Morgunblaðið - 11.12.1953, Page 16
Yeðurúilif í dag:
Allhvass suðvestan, rigning.
13
dagar
til
jóla
284. tbl. — Föstudagur 11. dcsember 1953
Varnarliðið útvarpaði engri
hljómiist í gær — STEF gerir
kröfur um 1,5 millj. kr. gjald
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 10. des. — Þar eð ekkert samkomu-
lag hefur náðst milli STEFS og útvarpsstöðvar varnarliðsins hér,
befur herstjórnin ekki látið útvarpa neinni hljómlist í dag. —
STEF gerir kröfu um 1,5 milljón króna greiðslu árlega fyrir flutn-
ing á hljómlist í útvarpinu.
ALLT EFNI FRA AMERIKU
Útvarpsstöð varnarliðsins hér
er deild í allsherjar útvarpskerfi
Bandaríkjahers. Allt útvarpsefni
til stöðvarinnar kemur á plötum
frá Bandaríkjunum og hefur þá
verið samið um flutning efnisins
við aðila þar í landi, þar á meðal
stofnun þá sem hliðstæð er
STEFI.
EKKERT SVAR AÐ VESTAN
I dag mun hafa verið útrunn-
inn frestur sem ákveðinn var til
samkomulags. Yfirstjórn varnar-
liðsins mun hafa ákveðið með
hliðsjón af því, að henni hafa
ckki borizt fyrirmæli frá Banda-
ríkjunum hvernig bregðast beri
við kröfum STEFS, ákveðið að
útvarpa ekki neinni hljómlist í
dag a. m. k. en hve lengi er ekki
vitað.
KRÖFUR STEFS
Annar tveggja lögfræðinga
STEFS skýrði Mbl. svo frá í gær,
að kröfur STEFS á hendur út-
varpsstöð varnarliðsins væru
foornar fram í nafni hins banda-
xíska STEFS, svo og annarra
Stefja sem hið íslenzka STEF
hefur umboð fyrir. — Telur
STEF að útvarpsstarfsemi stöðv-
ar varnarliðsins falli inn í ís-
lenzk lög, sem viðurkenni rétt
STEFS.
Verða að tryggja sér
atrinnu fyrir fram
AÐ GEFNU tilefni eru menn
utan af landi, sem ætla að koma
til Reykjavíkur í þeim tilgangi
að leita sér atvinnu á Keflavíkur-
flugvelli varaðir við að koma,
án þess að hafa tryggt sér at-
vinnu fyrir fram.
Fjárfagafrumvarpið
samþyhkt við
aðra umræðu
í GÆR fór fram í sameinuðu
Alþingi atkvæðagreiðsla um fjár-
lagafrumvarpið ,eftir aðra umr.
um það, en henni lauk á mánu-
dag. Hafði komið fram mikill
fjöldi breytingatillagna. Mestur
kluti þeirra var frá meirihluta
fjárveitinganefndar og voru þær
allar samþykktar að undanskild-
um örfáum, sem teknar voru aft-
ur og koma ekki til atkvæða fyrr
«11 við þriðju umræðu um frum-
varpið.
Stjórnarandstæðingar höfðu
lagt fram allmargar breytingar-
tillögur, sem miðuðu að tugmillj.
króna útgjaldaaukningu, en tekju
hliðinni gleymdu þeir að hugsa
urn. Voru tillögur þeirra því
bornar fram í fullkomnu ábyrgð-
arleysi og voru allar felldar.
Nokkrar tillögur komu fram
frá einstökum þingmönnum. —
Voru þær ýmist felldar eða tekn-
ar aftur og verða bornar fram
við þriðju umræðu um fjárlaga-
frumvarpið, sem hefst á mánu-
dag. Verður þeirri umræðu út-
varpað á mánudags- og þriðju-
jdagskvöld. I
Á annað hundrað
nýir félagar ganga
í Heimdall
FUS HEIMDALLUR hélt fund
um fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
bæjar í gærkvöldi og flutti Guð-
mundur Vignir Jósefsson fram-
söguræðu. — Á fundinum voru
samþykktar 114 inntökubeiðuir
ungs fólks, sem sótt hefur um
upptöku í félagið að undanförnu.
Guðmundur Vignir Jósefsson,
skrifstofustjóri, rakti mjög ítar-
lega fjárhagsmál Reykjavíkur-
bæjar og skýrði helztu atriði
þessara mikilvægu mála fyrir
fundarmönnum.
