Morgunblaðið - 12.12.1953, Síða 2

Morgunblaðið - 12.12.1953, Síða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 12. des. 1953 æiitr skúli HÉR á landi eru nú á fjórða liundrað skólar starfandi og styrktir að meira eða minna leyti af ríkissjóði og bæjar- og sveita- félögum. Barnaskólarnir munu líklega allir fullsetnir og sumir meira en það. Um nokkra fram- haldsskólana gegnir öðru máli. Þar eru til auð sæti. Tveir ekki starfræktir. Upprennandi kyn- slóðinni virðist hálf drumbs um að sækja þá. Orsakir eru ekki alltaf auðsæjar, og þessi fjara á nemendaflóðinu kemur mönnum á óvart. Einn þessara starfandi skóla í landinu er harla sérstæður. Hann er hvorki barna- né framhalds- skóli eingöngu, heldur skóli allra sem vilja nema, á hvaða aldurs- skeiði, sem þeir eru. Skólinn liófst á legg að langmestu leyti af eigin rammleik, húsnæðislaus, efnalaus með örfáa nemendur og lítið annað en listakennara og frábæran skólastjóra með óbil- andi dugnaði, þrautseigju og áhugaeldi, sem aldrei varð drep- inn, hversu sem í móti blés og tómlæti manna svarf að. Þrátt fyrir ótal klípur og erfiðleika, s&m margur hafði sligast undir, óx skólinn og dafnaði jafnt og þétt, lét fleiri og fleiri óþekktar og vanræktar námsgreinar til sín taka, er nú kominn á 15. ár og orðinn svo stór, að hann er að sprengja utan af sér klæðin. Nem endur hans eru nú árlega um og yfir 300. Þessi skóli er Handiða- og myndlistaskólinn, sem nú er landskunnur, og þó minna en skyldi. Fimmtán ára isívaxandi að- sókn að skólanum er vottorð, sem ekki verður gengið framhjá. Það er auðsætt, að til hans er að sækja eitthvað, sem ávinningur þykir. Það er auðsætt, að Hand- íðaskólinn hefir mætt þörf og opnað hús sín fyrir því, að ýmis hugðarefni gætu orðið að veru- leika, þau er áður voru að mestu eða öllu dæmd til að koðna niður og enginn annar skóli í land- inu gat verulega sinnt, vegna annarra verkefna. Nafn Handíða- og myndlista- skólans veitir nokkra vitneskju um það, hvað hann hefir að bjóða og hvers konar sæti á kennslu- málasviðinu hann hefir leitast við að fylla. Samt skal nú reynt að skýra þetta örlítið nánar. Á því er þörf, því að ekki er að minnsta kosti líklegt, að eldri kynslóðir viti margt um starf skólans, nema þau öldurmenni, sem setið hafa þar á nemenda- bekk. Fyrir árið 1939 var enginn fast- ur myndlistaskóli til í landinu. Aðstaða ungmenna til náms í mismunandi myndlistagreinum var mjög erfið. Flestir, sem til slíks hugsuðu, áttu ekki annars úrkosta en fara utan og eyða þar löngum tíma og erlendum gjald- eyri til náms undirstöðuatriða, sem átt hefði að læra hér heima. En með stofnun Handiða- og myndlistaskólans var hér bætt úr brýnni þörf. Mindlistadeild skól- ans hefir nú á 13. ár starfað sem fastur dagskóli með,25—30 stunda kennslu á viku, í 8 mánuði ár hvert. Þar geta listhneigð ung- menni numið þau undirstöðu- atriði, sem duga þeim til inn- göngu í ágætustu, erlenda lista- háskóla. Fyrir 1930 var illkleif eða eng- in leið til þess fyrir íslenzkan almenning að læra upphafsatriði ýmissa verklegra greina, er hug- ur hans stóð til. En með stofnun Handíðaskólans opnaðist nýr og fljótfarnari vegur til þessa. Um mörg ár hafa fjölsótt námskeið fyrir almenning verið í skólan- um þar veitt tílsögn í ýmsum starfsgreinum, s. s. bókbandi, út- skurði, leðurvinnu, margskonar handavinnu kvenna og ýmsu öðru. Uppeldisgildi þessara starfs- greina fyrir unglínga og raunar hvern sem er, er mjög mikið. Verðmætin, sem almepningur hefir með þessum hætti skapað sér og bætt í búið, nema miklum fjárhæðum. Og áhrifin, sem þannig hafa borizt inn á hundruð íslenzkra heimila eru mikil og meiri en margur hyggur. Fyrir 1939 var svo ástatt hér- lendis, að íslenzkir kennarar, sem vildu sérhæfa krafta sína til kennslu í teikningu, allskonar smíðum drengja og handíðum kvenna, áttu þann