Morgunblaðið - 13.01.1954, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. jan. 1354
MttMofyÍib
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, simi 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskrntargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
1 lausaaölu 1 krónu eintakið.
Fíokbrinit, sem er ú hrynja
KOMMUNISTAFLOKKURINN
á íslandi er að hrynja. í sumar
tapaði hann rúmlega hálfu öðru
þúsundi atkvæða og tveimur
þingsætum. í bæjarstjórnarkosn-
ingunum, sem framundan eru
bendir allt til þess að tap hans
verði ennþá meira. Fjöldi fólks
hefur undanfarna mánuði yfir-
gefið hið sökkvandi skip. Jafnvel
helztu leiðtogar flokksins, eins
og Áki Jakobsson fyrrverandi
þingmaður og ráðherra, hafa
sagt sig úr honum.
Meðal þeirra fyrstu, sem yfir-
gáfu kommúnistaflokkinn hér á
landi voru þeir Hermann Guð-
mundsson í Hafnarfirði og Jónas
Harals hagfræðingur. Báðir þess-
ir menn voru í forystuliði flokks-
ins. Hermann Guðmundsson var
um skeið þingmaður hans og
Jónas Haralz var í framboði fyr-
ir kommúnista bæði við alþingis-
kosningar og bæjarstjórnarkosn-
ingar.
En greindir og gegnir menn
geta ekki til lengdar haldizt
við í kommúnistaflokki. Þeir
geta ekki unað þeirri skilyrð-
islausu þjónkun við erlenda
ofbeldisstjórn, sem flokkurinn
krefst fyrst og fremst af þeim.
Þeir geta heldur ekki varið
hvert það ofbeldisverk, sem
hin rússneska einræðisstjórn
fremur. Af þessum ástæðum
og mörgum íleiri hafa menn
eins og Hermann Guðmunds-
son, Jónas Haralz og Áki Jak-
obsson yfirgefið hinn fjar-
stýrða flokk.
Hér á íslandi er þannig hafin
sama þróun og gerzt hefur á öðr-
um Norðurlöndum á undanförn-
um árum. í Noregi, Danmörku
og Svíþjóð höfðu kommúnista-
flokkarnir fengið allmikið fylgi
1 lok síðustu styrjaldar. Sajn-
vinna Rússa við hinar vestrænu
lýðræðisþjóðir í lokabaráttunni
gegn nazismanum hafði villt all-
mörgu fólki sýn um raunveru-
legt eðli og tilgang heimskomm-
únismans. Þess vegna jókst fylgi
hans í styrjaldarlokin.
En Adam var ekki lengi í
Paradís. Það leið ekki á löngu
þar til frjálslynt fólk sá, að
kommúnistar höfðu ekkert lært
og engu gleymt. Þegar hinar
vestrænu lýðræðisþjóðir hófu af-
vopnun og hugðu á friðsamlegt
uppbyggingarstarf notuðu Rúss-
ar tækifærið til þess að láta
fimmtuherdeildir sínar ræna
margar þjóðir Austur- og Mið-
Evrópu frelsi þeirra í skjóli rúss-
neskra byssustingja og skrið-
dreka. i
Og þá var það, sem Vestur-
Evrópa neyddist til þess að hefja
endurvígbúnað sinn og varnar-
undirbúning.
Þegar þannig var komið tók
fylgið að hrynja af kommún-
istum á Norðurlöndum. Er nú
svo komið að kommúnistar
mega heita þurrkaðir þar út.
Þeir eru fylgislaus og fyrir-
litin klíka örfárra skemmdar-
verkámanna, sem ganga er-
inda Rússa og vaidhafanna í
Kreml á hverju sem gengur
austur þar.
★
Endá þótt íslendingar séu rót-
grónir lýðræðissinnar hefur hrun
kommúnistaflokksins komið hér
síðar en á hinum Norðurlöndun-
um. Sprettur það m. a. af því,
að við erum fjarlægari þeim at-
burðum, sem bezt hafa skýrt
eðli og takmark baráttu hans.
Hér hefur kommúnistum einnig
tekizt að dulbúa sig betur en
víða annars staðar. Undir gæru
„Sameiningarflokks alþýðu, sós-
íalistaflokksins" hafa þeir þótzt
vera hinar einu sönnu „lýðræðis-
sinnar". !!
En þessir hjartahreinu „lýð-
ræðissinnar“ hafa ekki hikað við
að verja hvers konar glæpi rúss-
nesku einræðisstjórnarinnar. Þeir
hafa heldur ekki hikað við að
ráðast á löggjafarsamkomu ís-
lendinga með grjótkasti, þegar
málstaður Kremlmanna hefur
krafizt þess.
