Morgunblaðið - 23.12.1953, Side 9
Miðvikudagur 23. des. 1953
MORGUNBLAÐIÐ
Skálholtsstaður í þjónustu kirkj
unnar 09 þjóðlífsins
HVERJUM einasta Islendingi,
eða að minnsta kosti því fólki,
sem finnur, að það er íslending-
ar, hlýnar í huga í hvert skipti,
sem í ljós kemur áhugi fyrir
endurreisn Skálholtsstaðar. Þess
vegna nýtur Skálholtsfélagið
mikillar samúðar í Iandinu. —
Þingvellir, Skálholt og Hólar í
Hjaltadal eru helgidómar í hug-
um Islendinga.
Eins sjálfsagt og það er, að end-
urreisa Alþingi á Þingvöllum,
'þegar henta þykir og núverandi
heimili þess verður ófullnægj-
andi fyrir starfsemina, þá er hitt
eins sjálfsagt, að endurreisa
fornu biskupssetrin, hafa tvo
biskupa yfir landinu, anpan að
Hólum, sem stjórnar Hólabísk-
upsdæmi, en hinn að Skálholti
yfir Skálholtsbiskupsdæmi. Yfir-
stjórn kirkjumálanna getur setið
áfram í kirkjumálaráðuneytinu í
Reykjavík, ráðherrann og skrif-
stofustjóri kirkjumálaráðuneyt-
isins. Segja mætti, að ekki sé
þörf á þessu, en þar sem auka-
kostnaður yrði hverfandi lítill,
þá ber að endurreisa hið gamla
form þessara mála vegna þjóð-
lífsins og sögunnar. Þessir þrír
sögustaðir skapa meira en nokk-
uð annað ásjónu fslands, og sál
landsins verður ávallt nokkuð
undir annari ásjónu, ísland
virðist hafa verið numið
og byggð þess sköpuð af örlaga-
þrungnum mætti, einnig lög þess
og stjórnarform, og segulskaut
þessa örlagamagns eru hinir þrír
miklu sögustaðir.
Búskapurinn og kirkjan hafa
ailtaf átt samleið og eiga enn
samleið. Klaustrin voru einskon-
ar samyrkjubú, og vagga búvís-
índanna stendur innan veggja
klaustranna víðs vegar um heim.
Biskuparnir á Islandi voru bú-
stólpar og klerkarnir margir for-
ystubændur í sóknum sínum. Þá
var fáum sama um prestinn,
hann bjó með alþýðunni, var
hinn menntaði leiðtogi hennar,
skildi áhugamál og þarfir búa-
liðsins. Ennþá er gert ráð fyrir,
að prestarnir séu þessum vanda
vaxnir, því að flestir þeirra búa
á vildisjörðum með aðstoð hins
opir.bera og aðstöðu, sem hver
sveitabóndi mundi fagna og
njóta sín vel við. En því miður
er það nú orðið heldur sjaldgæft,
að prestur búi myndarlega, eða
að minnsta kosti eru fleiri þeirra
lélegir búmenn í augum bænda,
en til fyrirmyndar. Þetta er sorg-
leg staðreynd, sem á sér eðlilegar
orsakir. Nær undantekningar-
laust eru prestarnir ágætlega bók
lærðir og vel gefnir menn, og
margir þeirra bændasynir. En
bóndamenntun þeirra er þó mjög
ábófavant. Flestir munu prest-
a'rmr einnig vera af sannfæringu
trúaðir og góðviijaðir, og er sizt
vanþörf á að glæða þá þætti í
hugarfari okkar íslendinga. Sem
bætendur siðferðis og göfgendur
hugarfars eiga prestarnir hinu
æðsta hlutverki að gegna. En
þeir ná ekki til fólksins og eiga
ekkert erindi til þess, nema þeir
lifi sjálfir lífi þess, og ég hygg,
að þetta gildi fremur hér á landi
en annars staðar, því að íslend-
ingar eru greindir, hleypidóma-
iausir og eindrægnir lýðræðis-
sinnar í hugsun og athöfn. Þess
vegna á klerkastétt okkar það
þjóðinni að þakka, að helgislepja
eða klerkahofmóður hefur ekki
náð að spilla hinni virðulegu
- liR DAGLEGA LIFIIMG
Og jólapósturinn, — ekki má gleyma honum.
