Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. febrúar 1954 MORGVNBLA0IB R f Hviklynda kcnan effir Holberg verður frumsýnd í I KVÖLD, miðvikudag, verður frumsýnt í Iðnó leikritið Hviklynda konan, sem er gleðileikur í þremur þáttum eftir Lud- vig Holberg. Með leikritinu verður einnig sýndur forleikur, Svip- mynd í gylltum ramma, eftir Gunnar R. Hansen. Þýðandi leikritsins er Lárus Sigurbjörnsson og er þetta sjö- unda þýðing hans á verkum Hol- bergs. Talið er af fróðum mönn- um, að Hviklynda konan muni vera fyrsta leikrit Holbergs, en hafi verið sýnt annað í röðinni, í Danmörku haustið 1722. Fyrsta leikrit Holbergs, sem sýnt var, var Den politiske Kandestöber, var það sýnt sama haust í Dan- mörku. ERNA SIGURLEIFSDÓTTIR, GERD GRIEG Um þessar mundir sýnir norska þjóðleikhúsið einnig sama leik- rit Holbergs. Fer Gerd Grieg með aðalhlutverk leiksins, en hér mun Erna Sigurleifsdóttir fara með hlutverk hviklyndu konunnar. Þetta leikrit Holbergs er að því leyti frábrugðið öðrum leikrit- um hans, að það mun vera það eina, sem kona er í aðalhlut- yerki. SVIPMYND í GYLLTUM RAMMA Gunnar R. Hansen, sem er mjög kunnugur verkum Hol- bergs, hefur samið forleikinn, Svipmynd í gylltum ramma. — Má nefna forleikinn kynningu Holbergs, þar sem hannersaminn upp úr verkum hans, og kemur aðeins það fram þar, sem Hol- berg sjálfur hefur sagt eða skrif- að. Leikendur forleiksins eru: Brynjólfur Jóhannesson, Guðný Pálsdóttir og Steindór Hjörleifs- son. LEIKNUM VAR FRESTAÐ Upphafjega átti að sýna leik- rit þetta strax eftir 200. ártíðar- minningu Holbergs, en ýmsar or- sakir urðu til þess að fresta varð leiknum. Nokkrir leikandanna veiktust um það leyti, þannig að ekki var hægt að hefja sýning- ar fyrr en nú. SAMKVÆMISKLÆÐNAÐUR Leikfélagið hefur beðið blaðið Um að taka það vinsamlegast fram, að á frumsýningunni væri æskilegt að leikhúsgestir mættu Úr Breiðdal BREIÐDALSHEIÐI milli Skrið- 'dals Og Breiðdals í Suður-Múla- Sýslu er eins og kunnugt er hinn versti fjallvegur og vegarstæði Slæmt. Fer vegurinn fljótt undir fönn á haustin og leysir seint á vorin, en þetta er þjóðleið og þjóðvegur og mikilsverð sam- bandsleið á milli sveitanna á Fljótsdalsh. og annarra byggða sunnan heiðar annarsvegar og Breiðdals og Berufjarðar hins- vegar. Kunnugir og greinagóðir menn hafa margsinnis bent á, að veginn um Breiðdalsheiði ætti að leggja niður sem þjóðveg, en í þess stað ætti að leggja veg um Vatnsdal, sem er önnur leið á milli Skrið- dals og Breiðdals. Væri þá far- ið um Norðurdal í Breiðdal en ekki Suðurdal, þar sem nú ligg- ur þjóðvegurinn. Leiðin úr Norðurdal og Vatnsdal er styttri og vegarstæði langtum betra heldur en á Breiðdalsheiði. Um þetta skrifar bóndi í Breiðdal nú í janúar: „Hefðum við haft veg um Vatnsdal, gátum ,við fram að þessu verið í sam- bandi við Hérað, Norðfjörð og Seyðisfjörð, en það er nú eitt- hvað annað, því nær veglaust er orðið um Suðurdalinn eftir stór- rigningarnar í desember, og Breiðdalsheiði auðvitað ófær. Fram til þessa hafa hvorki 'þingmenn Sunnmýlinga né for- ráðamenn vegamála viljað hlusta