Morgunblaðið - 05.01.1954, Page 8

Morgunblaðið - 05.01.1954, Page 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. janúar 1954 miMðfrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. 'Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Heíjuiri samhuga sókn til sigurs KYRRÐ áramótá og hátíðahalds er liðin hjá. Framundan er hörð barátta. Þann 31. janúar n.k. fara fram bæjarstjórnarkosningar. Er úrslita þeirra ekki hvað sízt beðið með eftirvæntingu hér í Reykja- vík. Hér hefur einn flokkur farið með völdin undanfarin kjörtíma- bil og unnið af markvísi og frjáls- lyndi að uppbyggingu hinnar ungu höfuðborgar. Hér hefur sam stjórnarskipulaginu og hrossa- kaupastefnunni verið hafnað. Reykvíkingar hafa sýnt þann þroska, að kjósa frekar samhenta stjórn eins flokks en meira og minna sundurþykka stjórn minni hluta flokka. Nú eins og oft áður er al- menningur í Reykjavík beð- inn að breyta um afstöðu, hafna meirihlutastjórnarfar- inu en hverfa til minnihluta- glundroðans. Þeir flokkar, sem biðja Reykvíkinga að gera sér þennan greiða geta þó ekki komið sér saman um neitt. Þeir hafa enga jákvæða sameiginlega stefnu upp á að bjóða. Þeir hafa heldur ekki neina möguleika til þess að koma sér saman um borgar- stjóraefni, framkvæmdar- stjóra fyrir bæjarfélagið. Þeir hafa í stuttu máli sagt ekkert upp á að bjóða nema algera upplausn í stjórn bæjfirmál- anna undir forystu kommún- ista, sem eru stærsti flokkur stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðismenn legg’ja fyrir bæjarbúa skýrt mótaða stefnu í öllum helztu hagsmunamálum þeirra. Þeir bjóða fram lista skip- j aðan samhentum, vinsælum og dugandi' mönnum, sem gjör- þekkja hag bæjarfélagsins, stétta þess og starfshópa. Margir þess- ara manna hafa áður unnið mik- ið starf að framkvæmdum í bæj- armálunum. Má þar nefna menn eins og Gunnar Thoroddsen borg- arstjóra Jóhann Hafstein alþingis mann, Sigurð Sigurðsson berkla- yfirlæknir, frú Auði Auðuns og Guðmund H. Guðmundsson hús- gagnasmíðameistara. Allir þessir menn hafa starfað að bæjarmál- unum af frjálslyndi og glöggum skilningi á þörfum bæjarbúa. Þeir hafa sýnt, að þeir hafa ekki aðeins unnið kappsamlega að því að framkvæma umbótastefnu Sjálfstæðismanna á fjölmörgum sviðum heldur hafa þeir haft víð- sýni til þess að hafa samvinnu við andstæðingana þegar nýti- legar tillögur hafa komið úr þeirra herbúðum. Stefna Sjálf- stæðismanna hefur þannig mót- ast af framtakssemi og frjáls- lyndi. j I átta efs-tu sætum framboðs- lista Sjálfstæðismanna eru auk fyrrgreindra manna þeir Geir Hallgrímsson lögfræðingur, sem er ungur og frjálslyndur mennta- maður, Sveinbjörn Hannesson verkamaður, er unnið hefur mörg nýt störf í þágu stéttar sinnar og Einar Thoroddsen skipstjóri. Sá síðástnefndi er meðal dugmestu skipstjóra togaraflotans, vinsæll og drengilegur fulltrúi reyk- vízkra sjómanna. i Enginn hinna pólitísku j flokka hefur tekið jafn mikið tillit til hinna ýmsu stétta bæjarfélagsins við uppstill- ingu lista síns og einmitt Sjálf stæðisflokkurinn. Og það eru kjósendurnir innan flokksins,1 UR DAGLEGA LIFINU ] sem hafa ákveðið þessa skip- an í almennri prófkosningu, sem fram fór um val fólks á hann. Enginn annar flokkur hefur sýnt kjósendum það traust að láta slíka prófkosn- ingu fram fara. Sjálfstæðismenn treysta við þessar kosningar