Morgunblaðið - 12.12.1953, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.12.1953, Qupperneq 11
Laugardagur 12. des. 1953 MORGUNBLADIÐ 11 -Æ — Loftvarnir bæjarins Framh. af bls. 9. kostnað og óþægindi, sem bygging sérstakra byrgja hefði í för með sér, hefir loft- varnanefnd nú til athugunar, hvaða Iíkur eru á því, að nýj- ar byggingar verði reistar við miðbæinn í náinni framtíð. í þeim mætti sennilega fá full- nægjandi loftvarnabyrgi fyrir miðbæinn, ef tekið er tillit til þess áður en byggingafram- kvæmtlir hef jast. Mætti hugsa sér, að hið opinbera veitti ein hverja sérstaka fyrirgreiðslu í þessu efni. | Auk hinna opinberu loftvarna- ' byrgja er gert ráð fyrir, að ein- stakir húseigendur láti gera á sinn kostnað skýli fyrir íbúa húsa sinna og fyrirtæki, fyrir starfs- j fólk sitt, og ef til vill viðskipta- l vini. Slík einkabyrgi yrðu gerð án annarrar íhlutunar af opin- berri hálfu, en hvatningar um j að útbúa þau þar sem það á við og leiðbeiningar um tilhögun ör- yggisráðstafana. Unnið hefir verið að tillögum um fyrirkomu- lag öryggisráðstafana fyrir skóla, söfn, almenna samkomustaði og aðrar slíkar stofnanir. Loftvarnanefnd fylgist með ráðagerðum annarra landa til verndar borgurunum gegn ný- tízku hernaðartækni (atóm- vopnum o. fl.) og eru þau mál þar ennþá á rannsóknar og til- raunastigi. SKIPULAGNING HJÁLPARSTARFS Skipulagning hjálparstarfs er mjög yfirgripsmikið verkefni, sem kostar óhjákvæmilega mikla vinnu, rannsókn á aðstæðum og öflun upplýsinga. Hefir frá upp- hafi verið unnið að þessum mál- um jöfnum höndum við önnur verkefni. Reykjavík hefir verið skipt í fjögur umdæmi. Við þessa skipt- ingu var þess gætt að hafa um- dæmin sem jöfnust að íbúatölu og flatarmáli. Umdæmum þess- um er þannig háttað, að þau ná hvert um sig frá úthverfum inn í miðbik borgarinnar. Umdæm- unum er skipt í hverfi og er stærð hverfis meðal annars mið- að við að sem næst 500 íbúar séu í hverju þeirra. Verða hverfin fyrst um sinn 130 að tölu. Hafn- arsvæðið og flugvöllurinn verða sérstök umdæmi. í Reykjavík verður ein aðal- stjórnstöð og mun heildarloft- varnaaðgerðum Jiér í bænum verða stjórnað þaðan. Aðalstjórn stöðinni hefir verið valinn stað- ur og er unnið að innréttingu hennar. í hverju umdæmi er undir- stjórnstöð, en þær hafa verið staðsettar í útjöðrum umdæm- anna í traustbyggðum húsum, sem flest eru í opinberri eign. í undirstjórnstöðvunum verða hjálparsveitir og loftvarnatæki. í hverju hverfi verða bæki- stöðvar fyrir hverfahjálpar- flokka. Valdir hafa verið og útbúnir nokkrir útsýnisstaðir hér í bæn- um, þar serri varðmönnum er ætlað að hafa aðsetur á hættu- tímum. VÖRUGEYMSLUHÚS Loftvarnanefnd hefir fengið til umráða hjá Reykjavíkurbæ tvær húseignir fyrir birgðageymslur. Hefir nefndin lagt fram allmikið fé til endurbóta á húsum þess- um. Með þeirri ráðstöfun hefir nefndin tryggt hinum verðmætu vörubirgðum góða og örugga geymslu um nokkurt árabil. FJÁRMÁL Samkvæmt lögum greiðist kostnaður af loftvörnum til helminga úr ríkissjóði og bæjar- sjóðum. Reykjavík er eina bæj- arfélagið á landinu, sem til þessa hefir lagt fram fé til loftvarna- ráðstafana eða samtals 2.25 millj. króna á 2V2 ári, eða til ársloka 1953 gegn jafnháu framlagi úr ríkissjóði. Nefndin hefir því haft til ráðstöfunar 4.5 milljónir króna. Fjárframlögum þessum hefir verið varið hlutfallslega til hinna ýmsu greina loftvarnanna sem hér segir miðað við árslok 1953: Aðvörunarkerfi ......... 6.1% Hjúkrunarmál og lækna- tæki ................. 35.3% Eldvarnir............... 22.1% Fjai;skiptaþjónusta .... 8.3% Loftvarnabyrgi ........... 