Morgunblaðið - 22.01.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1954, Blaðsíða 1
tftsMtó 16 síður , «1 o árgangur. 17. tbl. — Föstudagur 22. janúar 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsinf -ZSS, Orkuverin við Sog. írafossvirkjtinin fremst og í fjarska Lfósa- fossstöðin. T.li. er einn af stálturnum nýju háspennulínunnar. — Sfá grein borgarstjóra um raforkumálin á bls. 9. 22 þúsund fanga hljófa frelsi siff Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. SEOUL OG PANMUNJOM, 21. janúar. — Um þessar mundir er verið að gefa um 22 þúsund föngum í Kóreu frelsi. Komu fyrstu hópar þeirra til Panmunjom. Sumir þeirra hafa dvalizt nær þrjú ár í fangabúðum bak við gaddavírsgirðingar og hafa margir dáðst að því þreki, sem þessir fangar hafa sýnt, er þeir síðustu mánuði hafa fremur kosið að sitja áfram í fangabúðunum en að hverfa aftur undir stjórn kommúnismans. Sem kunnugt er hafa kommún-ust þeir þess fyrst að mega yfir- istar í Norður Kóreu og Kínaheyra þá og telja um fyrir þeim, margsinnis mótmælt því að föng-svo að þeir vildu aftur þýðast um þessum sé gefið frelsi. Kröfð- . Framh á bls. 6 Kosninganndirbúnragur Rnts í Kópuvogshreppi ógíldur Hreppsnefndarkosiiingu þar aflýst 31. jairáar Einsf æður skollaleikur komntúnista, sem sýnir ólla þeirra við kjósendur. EINRÆÐISBRÖLT Finnboga Rúts og annara kommúnista í sam- bandi við merkingu framboðslista við hreppsnefndarkosningarnar í Kópavogshreppi hefur nú fengið þann endi, að samkvæmt úr- skurði sýslumannsins í Gullbringusýslu hefur kosningaundirbún- ingurinn verið ógiltur og yfirkjörstjórn hreppsins fyrirskipað að aflýsa kosningunni 31. janúar og auglýsa síðan hreppsnefndar- kosningu að nýju með lögmætum fyrirvara. Bæjorfulltrúi Framsöknar neyð- ist til að mótmæla innllutn- ingi SfS á hollenzku grjóti Til að foröasf endurfekningu á mjólkurhneyksli sínu MAGNÚS ÁSTMARSSON bæjarfulltrúi bar á fundi bæjarstjórn- ar í gær fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur mótmælir eindregið innflutningi steinsteyptra húsa, sem hafinn er, og skorar á ríkisstjórnina að gera þegar ráðstafanir til þess, að sá innflutningur verði stöðvaður með öllu. Telur bæjarstjórnin það óhæfu, að útlend- um aðilum sé fengin vinna, sem upplýst er, að íslenzkir iðnað- armenn treystast til að inna af hendi með lægra verði, sömu- leiðis, að flutt sé til landsins byggingarefni, eins og sandur og möl, auk þess, sem rennt er blint í sjóinn með það, hvort hin útlendu hús henti íslenzkum staðháttum". RUTUR HEIMTABI D Aðdragandi þessa máls er sá, að Finnbogi Rútur krafðist þess er framboðslistar voru fram komnir í Kópavogshreppi, að listi kommúnista yrði merktur D. Hafði Rútur reynt að dulbúa kommúnistaeðli hans með því að kalla hann „lista óháðra kjós- enda, stuðningsmanna meirihluta fráfarandi hreppsnefndar". — Byggði hann allar sigurvonir sín ar á því, að geta náð í listabók- staf Sjálfstæðismanna á þetta af- kvæmi sitt. Sjálfstæðismenn mótmæltu að sjálfsögðu þessu atferli og kærðu það til félagsmálaráðuneytisins. Reyndi ráðuneytið að koma vit- inu fyrir Rút. En það reyndist árangurslaust. Kom deilumál þetta að lokum fyrir sýslumann- inn í Gullbringusýslu, sem kvað upp fyrrgreindan úrskurð. Sam- kvæmt honum skal framboðslisti Alþýðuflokksins merktur A, listi Framsóknarmanna B., listi Sjálf- stæðismanna D og listi Rúts og „Óháðra kjósenda, stuðnings- manna meirihluta fráfarandi hreppsnefndar" G listi. MIKIÐ ÁFALL Er þetta mikið áfall fyrir Rút vesalinginn. Hann hefur misst af D-inu og fengið G. í staðinn. (Mun draga nafn af gamalli konu sem hét Gróa á Leiti). Sennilega finnst honum það þó heldur skárra en ef hann hefði orðið að merkja lista sinn C. Við þann bókstaf, sem er hinn rétti lista- bókstafur kommúnista er hann logandi hræddur. SKELFINGU LOSTNIR Þessi skollaleikur kommún- ista í Kópavogshreppi sem nú Framh. á bls. 6. BÆJARFULLTRUA SIS VERBUR HEITT Nú varff bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins (Sambands ísl. samvinnufélaga) nokkuð heitt. Hann minntist ófaranna frá því á dógunum, er hann gekk á móti hagsmunum Reykvíkinga út af mjólkurmálunum, þegar hann vildi ekki mótmæla reglugerð Framsóknarráðherrans um að mjólkin í Reykjavík yrði gerð að enn meira glundri en hún er nú. Hvernig átti Framsóknarfull- trúinn að snúa sig út úr því, að hér var stefnt að hinu nýja húsa- braski S Í.S. Varð bæjarfulltrú- anum, Þórði Björnssyni, það fyrir að bera fram breytingartillögu um, að komið skyldi í veg fyrir „innflutning húshluta, sem fram- leiða má hér á landi með jafn- góðum árangri, hvað verð og gæði snertir". Ætlaðist bæjar- fulltrúi SÍS auðsjáanlega til þess að sín breytingatillaga yrði samþykkt, en tillaga Magnúsar hyrfi hljóðlega úr sögunni. Guðm. H. Guðmundsson bæjar fulltrúi, tók til máls og lýsti því, að samtök iðnaðarmanna hefðu, á ýmsum vettvangi, mótmælt húsainnflutningi S.Í.S. og væri mikill ávinningur, að þetta mál væri tekið fyrir í bæjarstjórn. Urðu stuttar umræður áður en gengið var til atkvæða. Bar fundarstjóri bæði tillögu Magnús ar og Þórðar fram sem sjálfstæð- ar tillögur, eins og rétt var, og reyndi nú til þrautar á bæjar- fulltrúa Framsóknar. Þegar hann sá, að hér var ekkert undanfæri að taka hreina afstöðu, greiddi hann atkvæði með tillögu Magn- úsar um að mótmæla innflutningi S.Í.S., og þótti þá mörgum, sem farin væru að gerast tíðindi. BÆJARFULLTRÚI KLEMMDIST Bæjarfulltrúi Framsóknar hafði þarna vafalaust tvennt fyr- ir augum, í fyrsta lagi hans eigið mjólkurhneyksli frá síðasta fundi og í öðru lagi árásir Tímans á Bárð Danielsson. Bæjarfulltrúan- um mun hafa fundizt ósamræmi milli þess annarsvegar að greiða atkvæði gegn tillögu Magnúsar um hið nýja brask S.Í.S og vand Framh. á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.