kostinn einan að fara utan og stunda sérnám sitt þar. En með stofnun Hand- íðaskólans varð gagnger breyt- ing á þessu. Skólinn stofnaði sérstaka kennaradeild í öllum þessum greinum og öðrum skyld- um, og hefir það orðið meira en lítið hagræði fyrir kennarana og ávinningur skólum um lar.d allt. Auk þessa, sem nú var drepið á, hefir skólinn lagt mikla rækt við ao bæta aðstöðu manna til náms og framleiðslu ýmiss konar listiðnaðar í landinu. Af hálfu ríkisins hefir lítið eða næstum ekkert verið gert til framdráttar þessum iðnaði. Er það mikið tjón, því að fleira en eitt bendir á, að einmitt á þessum vettvangi mundi þjóðin afla sér góðs orð- stírs, ef vel væri í pottinn bú- ið. Það er mörg höndin listahög á þessu landi, en vantar hvatning, traust og tilsögn. Handíðaskólinn hefir frá fyrstu tíð sinni og fram á þennan dag látið sig þetta mál miklu skipta. Hann hefir efnt til magra lengri og skemmri námskeiða í ýmsurn greinum listiðnaðar og hafa þau ekki öll né eingöngu verið ætluð ófaglærðum mönn- um. Skólinn hefir einnig haldið uppi margs konar framhalds- og sérkennslu fyrir sveina í iðn- greinum þeirra. Má þar t. d. nefna framhaldskennslu í teikn- un húsgagna fyrir trésmiði, lita- fræði fyrir málara, drifsmíði fyr- ir gull- og silfursmiði, gylling bóka og fleira fyrir bákbindara. Hafa meistarar sótt sum þessara námskeiða, auk nemenda og sveina. Ennfremur hefir skólinn um langt skeið haft síðdegis- og kvöldnámskeið í þessum grein- um: leðurvinnu, listvefnaði, list- saum, leirmunagerðarlist Og fleiru. Það má segja, að þessi skóli hafi eitthvað á boðstólum handa öllum, einhverja námsgrein handa sérhverjum, sem hann hefir bæði gagn og gaman af að fást við og nema, hvort sem hann er ungur eða gamall. j Rekstrarkostnaður Handíða- og myndlistaskólans hlýtur að vera mikill. Með hverri nýrri náms- grein, sem verður heimilisföst í skólanum, kemur nýr stofnkostn- aður til sögunnar. Þó mun styrk- ur frá ríki og borg hafa orðið tiltölulega minni en búast hefði 1 mátt við. Þeir sem þekkja eitt- hvað til þess, hvílíkt starf skól- inn hefir unnið, geta ekki trúað öðru en að Alþingi og bær bæti bráðlega hér úr. Jakob Kristinsson. Miimingaigjöf til Eitt af 6 ölturum, föstualtarið, á kirkjusýningu Unnar Ólafsdóttur. Frú Unnur Olafsdóttir opnar kirkjulega listsýn- inguíÞjóðmin SJ BYGGINGARNEFND Dvalar- heimilis aidraðra sjómanna hef- ir borizt kr. 11.000,00 að gjöf til minningar um Ágúst heitinra Guðmundsson rafstöðvarstjóra S Reykjavík, sem andaðist 27. des. í fyrra. Gjöfinni fylgdi eftirfar- andi bréf frá ekkju Ágústs heit- ins frú Sigríði Pálsdóttur: „Ég hefi í dag afhent for- manni sjómannadagsráðs minn- ingarsjóð um manninn minn sál., Ágúst Guðmundsson yfirvél- stjóra og óskað þess, að sjóðnum verði varið til Dvalarheimilia aldraðra sjómanna, og að eitt herbergi í stofnuninni verði kennt við nafn hans. Jafnframt leyfi ég mér að færa öllum samstarfsmönnum og vin- um Ágústs heitins, sem lagt hafa fram mest af fénu, mínar alúðar- fyllstu þakkir. Sigríður Pálsdóttir." Til viðbótar fylgibréfinu varð- andi gjöfina, skal það tekið fram, að börn hins látna hafa áskilið sér rétt til að útbúa hið væntan- lega herbergi í Dvalarheimilinu, er ber nafn Ágústs heit. Guð- mundssonar rafstöðvarstjóra, ýmsum munum, þegar þar að kemur. Þá óska gefendur þess, að herbergið verði við hliðina á hcr- bergi til minningar um Hafliða heit. Jónsson, er var 1. vélstjóri á m.s. Goðafossi, en þeir voru kunningjar miklir og áttu báðir lengi sæti í stjórn Vélstjóraíél. íslands. í DAG kl. 1 e. h. opnar frú Unnur Ólafsdóttir kirkjulega listsýningu í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Verður sýningin opin fram til jóla og ef til vill lengur, ef ástæður leyfa. Á sýningu þessari eru ýmsir fagrir listmunir, sem frú Unnur hefir unnið ásamt nem- endum sínum. Frúin