4.5% Útbúnaður hjálparsveita 10.2% Stofnkostnaður og birgða- geymslur ................ 4.9% Launagreiðslur, skrif- stofukostnaður og ann- ar rekstrarkostnaður 8.6% Eins og sjá má af skýrslu þessari hefir loftvarnanefnd lagt megin álierzlu á, að lagð- ur yrði grundvöllur að upp- byggingu loftvarnakerfis, er veitt gæti borgurum þessa bæjar sem mest öryggis á hættutímum. Jafnframt hefir verið aflað ýmissa hinna brýnustu nauð- synja á mörgum sviðum þessa umfangsmikla verkefnis. Framkvæmdir í því efni tak- markast þó að sjálfsögðu af fjárframlögum á hverjum tíma. Framundan er að byggja áfram á þessum grundvelli, fullkomna það, sem þegar er byr jað á og ráða fram úr þeim úrlausnarefnum, er enn bíða, eftir því sem nauðsyn krefur og fjárveitmgar til þessara mála leyfa. Söluskattur og Draupnisútgáfa Blaðinu barst í gær eftirfar- andi frá fjármálaráðuneyt- inu: ÚT AF blaðaskrifum, sem orðið hafa um stöðvun atvinnurekstrar hjá Draupnisútgáfunni vegna vanskila á söluskatti hefir ráðu- neytið fengið skýrslu tollstjórans í Reykjavík um þetta mál og fer hún hér á eftir: Út af fyrirspurn ráðuneytisins varðandi stöðvun atvinnurekstr- ar Draupnisútgáfunnar í Reykja- vík vegna vanskila á söluskatti vil ég leyfa mér að taka þetta fram: Samkvæmt 3. gr. laga nr, 112 frá 1950, sbr. lög nr. 107 frá 1951, lög nr. 106 frá Í952 og lög nr. 100 frá 1948, ber fyrirtækjum sem reka söluskattskyld viðskipti að skila söluskattinum ársfjórðungs lega til innheimtumanns ríkis- sjóðs og telst skatturinn inn- heimtufé hjá fyrirtækjunum, þar sem gert er ráð fyrir að þau inn- heimti hann hjá viðskiptamönn- um sínum, sbr. 4. gr. laga nr. 112 frá 1950. Fyrirtækjunum ber að skila skattinum fyrir hvern ársfjórð- ung innan 15 daga frá lokum hans, én hafi skatturinn ekki verið greiddur innan mánaðar frá þeim tíma má láta lögregluna stöðva atvinnurekstur þess, sem í vanskilum er, þar til full skil eru gerð, með því meðal annars að setja verkstofur, útsölur, tæki og vörur undir innsigli. Þar sem veruleg brögð hafa verið að því, að menn hafi vanrækt að skila innheimtum og áföllnum sölu- skatti hefur orðið að leita aðstoð- ar lögreglunnar til að stöðva at-- vinnurekstur þeirra, svo ekki yrði óhóflegur dráttur á skilum söluskattsins. Hefði fyrri upphæðin að réttu lagi átt að greiðast eigi síðar en 15. jan. 1952 og hin síðari eigi síðar en 15. jan. 1953, ef skil hefðu verið gerð eins og lög gera ráð fyrir. Haustið 1952 var lögreglustjóri beðinn að stöðva atvinnurekstur margra fyrirtækja vegna van- skila á söluskatti, þ. á m. Draupn- isútgáfunnar. Var þá ekki af stöðvun hjá Draupnisútgáfunni þar sem það þótti vandkvæðum bundið að loka húsakynnum henn ar á Skólavörðustíg 17, vegna þess að blaðið Frjáls þjóð hafði einnig afnot af húsakynnunum. Þegar ég í síðastliðnum mánuði bað lögreglustjóra að láta stöðva atvinnurekstur margra fyrir- tækja, er þá áttu vangreiddan söluskatt 3. ársfjórðungs 1953 og viðbótarsöluskatt fyrir árið 1952, var Draupnisútgáfan einnig með- al þeirra. Þar sem dráttur Draupnisút- gáfunnar á greiðslu söluskattsins var þá orðinn einstakur, bað ég um athugun á því hvort ekki væri unnt að stöðva atvinnurekst ur Draupnisútgáfunnar án baga fyrir blaðið Frjálsa þjóð og kom í ljós við athugun að það væri fært. Var stöðvunin síðan fram- kvæmd í gær eins og ráðuneyt- inu er kunnugt, og án þess að séð verði að það geti verið blað- inu til baga. Út af auglýsingu Draupnisút- gáfunnar í blöðum bæjarins í dag um að lögreglustjórinn í Reykja- vík hafi í gær gert bækur útgáf- unnar upptækar, skal á það bent að þetta er að sjálfsögðu alger- lega rangt, þai' sem aðeins var um stöðvun atvinnurekstrar að ræða. Eigi