Morgunblaðið - 13.01.1954, Side 7

Morgunblaðið - 13.01.1954, Side 7
Miðvikudagur 13. ;an. Iðö4 MORGVNBLAÐIÐ 7 Hraunið sem Elliðaár renna um er um 5300 ára gamalt Ný aðferð við aldursákvörðun fornleifa og jarðlaga VESTUR í Bandarikjum hefur tekizt að finna aðferð við aldur- mælingar á lífrænum efnum, sem finnast í jarðvegi. — Vísinda- menn telja að með þessu hafi mjög merkum áfanga verið náð í sambandi við jarðsöguna, en mælingar þessar byggjast á geisla- verkunum í kolefninu. Vafalítið er, að íslenzkir vísindamenn, sem vinna að rannsókn á jarðsögu íslands muni senda stofnunirni efni til rannsóknar. í gær sneri Mbl. sér til Trausta Einarssonar prófessors og spurði hann um þessar aldurmælingar. Komst hann þá m. a. svo að orði: GEISLAVIRKT KOLEFNI í öllu kolefni er vottur af sér- stöku afbrigði, sem er geislavirkt kolefni. Það hefir þá náttúru að eyðast smám saman. í kolsýru andrúmsloftsins er ákveðið hlut- fall milli magns beggja kolefnis- gerðanna, en þegar jurtirnar vinna kolsýruna, taka þær hlut- fallslega meira af geislavirka- afbrigðinu en hinu. Þannig verða jurtir og dýr hlutfallslega auðug af geislavirku kolefni. EYÐIST EKKI FYRR EN EFTIR 30—40 ÞÍIS. ÁR Þegar lífveran deyr, en geym- 3st án þess að leysast upp, tekur geislavirka kolefnið að eyðast, en ekki fyrr en eftir svo sem 30—40 þúsund ár, er hlutfall kolefnisgerðanna orðið eins og í andrúmsloftinu. Af því hve eyðingin er langt komin, má finna mjög nákvæmlega aldur lífrænna leyfa, sé hann ekki hærri en um 30 þúsund ár. MÓR, BEIN EÐA TRÉ Við þessa aðferð til aldurmæl- íngar með geislavirku kolefni, má nota gamlan við, mó eða bein. Segjum sem svo, að hval- foein finnist í jörðu, þá er hægt að ákveða hve nær sé hvalur lifði. Hvalbein hafa oft fundizt í háum marbökkum hér á landi. Sama gildir um gamla trjábúta, sem iðulega koma upp, þegar verið er að grafa fyrir húsum eða við jarðrask. Þá er hægt að ákveða hve gamall búturinn er. MIKLA ÞÝÐINGU FYRIR OKKUR Prófessor Trausti Einarsson sagðist álíta, að þessar aldur- mælingar muni hafa mikla þýð- ingu fyrir rannsóknir hér á landi. Hægt verður t. d. að rannsaka með furðulegri nákvæmni hvern- ig landið reis þegar ísöld leið og létt var af landinu ísfarginu. En með þessum mælingum getum við sagt um og tímasett ýmis atriði í þessari sögu, sem nær yfir síðustu 15 þús. árin. Það er mórinn, hið lífræna, og hvers konar beinafundur í jarð- lögum, sem við munum byggja okkar rannsóknir á, sagði prófess orinn. — Hér gat hann þess, að útlendur jarðfræðingur, sem hér var á ferð, hefði tekið smásýnis- horn undan hrauni því, sem Ell- iðaárnar renna um. Var það neðst í árfarveginum. Móinn sendi hann hinni bandarísku ald- ursmælinga-stofnun. Hefur hún nú skýrt frá því, að mórinn sé 5300 ára gamall. Að vísu er ald- ursóvissa um 200 ár, en hún er svo lítil. að það skiptir ekki máli. — Af þessu eina dæmi, er það nú vísindalega sannað, að hraun- ið ofan á mólögunum hefur runn- ið þarna í sjó fram fyrir um 5300 árum. EKKI AÐ LIÐI VIÐ ÍSLENDINGASÖGURNAR Próf. Trausti Einarsson gat þess í sambandi við hvalbeina- fundinn, að ekki væri að vænta þess að aldursmælingar þessar gæti orðið að liði í sambardi við beinafund sem snertir ís- lendingasöguna, — þá er óví',sa mælinganna hlutfallslega of mik- il, sagði prófessorinn. En hann vakti sérstaka at- hygli á, að með þessum mæling- um væri hægt að lýsa því hvað hér hefði gerzt í jarðsögu ís- lands í lok ísaldarinnar og nokkr ar áraþúsundir þar á eftir. DÖNSK