á tillögur Breiðdæla, um veg um Vatnsdal, og er það illa farið. Ludvig Holberg. samkvæmisklæddir, og er þar sérstaklega átt við. karlmenn, að þeir verði klæddir smóking eða dökkum fötum. Leikfélagið gerir ekki kröfu til þess að kvenfóik mæti á síðum kjólum, heldur að- eins venjulegum kvöldkjólum. Æskulýðsleiðtogi kemur hingað ÆSKULÝÐSLEIÐTOGI Hjálp- ræðishersins í Noregi, brigader Wiggo Fiskaa, er væntanlegur með „Drottningunni“ í dag og verður þá haldin fagnaðar- samkoma fyrir hann í samkomu- sal Hjálpræðishersins. Brigader Wiggo Fiskaa er fyr- ir löngu þjóðkunnur í Noregi, bæði sem mikilhæfur ræðumað- ur og æskulýðsleiðtogi. Hann er formaður í Sunnudagaskólasam- bandi Noregs og einnig hefur hann látið til sín taka innan skátahreyfingarinnar. Brigaderinn hefur með sér kvikmynd frá starfi Hjálpræðis- hersins og verður hún sýnd á fimmtudag kl. 8,30. Fóik er hér með hvatt til að nota þetta ein- stæða tækifæri. Síðar mun hann ferðast um landið, en kemur aft- ur 24. þ. m. og talar þá á sam- komum æskulýðsvikunnar. — Deidarstjói inn, majór Hilmar Andresen aðstoðar ásamt for- ingjum og hermönnum. Seoul. — Kóreska landvarna- ráðuneytið hefir tilkynnt, að felldir hafi verið 50 skæruliðar kommúnista að undanförnu. 30 voru teknir höndum. Samkomudagur is 1954 verð- ur 9. okfóber RÍKISSTJÓRNIN flytur á Al- þingi frumvarp um að reglulegt Alþingi 1954 komi saman til fundar 9 október, hafi forseti ís- lands eigi tiltekið anngn sam- kornudag fyrr á árinu. I athugasemdum við lagafrum- varpið segir, að verði #kki annað ákveðið með lögum, eigi reglu- legt Alþingi að koma saman til fundar 15. febr. n.k. Sýnt er, að þingi því er nú situr, verður ekki lokið fyrir þann tíma, og ber því nauðsyn til að ákveða annan samkomudag. Er lagt til að það verði í síðasta lagi 9. okt. Frumvarpið kom til 1. um- ræðu í neðri deild í gær og var afgreitt til 2. umræðu. — Til- kynnti foiseti að hraða yrði mál- inu og afgreiðslu þess að verða lokið fyrir 15. febr. Arnaðaróskir fil hins ný kjörna’ biskups Islam HINUM nýja biskupi fslands, I herra Ásmundi Guðmundssyni ■ hafa borizt hamingjuóskir víða að í tilefni þess að hann tók við biskupsembættinu. Borizt hafa kveðjur frá ís- lendingum í Vesturheimi, frá Valdimar Eylands, forseta hins evangelisk-lútherska kirkjufélagi Islendinga í Vesturheimi og frá Philip Pétursson og Sambands kirkjufélaginu. Frá Kristian Schjelderup, bisk- up í Hamarsstifti í Noregi barst þessi kveðja: — Ég óska þér og kirkju íslands af öllu hjarta ham- ingju. Frá Karl Marthinnssen, biskup í Stafangri: — Ég bið Guð að blessa ríkulega biskupsstarf yðar í hinni gömlu, virðulegu kirkju íslands. Afhenli Slysavarnafélagi Islands 102.500 krénur SLYSAVARNADEILDIN Ingólfur hélt aðalfund sinn 7. þ. m. og var kosin stjórn og fulltrúar á næsta þing Slysavarnafélags ís- lands, en það verður haldið í aprílmánuði. Þessir menn voru kosnir í stjórn: Séra Óskar J. Þorláksson, Ársæll Jónasson, Jón Loftsson, Baldur Jónsson og Björn Pálsson. Einnig voru kosnir 10 fulltrúar á þing Slysavarnafélagsins: Óskar J. Þorláksson, Ársæll