hefir enn þótt ástæða til að kveðja borgarana til staría í þágu loftvarnanna, en gert er ráð fyrir að fjöldi manna og kvenna verði kvadd ir til þeirra starfa, auk þeirra, sem stöðu sinnar vegna taka sjálfkrafá þátt í þcim svo sem er um ýmsa opinbera starfs- menn. Helztu hjálparliðin verða hjúkrunar- og líknar- lið, slökkvilið, löggæzlulið, björgunarlið og tæknilið. Námskeið verða haldin fyr- ir þetta starfsfólk, þegar að- stæður leyfa og undirbúningi er lokið. Iljálparliðin þurfa margs- konar útbúnað og tæki við störf sín. Hefir allmikið verið keypt af slíkum útbúnaði. Samkvæmt síðustu málsgrein 3. gr. iaga nr. 112 frá 1950 .frest- ar áfrýjun skattákvörðunar eða deila um skattskyldu ekki ein- daga skattsins né neinum þeim viðurlögum, sem lögð eru við vangreiðslu hans. Samkvæmt þessu hefur mönnum ekki verið veittur frestur á greiðslu sölu- skatts síðan ákvæði þessi komu í gildi, þó deila hafi verið um skattákvörðun. Draupnisútgáfan skuldar eftir- stöðvar af viðbótarsöluskatti fyr- ir árið 1951, sem álagður var með bréfi skattstofunnar 9. okt. 1952, að upphæð kr. 8.513.00. Einnig skuldar fyrirtækið viðbótarsölu- skatt fyrir árið 1952, að upphæð kr. 12.000,00, álagðan af skattstof- unni með bréfi dags, 19. okt. 1953,. Ég vil einnig taka fram, að beiðnina um stöðvun atvinnu- rekstrar Draupnisútgáfunnar sendi ég með beiðnum um stöðv- un hjá fjölmörgum öðrum fyrir- tækjum eins og að framan segir og án sérstakra afskipta fjármála ráðherra eða ráðuneytisins. Hún var aðeins ein af mörgum, sem senda varð til þess að jafnt gengi yfir alla. Kröfur Draupnisútgáfunnar um endurgreiðslu á eldri sölu- sköttum, sem eru umdeildar, hefur mér ekki verið heimilt að taka til greina og er mér ekki fyllilega kunnugt um hverjar þær eru. ■ Bólstaðir og búendur \ ■ ■- í Stokkseyrarhreppi [ Hin gagnmerka bók GUÐNA JÓNSSONAR, sem er ; ■ brautryðjendaverk í ritun héraðssagna og höfundurinn : ver í dag til doktorsnafnbótar, fæst hjá öllum bóksöl- ■ um. — Þar sem upplagið er takmarkað ættu menn að ■ tryggja sér bókina sem fyrst. : Þetta er bók, sem allir unnendur : þjóðlegra fræða þurfa að eignast. j ■ ■ ■ Stok'kseyringafélaigið j SELFOSS Lækningastofu opna ég í dag í nýja Landsbankahúsinu (austurdyr), Selfossi. — Viðtalstími fyrst um sinn kl. 11—12 f. h. og 5—6 e. h. Laugardaga aðeins kl. 11—12. Sími 78. Jón Gunnlaugsson, læknir. Laus Ijósmóðurstaða Sarhkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, er hér með auglýst eftir ljósmóður að fæðingardeildinni í Sólvangi í Hafnarfirði, með umsóknarfresti til 1. janúar næstkomandi. Umsóknir ásamt meðmælum ef fyrir hendi eru, skulu sendar undirrituðum. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, 9. des. 1953. Helgi Hannesson. íslenzk framleiðsln Alullar gólfdreglar. — Gólftepparenningar og gólf- mottur, ávallt til í mjög fjölbreyttu og miklu úrvali. Sérstaklega falleg og smekkleg mynstur og litir. Framleitt af VEFARINN H.F., Reykjavík. Saumum saman teppi og földum og bryddum dregla og gólfmottur. Látum á stiga, tökum mál og sníðum. Öll vinna framkvæmd af fagmönnum. íslenzk ull — íslenzk vinna. Aðalumboð Gólfteppagerðin h.f. Barónsstíg — Skúlagötu — Sími 7360. BÓKAUPPBOÐ Allar bækur, aðrar en forlagsbækur, í Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar, verða seldar við opinbert uppboð í bókaVferzluninni sjálfri í Lækjargötu 6 A, og hefst uppboðið mánudaginn 14. desember 1953, kl. 10 árd. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. ■ Frá og með mánudeginum 14. des er sími ■ ■ > ; Búiraðarfélags Islands 8-2200 Torfi Hjartarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.