Morgunblaðið - 03.02.1954, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. febrúar 1954
Framhaldssagan 43
Þessi vagn dró þegar að sér
athygli Jolyons unga, og þegar
hann gætti betur að sá hann
James föðurbróður sinn í aftur-
sætinu, auðkenndan, þótt yfir-
skeggið hefði gránað mikið frá
því að hann sá hann síðast. I
fremra sætinu sátu Rachel
Forsyte og eldri systir hennar
frú Winifred Dartie, báðar fagur-
búnar og drembilátar ,eins og
páfuglar. Við hlið James sat
Dartie vel búinn og hinn virðu-
Jegasti.
Yfir þessum vagni og þeim,
sem í honum sátu, var sá við-
hafnar og glæsibragur, að Jolyon
unga fannst að hér færu þeir,
sem tignastir væru allra For-
ystanna.
Faðir hans hafði ekki tekið eft
ir þeim er hann ók framhjá, því
liann hann var að hugga Holly
litlu, sem var orðin þreytt, en
þau, sem í vagninum sátu höfðu
auðsjáanlega séð feðgana og börn
in. Konurnar földu andlitin bak
við sólhlífarnar, en James teygði
höfuðið fram eins og álka og blátt
áfram gapti af undrun.
Jolyon ungi sá, að þau höfðu
öll þekkt hann, jafnvel Wini-
fred sem gat ekki hafa verið
meira en fimmtán ára þegar
hann hafði brotið af sér þann
rétt að heita Forsyte.
Þau höfðu ekki breyzt mikið.
Hann mundi glöggt, er þau óku
út fyrir löngu, löngu. — Hestar,
menn og vagnar að vísu ekki
eins og þá, en yfirbragðið, svip-
urinn hinn sami, sama snyrti-
mennskan, sama yfirlætið.
„James föðurbróðir ók fram
hjá með börnum sínum“, sagði
Jölyon ungi.
Jolyon gamli varð sótsvartur
í framan.
„Sá föðurbróðir þinn okkur?
Jæja, umm! Hvað er hann að
crinda í þessum bæjarhluta?"
f sömu andránni ók tómur vagn
framhjá. Jolyon gamli stöðvaði
hann.
„Ég sé þig bráðlega aftur,
drengur minn“, sagði hann.
„Hugsaðu ekkert um það sem ég
var að segja þér um þenna unga
Bosinney. Ég trúi ekki einu orði
af því“.
Hann kyssti börnin, sem "Vildu
ckki sleppa honum, steig inn i
vagninn og ók burt.
Jolyon ungi sem hafði tekið
Holly í fangið, stóð grafkyr og
horfði á eftir vagninum.
Sjöundi kafli.
Kveld hjá Timothy.
Jolyon gamli hefði komið bet-
ur orðum að því hvað honum
tojó í brjósti, er hann steig upp í
vagninn, ef hann hefði sagt: „Ég
vil ekki trúa einu orð af því“.
Hann var nú hinn reiðasti yfir
því að James skyldi sjá sig með
syni sínum og þetta atvik kynnti
undir þann dulda fjandskap, sem
V)ft er á milli bræðra og á sín
fjírstu upptök í úfum sem risið
hafa milli þeirra útaf smámunum
er þeir voru börn, en þrútnar
svo stundum og eykst með aldr-
inum.
Rígurinn eða kalinn milli
Försytebræðranna sex reis eink-
um út af metingnum um það,
hver þeirra væri ríkastur, og þeir
voru sífellt að hnýsast eftir eign-
him Og tekjum hvers annars. —
Timothy átti þó hér óskilið mál,
því að allar eignir hans voru í
tryggum verðbréfum.
Hinn ástæðulausi grunur Poly-
öns gamla, að James hefði verið
SfB njósna um sig, styrkti hann
j í þeirri trú, að Bosinney hefði
verið reiður, og einhver önnur
orsök lægi til kulda hans við
June. Hún gat hafa verið upp-
stökk og önug við hann.
Hann minntist þess nú að
i þetta slúður um þau Bosinney og
Irenu hafði fyrst borist frá
Timothy. Hann ákvað að aka
þangað tafarlaust, segja honum
sitt álit og vita, hvort hann vildi
ekki kyngja þessum áburði.
Tveir vagnar stóðu fyrir utan
hús Timothys, er hann kom
þangað. Annar var vagn James,
sem hafði orðið á undan honum.
