Morgunblaðið - 19.12.1953, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.12.1953, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. des. 1953 99 Þegar „FjalSfoss66 var hleypt af siokkunum KtöfS'U’n ^■ÉíðB9» ff'ffGÐB Húsaleisulögin taka ekki til leigusamnings um jörð Samningsaðiljar höfðu horfið frá skaðabóta- kröfum og var endurgreiðslukrafa þegar af þeirri ástæðu ekki tekin til greina Meiri ræklun, slærri bú og fleiri bændur er þuð, sem stefnu ber uð í desember 1953. TÍÐARFAR ÁRIÐ, sem nú er að enda, hefur verið einmuna gott. Veturinn frá nýári fram í apríl var frosta- lítill og jörð oft þýð og snjólítil. í apríl var nokkru harðara, og fór svo að mikið fóður þurfti þá í sauðfé. Bændur, sem búa á góð- um beitarjörðum, komst af með óvenju lítið heyfóður þennan vetur. Notaðist beit vel með kjarnfóðurgjöf á slíkum stöðum og fénaður vel framgenginn í vor. Vorið var þurrviðrasamt fram í júní, og tíð hentug meðan á sauðburði stóð, svo lambadauði var nálega enginn. Nú orðið nota flestir bændur lambablóðsóttar-bóluefni til að bólusetja ærnar fyrir burð, til varnar lambadauða af völdum lambablóðsóttar, sem oft gerði stórtjón, einkum þar sem féð hefur lítið landrými. Grasspretta var með ágætum í júní. Byrjaði sláttur sums stað- ar úr Jónsmessu, en óþurrkar í lok mánaðarins hindruðu, að sláttur byrjaði almennt fyrr en í lok júní og byrjun júlí. Sökum hinnar öru grassprettu spruttu því tún svo fljótt, að taða var um of sprottin og reynist nú lakara fóður en vera ber. BÆNDUR KAUPA MIKIÐ AF TILBÚNUM ÁBURÐI Almennt nota bændur nú mjög mikið af tilbúnum áburði á tún sín, enda hefur eftirtekja af tún- um vaxið í því hlutfalli, sem þekking og reynsla sýnir, að bezt hentar með kaup áburðar- efna. Reynslan hefur sýnt, að það er óhentugt að nota köfnunar- efnisáburð of einhliða og mikil þörf fyrir kalí og fosfórsýru áburð með, þótt nokkuð sé mis- jafn eftir jarðvegi, og hvernig jörðin hefur verið ræktuð áður. Eftir reynslu margra athugulla bænda, er fosfórþörf túnanna ekki fullnægt í mörgum tilfellum, er orsakar það að uppskeran full- nýtist ekki. Áburðarkaup bænda eru orðin það stór liður í rekstrarkostnaði túnanna, að bændum er hin mesta nauðsyn á að notfæra sér þekkingu fræðimanna i búvís- indum og reynslu þeirra bænda, er beztum og hagkvæmustum árangri hafa náð. MIKLAF, RÆKTUNARFRAMKVÆMDIR Á meiri hluta jarða eru gömlu túnin að verða véltæk með al- gengum heyvinnuvélum. Nýrækt arframkvæmdir og áhugi fyrir þeim, er í örum vexti. Hafa fé- lagssamtökin innan búnaðarsam- b; ndanna, gert þar stórkostlegt átak, hér sem víðar, þörfin fyrir að allur heyfengur sé fenginn á ræktuðu og sléttu véltæku landi, Fréttabréf úr Húiriaþirtgi er svo aðkallandi að það er ennþá fyrsta mál bænda við rekstrar- afkomu búanna. Bændur geta eigi keppt við aðra atvinnuvegi, með launagreiðslur til verka- fólks, enda er það nú nálega ófáanlegt. — Verða þeir því að auka afköst sín með véltækni nú- tímans. Framræsla ræktunarlanda hef- ur orðið mikil síðastliðin 5 ár síðan að búnaðarsambandið fékk sínar