tekið. Er þetta að verða hin
mesta plága, því að ætla mætti,
að fólk geri sig ánægt með eina
jólagjöf, þótt hún sé ekki keypt
heilu kýrverði! — En þetta er
auðvitað einkamál hvers og eins
og fer vitaskuld eftir efnum og
ástæðum.
f\, NÚ ER nóg af sælgæti og af
því nota krakkarnir sér
vafalaust bæði heima, á jóla-
trésskemmtunum — og ekki sízt
í jólaboðunum. Nú, það er samt
ekki þar með sagt, að fullorðna
fólkið beri sig ekki eftir björg-
inni, en þó hef ég aldrei séð það
i sömu erindagerðum og vin okk-
ar á myndinni hérna. Mamma er
búin að segja þvert nei, en stráksi
hefur ráð undir rifi hverju: —
„Ég fæ mér samt, þótt stuttur
sé“, hugsar hann. — En hvar er
mamma??
Hvar er mamma.?
kennimannastétt og kirkjunni.
Landsmenn þoldu fremur breisk-
an (siðspilltan) klerk en með
slepjuhelgi eða hofmóðugan.
Forystumenn kirkjunnar hafa
frá dögum Þórhalls biskups
Bjarnasonar skipulega unnið að
því með menntun og uppeldi að
fjarlægja prestana búskapnum
og öðrum atvinnuvegum. En
skoðun mín er sú, að þjóðin vilji
fá aftur íslenzka klerka, búandi
og starfandi forystumenn í and-
legum og veraldlegúm efnum.
En þetta getur því aðeins orðið,
að guðfræðingarnir hljóti til þess
menntun. Auk guðfræðinnai’ þarf
að kenna prestunum um lífíð og
þjóðlífið, þ. e. náttúrufræði, at-
vinnufræði, uppeldisfræði og hag
fræði. Þannig verða t.d. sveita-
prestarnir að læra búfræði. Það
hefur heyrzt á prestum og for-
ystumönnum kirkjunnar, að
þeim þyki óviðeigandi (óvirðu-
legt) að hafa bændaskóia á Hól-
um, og margir prestar telja
einnig óviðeigandi (óvirðulegt)
að reisa bændaskóla í Skálholti.
Ef prestastéttin elur almennt
með sér slíkt hugarfar, þá verð-
ur hún ekki langlíf í landinu. —
Prestar ættu að minnast þess for-
ystuhlutverks, sem kirkjan í
Evrópu hefur haft í búvísindum,
minnast t.d. Mendels, sem í
klaustursgarðinum í Briinn upp-
götvaði undirstöðuatriði erfða-
vísindanna um miðja síðustu öld.
Þá nutu einnig prestarnir hér ó
landi óskiptrar virðingar lands-
manna, er í upphafi þessarar ald-
ar hinn búandi biskup í Laufási
við Reykjavík stjórnaði Búnaðar-
félagi Islands og kenndi guðfræð-
ingum, einnig þegar sonur hans,
séra Tryggvi, tók forystu í bún-
aðarmálum, eða þegar séra Guð-
mundur Helgason frá Birtingar-
holti var forystumaður Búnaðar-
félagsins.
Hpr verður að ráða bót á mál-
um. Og þótt mér sé því miður,
kunnugt um andúð presta á
stofnun bændaskóla í Skálholti,
þá vil ég nú hér í grein þessari
koma fram með tillögu um, að
stofnsettur verði búnaðarskóli í
Skálholti, m.a. handa guðfræð-
ingum.
Skálholt er einhver bezta bú-
jörð landsins. Ekki sízt þess
vegna var gjöf Gissurar ísleifs-
sonar stórgjöf, er hann gaf þetta
höfuðból til ævarandi eignar ís-
leizku kirkjunni. Biskupsseta í
Skálholti væri því aðeins brot af
endurreisn staðarins, en hún á-
samt rekstri stórbús og þjóðlegs
búnaðarskóla fyrir guðfræðinga
og sunnlenzka bændasyni yrði
þessum helga stað samboðið. —!
Þar ætti að rikja að einhverju!
leyti hinn forni menntaandi
Haukadals og Odda.
Set ég nú hér á eftir tillögur
um endurreisn Skálholts á þess-
um grundvelli:
1. Stórbú verði reist í Skál-
holti með þessum bústofni: 100
mjólkandi kýr, 100 fjár, úrvals
hrossastofn, stórt svínabú og
hænsnabú.
