsanlegir
staðgenglar hans tveir: Moshe
Sharett, utanríkisráðherra og ná-
inn samstárfsmsður Ben Gurion
undanfarin tuttugu ár. Eigi voru
það þó allir flokksmenn hans,
Blómleg starfsemi
Alliance Francaise
Frá aðalfundi félagsins s.l laugardag.
Ben Gurion er að hætta þátttöku
í stjórnmálum.
sem höfðu augastað á honum til
þessa starfs. Hinn var ráðherrann
Pinhas Lavon, atkvæðamaður
hinn mesti og skoðanafastur. —
Hefur hann áður komið til greina
sem forsætisráðherr'a landsins. —
Lavon þessi er rúmlega fimmtug-
ur að aldri, unglegur að sjá og
viðkunnanlegur í viðmóti. Eftir
fyrri heimsstyrjöldina yfirgaf
hann ætt og óðal í Póllandi og
fluttist til Israel, þar sem hann
gerðist verkamaður.
(Observer — Öll réttindi áskilin)
ALLIANCE Francaise hélt aðal-
fund laugardaginn 5. þ.m. í Odd-
fellowhúsinu.
Fundinum stýrði varaforseti
félagsins, Björn L. Jónsson. For-
seti félagsins Pétur Þ. J. Gunn-
arsson, gaf ýtarlega skýrslu um
störf félagsins á liðnu starfsári,
og gjaldkeri þess, Magnús Joch-
umsson las upp reikninga félags-
ins, sem samþykktir voru athuga
semdalaust.
•
I MIKLUM UPPGANGI
Félagið er nú í miklum upp-
gangi, tala félagsmanna vex stöð-
ugt, nemur nú fast að hálfu
þriðja hundraði. Vonir standa til
— sagði gjaldkeri félagsins, að
þeir fylli þriðja hundraðið að ári
liðnu. Félagið á nú orðið allgott
bókasafn, allt að 2000 bindum og
voru bókaúttlán s. 1. ár á fjórða
hundrað. Nú standa fyrir dyrum
verulegar umbætur á aðbúnaði
bókanna, efnt hefir verið til
kaupa á vönduðum bókaskápum
o. s. irv.
SKEMMTIFUNDIR OG
NÁMSKEIÐ
Margir skemmitfundir og kvik
myndasýningar voru á árinu og
var aðsókn að þeim mikil, að
meðaltali á þriðja hundrað
manns. Von er á tveimur frönsk-
ur stórmyndum, sem félagið mun
sýna í Nýja Bíó á næstunni.
Félagið hélt uppi námskeiðum
í frönsku eins og undanfarin ár,
hið fyrra frá október—desember
og hið síðara frá janúar—apríl.
Kennarar á námskeiðum þessum
voru Magnús Jónsson og M.
Sghydlovsky, en hann hefir nú
horfið héðan og í hans stað kenn-
ir hinn nýi franski sendikennari,
ungfrú Delahaye.
í stjórn félagsins voru kjörin:
Pétur Þ. J. Gunnarsson, forseti og
meðstjórnendur: Björn L. Jóns-
son, Magnús Jochumsson og Sig-
urlaug Bjarnadóttir. Til vara:
Franz Siemsen og endurskoðend-
ur þeir Geir M. Jónsson og
Magnús Víglundsson.
læk.
Áæflunarbifreið fauk
úl af Hvalfjarðarvegi
- engansakaði
í fyrrakvöld gekk á með miklu
hvassviðri í Hvalfirði. Var þá
áætlunarbifreiðin vestan úr Döl-
um þar á ferð og með henni 7
farþegar. Bifreiðin var á leið til
Reykjavíkur.
Þegar hún var norðan í Reyni-
vallahálsi, upp af bænum
Hvammi, lyfti veðrið bílnum á
loft með þeim afleiðingum, að
hann skall á hliðina og lá að
mestu utan við veginn. — Engan
sakaði, en þrjár rúður brotnuðu.