stórvirku skurðgröfur. Eru nú í öllum sveitum mikið af fram 'ræstum mýrum, sem bíða þess, að verða blómleg ræktunarlönd, þegar fjármagn og fleiri vinn- andi hendur nema nýtt land. i BYGGINGAR- FRAMKVÆMDIR | Síðan styrjöldinni lauk, hafa orðið ótrúleg átök við bygging- arframkvæmdir, miðað við efna- hag bænda, þörfin fyrir ný íbúð- arhús, gripahús og heyhlöður, var líka svo aðkallandi, að marg- ar jarðir hefðu eigi orðið byggð ból, hefði eigi úr rætzt. Fyrir- greiðsla sú, sem bændur hafa fengið með lánum úr Ræktunar- sjóði og Byggingarsjóði Búnaðar- ■ bankans hefur orðið sú lyftistöng, er gerði þær framkvæmdir hugs- anlegar. Mjög mikill áhugi er fyrir auk- inni votheysverkun og hefur búnaðarsamband sýslunnar beitt sér einkum fyrir þeim umbótum. Síðastliðið sumar og áður hefur það leigt bændum mjög hentug s'teypumót úr stáli, fyrir hring- laga votheystóftir, 3,2 metra í þvermál, sem oftast eru hafðar i 5—6 m á dýpt. Mótin eru 1 metri • á dýpt, og fljótlegt að setja þáu upp, og færa til. Eru þetta bæði fallegar byggingar og heritugar, sem þurfa að vera ein eða fleiri á hverjum bæ. Vanur steypumað- ur með hrærivél fylgir mótunum. Einnig hefur búnaðarsamband- ið staðið fyrir kaupum á fleka- mótum til stærri bygginga, sem eru leigð til afnota. Er þetta mörgum hagkvæmara sökum hins mikla kostnaðar, sem liggur í mótatimbri. Vinnuflokkur hefur starfað að byggingum með þess- um mótum. Formaður búnaðarsambands A-Hún., Hafsteinn Pétursson á Gunnsteinsstöðum, er um langt skeið hefur haft forustu búnað- arsamtakanna, hefur unnið okkur Húnvetningum mikið brautryðj- endastarf á sviði ræktunar og byggingarframkvæmda í sýsl- unni. BÚIN ÞURFA AÐ STÆKKA Sökum mikilla fastaskulda, er hvíla á framkvæmdum í sveit- um, og nauðsynlegum vélakaup- um, fer mikil útborgun af rekstr- arafkomu búanna til greiðslu vaxta og afborgana lána. Til að þessar greiðslur verði ekki ýms- um bændum að fótakefli þurfa búin að stækka, og verða tekju- meiri. Óhagstætt árferði frá 1949 til 1952 skertu mjög hag bænda, sökum illrar veðráttu og eigi sízt fyrir hið mikla tjón af kali á nytjalöndum. — Því hafa ýmsir safnað of miklum landsskuldum þessi ár. Á þessu góða ári hefur aftur greiðst nokkuð úr. Mun nú vera veruleg fjölgun sauðfjár. — Kýr og hross minna. — Viða er sauðféð orðið svipað að tölu og var áður en mæðiveikin eyði- lagði stofninn. Fjárskipti fóru hér fram 1943, og reynist féð heilsugott og arðsamt. Vegna ráðstafana, sern gerðar voru við fjárskiptin, voru settar varnargirðingar milli heimahaga og afréttarlanda sýslunnar. Siðan fénu fjölgaði aftur hefur komið í Ijós að afurðir sauðfjár verða rýrari, sökum þess að hinar góðu afréttir Húnvetninga eru lokað- ar því til sumarbeitar. Er nú þegar orðið aðkallandi, að breyta til um aðalvarnarlínur, er hindra samgang sauðfjárins, milli byggð arlaga, og opna afréttir Húnvetn- inga til sumarbeitar. Er þegar farið að vinna að þessu í sam- ráði við sauðfjársjúkdómanefnd. í haust var slátrað á Blöndu- ósi hátt á 18. þúsund fjár. Meðal- vigt dilkakroppa var 14.2 