Morgunblaðið - 22.01.1954, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.01.1954, Qupperneq 5
 pRRsr Fðstudagur 22. janóar 1954 MORGUNBLAÐIÐ i B Bx^e>oe>^ie>orv9 ÖRVAMÆLIR SAGAN UM BÆJAR- HRAFNANA Í>AÐ er ekki ófróðlegt fyrir iteykvíkinga að sjá viðbrögð rauðu flokkanna, innbyrðis, út af því, að Bárður Daníelsson féll út af lista Þjóðvarnarmanna. Öll rauðu blöðin ráðast á Bárð í fall- inu. Aðfarirnar minna helzt á gömlu sögurnar um hrafnaþingin á haustin rlrafnar sveitarinnar komu saman og skiptu sér á bæ- ina. Ef einn varð afgangs réðust hinir á hann og gerðu út af við hann. Síðan flugu þeir hver á sinn bæ. Þjóðvarnarflokkurinn býður nú i fyrsta sinn fram við bæjar- Btjórnarkosningar í Reykjavík. Hinum rauðu flokkunum finnst að með tilkomu þessa fjórða flokks sé orðið einum of mikið. Kommúnistar, Framsókn og Al- þýðuflokkurinn ráðast svo að þessum afgangshrafni og fella hann. Þeim finnst, að Þjóðvarn- armenn eigi ekki að hafa neinn hæjarhrafn í Reykjavík, heldur eigi þeir þrír að sitja að bæn- Um ef Sjálfstæðismenn vinna ekki meiri hluta á ný. FTRIR KOSNINGAR OG EFTIR Reykvíkingar mega sjá hverju þeir og bærinn allur á von á, ef rauðu flokkarnir verða einum fleiri í næstu bæjarstjórn en þeir eru nú. Þá munu bæjarhrafn- arnir fyrst byrja að kroppa. Fyr- ír kosningar kroppa þeir augun hver úr öðrum, eftir kosningar munu þeir kroppa utan í Reykja- Tík. Það sér auðvitað hver heil- Tita maður að flokkar, sem haga feér, hver gagnvart öðrum, eins iog rauðu flokkarnir hafa gert nú fyrir kosningar, þeir koma sér ekki saman um neitt eftir kosn- Ingarnar. Þá fá Reykvíkingar fyrst, fyrir alvöru, að sjá hvað það mundi kosta þá, beint og ábeint, ef til þess kæmi að deila Jierfanginu — Reykjavík. ! INNBYRÐIS VfG ' ÞEIRRA RAUÐU OG ' SJÁLFSTÆÐISMENN Þjóðviljinn er hneykslaður á því í morgun, að Mbl. skuli ekki hafa rifið Bárð Daníelsson í sig 6 sama hátt og rauðu blöðin þrjú. JVTbl. sagði frá því, sem gerzt þafði og taldi það nóg. Sjálf- gtæðismenn telja sér enga skyldu Bð taka þátt í innbyrðis vígaferl- ium þeirra rauðu. Þar eigast þeir einir við, sem Sjálfstæðismenn hirða ekki um þó þeir felli hvern fennan. Sjálfstæðismenn standa áralangt frá hrafnaþingi rauðu flokkanna utan um Reykjavík. Sjálfstæðismenn berjast gegn því með öllum sínum mætti að ffjórir flokkshrafnar rífi bæinn í 6ig, eftir kosningar. En þó þeir Sðeili og felli hvern annan fyrir Itosningarnar þá er það þeirra fnál og Mbl. þarf í því sambandi (ekki að gera meira en benda fleykvíkingum á leikinn og hvers þærinn geti átt von. lÆgilegt járn brantarslys *< fCARACHI 21. jan.: — Ægilegt fiárnbrautarslys varð í Pakistan I morgun. Pakistan-pósthraðlest- In ók með 100 km. hraða á klst. á flutningavagn, sem losnað hafði Bf sporum. Á flutningavagninum yar stór benzíntankur. Helltist logandi benzín yfir fremstu far- þegavagnana. Logaði enn í lest- Snni fjórum klst. eftir árekstur- inn. 60 manns hafa látið lífið og 50 særzt alvarlega. Zafrullah Khan utanríkisráðherra Pakistan Isat í aftasta vagni lestarinnar og [varð hann ekki fyrir meiðslum. I — Reuter, flúmlega 10 þús. tonn af fiskflök- um farín á markað í Rússlandi Uniiið að flaka-frystngu fyrir ýmis lönd - Taka þarf upp samninga við Israel - Samfal við Elías Þorsteinsson SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur nú lokið við að frysta