2. Guðfræðinemar, sem ætla að
verða sveitaprestar, taki búfræði-
legt skyldunám einn vetrarpart
í Skálholti, fró 1. október til 20.
desember. Menn, sem eru jafn
vanir bóknámi og guðfræðinem-
ar eru, geta iært flest undir-
stöðuatriði búfræðinnar auk
ýmiss konar þjóðlegrar fræða á
þessum tíma, samhliða því að
fylgjast með búrekstrinum og
taka að einhverju leyti þátt í bú-
störfum. Búast má við, að um 10
siíkir nemendur yrðu við námið
hvert ár.
3. Éftir áramót, eða frá 15. jan.
til 31. maí, rnætti síðan hafa bún-
aðarkennslu í skólanum fyrir
bændasyni, eins konar náms-
skeið. Tel ég helzt þörf á að hafa
Blöð rauðu flokkanna aug-
lýsa skröksögur sínar út af
framboði Sjálfsfæðismanna
Alþýðublaðið: „Gunnar sigraði". ;
Þjóðviljinn: „Ósigur borgarstjórans”. !
VIÐBRÖGÐIN, sem minnihluta-
flokkarnir í bæjarstjórninni taka
nú, þegar listi Sjálfstæðisflokks-
ins er kominn fram eru mjög ein-
kennandi fyrir aðstöðu þessara
flokka innbyrðis.
Blöð þeirra reyna, hvað þau
geta, til að tvístra Sjálfstæðis-
flokknum og koma af stað ó-
ánægju innan hans en þeim ferst
það svo óhönduglega að allir
hljóta að sjá hvað er á ferðinni.
„OSIGUR BORGARSTJÓRANS“
Þjóðviljinn taíar um að eftir
„grimmileg innanflokksátök“
hafi Sjálfstæðisflokkurinn nú
loks „barið saman framboðslista
sinn“.
Kommúnistar eru sjálfir svo
vanir „grimmilegum innanflokks
átökum“ og því að „berja saman“
sinn klíkulista án þess að spyrja
kjósendur, að þeir ætla að eins sé
hjá öðrum. Þjóðviljinn telur að
deilan hafi staðið um hvort borg-
arstjórinn ætti að ráða einhverju
um mannaval á listanum eða
hvort hann yrði að taka við þeim
mönnum, sem að honum yrðu
réttir, eins og blaðið orðar það.
Niðurstaða „Þjóðviljans" er sú
að öll sæti sem máli skipti, nema
efsta sætið, sé skipað á móti vilja
Gunnars Thoroddsens og hafi
borgarstjórinn beðið hinn herfi-
legasta ósigur.
Síðan læðir blaðið því að, í
leiðinni, að ólíklegt sé að vinir og
fylgismenn G. Th. sætti sig við
þetta o. s. frv. Hér á sýnilega
að gera vinsældir G. Th. að
pólitískum mat handa kommum
og er.þarna á óbeinan hátt viður-
kennt að vinsældir borgarstjór-
ans sé drjúgur þáttur í væntan-
legum sigri Sjálfstæðismanna.
Þjóðviljinn læzt vera mjög móðg-
aður fyrir hönd borgarstjórans
yfir hinum mikla „ósigri hans“ og
segir að þetta spái nú ekki góðu
fyrir Sjálfstæðisflokkinn!!
„HERSVEIT BORGAR-
STJÓRANS“
En það er þá eitthvað annað
hljóð í blaði annars aðalflokks-
ins í bæjarstjórnarminnihlutan-
um, Alþýðublaðinu.
Þar er stór yfirskrift á þessa
leið: „Gunnar Thoroddsen vann
sigur á Jóhanni Hafstein og fé-
lögum hans“. Niðurstaða blaðsins
er sú að sex af átta efstu sætum
listans séu skipuð af „hersveit
borgarstjórans“ með hann sjálf-
an í broddi fylkingar. Þjóðvilj-
inn taldi hinsvegar að það væri
aðeins í hinum „neðri og von-
lausu sætum“, sem borgarstjór-
inn eigi sér fylgismenn!!
Ummæli „Þjóðviljans“ og „Al-
þá kennslu að mestu leyti verk-
lega, þar sem fyrst og fremst
verði kennd búfjárhirðing, mat
búfjár og meðferð afurða. A
slíkt námsskeið mætti taka ,um
J 20 nemendur í hvert skipti. Að
öðru leyti skal ég ekki í þessari
grein ræða frekar fyrirkomulag
kennslunnar í smáatriðum.