kg. RAFMAGNSÞÖRF SVEITANNA ER AÐKALLANDI Fundur um raforkumál hér- aðsins var haidinn að Blönduósi 7 f. m. Mættir voru oddvitar sýsl- unnar, auk margra áhugamanna. Þá mættu einnig raforkumála- stjóri, Jakob Gíslason, og þing- maðurinn Jón Pálmason. Mikill og almennur áhugi er fyrir að fá bætt úr rafmagnsþörf sveitanna eftir föngum. Blönduóshreppur, kaupfélagið og sýslusjóður höfðu fyrir mörgum árum komið upp orkuveri í Laxá hjá Sauðanesi, en sú raforka fullnægði eigi kauptúninu, er stundir liðu. Varð þá að samningum að raforkumála stjórn ríkisins tók við orkuver- inu, eignum þess og skuldum. — Fóru því næst fram ýmsar breyt- ingar og stækkun stöðvarinnar, svo að nú framleiðir hún 500 kw. Er nú fyrirhugað að leggja línu til Höfðakauptúns og þeirra býla er í náiægð hennar verða, auk Htils háttar dreifingar til ann- arra staða. Taldi raforkumála- stjóri að á næstu 10 árum væri eigi samkvæmt áætlun gert ráð fyrir að fleiri en 55 býli fengju MEÐ samningi dagsettum 12. Mynd þessi er tekin eftir að „Fjallfossi“ var hleypt af stokkunum. Á henni eru, talið frá vinstri: apríl 1945 tóku þeir Steingrímur Niels Munck, forstjóri B&W, Sigurður Nordal, sendiherra, Jón Guðbrantísson, forstjóri Eimskips í Benediktsson garðyrkjumaður og Kaupmannaliöfn, frú Áslaug Benediktsson, er gaf skipinu nafn, Hallgrímur Benediktsson, formað- Þórir Benediktsson búfræðingur ur stjórnar E. í. og J. M. Rarfoed, forstjóri B&W. I á leigu til 9 ára jörðina Hlið á | Álftanesi, eign hlutafélagsins -----------------------------------------------------------------------------------—-— Orku h.f. í Reykjavík. f , GREIDDU 1000 KR. Á MÁNUÐI I Jarðeign þessi er 59 þúsund I fermetrar að flatarmáli og var . leigufjárhæðin eftir hana ásamt ; öllum húsum og mannvirkjum ákveðin kr. 12 þúsund á ári. Sextán mánuðum síðar ákváðu aðiljar að slíta samningnum og höfðu leigutakarnir þá greitt af henni 16 þúsund krónur. Nú hófu leigutakarnir mál- sókn gegn Orku og kröfðust end- urgreiðslu á leigu. Rökstuddu þeir þá kröfu sína á því, að leiga sú, er þeir greiddu hefði verið óhæfilega há og að þeir ættu sam kvæmt húsaleigulögum og okur- lögum, rétt til endurgreiðslu of- greiddrar leigu. Kváðust þeir hafa orðið að ganga að þessum samningskjörum vegna húsnæð- isskorts, og auk þess hafi þeir talið að kjörin væru betri en síðar reyndist. HÆFILEGT AFGJALD TALIÐ LÆGRA Þeir leigutakarnir létu nú fara fram mat á jörðinni til á- kvörðunar hæfilegu afgjaldi og var hæfilegt afgjald metið um 4 þúsund krónur á ári, þar af leiga eftir íbúðarhúsið krónur 3400,00. Samkvæmt þessu kröfð- ust þeir endurgreiðslu á of- greiddri leigu að upphæð kr. 10,630.00. Orka h.f., eigandi jarðarinnar neitaði að endurgreiða þessa f jár- hæð og rökstuddi það með því að ákvæði húsaleigulaga tækju ekki til þessa leigusamnings, þar sem að hann væri fyrst og fremst um jarðnæði en ekki húsnæði. Ekki gætu ákvæði okurlaga held- ur átt við þennan samning, því að þeir Steingrímur Benediktssop og Þórir Benediktsson' hefðu sjálfir falazt eftir að gera samn- inginn og Orku