Hinn var vagn Swithins.
Auðvitað þvöðruðu þeir nú um,
að James hefði séð hann með
syni sínum.
Jolyon gamli skildi hattinn
sinn eftir í forstofunni, strauk
beinaberri hendinni yfir andlit-
ið og hið mikla hvíta yfirskegg
eins og hann væri að þurrka
burtu geðshræringuna, gekk upp
stigann og inn í dagstofuna.
lij.'i var troðfull. Það var hún
að visu án þess að nokkrir gest-
ir væru komnir — og án þess að
nokkur væri inni í henni, því að
Timothy og systir hans, seni viku
ekki frá venjum samtíðar sinnar,
töldu að stofa væri ekki „vist-
Ieg“ nema að hún væri sæmilega
búin húsgögnum. Inni henni voru
ellefu stólar, legubekkur, þrjú
borð, tveir skápar, kynstrin öll
af glingri og smámunum, Og
stórt píanó. Og nú sátu þær frú
Small, Hester frænka, Swithin,
James, Rachel, Winifred, Eup-
hemia, sem hafði komið til að
skila „þjáning og hugsvölun" og
Frances dóttir Rogers, sem var
sú eina af Forsytunum, sem
orkti ljóð. Aðeins einn stóll var
ósetinn, auk þeirra tveggja auð-
vitað, sem ávalt stóðu auðir og
á eina auða blettinum lá köttur,
sem Jolyon gamli steig á.
Um þessar mundir var það
engan veginn óvenjulegt, að
margt væri um manninn hjá
Timothy. Ættingjarnir höfðu all-
ir borið hina mestu virðingu fyr-
ir Önnu frænku, en nú þegar
hún var látin, varð þeim tíð-
förulla en áður til „The Bower“
og stóðu þar lengur við.
Swithin hafði komið fyrstur.
Hann sat í gylltum stól með
rauðu silkiáklæði og af svip hans
mátti ráða, að hann efaðist ekki
um, að hann myndi lifa þau öll.
Mikill að vallarsýn, hárið þykkt
og hvítt, andlitið þrútið og nauð-
rakað, svipurinn sljór, minnti
hann fremur venju á steinaldar-
mann.
Hann var ekki fyrr seztur en
hann fór að tala um Irenu, og
var fljótur að segja þeim frænk-
unum Juley og Hester, hvernig
hann liti á þenna orðróm um
hana Og Bosinney. Sín skoðun
væri sú, að falleg kona hefði
leyfi til þess að gefa karlmönn-
unum hýrt auga. Og auðvitað
væri þetta aðeins saklaust daður.
Irena væri svo vel gefin og vissi
svo vel, hvaða skyldur hún hefði,
að um annað gæti ekki verið að
ræða.
Það var auðsætt, að Swithin
leit á þetta frá sjónarmiði hins
ókvænta manns, en með sjálfum
sér viðurkenndi hann þó, að hver
og einn yrði að taka nokkurt
tillit til ættar sinnar og stöðu.
Swithin hafði á unga aldri
fengið þá flugu í höfuðið, að ein-
hver af forfeðrum hans hefði
verið tiginn maður.
„Líttu á“, sagði hann einu sinni
við Jolyon unga, áður en hánn
villtist á glapstigu, „við höfum
komist vel áfram í heiminum.
Það hlýtur að hafa verið ein-
hver göfugur maður í ætt okkar“.
Hann hafði haft mikið dálæti
á Jolyon unga, Drengurinn hafði
lagt lag sitt við ættgöfga pilta,
þegar hann var í háskólanum, og
það var eitthvað tignarlegt við
hann. Það var ljóta hneykslið,
þegar hann eyðilagði allt fyrir
sér með því að hlaupast á brott
með þessari útlendu stúlkukind
— sem var svo bara kennslu-
kona! Því í ósköpunum gat hann
! ekki valið sér einhverja sem
| vegsauki var að, fyrst hann þurfti
að vera að þessum skratta? Og
| hvað var svo pilturinn nú? —
Starfsmaður hjá Lloyds! Og svo
Ivar sagt, að hann fengist jafn-
Sagan af Bauka-Stebba
yFW' 0 '
daga í góðu yfirlæti. Eftir um vikutíma spurði hún Stebba
hvernig stæði á hinum mikla auð, sem hann hlyti að eiga.