Jónasson, Jón Loftsson, Geir Ólafsson, Gunnar Friðriksson, Hallgrímur Jónsson, Jón G. Jónsson, Björn Br. Björnsson, Björn Pálsson og Baldur Jónsson. STÓRKOSTLEG FJÁRÖFLUN Á ÁRINU Fjáröflun deildarinnar á árinu gekk óvenjulega vel og afhenti Tvfmenningskeppni Bridgsfél. Hafnarfj. HAFNARFIRÐI — Önnur um- ferð í tvímenningskeppni Bridge- félagsins var spiluð s. 1. föstu- dagskvöld. — Eftir þá umferð er Einar Guðnason og Gunnlaugur Guðmundsson efstir með 12814 Reynir Eyjólfsson og Sævar Þórðarson 127 V2, Eysteinn Einars son og Jón Guðmundsson 11814, stig, Árni Þorvaldsson og Kári Þórðarson 11514. Pálmi Jónsson og Bjarni Marteinsson 11514. Þriðja umferð var spiluð í gær kvöldi, en alls verða spilaðar 5 umferðir. — 20 pör taka þátt í keppninni. •—G. deildin síðastliðið ár Slysavarna- félagi íslands kr. 102.500, en það er stærsta fjárupphæð, sem nokkur deild hefur afhent Slysa- varnafélaginu á einu ári. FJÖLDI NÝRRA MEÐLIMA Fjöldi nýrra meðlima gekk í félagið á fundinum, þar á meðal allir aðalmenn flugbjörgunar- sveitarinnar. Aðalfundur Ingólfs bar sérstakar þakkir til björgun- arsveita deildarinnar í sambandi við leit að amerísku fiugvélinni, sem fórst á Mýrdalsjökli og við björgun skipverja úr sænska skipinu Hanön, sem stradnaði við Engey. Nýir skemmti- kraítar á kvöld- skemmtun í KVÖLD miðvikudags- kvöld munu sjö nýir skemmti- kraftar koína fram á skemmtun, sem Ráðningarskrifstofa skemmti krafta efnir til í Austurbæjarbíói. Kraftar þessir hafa allir æft und- anfarnar vikur undir leiðsögn skrifstofunnar og skiptist þar á söngur og hljóðfæraleikur, enn- fremur töfrabrögð og gamanleik- ur. Frá kirkjumálaráðuneyfinw norska: — Ég vil senda yður- hjartaniega kveðju og árnaðar- óskir í tilefni þess, að þér hafiðl verið kosinn biskup íslands. ÞaSS er vissulega ábyrgðarmikið og vandasamt starf. Ég óska yður styrks og fagnaðar í starfinu og læt í ljósi þá von, að vér mégura. á komandi timum gera ráð fýrir áframhaldandi þátttöku yðar 1t hinu norræna samstarfi. Frá stjórn kirknasambantla» Norðurlanda: — Guð blessi bisk— up íslands hinn nýja pg öll stöiP hans. Frá Geoffrey Fisher, erkibisk- up af Kantaraborg: — Eftir a«T hafa fengið vitneskju um kosn— ingu yðar sem biskup íslands, sendi ég yður hamingjuóskir og" bæn um að Drottinn blessi yður- í starfi og leiði yður í þessu ábyrgðarmikla starfi. Heimsókrw hins síðasta látna biskups íslanda. á kirkjuráðstefnuna i Lambeth. 1948 var mér persónulega ánægjæ og hvatning til annarra kirkju- höfðingja i ósk þeirra fyrir ein- ingu kristindómsins og gagn- kvæmum skilningi. Ég vona a<^ sambandið miili kirkna okkar, sem hefur' styrkzt fyrir samtöL guðfræðinga okkar síðar, eigi enik eftir að eflast. Úr bréfi frá Þýzkalandsnefmfc Alþjóðasambands Lútherstrúar— manna: — Lútherski söfnuðurinu* í móðurlandi siðbótarinnar styrk- ir yður með bænum sínum og óskar þess að þér getið innt starff1 yðar af höndum með vizku, hug- rekki og fögnuði til blessunar hinni íslenzku þjóð og hinni lút— hersku kirkju hennar. Megi yður- veitast öryggi og kraftur Guðs at%- vinna þetta ábyrgðarmikla starfþ einnig þegar á móti blæs í bisk- upsembættinu. Postuiinn PáU, ritar svo til Tímóteusar læri- sveins síns, sem varð eftirmaðtir* hans: „Ekki gaf Guð oss anda. hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.