Að ræðu frummælanda hófust
frjálsar umræður og tóku þess-
ir til máls: Othar Hansson, Geir
Hallgrímsson, Valgarð Briem og
Marteinn Guðjónsson.
Síðan voru 114 nýjar inntöku-
beiðnir bornar undir fundinn og
voru þær allar samþykktar.
Fundurinn var vel sóttur og
einkenndist af áhuga unga fólks-
ins fyrir að gera sigur Sjálf-
stæðisflokksins sem mestan í
bæjarstjórnarkosningunum á
næsta ári.
Spilakvðld Sjálfstæð
isfélaganna í kvðld
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN 1
Reykjavík, Vörður, Hvöt, Óðinn
og Heimdallur efna til spila
kvölds í Sjálfstæðishúsinu í
kvöld kl. 8.30. Gunnar Thorodd-
sen, borgarstjóri, flytur þar
ávarp og einnig verður kvik-
myndasýning.
Spilakvöld Sjálfstæðisfélag-
anna eiga miklum vinsældum að
fagna, og venjan hefir verið sú,
að færri hafa komist að en vildu.
Þorsf. Þorsteinsson,
sýslum. heiðursfé-
lagi Ferðafélagsins
Á AÐALFUNDI Ferðafélags ís-
lands í gærkveldi var Þorsteinn
Þorsteinsson, sýslumaður, kjör-
inn heiðursfélagi.
Þorsteinn hefir skrifað tvær af
árbókum Ferðafélagsins og verið
velunnari þess um langan aldur.
Ferðafélagsdeildin í Vest-
mannaeyjum hefir gefið 5 þús-
und krónur til byggingar sælu-
hússins í Þórsmörk, sem reist
verður til minningar um Kristján
Ó. Skagfjörð.
Nánar verður sagt frá aðalfund
inum á morgun.
Mikil úrkoma í gær
I GÆR var gríðarmikil úrkoma
hér í Reykjavík eða 15 mm.
Rigndi mest frá kl. 8—17,00 síðd.
Eftir hádegi gekk hér á með
þrumum og eldingum.
Ari effir lausn vinirtilraar:
Ríkisstjórnin hefnr ifff
lega staðið við loferð sin
um lækkæun veriafsins
Sr. Halidór á Rsyni-
vöilum látinn
í SAMBANDI við lausn vinnudeilunnar í descmber 1952
lofaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir Iækkun á verði nokk-
urra nauðsynjavara, er myndi lækka vísitöluna í janúar
1953 um 5 stig frá því, sem hún var í nóvember 1952. Mbl.
hefur gert samanburð á núverandi verðlagi þessara vara í
Reykjavík og því verðla'gi, sem lagt var til grundvallar við
lausn vinnudeilunnar fyrir réttu ári. Fer sá samanburður
hér á eftir:
Mjólk í lausu máli,
Kartöflur, kg.
Kaffi, kg.
Strásykur, kg.
Saltfiskur, kg.
Brennsluolía, I.
í des. 1952
Fyrir
lækkun
Kr.
1. 3.25
2.45
45.20
4.14
5.60
0.80 V-i
í des. 1952
Samkvæmt
samkomulagi
Kr.
2.71
1.75
40.80
3.70
5.20
0.76 !4
1. des. 1953
Verðlag
Kr.
2.70 ,
1.60
40.60
3.42
5.20
0.75'/2
Þessar tölur tala sínu máli. Þær sýna að verðlagið er í
engu tilfelli hærra en um var samið, en í nokkrum lægra.
SR. HALLDÓR Jónsson fyrrum
prestur á Reynivöllum í Kjós
andaðist hér í bænum í gær-
morgun. Hann átti nýlega áttræð
isafmæli. Var hann fæddur 5.
desember 1873 að Stóra Ármóti
í Flóa. Hann var þjónandi prest-
ur að Reynivöllum í rúm 50 ár,
Hann var víðkunnur fyrir söng-
lög og sálmalög er hann samdi og
átti frumkvæði að ýmsum tillög-
um um þjóðmál.
Talstöðvar í verstöðvum
og öllum fiskibátum
EFTIRFARANDI tillaga var
samþykkt á Fiskiþinginu,
sem nú er nýlokið: |
Fiskiþingið felur stjórn
Fiskifélags íslands að leita
samstarfs og samvinnu við
Landssímann um eftirfar-1
andi:
1) Að talstöðvar verði starf-
ræktar í sem flestum ver-
stöðvum til öryggisþjón-
ustu og hagræðis atvinnu-
rekstri yfir vertíðina.