og sent til Sovét-Rússlands 10,000 tonn af hraðfrystum fiskflökum. Er hér um að ræða fyrri helming þess magns, sem samið var um sölu á austur þangað. — Frystihúsin eru nú að vinna að frystingu þeirra 11.000 tonna, sem eftir er að frarrileiða fyrir Rússland. Upp í þetta magn var í gær' búið að afskipa 2000 tonnum með Dettifossi, sem er nýkominn úr^ Rússlandsför og Drangajökull er nú á leið þangað. A TÆPUM 3 MANUÐUM Það mun taka hraðfrystihúsin tæpa þrjá mánuði að vinna að frystingu umræddra 11000 tonna, jafnhliða annari framleiðslu, sem samið hefur verið um og búast má við að á næstunni verði samið framleiðslu á. FYRIR TEKKOSLOVAKIU Flías Þorsteinsson framkvstj., sagði Morgbl. frá þessu í gærdag í stuttu samtali. Gat hann þess, að nú væru frystihúsin einnig að vinna að frystingu fyrir Tékkó- slóvakíu, en þangað var í nóv- ember samið um sölu á 2000 tonnum af fiskflökum. ÁÞÝZKALAND Þá er búið að semja við Austur Þýzkaland um sölu á 1300 tonn- um af flökum, sagði Elías, en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur mikinn hug á auknum við- skiptum við Austur-Þjóðverja. MARKAÐURINN í BANDARÍKJUNUM Um næstu mánaðamót fer skip héðan væntanlega vestur til Bandaríkjanna með 1400—1500 tonn af fiskflökum af þessa árs framleiðslu. Þa ðer mikið atriði fyrir okkur, sagði Elías, að geta boðið fisk þar vestra svo snemma á árinu. í sambandi við Amer- ikuferðina skýrði Elías svo frá að óvissa væri ríkjandi um áfram haldandi markað í Bandaríkjun- um fyrir hraðfrystar rækjur, því Japanir, sem eru erfiðir keppi- nautar, hafa sent rækjur á mark- að vestra. Þetta hefur haft í för með sér verulegan samdrátt í rækujframleiðslunni hér hjá okk- ur. ISRAEL VILL FISK Elías Þorsteinsson kvað mjög aðkallandi að teknir yrðu upp samningar við ísrael, því þeir munu nú þess fýsandi að gera við okkur samning um kaup á hraðfrystum fiski. Innan skamms munu fleiri þjóðir láta til sín taka þar syðra við fisksölur, sagði hann. Öryggi bermaima á Súez LONDON 21. jan.: — Tveir brezk ir hermenn voru myrtir á Súez- svæðinu í gær. Þeir fundust fyrir utan járnbrautarstöðina í Mosca. Báðum hafði verið misþyrmt. Höfðu þeir fengið höfuðhögg og margar stungur í kviðinn. Brezku hernaðaryfirvöldin hafa í hyggju að gera gagngerðar ráðstafanir til að tryggja öryggi hermanna við Súez-skurðinn. — Reuter. Ólafur Þórðarson Varmalandi Fimmlugur FIMMTUGUR er í dag Ólafur Þórðarson, garðyrkjubóndi að Varmalandi í Mosfellsdal. Ólafur er sonur Þórðar Jónssonar og Kristínar Vigfúsdóttur, konu hans, er lengi bjuggu á Æsu- stöðum í Mosfellsdal. Árið 1935 byggði Ólafur ný- býli við laugarnar neðst í Æsu- staðatúninu og nefndi Varma- land, en Hjalti, bróðir hans, situr heimajörðina. Hóf Ólafur síðan ræktun í gróðurhúsum á býli sínu og hefur stundað þann bú- skap síðan með góðum árangri. Ólafur Þórðarsonjer einn hinna sjálfstæðu landnámsmanna í gróðurhúsagarðræktinni, er vald ið hafa ótrúlegustu hlutum síð- ustu áratugina tvo. Meðfædd greind, áhugi og verklægni hefur gert honum fært að nema garð- yrkjufræðin, án skólagöngu, af lestri góðra bóka, með því að horfa í kringum sig vökulum augum og með því að reyna og reyna aftur, ef eigi féll tré við fyrsta högg. Islenzk bændastétt á þeim mönnum mikið að þakka er þannig brjóta ísinn. Ólafur á Varmalandi — eða Óli á Æsustöðum — eins og hann er venjulega