Fólkið var flutt með bíl að
bænum Hálsi í Kjós, en þangað
var það sótt og flutt til Reykja-
víkur.
Allii liæstu v inn-
ingarnir í
Reykjavík
f GÆR var dregið í 12 flokki
Happdrættis Háskóla íslands. í
þessum flokki eru alls 2309 vinn-
ingar, þar af 9 aukavinningar,
alls að upphæð kr. 1.444,000.
Hæsti vinningurinn 150 þús.
krónur koma á % miða nr. 23132
sem er í umboðinu í Austurstræti
1. Einnig kom næst hæsti vinn-
ingurinn 40,000 kr. á miða nr.
22014, sem allir voru í Varðar-
hússumboðinu og þriðji hæstl
vinningurinn 25,000 kr. kom á
heilmiða, einnig hér í Reykjavík,
er sá í umboð Marenar Péturs-
dóttur, nr. 26685.
10.000 króna vinningarnir
komu á þessa miða: 1373, sem er»
hálfmiðar í Varðarhúsinu. Nr.
2405 t4-miðar og eru tveir í um-
boði Arndísar Þorvarðardóttur
og i Keflavík. Nr. 8315 M-miðar,
tveir þeirra eru í Seyðisfjarðar-
umboði og aðrir tveir í Stykkis-
hólmi. Nr. 9359, sem eru líka tá-
miðar í Varðarhúsumboði, Helga
Sívertsen og hjá Marenu Péturs-
dóttur. Nr. 19415 %-miðar sem
eru í Varðarhússumboði og hjá
Maren Pétursdóttur. Nr. 19546
tá-miðar sem allir eru í Varðar-
húsinu og loks kom 10 þús. kr.
vinningur á heilmiðann 29341.
Drætti í flokknum var ekki
lokið fyrr en um klukkan 7 t
gærkvöldi, og af þeim sökum erw
ekki birtir fleiri vinningar í dag.
20 fórust.
BERLÍN, 9. des. — 20 manns
fórust í dag, er farþegafluga hrap
aði til jarðar við Berlínarflug-
völl. — NTB.
Firmakeppni Bridge-
félags íslands
FIRMAKEPPNI BRIDGESAM-
BANDS ÍSLANDS stendur nú
sem hæst og er mikill metnaður
allra bridgespilara að standa sig
sem bezt fyrir þau firmu, sem
þeim er trúað fyrir. En hlutkesti
ræður, fyrir hvaða firma hver
spilar.
Keppnin hófst s.l. sunnudag og
kepptu þá 64 firmu. Eftir þá
fyrstu umferð voru þessi fyrir-
tæki efst:
Belgjagerðin 61,5, Olíuverzlun
íslands h.f., 57, Eggert Kristjáns-
son & Co. 57, Ásaklúbburinn 54,
Björnsbakarí 53,5, Regnhlífabúð-
in 53,5, Heildverzlunin Hekla
h.f. 53, ísafoldarprentsmiðja h.f.
52,5, H. Benediktsson & Co. 52,5,
Síldarútvegsnefnd 52,5, Lands-
smiðjan 52, Stálumbúðir 51,
Kiddabúð 51, Blikksmiðjan
Grettir 50,5, Stefnir h.f. 50, Sam-
vinnutryggingar 50.
Keppnin heldur áfram n.k.
sunnudag í Skátaheimilinu og
munu margir hafa áhuga á
fylgjast með baráttunni.
Stef úthiutar lauimifim til
160 íslenzkra rétthafa
Talan hefir meira en tvöfaldast frá s.l. ári.
„ISLANDE-FRANCE —
HIÐ FALLEGASTA
Á undanförnum tveimur árum! ,
hafa 16 stúdentum verið veitt í TILEFNI af mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna í gær skýrði
bókaverðlaun frá félaginu fyrir
afburða frammistöðu í frönsku.