RANNSÓKNARSTÖÐ Nú fyrir skömmu hafa Danir komið sér upp slíkri rannsóknar- stöð, en þeir standa sem kunnugt er mjög framarlega á sviði atom- rannsókna. Þar og víðar hafa þessar aldursmælingar alveg sér- staka þýðingu fyrir fornleifa- fræðina. Farið á gœðingum um byggðir Borgarf jarðar 'Á S.L. sumri komu hingað nokkrir brezkir gestir á vegum Ferða- skrifstofunnar til þess að kynnast íslenzka hestinum. Voru hinir forezku gestir ánægðir með íslandsförina og töldu íslenzka hestinn sérstaklega vel fallinn tii ferðaiaga. — í framhaldi af heimsókn þessari hefur Ferðaskrifstofan ákveðið að efna til skipulagðra hestaferðalaga á næsta sumri. Eru þessar ferðir bæði ætlaðar út- lendingum og íslendingum. — Þátttöku verður að tilkynna fyrir 15. marz. UM FAGRAR BYGGÐIR BORGARFJARDAR Forstjóri Ferðaskrifstofunnar gat þess í viðtali við blaðamenn í gær, að um fjölmargar fagrar leiðir hefði verið að ræða þegar skipuleggja átti hestaferðirnar. Fýrir valinu varð ferð um feg- urstu héruð Borgarfjarðar. Hefj- ast ferðalögin * ýmist að Hreða- vatni eða Kalmannstungu. Farið verður á reiðskjótunum um ná- grenni Hreðavatns um Þverár- folíð, að Varmalandi, að Reyk- holti, í Surtshelli og þeir sem vilja geta gengið á Eiríksjökuí. 40—45 REIÐSKJÓTAR Þar sem tryggja verður 40—45 reiðskjótar, og mun Gunnar Bjarnason verða hafður með í ráðum við val þeirra, : tryggja verður húsnaeði o. fl. ver.ða þátt- tökutilkyijningar að hafa borízt fyrir 15. marz. Þá liggja fyrir pantanir erlendis frá, en ferðir þessar hafa verið sérstaklega Framh á bls. 8. MERK GREIN UM fSLENZK RANNSÓKNAREFNI í HINU norræna verkfræðinga- tímariti Iva birtist nýlega grein eftir Ásgeir Þorsteinsson verk- fræðing er hann nefnir „íslenzk rannsóknarefni". Ásgeir hefir sem kunnugt er verið meðlimur hins íslenzka Rannsóknarráðs allt frá því að þessi nefnd tók til starfa árið 1939, og er nú formaður þess. Enda hef'r hann allra manna gleggst yfirlit yfir hin verkfræði- legu viðfangsefni sem snerta ís- lenzka atvinnuvegi, sakir fjöl- þættrar menntunar sinnar, og kunnleika á þessum efnum. í upphafi greinar sinnar skýrir hann frá í stuttu máli hvaða rannsóknir hafa verið gerðar hér á hinu tæknilega sviði allt frá því að fyrsti efnaverkfræðingur þjóðarinnar Ásgeir Torfason, hóf hér efnarannsóknir í sérstakri rannsóknastofu er var komið á fót í sambandi við Búnaðarfélag íslands. Efnarannsóknastofa Ásgeirs var stofnuð árið 1906., Varð hún eins konar fyrirrennari Atvinnu- deildar Háskólans er var stofnuð með sérstökum lögum árið 1935 til að stuðla að áframhaldandi rannsóknum er snerta íslenzka atvinnuvegi. Samhliða Atvinnu- deildinni var stofnað til sérstakr- ar rannsóknarstofu í sambandi við Fiskifélag íslands en sér- stakri tilraunastarfsemi og rann sóknum var haldið uppi fyrir einstakar greinar landbúnaðar- ins. Síðar kom raforkumálaskrif- stofan til sögunnar er hefur með höndum ýmiskonar rannsóknir á vatnsafli og jarðhita, en til þess að stuðla að því að allar þessar rannsóknir yrðu samræmdar var rannsóknarráð ríkisins stofnað árið 1939, til að hafa yfirstjórn rannsóknarstarfsemi í landinu, á vegum hins opinbera, svo og vera til ráðuneytis fyrir ríkisstjórnina. RANNSÓKNIR Á ÍSL. ELDSNEYTI Fyrsta rannsóknarefni rann- sóknarráðsins var að athuga hvaða möguleikar væru á að afla innlends eldsneytis, þar eð óvíst var að hve miklu leyti mætti takast að afla erlends eldsneytis í síðustu styrjöld. Fjölluðu þess- ar rannsóknir bæði um brúnkol og mó. Niðurstaða