Af öllum þessum ástæðum er
íslenzkur almenningur nú farinn
að sjá úlfseyrun gægjast út und-
an sauðargærunni. Þess vegna,
biðu kommúnistar stórfelldan ó-
sigur í síðustu alþingiskosning-
um. Þess vegna hafa skynsamir
og heiðarlegir menn yfirgefið þá
í hundraða og þúsundatali.
Og nú blasir ennþá stærri
ósigur við hinum fjarstýrðu
Iínudönsurum. Almenningur í
Reykjavík hefur litla löngun
til þess að fela klafabundnum
linukommúnistum forystu um
stjórn bæjarmála sinna. Örlög
kommúnistaflokksins hér á
landi eru þess vegna ákveðin.
Hann mun halda áfram að
veslast upp og verða fámenn
og einangruð klíka, sem eng-
inn vill eiga samvinnu við,
hvorki um stjórn landsins né
um stjórn einstakra bæjar-
félaga.
Æskan og íþróttirnar
MBL. birti í gær samtal við Gísla
Halldórsson, arkitekt, formann
íþróttabandalags Reykjavíkur,
um framkvæmdir íþróttafélag-
anna í bænum og stuðning bæj-
arins við iþróttamálin s.l. fjögur
ár. Er þar skýrt frá því helzta,
sem gerzt hefur á þessu sviði og
þeim áformum, sem uppi eru um
áframhaldandi umbætur í þágu
æskunnar og iþróttalífsins.
Gísli Halldórsson segir m. a.
frá því, að Reykjavíkurbær hafi
s.l. fjögur ár varið 4,5 millj. kr.
til íþróttamála. Hefur því fé ver-
ið varið til margskonar stuðnings
við íþróttasamtökin og fram-
kvæmdir þeirra. Ný félagsheim-
ili hafa risið, íþróttavellir hafa
verið endurbættir og miklu fé
varið til byggingar fullkomins í-
þróttasvæðis i Laugardal. Unnið
hefur verið að undirbúningi sund
laugabygginga og fjölmargar aðr-
ar ráðstafanir gerðar til þess að
bæta aðstöðu reykvískrar æsku
til iþróttaiðkana.
Með þessu er áreiðanlega
stefnt í rétta átt. Æskan í
Reykjavík verður að hafa
góða aðstöðu til iðkunar hvers
konar íþrótta í tómstundum
sínum. Þeim tíma, sem hún
ver til þeirra er vel varið.
^ UR DAGLEGA UFINU
★ JÆJA, svo að við förum að
borða þörunga. Kannske ekki
á morgun eða daginn þar eftir,
en bíðið bara og sjáið hvað setur,
bráðum verða þörungar á borði
hvers manns. Það er eina leiðin
til að sigrast á matvælaskorti
heimsins. Þegar mannkyninu fer
fjölgandi um milljónir á hverj-
um degi, þá er eina leiðin til að
útvega nóg matvæli, að taka til
a
^dramU^ar^œ (íi
manínlynóLnó
við að borða þörunga og annan
sjávargróður, sem auðvelt er að
rækta.
Þessu er nýlega slegið föstu í
VeU andi áhripar:
Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálf-
stæðismanna hefur haft góða
samvinnu vig íþróttasamtökin í
bæniim og forýstumenn þeirra.
Þeirri samvinnu yiljg. Sjáifstæðis
menn halda áfram. Þeím er það
l^jóst,, að farsaeld^vbsejíírfélagsíns
byggist fyrst og fremst á því- á
komandi árum, að hér alist upp
líkamlega og andlega heilbrigð
æska.
Svar frá Þjóðleikhús-
stjóra.
SVOHJÓÐANDI bréf hefir mér
borizt frá Þjóðleikhússtjóra:
„Sitthvað fer eðlilega fram hjá
mér, sem í dagblöðunum birtist
og svo hefur verið um smáklausu
sem mér var sagt að verið hefði
hjá Velvakanda Morgunblaðsins
23. f.m. Þar er einhver, sem kall-
ar sig B. B. að kvarta undan því
að hann hafi ekki getað fengið
miða, nema á tveim öftustu
bekkjum í sal og á aftasta bekk
á neðrisvölum Þjóðleikhússins að
ffumsýningu leikhússins á „Pilti
og stúlku“. Klausuhöfundur, slær
því svo auðvitað föstu, af þeirri
„góðgirni“ sem nafnleysingja er
siður, að allir hinir miðarnir hafi
verið seldir bak við tjöldin.