Tímarit félagsins, Islande-
France, mun koma út næstu daga
mjög vandað að venju. Gat for-
seti félagsins þess, að í skýrslum
Alliance Francaise í París væri
íslenzka ritið hið fegursta af sam
svarandi ritum, sem gefin væru
út í öðrum löndum.
STJÓRNARKOSNING
Fundurinn sendi heiðursforseta
sínum, sendiherra Frakka,
Monsieur H. Voillery og frú hans
virðingarfyllstu kveðjur sínar og
þakklæti.
Jón Leifs, formaður Stefs, fréttamönnum blaða og útvarps frá
starfsemi félagsins og þróun, sem fer stöðugt í vöxt. Úthlutaði
það í gær launum til 160 íslenzkra rétthafa, tónskálda, textahöf-
unda, útsetjara, útgefenda og erfingja. Er sú tala meira en helm-
ingi hærri en s. 1. ár. í mannréttindayfirlýsingu S. Þ. var sem
kunnugt er lögð sérstök áherzla á höfundarétt og laun listamanna.
AUKINN VIÐGANGUR <
STEFS
Stefi hefir á s. 1. ári, sagði Jón
Leifs, tekizt að auka viðgang
sinn jöfnum skrefum, enda þótt
Ríkisstjórn íslands hefir nú
einnig tekið röggsamlega á mál-
um höfundaréttar og undirbúifi
, endurbætur í þeim efnum, sem
ymislegt se enn óunnið, er snert- yfirstandandi Alþingi hefir ým-
ir undirstöðu felagsins. Þyngstur igt þegar samþykkt eða sam.
á metunum er hinn ágæti stuðn
ingur íslenzkra dómara og lög
fræginga Stefs.
aspr m
I.UNDÚNUM 10. des.: — Eigin-
kona Bugandakonungs, sem nú
er staddur í Lundúnum vegna
árekstra við stjórn Bretaveldis,
hefur sent Elísabetu Englands-
drottningu ávarp, en drottning er
nú á ferð á Kyrrahafi. f ávarp-
inu en Englandsdrottning beðin
að kynna sér mál þegnanna í
„Isiand, farsælda frón'
j Buganda, sem berjist fyrir sjálf-
Hin tillagan var sú, að Ben’ stæði sínu.
á loðnumiðunum. — Ein af myndum Hjálmars R.
í hinni nýútkomnu ljósprentuðu íslands-mynda-
Það er logn
Bárðarsonar,
bók hans, „ísland farsælda frón“.
þykkir væntanlega, áður en þv.í
lýkur. Okkur tónskáldunum hefir
þótt biðin löng, einkum eftir höf-
undaréttarsamningi við Banda-
ríkin, sem er einhliða hagsmuna-
mál íslendinga. En ljúft er mér
að þakka fyrir mína hönd og fé-
lagsins bæði fráfarandi og nú-
verandi menntamálaráðherra og
einnig Alþingi fyrir undirbún-
ing þessara mála.
HÆRRI ÚTHLUTUN
EN ÁÐUR
Ánægjulegt er, að Stef getur i
dag sent frá sér hærri úthluturr
til íslenzkra rétthafa en áður.
Síðan hún hófst fyrir þremur ár-
um, hefir upphæðin farið síhækk
andi. Gengið er nú frá ákveðn-
um samningum við íslenzka Rík-
isútvaypið og samningar við er-
lenda aðila um greiðslu til ís-
lenzkra rétthafa standa yfir,
enda fer flutningur íslenzkra tón-
j verka erlendis stöðugt í vöxt.
Samkvæmt lögum er ekki leyfi-
legt að skýra frá upphæðum lil
rétthafanna, en úthlutunarreglur
hafa verið staðfestar af mennta-
málaráðherra og birtar í stjórn-
artíðindum. Stef úthlutar nú eft-
ir dagskrá Ríkisútvarpsins frá
árinu 1951.