Bauka-Stebbi kvaðst ekki mega segja henni sannleikann um
auðæfi sín, en ef hún vildi endilega fá að sjá hann, þá yrði
hann að binda um augu hennar. svo að hún kæmist ekki að
leyndarmálinu.
Stúlkan féllst á þetta. en Stebbi leiddi hana því næst út
að hlemminum. Hann hafði bundið rækilega um augu henn-
ar, svo að hún sá ekki glóru.
Hann tók þessu næst hlemminn ofan af opinu, sem lá
niður í herbergin, þar sem öll auðæfin voru. Þegar hann
hafði leitt stúlkuna niður, leysti hann bindið frá augum
hennar, og sagði að nú væri óhætt fyrir hana að svipast um.
Stúlkan varð alveg dolfallin yfir öllum auðæfunum, sem
hún sá. Hún gekk herbergi úr herbergi með Bauka-Stebba,
og varð alveg steinhissa á öllum gersemunum og gullinu,
sem hvarvetna blasti við henni.
Þegar þau komu inn í herbergið, þar sem líkneskið var,
dró Stebbi hring af hendi drottningarinnar og rétti stúlk-
unni. Þetta var undurfagur gimsteinahringur, sem glitraði
mjög af.
Bauka-Stebbi leiddi stúlkuna við svo búið upp á yfirborð
jarðar, en batt þó vandlega fyrir augu hennar áður. Og hann
leysti ekki bindið, fyrr en hann var kominn heim í kotið sitt.
Stúlkan dvaldist enn um hríð hjá Stebba til þess að vekja
Fra Skipadeild SÍS
Ákveðið hefir verið að halda áfram þeim reglubundnu
siglingum, sem m.s. „Dísarfell“ annaðist á seinasta ári,
og mun skipið hlaða í Rotterdam, Antwerpen, Harnborg
og Leith fyrstu daga marzmánaðar.
Áætlað er, að „Dísarfell“ komi til Reykjavíkur 12.
marz, losi þar og á höfnum vestan-, norðan- og austan-
lands.
M.s. „Dísarfell“ mun síðan hlaða í framangreindum
erlendum höfnum aftur fyrrihluta aprílmánaðar og síð-
an mánaðarlega, svo sem var á síðastliðnu ári.
^amlancl íái. S^amuinnn^élac^a
SKIPADEILD
Látið nylonsokka
yðar endast
helmifigi lengur.
Hér koma góð tíðindi um nylonsokka:
Nylife er nýtt skolunarefni til þess að
varna að í þá komi lykkjufallsrákir.j
Þær orsakast tíðast af því, að þræðirnirj
hafa hnökrað, og nylon dregst auðveld-i
lega saman í hnökra sökum þess að,
garnið er svo slétt og hált að lítið þarfjj
til þess að þræðirnir dragist til.
Nylife verkar sem hér segir: Þegar þér látið nylonsokkana
yðar niður í nylife, sezt á hvern þátt í þræðinum ósýnileg himna al
efní sem nefnist polycrol og gerir hann óhálan. Grípa þá þræðirnir
hver annan og dragast ekki lengur auðveldlega til. Er því þar með
varnað að hnökrar myndist, og þá einnig lykkjufallsrákirnar. End-
ast þá sokkarnir helmingi lengur.
★ Nylife varnar gljáa, sem ekkl
þykir fallegur. Nylife lætur
sokkana falla betur að fæti og
varnar því, að saumarnir aflagist,
ir Nylife getur engum skemmd-
um valdið á sokkum yðar og
breytir hvorki lit né þéttleika
prjónsins.
REYNSLUPRÓF SÝNA!
HVAÐA ÁHRIF
NYLIFE HEFUR:
Þetta sokkapar var þvegið S
venjulegan hátt, en aðeins annar
sokkurinn var skolaður í Nylife.
Báðir voru þeir dregnir yfir gróf-
gerðan sandpappír við alveg sömu
skilyrði. Þessar myndir, sem ekk-
ert voru lagaðar til, sýna hva
furðulegur árangur varð.
Útvegið yður Nylife þegar í stað.
Ein flaska er nóg í 25 þvotta. Nylife
fæst hjá lyfsölum og í búðum.
Nylife
SJE€JB FORSYTANNA
- RÍKI MAÐURINN -
Eftir JoKn Galsworthy — Magnus Magnusson Islenzkaði