! Þessar skoðanir hef ég sett
fram af einlægni og fullkomn-
um velviija, og nær sá velvilji
i jafnt til prestastéttarinnar, kirkj-
J unnar, Skálholts og búskaparins
í landinu.
j Óska svo landsmönnum alls
góðs og málefnum Skálholts góðs
gengis á komandi ári.
Gunnar Bjarnason.
þýðublaðsins“ í gær hafa verið
rakin hér Sjálfstæðismönnum til
gamans og þeim öðrum til
skemmtunar, sem vilja fá sér
hollan hlátur í skammdegis-
þyngslunum. Bæði blöðin korn’a
hér mjög skemmtilega upp ufn
það hversu fráleitar eru þær sög-
ur, sem þau hafa birt og eru að
birta um ósamkomulag í röðum
Sjálfstæðismanna. Bæði Alþýðu-
blaðið og Þjóðviljinn töldu sig
þurfa á því að halda að skrökva
upp sögum um ,,átök“ og deilur
innan Sjálfstæðisflokksins en þá
tókst svo óheppilega til að þau
skrökvuðu sitt í hvora áttina!
Það hefði verið vænlegra til þess
að þeim yrði trúað, að þessuúí
blöðum hefði tekizt að verða safn
ferða í ósannindunum en það
tókst nú ekki, frekar en vænta
mátti.
Þessar tvær höfuðstoðir bæjar-
stjórnarminnihlutans geta auð-
vitað ekki komið sér saman ufh
að fara sömu götuna í sögusmíð-
um sínum frekar en öðru og kenft-
ur hér fram enn einu sinni hve
lítt er innangengt milli þessara
tveggja hópa, sem nú ætla sér að
„taka Reykjavík“ og stjórna
henni sameiginlega!
VIÐVÖRUN TIL
SJÁLFSTÆÐISMANNA
Þjóðviljinn og Alþýðublaðið
hafa skrökvað fleiru en þessu,
sem hér hefur verið rakið.
Því er nú lætt út- að Sjálfstæð-
ismenn hafi virt prófkosninguna
að vettugi. Þjóðviljinn telur sig
hafa „góðar heimildir” fyrir því
að nafngreind kona hafi fengið
miklu fleiri atkvæði en frú Gróa
Pétursdóttir, en þó ekki verið
sett á listann.
Þetta er tilhæfulaust með öllu,
eins og yfirleitt allt, sem blöð
kommúnista og krata segja um
það hvernig listi Sjálfstæðis-
manna hafi orðið til.
Sjálfstæðismenn ættu að minn-
ast þess, að þeir skulu engu orði
trúa af sögusögnum andstæðing-
anna í blöðum eða annarsstaðar,
um „átök, deilur eða ósamkonm-
lag í nokkurri mynd innan Sjálf-
stæðisflokksins.
Við bæjarstjórnarkosningarnar
standa Sjálfstæðismenn sem einn
maður.
Þegar býður velferð Reykja-
víkur þá á Sjálfstæðisflokkurinn
eina sál. Þar komast engin „átök“
að önnur en átökin við hinn sam-
eiginlega andstæðing sem er fólg
inn í herför rauða liðsins til að
„taka Reykjavík“.
Minningargjöf
NOKKUR fermingarbörn Dóm-
kirkjunnar frá haustinu 1953
hafa gefið slysavarnadeildinhi
„Ingólfi“ 500.00 kr. til minning-
ar um Odd Kristján Guðmunds-
son, sem lézt af slysförum í Vest-
mannaeyjum, 13. júlí s.l. sumar,
en hann átti að fermast í haust
og hafði gengið til spurninga með
börnunum, veturinn 1952—53.
Oddur Kristján Guðmundsson
var fæddur í Reykjavík 20. maí
1940, sonur hjónanna, Guðmund-
ar Oddssonar, skipstjóra, og
Laufeyjar Halldórsdóttur, Drápu.
hlíð 42.
F.h. slysavarnadeildarinnar
„Ingólfs“, vil ég færa gefendurt-
um innilegustu þakkir fyrir þesSá
minningargjöf.
Með jóla og nýárskveðju.
Oskar J. Þorláksson.