mórannsókn- anna varð sú að hitagildi mósins er reiknað 3500 hitaeiningar þar sem hann er beztur en þar sem eldfjallaösku gætir mikils í jarð- veginum er hitagildið aðeins 2500. Islenzki mórinn hefur reynzt svo lélegur að ekki hefur verið efnt til móvinnslu í stórum stíl. IIITAVEITAN JAFNGILDIR NÚ NOTAGILDI 45—50 ÞÚS. KOLATONNA Næsti kafli í grein Á. Þ. fjall- ar um jarðhitann þar sem hann lýsir í stuttu máli hve jarðhita- rannsóknunum hefur miðað áfram á síðustu árum, einkum í sambandi við rannsóknarboranir er gerðar hafa verið að tilhlutan Hitaveitu Reykjavíkur og Jarð- borana ríkisins. Byrjað var á jarð hitarannsóknum til undirbúnings Hitaveitunni árið 1930, en nú hef ur þetta bæjarfyrirtæki hitavatn sem jafnast á við 45—50 þúsund kolatonn á ári. Greinarhöfundur segir að jarð- hiti sé kunnugur hér á landi á 230 stöðum þ. e. av s. í öllum landshlutum íiema á Austfjörð- um, eh ails eru héitar úppsprett- ur; 6—700 talsins. Gufuhverir séu alls á 12 'arðhitasvæðum á suð- vesturlandi, á hálendinu og í Þingeyjarsýslum. eflir Ásgeir Þorsieinsson, verkfræðing FRÁ HEITUM UPPSPRETTUM LANDSINS RENNA NÚ 1500 LÍTRAR Á SEKÚNDU Áætlað er að vatnsmagn þess- ara uppspretta sé samtals um það bil 1500 lítrar á sekúndu með meðalbita 75 celsíus gráðum. Svo hitagildið muni vera um það bil 400 milljónir kílógramkalórí- ur á klukkustund, en talið er að hitagildi gufuhveranna muni vera samtals 2500 milljónir kíló- gramkalóríur á klukkustund. En gufuframleiðslan mun vera um 1 þúsund tonn á klukkustund. Hita gildi hvera og lauga munu því vera samtals um 3000 milljónir kílógramkalóríur á klukkustund og umreiknað í kolagildi verður það um það bil 3.5 milljónir tonna á ári. Mesti gufuhver lands ins er Deildartunguhver er gefur frá sér um 200 lítra á sekúndu af 100 gráðu heitu vatni. Þurrefna- innihald hins heita vatns er mjög mismunandi frá' 80—6000 milli- grömm á lítra. Vatnið er fátækt af kalki eins og allt vatn í land- inu. Kísilsýruinnihald þess er frá 24—480 milligröm á lítra en kísil- sýrurikasta heita uppspretta landsins er Geysir í Haukadal. Natríumkloridmagn hinna heitu uppspretta er frá 12—6000 milli- grömm á lítra. Að sjálfsögðu mest í þeim uppsprettum sem eru með ströndum fram. 175 BORHOLUR HITAVEITU REYKJAVÍKUR 34 ÞÚS. METRAR AÐ LENGD í hitaveituvatni Reykjavíkur er þurrefnainnihaldið innan við 100 milligram í lítra. Árið 1947 voru borholur hitaveitu Reykja- víkur 175 að tölu er voru samtals 34 þúsund metrar á lengd. En uppsprettuvatn þeirra nokkuð yfir 620 lítrar á sekúndu, að meðaltali 87 gráðu heitt. Síðan kemur kafli um fossafl landsins. Ekki er enn skorið úr um það hvort hægt sé að nota jarðhitann sem orkugjafa, eins og komið er geta menn ekki gert sér grein fyrir, hvort gufuhverir landsins séu svo varanlegir að hægt sé að treysta þeirri orku cr stundir líða. VATNSORKA LANDSINS 6 MILLJ. IIESTAFLA Eins og kunnugt er er loftslag- ið hér rakt eyjaloftslag, en úr- komumagnið nokkuð mismun- andi eftir landshlutum. Mest á suðurströndinni, þar sem hún némur rúmum tveim metrum á ári, en minnst á Norðurlandi þar sem úrfellið er 400—600 milli- metrar á ári. Vatnsmesta áin er Þjórsá með um 400 ts á sekúndu og er talið að verði hún virkjuð til fulls og safnað að henni vatni svo sem unnt er, geti þaðan feng- izt 2 milijónir hestafla. Næsta vatnsfallið að orku er talið vera Jökulsá á Fjöllum er getur framleitt 900 þúsund hest- öfl, en Sogið fullvirkjað getur framleitt um 100 þúsund hestöfl. Auk