fyr'st og fremst á þroska almennings í Reykja- vík. Þeir leggja stefnu sína fram, benda á störf sín á liðnum árum og óska þess eins að vera dæmdir af verkum sínum. Það hefur oft komið fyrir áður, að minnihlutaflokkarnir hafa þózt þess fullvissir að geta hnekkt meirihlutastjórn Sjálf- stæðismanna í Reykjavík. At- kvæðatölur frá alþingiskosning- um hafa verið dregnar fram og taldar sönnun fyrir því að meiri- hlutinn hlyti að tapast. En fólkið í Reykjavík hefur ekki viljað fara þá leið. Það hefur veitt Sjálfstæðismönn- um aukið fylgi og bærinn hef- ur notið áfram traustrar stjórn ar framkvæmdasamra og frjálslyndra manna. Þjóðinni eru nú smám sam- an að verða Ijóst, að meiri- hlutastjórn í landinu sé æski- legri en samsteypustjórnir andstæðra flokka. Reykvík- ingar hafa alltaf haft þroska til þess að skipa bæjarstjórn sína þannig, að einn flokkur hefði þar meirihluta og gæti stjórnað af festu og ábyrgðár- tilfinningu. Þann kost munu þeir einnig velja að þessu sinni. En til þess að sá sígur vinnist þurfa allir frjálslyndir menn, sem hafna vilja glund- roðaskipulaginu að hefja nú þegar samhuga baráttu fyrir kosningu starfhæfrar meiri- hlutastjórnar í Reykjavík. Velrarverfíðin og samningarnir. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir samningaviðræður milli sam- taka útvegsmanna annarsvegar og fiskkaupenda og sjómanna- samtaka um fiskverð og kaup og kjör á vetrarvertíð. Ennþá hafa ekki núðst endanlegir samningar um þessi atriði. Hinsvegar hafa Landsamband íslenzkra útvegs- manna og ríkisstjórnin komizt að samkomulagi um áframhaldandi gjaxdeyrisfríðindi til handa véi bátaútgerðinni. í dag er gert ráð fyrir að full- trúar L. I. Ú. og sjómannasam- takanna haldi fund með sér um væntanlega samninga. Verður að vænta þess að þeir dragist ekki um of á langinn. Verkföll hafa þegar hafizt á nokkrum stöðum hér sunnanlands og vænta má samúðarverkfalla ef samningar dragast lengi. Segja má, að eðlilegt sé, að sjómenn óski hækkaðs fiskverðs. Tekjur margra þeirra eru í engu samræmi við tekjur landverka- fólks, sem nýtur stöðugrar at- vinnu. En framhjá því verður ekki gengið að markaðsverðið hlýtúr að ráða mestu á hverjum tíma um fiskverðið til sjómanna og útvegsmanna. DAGSKRÁ útvarpsins í vikunni sem leið, var óvenjufjölbreytt. Var þar flutt ágæt tónlist, leik- rit og gamanþættir, kvöldvaka Bandalags íslenzkra listamanna og síðast en ekki sízt snjallar áramótahugleiðingar forseta Is- lands og forsætisráðherra o. fl. Rúmsins végna verður ekki hægt að gera að umtalsefni hér í þess- um þætti nema örfá atriði dag- skrárinnar. Kvöldvaka listamannanna Á KVÖLVÖKU Bandalags is- lenzkra listamanna er fram fór sunnudaginn 27. desember, komu fram nokkrir af ágætustu skáld- um og tónlistarmönnum þjóðar- innar. Var því ekki nema eðli- legt að hlustendur væntu þess að fá að heyra margt spaklegt orð og glæsilegt tónverk frá hendi slíkra úrvalsmanna. Þessar von- ir hlustenda brugðust þó að miklu leyti. Ávarp formanns Bandalagsins, dr. Páls ísólfsson- ar var að vísu stutt og laggott og hið sama má segja um ávarpsorð Jóns Leifs, þó að þar kenndi að vanda nokkurs yfirlætis tón- ALMAR skriíar: 2Jrd útuarpimA Íaátu ui Lu Láí skáldsins. Og erindi Gunnars Gunnarssonar skálds um lista- manninn og þjóðfélagið var mjög athyglisvert. En góðskáldin Hall- dór Kiljan Laxness