h.f. hefði með öllu verið ókunnugt um að þeir væru í húsnæðisvandræðum. •— Leigugjaldið hafi verið miðað við gæði jarðarinnar ásamt af- notum af húsunum. LEIGA EFTIR JARÐARAFNOT OG HÚSNÆÐI EKKI SKILIÐ SUNDUR Þegar undirréttur tók þessi mál j til athugunar var álit hans eftir- farandi: — f samningnum var þeim Steingrími og Þóri heimilað að nota jörðina á hvern þann hátt þeirra því alls ekki íil álita. Þá hafa stefnendur á engan hátt sýnt fram á að misneytingu hafi verið beitt við samingsgerð- ina og verður ákvæðum okurlaga því ekki beitt hér. Samkvæmt þessu var Orka h.f. algerlega sýknuð. HÖFÐU HORFIÐ FRÁ SKAÐABÓTAKRÖFUM Hæstiréttur staðfesti sýknu- dóminn en á nokkuð annarri forsendu. Taldi hann athug- un á leigusamningi óþarfan, þar sem við uppsögn leigu- samningsins gerðu samingsað- iljar skriflegt samkomulag, þar sem þeir hurfu frá skaða- bótakröfum, er þeir teldu sig eiga hvor á hendur öðrum og gerðu þeir Steingrímur og Þórir þá engan fyrirvara um endurgreiðslukröfu. Tilvísun og athugun undirrétt- ar á húsaleigulögum um það, að þau gildi ekki við jarðarleigu, var því óþörf. En það atriði hefur hvort sem er nokkuð misst gildi sitt við það, að húsleigulög hafa verið afnumin. er þeir óskuðu til garðræktar, túnræktar eða hænsnaræktar. Framh. á bls. 8. t Af samningsákvæðum verðurj ekki annað ráðið en að þeir Steingrímur og Þórir hafi við ( samningsgerðina haft í hyggju alJmikil afnot af landi jarðar- innar, enda virðist atvinna þeirra benda til þess. Síðan kemst undirréttur að þeirri niðurstöðu að ekki verði skilið í sundur leigu- gjaldið eftir jarðarafnotin og húsnæðið. En húsaleigulögin náðu ekki til lcigusamninga um jarðir og koma ákvæði Ht' tökum herskálabúa" EFTIRFARANDI áskoranir voru einróma samþykktar á fram- haldsstofnfundi „Samtaka her- skálabúa“, er haldinn var 6. des. 1953 í Kamp Knox: „Samtök herskálabúa“ gerir kröfu til bæjarstjórnar Reykja- vikur, að hún hefji nú þegar undirbúning að byggingu fjöl- býlishúsa fyrir það fólk, er nú býr í hermannaskálum. Samtökin leggja áherzlu á það, að undirbúningi sé hraðað og verklegar framkvæmdir hefjist þegar með vorinu. Samtökin skora á bæjarstjórn- ina að leggja fyrir bygginga- og skipulagsnefnd, að staðsetja slík- ar byggingar innanbæjar“. „Fundur „Samtaka herskála- búa“ haldinn 6. des. 1953, for- dæmir byggingar bráðabirgða- húsnæðis og telur slíkar fram- kvæmdir sóun á vepðmætum og enga frambúðar lausn húsnæðis- málanna“. „Fundur „Samtaka herskála- búa“ haldinn 6. des. 1953, óskar skýrra upplýsinga um það, hver sé hinn raunverulegi eigandi að ytri gerð (þ.e. þaka og gólfa) þeirra herskála í bæjarlandi Reykjavíkur, þar sem íbúarnir teljast eigendur innréttingarinn- ar. Og, í öðru lagi: Á hverju for- kaupsréttur bæjarsjóðs Reykja- vikur til braggainnréttinganna byggist“. „Fundur „Samtaka herskála- búa“ haldinn 6. des. 1953 skorar á hæstvirt Alþingi að láta nú þegar lög um útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis í kaupstöðum og kauptúnum taka gildi“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.