þess hafa verið gerðar á- ætlanir um orku og virkjunar- möguleika eftirfarandi fallvatna: Hvítár, Vatnsdalsár og Blöndu, Laxár úr Mývatni, Jökulsár á Brú og Lagarfljóts. Gizkað hefur verið á að hægt muni vera að virkja íslenzk fall- vötn svo að úr þeim fáist 6 millj. hestafla. Þetta samsvarar því, að með núverapdi fólksfjölda í landinu geti fengizt 250 búsund kílóvattstunda til rafmagns á hvert marmsbarn í landinu. En núverandi orkuvinnsla úr fall- vötnum er um 1500 kílóvattstund- ir á mann. Það er því augljóst að ekki þarf að kvíða því að þjóð- ina skorti möguleika til að afla sér raforku. SEMENTSGERÐIN FYRIRHUGUÐ ÚR KALK- SANDI FRÁ SJÁVARBOTNI Þá talar greinarhöfundur um nothæf jarðefni í landi voru, sem mjög eru af skornum skammti, en þó er sVo komið, sem kunnugt er, að gerðar hafa verið ráðstafanir til að notfæra sér kalk, sem fyrir hendi er, til sementsgerðar. Vegna þess að svo vel vildi til að hentugur kísil- steinn hefur fundizt í Hvalfirði, var horfið að því ráði að freista þess að flytja á Akranes kalk- sand til sementsgerðar utan af Sviði, er gaf góða raun í fyrra- vor, svo þar verður reist sements- verksmiðja með 75 þúsund tonna árlegum afköstum. En vikur og gosull höfum við í framtíðinni til einangrunar. í 80 HRAÐFRYSTIHÚSUM HÆGT AÐ FLAKA OG FRYSTA UM 1000 TONN Á SÓLAR- HRING Að lokum minnist greinarhöf- undur á fiskiðnaðinn og fiski- rannsóknirnar, sem reknar hafa verið síðustu árin í samvinnu við nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn og Dani. Þar segir m.a. að afköst síldarverksmiðjanna séu nú 10 þúsund tonn á sólarhring og hafa sildarverksmiðjur ríkisins 40% af þeim afköstum. Mikið hefur verið að því unnið á undanförn- um árurn að rannsaka fjörefna- innihald þorskalýsis og fá sann- virði fyrir lýsi eftir fjörefnainni- haldi þess. Aðrar lýsistegundir hafa einnig verið rannsakaðar og hefur það komið í ljós, m. a. að ufsa- lýsi er verðmætara en menn áður gerðu sér grein fyrir. Aiis eru hraðfrystihús í land- inu um 80 að tölu er geta samtals flakað og fryst um 1000 tonn af fiski á sólarhring. Kvittim Á ÞRETTÁNDANUM sendi kommúnistablaðið mér fyrsta siðferðisvottorðið fyrir árið 1954. Er ekki nema sjálfsagt að kvitta fyrir. — „Pipar og kjarabarátta“ hét greinin, en var þó furðu bragð- laus moðsuða á Moskvu-línunni, þrungin ótta um að meira mundi tekið mark á mínum orðum í hógværum fréttum og frásögnum af starfsháttum og aðbúð á Kefla víkurflugveili, en hinu taum- lausa hatursrausi kommúnist- anna. Grein þessi var illa og leiðinlega skrifuð og hittir hvergi í mark. Flokksbræður höfundar skammast sín fyrir hana og allar rangfærslur og beinar fjarstæð- ur sem þar er haldið fram. Það er von að höfundur sé reiður, og honum er ekki of gott að svala sér á mér persónu- lega, því oft hefur nú þotið í þeim skjá fyrr. Svo er mál með vexti, að greinarhöfundur, sem kallar sig „íslending á Keflavik- urflugvelli“ vann þar um tima, sem sögusmetta kommúnista, ea gætti þess ekki að sitja á strák sínum og lenti því í smáþjófn- aSi og öðrum knyttum og var rekinn. Honum sárnar að von- um að geta ekki látið Ameríkan- ana greiða sér laun fyrir rógs- iðju sína — en hann má sjálf- um sér um kenna — því var hann að lenda í höndum lögreglunn- ar? —• Aðrir flokksbræður hans komast betur af, því þeir gæta sin betur. Ég ætla að þetta-sé næg skýr- ing til þess að þeir sem lesið hafa greinina í kommúnistablað- Framh. af bls. 8. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.