Morgunblaðið - 02.02.1954, Síða 1

Morgunblaðið - 02.02.1954, Síða 1
16 síður 41. árgangur. 26. tbl. — Þriðjudagur 2. febrúar 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, aðalmenn og varamenn, komu saman í djatfstæðishúsinu í gærdag og var þessi mynd tekin af þeim við það tæki- færi. — Aðalfulltrúarnir í hinni nýkjörnu bæjarstjórn sitja í fremri röð og eru þeir, taldir frá vinstri: Geir Hallgrímsson, Sveinbjörn Hannesson, Jóhann Hafstein, Auður Auðuns, Gunnar Thoroddsen, Sigurður Sigurðsson, Guðmundur H. Guðmundsson og Einar Thoroddsen. — Varafulltrúarnir frá vinstri: Árni Snævarr, Bjorgvin Frcdcriksen, Ragnar Lárusson, Þorbjörn Jóhannesson, Ólafur Björnsson, Gróa Pétursdóttir, Guðbjartur Ólafsson og Gísli Halldórsson. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) II eilbrigð dómgreind fólks- sins í Reykjavík sigraði IVfolotov segir nú allt klappað og klárt með frið Broftfiufning heriiSs — en ekki minnzt á kosningar Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BERLÍN, 1. febr. — í dag lagði Molotov fram á fundi utanríkis- ráðherra fjórveldanna, rússneskt uppkast að friðarsamningum við Þýzkaland. Sömuleiðis kom hann með tillögu um friðarfund, þar sem öll stórveldin kæmu saman. Sjálfstæðismenn unnu glæsilegan sigur 'b' Mel sildarafli BERGEN, 1. febrúar. — Vik- una 24.—30. janúar var sett viku síldarmet í Noregi. Á þessum sjö dögum var landað á vesturströnd Noregs 3,719, 120 hektólítrum síldar. Hafa Norðmenn aldrei fyrr upplifað þvílíka síldarhrotu. I AUSTUR BERLIN Molotov lagði tillögur þessar fram á fyrsta fundinum, sem haldinn er á rússneska hernáms- svæðinu í Austur Berlín. En fundurinn er haldinn í sendiráði Rússa í borginni. MÓTI EVRÓPUHER í greinargerð fyrir tillögunum ræddi Molotov m. a. um tilvon- andi stofnun Evrópuhersins. Sagði hann að tilætlun með Evrópuher væri að hefja hernað- arárás á Rússa. FRIÐARFUNDUR f OKTÓBER? Molotov lagði til að utanríkis- ráðherrarnir skipuðu fulltrúum sínum að vinna að því að semja friðarsamning í öllum smáatrið- um, eftir þeim höfuðstefnumið- um, sem hann sjálfur benti á í k.__ Framh. á bls. 12 Italíu er slórhríð. - og menn verða úti í LONDON, 1. febrúar. — Ógurleg kuldabylgja gengur nú yfir Mið-Evrópu. Mestur varð kuldinn í Suður-Frakk- landi eða 28 stiga frost. Víða um Frakkland, Þýzkaland og jafnvel á Norður Ítalíu er kringum 20 stiga frost. Vitað er um 5 menn, sem urðu úti í Suður Frakklandi og í fyrsta skipti í 9 ár féll snjór á norðurströnd Spánar. ískaldur stormur næddi um götur Madrid og í sjálfri Kor- doba, „stcikarpönnu“ Spánar, var 3 stiga frost. — Frostiö hefur verið svo mikið á Norður-ítaliu, að vatnsstífl- I - Frost í Ándalúsíu Suður-Frakklandi. ur hafa sprungið af klaka- spennu. Stórhrlð geisaði um! suðurhluta Alpaf jalla og Pó-1 dal. * Á sundum við Danmörku er ástandið mjög alvarlegt af kuldanum. Að vísu eru sigl- ingaleiðir enn opnar um Katte gat og Eyrarsund, en víða ná- Iægt landi eru vikur byrjað að leggja og veldur það nú þegar töfum á siglingum. Meðan á þessu gengur á meginlandinu sveipar blíður sunnanvindur ísland, svo að þar norður frá er hiti 5 til 9 stig. — Reuter-NTB Um allf land unnu Sjálfslæðismenn á, en kommúníslar og Alþýðufl.-menn töpuðu. ÚRSLIT bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík urðu þau, að D-listinn, framboðslisti Sjálfstæðisflokksins, vann mik- inn og glæsilegan sigur. Hlaut hann 8 bæjarfulltrúa kjörna og þar með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Er Reykjavík þar með tryggð traust og örugg bæjarmálaforysta næstu fjögur ár. Frá því í alþingiskosningunum í sumar bættu Sjálfstæðismenn við sig 3397 atkvæðum. Hinsvegar töpuðu kommúnistar 597 atkvæðum, Alþýðuflokkurinn 662 atkv. og Framsókn 303 atkvæðum. Heildarúrslitin urðu sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn, D-listi 15642 atkv. og 8 menn kjörna. Kommúnistar, C-listi 6107 atkv. og 3 menn kjörna. Alþýðuflokkurinn, A-listi 4274 atkv. og 2 menn kjörna. Þjóðvarnarflokkurinn, F-listi 3260 atkv. og 1 mann kjörinn. Framsóknarflokkurinn, B-Iisti 2321 atkv. og 1 mann kjörinn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 49,5% gildra atkvæða. Auðir seðlar voru 290 og ógiidir 88. Breyting sú, sem orðið hefur á skipun bæjarstjórnarinnar er sú, að kommúnistar hafa tapað einu sæti, sem Þjóðvarnar- menn hafa fengið. SJÁLFSTÆÐISMENN VINNA VÍÐAST Á Úrslit kosninganna annarsstaðar á landinu sýna, að Sjálfstæðismenn hafa víðast hvar unnið á. í einum kaupstaðanna, Ólafsfirði, unnu þeir hreinan meiri- Framh. á bls. 2, j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.