2) Að hentugar talstöðvar
verði settar í alla fiskibáta,'
jafnt opna vélbáta sem
hina stóru þilfarsbáta, og
leigugjaldi þeirra stillt svo
í hóf sem unnt er og mið-
ist við starfrækslutíma
bátsins. 1
3) Að símaþjónustan við flot-
ann verði gerð svo auð-
veld sem unnt er. Ef báta
vantar séu talstöðvar í
landi og Landssíminn op-
inn svo lengi sem þörf
krefur.
4) Að varatalstöðvar séu fyr-
irliggjandi og tiltækar í
öllum verstöðvum lands-
ins.
5) Að aukið verði eftirlit með
talstöðvum frá því scm nú
er og sem fullkomnust
fræðsla veitt um meðfcrð
þeirra og liirðingu.
6) Að sett verði talbrú við
talstöðvar Landssímans í
Neskaupstað, Raufarhöfn,
Þórshöfn, Ólafsfirði og
Stykkishólmi.
Jólatrén koma á
markaðinn
Skáldsagan „Olivia"
komin úf í íslenzkri
þýðingu
KOMIN er út í íslenzkri þýðingu
skáldsagan „01ivia“ eftir Marua
Mannes. Þetta er óvenjuleg nú-
tímaskáldsaga, vel skrifuð,
skemmtileg aflestrar og fjallar
um efni, sem er ofarlega á baugi.
Þessi rómantíska skáldsaga
Marua Mannes hefir verið þýdd
á fjölda tungumála og hvarvetna
hlotið miklar vinsældir og prýðis
góða dóma, t. d. í Bandaríkjunum
og á Norðurlöndum.
Það er Bókfellsútgáfan, sem
gefur bókina út. Er þetta aðal-
jólaskáldsaga útgáfunnar og vel
til hennar vandað. Hersteinn
Pálsson íslenzkaði söguna.
a mcrgun
JÓLATRÉ landgræðslusjóðs
koma með Gullfossi hingað til
lands í dag og hefst sala þeirra
þegar á laugardagsmorgun.
Trén verða seld á alls 8—10
stöðum í bænum.
Bjarni riddari með
170-80 lonn afþorski
HAFNARFIRÐI — Togarinn
Bjarni riddari kom af veiðum í
gærmorgun. Var hann með um
170—80 tonn af fiski, mestmegnis
þorski. — Aðrir togarar, sem
landað hafa hérna undanfarna
daga, hafa nær eingöngu verið
með þorsk en ekki karfa, eins og
misritaðist hér í blaðinu fyrir
stuttu.
Vélbáturinn Hafbjörg fór í tvo
róðra fyrir um viku, og fékk í
báðum róðrunum kringum 25
skipd., sem verður að teljast
ágætt. Síðan hefir hann ekki
komizt út sökum illviðris, er ver-
ið hefir stöðugt síðan.
Hvassafell kom hingað á mið-
vikudag með efni í fiskhjalla.
— G.
ss sanii”
kallað jólaskip
- Kemui” kl. 8,3(1-9
að Lrýggju
í SAMTALI við Friðþjóf Jóhann-
esson loftskeytamann á Gullfossi,
í gærkvöldi klukkan hálf átta,
sagði hann að Gullfoss myndi
leggjast að bryggju milli kl. 8,30
og 9 árdegis í dag.
Jólasveinninn og séra Friðrik
Friðriksson, hinn þjóðkunni
barnavinur og æskulýðsleiðtogi,
munu ganga saman frá borði. —
Sagði Friðþjófur: „Ég þykist vita,
að börn munu fjölmenna eftir
því, sem þau geta komið því við,
er þessir heiðursmenn ganga í
land, en Jólasveinninn ætlar að
halda á sælgætispoka með sér“.
MIKIÐ AF JÓLAVÖRUM
Mikið er af ýmiskonar jóla-
vörum með skipinu og jólatré.
Meðal þeirra tréð, sem Ósló hef-
ur gefið Reykjavík og reist verð-
ur á Austurvelli. Gullfoss er
sannkallað jólaskip í ár, sagði
Friðþjófur að lokum og hann gat
þess, að skipið hefði fengið bezta
veður yfir hafið og myndi koma
á ytri höfhina milli klukkan 2 og
þrjú í nótt.
Skdkeinvígi MbL:
Akranes-Keflavílí
KEFLAVÍK
i m piip
AKRANES
24. leikur Keflavíkur:
£7-g6 .J