og Tómas Guðmundsson, - sem annars er alltaf fengur í að hlusta á, brugð- ust mönnum að þessu sinni. —- Kiljan las upp kvæði eftir sig, sem voru vægast talað fremur veigalítill skáldskapur og honum hvergi nærri samboðinnn og Tómas las eftir sig kvæði, að vísu snjöll og listræn, eins og allt, sem hann lætur frá sér fara, en öll gamalkunn hlustendum. — Þá söng Guðmundur Jónsson nokkur lög eftir nestor íslenzkra tón- skálda, Árna Thorsteinsson og að lokum var fluttur fjórði þáttur Gullna hliðsins eftir Davíð frá Fagraskógi og hafði Lárus Páls- VeU andi óhripar: Frá frönsku forseta- kosningunum. MÖRGUM þótti Robert Schu- man, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, álitlegt efni í Frakk- landsforseta áður en til kosninga kom í Versölum. En á honum var sá galli að hann var gamall pipar- sveinn. Hinsvegar krefst frönsk erfðavenja þess að forsetafrú ráði húsum í Elyseé-höllinni, þar sem þjóðhöfðinginn er búsettur. Það var þess vegna ekki óeðli- legt að einn af vinum Schumans spyrði hann, hvers vegna hann hefði aldrei gifst. — Segðu mér, Robert, hvers vegna hefur þú eiginlega aldrei gift þig? — Má~ég segja þér smásögu? sagði Schuman. — Móðir nokkur ræddi einu sinni við dóttur sína um mann, sem hún vildi gjarnan að hún giftist. — Jacques er ágætur, sagði móðirin, — hvað hefur þú eigin- lega út á hann að setja? — Mamma mín, ég giftist Jacq- ues aldrei. Hann er guðleysingi og það í slíkum mæli, að hann trúir ekki einu sinni á helvíti. — En elsku vina mín, sagði móðirin, — gifstu honum bara, þú munt sjá, að þá breytir hann fljótlega um skoðun. Sagan er ekki lengri. Autt upp í fjallatinda. ASUNNUDAGINN talaði ég við kunningja minn norður í Skagafirði, að sjálfsögðu í 1 síma. Eins og lög gera ráð fyrir barst veðráttan í tal. — Hér er blóðautt upp í fjalla- tinda, sagði hann. — Veturinn hefur verið ákaflega mildur hér nyrðra. Það lítur út fyrir að hann ætli að verða á samræmi við sumarið. Þetta sagði Skagfirðingurinn. Hér syðra hefur veðráttan að vísu verið frekar umhleypinga- söm undanfarnar vikur. Á Suð- urlandsundirlendinu segjast þeir ^ vart muna jafn drungalegt i skammdegi. En ennþá mega f jöll- in heita auð hér í nágrenninu. Og frost fyrirfinnst varla í jörðu. | Það er engin furða þótt fólk í þessu norðlæga landi tali mikið um veðrið, svo mikil áhrif sem það hefur á allt líf og starf þjóð- arinnar. Það hefur t.d. engin smáræðisáhrif á atvinnuástandið við sjávarsíðuna. I frostum og 1 fannkyngi er ekki hægt að stunda byggingarvinnu. Hér í Reykjavík hefur í vetur verið unnið nær óslitið að húsbyggingum, úti og inni. Það er þess vegna rík ástæða til þess að fagna mildum vetrum. Röðd um veitinga- málin. ITILEFNI af pistlinum, sem birtist hér s.l. sunnudag um ástandið á veitingahúsum bæjar- ins um áramótin hefur mér bor- izt stutt bréf. Það er svohljóð- andi: „Velvakandi góður! Ég las lýsinguna á ölæðinu og vasapeladrykkjuskapnum á gaml árskvöld í dálkum þínum á sunnudaginn. Ég játa að hún var ljót og bendir ekki til þess að skynsamlegt fyrirkomulag sé á veitingareglum okkar. ;— En hvernig á að bæta úr þessu öng- þveiti? Heldur þú að ástandið batnaði ef vínveitingar yrðu leyfðar á nokkrum veitingahús- um? Það dreg ég í efa. Er ekki eina leiðin að lögleiða algert vín- bann? — sp.