hefir þegar þrisvar sinnum áður efnt til slíkra sýninga, sem vakið hafa mikla athygli, enda er hér um sérstæða og merkilega listgrein að ræða. á Hótel Borg AÐ GEFNU tilefni vill Stúdenta- ráð taka það fram, að stúdentum var ekki gefinn kostur á Hótel Borg undir fullveldisfagnað 1. des. s. 1. jafnvel þó stjórn Stúd- entaráðs byðist til að sjá um að þar yrði ekki haft vín um hönd. f.h. Stúdentaráðs Háskóla íslands Jón Hnefill Aðalsteinsson, ritari. McCarthy Framh. af bls. 1. um að þigg ja fémútur í kosn- ingabaráttunni, sem frægt er orð- ið, lýstu 100 þúsund manns yfir trú sinni á honum á nokkrum klukkustundum. ISLENZKUR HOR TIL LISTIÐNAÐAR Á sýningunni eru 6 ölturu með altarisklæðum, gerðum á vinnu- stofu frú Unnar og fjórar útsaum aðar altaristöflur, tvær með upp- hleyptum gull- og silfursaum, og ein þeirra er saumuð í íslenzkan hör, Bessastaðahör, en eins og kunnugt er efndi Sveinn heitinn Björnsson, hinn fy*sti forseti ís- lands til hörræktar á forsetasetr- inu og hefir frú Unnur einnig gert altarisklæði, ofið úr Bessa- staðahör, sem forsetahjónin gáfu á sínum tíma til Bessastaða- kirkju. Ofangreind altaristafla er einkaeign frú Georgíu Björn- son. Frú Unnur hefir einnig haf- ið knipplingagerð úr Bessastaða- hör og er sú vinna hennar til sýnis þarna á sýningunni. Sérstaka athygli á sýningunni vekur snilldarfalleg altaristafla og samsvarandi altarisklæði úr svörtu Gefjunarefni með stórri mynd af hinu fræga Pelikan- ,,motive“ saumuðu að mestu leyti með íslenzkum hörþræði og auk þess lítilsháttar með gullvír og er það hið eina, sem ekki er ís- lenzkt í þessum grip. Frú Unnur k veðst hafa gert þe.tta áklæði sérstaklega sem föstu-áklæði, tilheyrandi Föstudeginum langa. Annar altar isrefill, gerður af tveimur nem- endum frú Unnar þeim systrun- um Iðunni og Ásdísi Jakobsdætr- um, úr bláum handofnum hör og saumaður með gullþræði, með vínviðarlaufagerð, vekur og sér- staka athygli. Þá eru á sýningunni þrír hökl- ar, tveir úr íslenzku Gefjunar- efni ísaumaðir með gull- og hör- þræði og einn úr silki með upp- hleyptum gullsaurhi og innsett- um steinum. Er hinn síðastnefndi gjöf til Siglufjarðarkirkju frá börnum og barnabörnum Guð- mundar Hafliðasonar á Siglu- firði. ÝMSIR FLEIRI MUNIR Fleiri munir eru á sýningunni. Má þar nefna ítalskan biskups- stól, sem mun vera um 300 ára gamall, gullsaumaða kórkápu og auk þess tvo muni, sem frú Unn- ur gerði er hún var aðeins 12 og 14 árá gömul, haglega útsaumað veggteppi og ofnhlíf. Þá mætti nefna mjög fallega gerða skatt- éraða samfellu, saumaða með sól- eyjarmunstri í grænum og gul- um lit. Framh. á bls. 12 Um geymslu jólalrjáa VILJI menn láta jólatré hnlda barri sínu sem lcngst má fylgja eftirfarandi ráðum. Strax og trén eru tekin ! oim skal stofninn settur í vatrsker, fötu eða stamp, og skal látið standa í vatni allan tímann til jóla. Ef tíð er frostlaus eða írost- lítil skulu trén geymd úti á mjög skýldum stað. Næðingar fara illa með barrið. Komi frosth irk- ur skulu þau tekin inn og höfð á köldum stað. Meðan bau standa inni ætti að ýra 'pau tvisvar eða þrisvar á dag, þ nnig að barrið haldist sem allrr rak- ast. Strax og dregur úr frosti . kulu Framh. á bls, 12 Þó hugmyndin um jólasveininn, sem kom með Gullfossi í gær- morgun, væri út af fyrir sig ágæt, þá varð það nú svo, að korna hans oili miklum fjölda barna hinum sárustu vonbrigðum. Þau höfðu séð fyrir sér gustinikinn jólasvein, eins og skeyti hans bar með sér, sem myndi gleðja þau litla stund og síðan gefa þcim lítilsháttar sælgæti um leið og hann myndi ganga meðal þeirra á hafnarbakkanum. Þessar vonir brugðust allar. Aðcins fá börn komust í færi við jólasvcininn, sem hafði skamma viðdvöl á hafn- arbakkanuin. — Hér sést jólasveinninn á hafnarbakkanum ásam| nokkrum börnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.