Hagræði fyrir leikhús-
gesti.
LL miðasala Þjóðleikhússins
fer fram í aðgöngumiðasölu
Þjóðleikhússins. í hverri augl.
Þjóðleikhússins stendur að tekið
sé á móti pöntunum í síma 8-2345.
Eítir þessu fer fólk og pantar.
Nokkru áðúr en leikrit eru frum-
sýnd greini ég fréttamönnum út-
varps og blaða frá því hvenær
von sé á næstu frumsýningu og
þeir geta þessa, venjulegast á
áberandi hátt í blöðum sínum.
Svo var um frumsýningu á leik-
ritinu „Piltur og stúlka". Oft
hafði þess verið getið í blöðum og
útvarpi, að „Piltur og stúlka“
yrði jólaleikrit Þjóðleikhússins
og sýnt annan jóladag. Fólk, sem
mikinn áhuga hefur á leiklist,
pantar oftast aðgöngumiða að
leiksýningum tímanlega, og
skrifstofa aðgöngumiðasölu leik-
hússins tekur auðvitað á móti
pöntunum frá hverjum sem er,
að sýningum á leikritum, sem
henni hefur verið tilkynrtt um og
almenningi er kunnugt um.
Hversvegna ætti aðgöngumiða-
salan ekki að taka á móti pönt-
unum? Þjóðleikhúsið vill gera
viðskipta-vinum sínum þann
greiða að veita pöntunum við-
töku og mörgum kemur það vit-
anlega vel.
Ættu að láta sér að
kenningu verða.
ÞAÐ er sjálfsagt svo í öllum
leikhúsum að öll sætin þykja
ekki jafn góð. Þegar eftirsóttustu
sætin eru seld tekur fólk þau
næst beztu, sem því þykir, eða
bíður til næstu sýningar. Hjá
þessu verður ekki komizt. Leik-
húsið þarf helzt að selja öll sín
sæti, einnig á öftustu bekkjun-
um, enda ekkert lakari en mörg
önnur. Leikhúsið hvorki getur né
vill geyma aðgöngumiða, að hin-
um svo kölluðu beztu sætum,
handa einhverju fólki sem síðar
kann að koma og telur sig for-
réttindafólk þjóðfélagsins, sem
altlaf telur sig hafa rétt á beztu
sætum hvar sem er. Fái það þau
ekki :er' sjálfsagt að 'hlaupa og
kiaga. „Það eru vondir menn í'
Þjóðleikhúsinu, þeir viidú ekki
lofa rnér að sitja i beztu sætun-:.
um“.'.—fe: Ég , vildi aþéins gefa.
klausuhöfundi það ráð, að láta
sér það að kenningu verða, að
hann kom of seint núna, og panta -
miða nógu snemma að næstu sýn-
ingu. Það er miklu hyggilegra og
happasælla en að hlaupa í blöðin
og klaga.
Guðlaugur Rósinkranz“.
Um skran á hlutaveltum.
FYRIR nokkuð löngu fékk ég
eftirfarandi bréf frá „móðg-
aðri“ stúlku, en þar eð ég tel efni
bréfs hennar „sígilt“ — birti ég
það nú, þótt nokkuð sé um liðið:
„Kæri Velvakandi!
Það er þetta með hlutavelturn-
ar — þær geta verið ágætar og
margir góðir hlutir eru þar oft
og einatt. En sumar þeirra eru
líka fyrir neðan allar hellur. Svo
var um hlutaveltu eina, sem ó-
nefnd samtök héldu fyrir nokkru
hér í bænum. Auglýst var, að
engin happdrætti væru, en í stað-
inn voru þá bara sett eintóm núll
— eða því sem næst.
Fimm drættir og
jafnmörg núll.
EG DRÓ fimm drætti — heldur
„móðguð“ áfram — og jafn-
mörg núll. Og þetta fékk ég:
tóma blikkdós, notað hálsbindi,
tvo krullupinna og tvinnakefli,
brotinn slökkvara og hálft kíló
af fiskfarsi!!
Að þessu er slík háborin
skömm, að ég tel mér skylt að
biðja þig að koma þessu á fram-
færi við almenning. Og þessir
aðilar, sem að hlutaveltunni
stóðu voru að vinna fyrir „göfugt
málefni"!
..Ég er að hugsa um, þegar þeir
fara næst af stað með hlutaveltu,
að fara með og gefa þeim áður-
nefnda muni. Skyldi þeim ekki
finnast mikið til koma?