“ — MegL þessi orð fylgja yður, unz þér getið sagt með postulanum: „Ég* hef barizt góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitte. trúna. Og nú er mér geymdur* sveigur réttlætisins.“ Yerfíð á Bílduda! er hafm Iveir bátar vertSa gerðir úf BÍLDUDAL, 8. febr. — Vertíð er að hefjast hér á morgun og munu tveir bátar gera út héðan. Eru það bátarnir Jörundur Bjarnason og Sigurður Stefánsson, sem báðir eru 22 smálestir. Bátarnir munu fiska í salt fyrir Fiskiver. Happdræfli Húsbyggingasjóðs SVFR Útdráttur hjá borgarfógeta 5_ febr. 1954. 1) 1510 — 2) 1307 — 3) 63 — 4) 1642 — 5) 1146 — 6) 1259 — 7) 94 — 8) 746 — 9) 1421 — 10) 344 — 11) 1760 — 12) 734 — 13) 401 — 14) 226 — 15) 1108 — 16) 668 — 17) 882 — 18) 648 — 19) 189 — 20) 948 — 21) 1933 — 22) 1903 — 23) 680 — 24) 1830 — 25) 1814 — 26) 669 — 27) 1574 — 28) 1027 — 29) 423 — 30) 893 — 31) 596 — 32) 222 — 33) 1201 - 34) 1488 — 35) 443 — 36) 974 — 37) 1619 — 38) 645 — 39) 65 — 40) 1625 (Birt án ábyrgðar). Bjargaði réð- Fremur lítið hefur verið um atvinnu á Bíldudal í vetur. Rækjuveiðinni var hætt í miðj- an desember, þrátt fyrir góðan afla, vegna markaðserfiðleika, en er nú hafin aftur og er rækjan nú unnin til niðursuðu. Rækjan veiðist miklum mun ver en í haust. Fjórtán Bílddælingar hafa stundað vinnu á Patreksfjarðar- togurunum í vetur. Frystihús Bíldudals hefur ekki verið starf- andi vegna breytinga, sem er ver- ið að gera á því og mun ekki taka til starfa fyrr en eftir miðj- an vetur. ÞORRABLÓT SLYSAVARNAFÉLAGSINS Slysavarnardeildin „Sæbjörg“, sem er karladeild slysavarnafé- lagsins á Bíldudal, efndi til þorra- blóts nú fyrir nokkru.,Hefur sá siður legið niðri í nokkur ár á Bíldudal, en er nú ákveðið að taka hann upp aftur. Samkoman var geysifjölmenn og fór hið bezta fram. — Páll. Ennfremur mun koma fram á skemmtun þessari negrasöngvar- inn og tenór-saxófónleikarinn A1 Timothy, en hann er kunnur brezkur jazzleikari og hefur kom ið fram með öllum kunnustu jazzhljómsveitum Englands m. a. þeim Leslie Hutchinson og Cab Kaye, sem báðir hafa komið fram hér á landi við m :■?i dir. Mun Timothy k< o -n með aðstoð íslenzkrar hliómsveitar á skemmtun þessari. I raði er að hann komi fram á öðrum stöðum á landinu. MADRID, 5. febr. — VerjandL stjórnleysingjanna 17, sem nú eru. fyrir herrétti í Madrid, sagði fyr- ir rétti í dag, að einn sakborn- inga hefði á dögum borgarastyrj- aldarinnar borgið lífi eins af ráð- herrum Frankós, þeirra er nú. útja í stjórn. Yfirleitt væri þetta fólk hugsjónafólk viðs fjarri því að vilja beita ofbeldi. í hópi stjórnleysingjanna eru. tvær konur. Er hópurinn sak— j aður um að hafa haft uppreist- j aráætlanir á prjónunum og a5 1 hafa haft ólöglegan áróður t J frammi. — í seinustu fréttum. hermir, að sakborningar hafL verið dæmdir í 1—15 ára fang- elsi. — Reuter. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.