“ Þessar brennivínsumræður eru orðnar svo leiðinlegar og stagl- samar, að ég læt nægja að vísa til fyrri umræðna og afstöðu til þessara mála hér í daglega líf- inu. ^■'eXSG^-P Glataðu ekki hugrekki þínu á stund neyð- arinnar. — Gakktu djarf- ur fram gegn hættunni. son á hendi leikstjórnina. Var það tvímælalaust bezta atriði þessarar kvöldvöku. Gullna hlið- ið er notalegt leikrit, fullt af „húmör“ og þjóðlegu yfirbragði og er alltaf gaman að sjá það og hlusta á það, sem þar er sagt. Tónverk Jóns Nordals. TÓNLEIKAR þeirra Jóns Nor- dals og Ingvars Jónassonar, mánudaginn 28. desember voru hinir prýðilegustu, enda er hér um tvo ágæta listamenn að ræða. Jón Nordal hneigist eindregið að nútímatónlist, bæði að efni og formi. Bera tónverk hans ótví- rætt vitni mikilli kunnáttu hans og þau eru samanþjöppuð og hnitmiðuð, en ekki sem aðgengi- legust við fyrstu heyrn. Þetta unga tóriskáld hefur þegar samið mörg athyglisverð tónverk og má vissulega mikils af honum vænta er fram líða stundir. Fiðluleikur Ingvars Jónasson- ar er öruggur og ber vott um næman skilning hans á viðfangs- efnunum. Er auðheyrt að hann hefur notið handleiðslu góðra kennara. Fljúgandi diskar. HARALDI Á. Sigurðssyni leik- ara og rithöfundi dettur oft margt smellið í hug. Gamanleik- rit hans og smásögur hafa og hlotið miklar vinsældir og komið mörgum manninum í go.tt skap. — Gamanþáttur hans „Fljúgandi diskar“ er fluttur var í útvarpið á gamlárskvöld var einnig að mörgu leyti skemmtilegur en hafði þó sína galla. Hugmyndin var í sjáfu sér ágæt, en hefði þurft betri og ýtarlegri útfærslu. — Þátturinn fjallar um ástandið í félagsmálum á stjörnunni Júpi- ter og þann þátt, sem fulltrúar frá ísiandi eiga að því, að koma þar á ýmsum breytingum í sam- ræmi við það sem tíðkast i slík- um málum hér á landi. Margt kom þar broslegt fram, en skemmtilegastir voru þeir Har- aldur og Alfreð Andrésson, er fóru með hlutverk „trúboðanna“ frá íslandi. Áramótaræður AÐ VENJU flutti forsætisráð- herra ávarp til þjóðarinnar á gamlárskvöld. Þá flutti og Vil- hjálmur Þ. Gíslason Annál ársins og síðar nokkur kveðjuorð til hlustenda. En kl. 1 á nýársdag ávarpaði forseti íslands, hr. Ás- geir Ásgeirsson, þjóðina frá heimili sínu á Bessastöðum. Ávarp forsætisráðherrans, Óiafs Thors, var skörulega flutt. Hóf hann mál sitt með þeim orð- um, að vér íslendingar mættum kveðja árið sem væri að líða, með þakklátum huga, því að hér hefði verið góðæri til lands og sjávar. Síðan bar hann sam- an lífskjör þjóðarinnar nú og fyrir nokkrum öldum og hann sagði: „Þetta er rödd sögunnar. — •— Hún segir frá því, að það sé þjóðfrelsið og athafnafrelsið hvort um sig og óaðskiljanlega samtvinnað, sem fært hafi ís- lendingum framfarirnar og þá veimegun sem þeir nú búa við.“ Þetta eru aðeins fáein orðúrræðu forsætisráðherrans, en þau leggja áherzlu á þau megin sannindi, að þjóðfrelsi og athafnafrelsi er hyrningarsteinninn undir vel- gengni allra þjóða. I veigamikilli ræðu sinni á nýársdag kom forseti vor víða við. Hann brýndi fyrir leiðtog- um þjóðarinnar hversu miklu öngþveiti það gæti valdið í þjóð- félaginu ef erfiðlega tækist eftir kosningar að mynda ríkisstjórnir og komst meðal annars svo að orði: ,,Það er á því, sem lýðræð- ið fellur, þegar ékki er hægt að mynda ábvrgar ríkisstjórnir." — Þetta eru sönn og alvarleg varn- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.