nefndur í vinahópi, hefur verið tryggur og dugandi áhugamaður í ung- mennafélagsskap sveitar sinnar og þar á hann enn heima í sjón og raun, þó að önnur félagsmál kalli nú á hann sem bónda og heimilisföður. Kvæntur er Ólafur Kristínu Árnadóttur frá Vopnafirði, sem reynzt hefur árvökul húsmóðir á nýbýlinu og borið sinn hluta starfsbyrðanna. — Þau eiga 3 mannvænleg börn, elzti sonurinn, Þórir, stundar nú nám við Menntaskólann á Laugar- vatni. Allir sveitungar þeirra hjóna, og margir aðrir, munu í dag hugsa hlýtt til heimílisins að Varm i?rdi i' óska þeir, að Mos- fell 1( ngí að njóta handtaka þeirra og heilinda í bústaru og félugsmálum, og þau sjálf verka sinna og vinsælda. 1 Á. G. E. Lentu í hrakningum og lágu í sn jóhúsi við ilk vist | Frétíabréf úr Borgarfirði eysfra. BORGARFIRÐI, 16. jan. — Árið! 1953 mun verða talið hér eitt- hvert það hagstæðasta hvað veðráttu snertir, sem menn muna því að þar fór allt saman. Vetur frá áramótum ’52 og ’53 góður þó að undir vorið kæmi 6 vikna snjóáfelli. Vorið var mjög hag- stætt, sumarið framúrskarandi gott og grasspretta og uppskera garðávaxta með eindæmum mik- il. Haustið er ágætt og vetur til ársloka sérstaklega mildur. Síðan um áramót hefur jörð verið al- auð þar til í gær að þunna snjó slettu lagði yfir. Flesta daga hef- ur verið þíðviðri og frost er lítið í jörðu, þó hefur ekki verið hægt að vinna að jarðabótum síðan fyrir jól. Sauðfé gekk að mestu sjálfala til áramóta en síðan hefur það verið við hús og yfirleitt ekki gefið mikið og sumstaðar hefur fé ekki verið gefið neitt, sem heitir enn. BRÆÐUR I HRAKNINGUM Fyrir miðjan nóvember og aft- ur um mánaðamótin nóv. og des. gerði hér allhörð hríðaráhlaup en hvorugt stóð nema fáa daga. Bæði þessi áhlaup sköpuðu mönn um erfiði við að ná saman fé, en ekki urðu neinir fjárskaðar. í hinum síðari veðragarði voru tveir bræður frá Húsavík hætt komnir er þeir voru í fjárleit. Það mun hafa verið snemma dags hinn 1. des. að þeir Ólafur og Ragnar Þorsteinssynir í Húsavík fóru heiman frá sér, suður á Innri Álftavík að leita kinda. Snjórytju veður var þá og fór versnandi er leið á daginn. Þeir héldu þó áfram suður á víkina og var dag- ur að kvöldi kominn er þeir hugðu til heimferðar, var þá kom in blindhríð svo ekkert sá frá sér og birtu tekið að bregða. Leið sú, sem þeir höfðu komið er um brattar skriður og því snjóflóða- hætt þegar snjór er ný fallinn. Töldu þeir því óráð að fara hana aftur eftir að dimmdi, svo að ekki var hægt að rekja sig fram- hjá hættulegustu stöðunum, enda höfðu þeir heyrt snjóflóð falla þar öðru hverju. Tóku þeir það ráð að fara inn dal er liggur upp af víkinni, upp úr honum liggur skarð í gegnum kletta- belti og stundum farið um það og yfir fjallgarðinn til Húsavík- ur. Er sú leið hættuminni hvað snjóflóðahættu snertir, en vand- ratað þegar dimmt er. Brátt komu þeir uppundir klettana norðan við dalinn, en ekki tókst þeim að finna skarðið. Óttuðust þeir þó að þeir væru eitthvað viltir og töldu óráðlegt að halda lengur áfram, því stórhættulegt er að villast á þessum slóðum þar sem skammt er að hengi- flugum. Varð-það því ráð þeirra að grafa sig í fönn og höfðu hunda sína hjá 'sér og létu þá liggja á fótum sér. Þá mun klukk an hafa verið hálf sex eftir há- degi. á eftir og gættu þeir þess atf sofna ekki eftir það. Hírðust þehr þarna þar til bjart var