— „Móðguð".
íslenzka þokan.
FÚL og hvimleið þykir þér
þokan okkar fósturlands.
Veiztu ei, maður, að hún er
efasemdir skaparans?
Hann er þá sem þú að leita
þess, hvað veðrið eigi að heita,
báða reiti ragur við:
rigninguna og sólskinið.
(Stephan G. Stephansson).
Sjaldan, nýtur
tvísagan
trausts.
nákvæmri vísindaskýrslu frá
Carnegie-stofnuninni í Washing-
ton. Þetta er mikið rit, nefnist
„Algal Culture from Laboratory
to Pilot Plant“. Fjallar það um
rannsóknir á því hvernig hægt er
að rækta einfrumunga í sjó til
manneldis. Hefur stofnunin
rannsakað þetta síðan 1947. Er
niðurstaða þeirra að ræktun þör-
unga og annarra einfrumungá sé
eina leiðin til að bæta úr mat-
vælaskorti heimsins.
X—□—X
A HVERS VEGNA eru þörung-
arnir bezta lausnin?
— Þeir innihalda feitarefni,
kolvetni og eggjahvítuefni, það
er að segja þeir hafa allt sem
maðurinn þarf sér til næringar.
Svo eru þeir bragðgóðir og vaxa
hraðar en nokkur önnur þekkt
nytjaplanta. Þeir gefa því mjög
mikinn ávöxt.
— Gróður hafsins er ekki not-
aður að neinu ráði. í Japan líta
menn að vísu á sumar þang-teg-
undir, sem ljúffengan veizlumat.
I Bandaríkjunum eru nokkrar
þang-tegundir etnar. Víða er
þang hins vegar notað til áburð-
ar á tún og akra.
Það er synd og skömm að sjáv-
argróður skuli ekki vera nytjað-
ur meir, því, að hann hefur mikið
næringargildi og óhemju af fjör-
efnum og mikilvægum steinefn-
um.
X—□—X
★ ÞEGAR nú er farið að rækta
þörunga, hefur orðið fyrir
valinu tegund ein, sem nefnist
klóreila-þörungar. Þeir eru alls
staðar til, bæði í sjó og fersku
vatni og eins og allir þörungar
eru þeir örsmáir einfrumungar,
sem færast og fljóta um. Við
beztu gróðurskilyrði innihalda
þeir 50% eggjahvítuefni, 7%
fitu og afgangurinn mest kol-
vetni.
Þörungarnir vaxa mjög hratt.
Þörungar á einum hektara rækt-
arvatns myndu gefa af sér ár-
lega 80 smálestir af þurrkuðu
næringarefni. Til samanburðar
má geta þess að góður hveitiakur
gefur af sér 4 smálestir af hekt-
ara og hrísgrjónaakur aðeins 2
smálestir.
X—□—X
★ ÞESSAR tölur um afrakstur
af þörungum eru byggðar á
fyrstu ræktun, en vafalaust má
kynbæta þörungana svo að af-
raksturinn verði enn meiri. Gera
menn ráð fyrir að hægt sé að fá
200 smálestir af næringarefnum
af hektara. Helmingur af þessu
yrði eggjahvítuefni og þýðir það
að á flóum og fjörðum hér við
land mætti vinna nægilegt eggja-
hvítuefni fyrir alla íbúa jarðar.
Leyndardómurinn við þörung-
ana er að þeir nýta betur vatnið,
en plöntur jarðarinnar. Sömu-
leiðis nýta þeir betur sólarork-
una. Ef sólargeisli hittir ekki
hveitikornið, þá fellur geislinn á
jörðina. Hins vegar, ef sólargeisli
hittir ekki einn þörung, verður
annar neðar til þess að grípa
geislann.
Það má auka vöxt þörunga ó-
trúlega mikið með því setja kol-
sýru í vatnið. Það má blátt áfram
dæla kolsýrunni í vatnið og þör-
ungarnil- taka hana í sig og vaxa.
Andrúmsloftið, sem landplöntur
vaxa í, innihalda aðeins 0,3%
kolsýru, en vatnið getur inni-
haldið 5%.
X—□—X
★ JÆJA, þetta segja vísinda-
mennirnir um ræktunar-
möguleikana. En við höfum mest-
an áhugg á því, hyernig þessi
sjávargróður er á bragðið?
Jú, þáé hefur verið reynt að
gefa þorúngasúpu í sjúkrahúsi
einu, líkast því seijn það væri
grænmetissúpa og allir sögðu að
þetta væri bezti matur.
Framh. á bls. 8.