orðið uia morguninn, þá brutust þeir út úr förinni. Var þá enn bylur Og frusu nú mjög föt þeirra, seixv voru rennandi blaut er þeir stóðv» upp. Ragnar hafði girt sokkana utanyfir buxurnar, en er þaðt fraus þá kipptist það- í sundur og urðu berir leggirnir á milli og fékk hann ekki bætt úr þvl. Strax og þeir bræður höfðu lit- ast um séu þeir að þeir voru á. réttri leið og fundu nú skarði?? upp af víkinni. En ekki höfða þeir lengi farið er þeir viltust og vissu ekki fyrir víst hvar þeir voru staddir, þó héldu þeir áfram. en mjög tók nú að draga af þeim. og fór nú sulturinn að segja óþægilega til sín. En nesti sitt höfðu þeir etið skömmu áður en. þeir lögðust í fönnina. Færð var slæm og köfuðu þeir til skipti» fyrir eftir því sem þrek þeirra leyfði. Er þeir höfðu farið svo um hríð urðu allt í einu éljaskil svo að þeir sáu ofan í Húsavík- ina og tóku þeir þá beina stefnu. á bæinn Dalland og þangað náðu þeir um kl. 11 f. h. Veður var mikið betra niðri í byggð Og' höfðu Húsvíkingar hafið lert strax með birtu, en farið á mi» við þá en komu að lokum á för þeirra og röktu þau heim um síðir. Ekki varð þeim bræðrum. meint við þessa svaðilför, enda eru þeir báðir hin mestu hraust- menni og nú upp á sitt bezta. Ólafur er rúmlega þrítugur af? aldri, þrek og karlmennskumað- ur, vanur erfiðum ferðum við fjárleitir og aðdráttarferðir. Hann hefur legið úti áður, þó* eigi við viðlíka erfiðar aðstæður. Ragnar er aðeins 19 ára, en sér- lega kjark og tápmikill ungling- ur. ILL VIST í SNJÓHÚSINU Framan af degi var frost- laust og snjórinn blautur voru þeir bræður því gegnblautir er þeir fóru í fönnina, en með kvöld inu gerði frostkul og kom þeg-. ar klakahús yfir þá, en inni í því var snjórinn krapkenndur. Varð vistin því hin versta og sótti mjög á þá kuldi, enda voru þeir ekki mikið búnir og heitir af göngunni. Ekki var langt liðið á nótt esy á.þá tók mjög að sækja svefn, reyndu þeir að verjast svefni með því að sitja uppi og syngja, en þó fór svo að þeir dottuðu aðeinu en mjög stutta stund og var þeim mun kaldara SAUÐFJÁRRÆKTARFÉLAG í síðastliðnum mánuði tók hér til starfa nýstofnað sauðfjárrækt- arfélag. Stofnendur þess eru um. 20 fjáreigendur hér í hreppi. For— maður félagsins er Björn Jóns- son bóndi í Geitavik. MikilL áhugi er hér hjá mönnum um að efla sauðfjárræktina, eftir aS vonir hafa vaknað um að sigrast verði að miklu leyti á garna- veikinni með hinni nýju bólu- setningu, sem virðist gefa góða. raun þó ekki sé hún algerlega örugg. FJÖRUGT FELAGSLIF Félagslíf hefur verið hér fjör- ugt síðan um jól, enda eins gött með samgöngur og um hásumar. Á þriðja í jólum hélt Lestrar- félagið almenna skemmtisam— komu, tveim dögum síðar var haldin barnasamkoma, strax eft— ir nýárið voru hér sýndir tveii* sjónleikir tvö kvöld í röð á veg- um ungmennafélagsins hér og á. Þrettándanum var haldinn álfa- dans fyrir forgöngu Verkamanna félagsins. Þorrablót er fyrirhug- að með Þorrakomu. I. I. Mikií saia í happ- drættismiðunum SVO SEM kunnugt er, var urn síðustu áramót fjölgað miðum í Happdrætti Háskóla ísland$ um 5000 stykki. — Er dregið vár I 1. flokki 15. janúar s.l., höfðu helzt 85% þessaar miða, en ef að líkum lætur, sagði skrifstofa Happdrættisins í gær, þá munu 95% miðanna hafa selzt, er drcg-« ið verður 10. febrúar n.k. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.