Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. febrúar 1954 Miðjarðarhafsferð m.s. „GULLFOSS" Með því, að enn hafa eigi nægilega margir af þeim, sem spurst hafa fyrir um Miðjarð- arhafsferð m. s. „Gullfoss“, ákveðið endan- lega þátttöku sína í ferðinni, er þess óskað að þeir, sem ætla sér að fara, gjöri fastar pantanir á fari fyrir hádegi næstkomandi laugardag 13. þ. m. Verðí tala farþega þá eigi nægileg að dómi félagsins, má búast við að ferðin falli niður. ! ÚTSVÖR 1954 Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir ákveðið skv. venju að innheimta fyrirfram upp í útsvör 1954, sem svarar helmingi útsvars hvers gjaldanda 1953, og hafa verið sendir giald- seðlar samkv. því. Fyrirframgreiðsluna ber að greiða með 4 afborgunum og eru gjalddagar 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, sem næst 12%% af útsvari 1953 hverju sinni, þó svo að greiðsl- ur standi jafnan á heilurn eða hálfum tug króna. Reykjavík, 9. febrúar 1954. Borgarritarinn. JJimóLipci^éicicj J^áictnclá FarþegadeiBd — Sími 82460 S<S<»'CS<SKS<S<S<S c SATT flytur í uý-útkomuu hefti sex sanfiar frásagnir Úr sögunni: „DAUÐS MANNS BEIN VIÐ BLÖNDUÓS“ Árið 1802 gekk í garð með miklum harðindum. Hafís lagðist snemma að landi og hvarf ekki á brott fyrr en undir höfuðdag. Fórust þá allmörg íslandsför, sum við land, sum í hafi. Um miðj- an ágúst var íslaust orðið á Skagafirði og Húnaflóa. Þetta sum- ar kom aðeins eitt skip til Skagastrandar. Það hét „Hákarlinn“ og átti það danskur kaupmaður, Kristján Gynther Scram, á Blönduósi. Skipið hafði að mestu verið affermt 1 Höfðakaup- stað, en sleit þar upp á höfninni og hraktist særokið fyrir vind- um og veðrum. Þetta var nálægt veturnóttum. Skipið var vist- þrota, án elds og vatns. Stýrði skipstjóri þá að landi nálægt Hjaltabakka í Húnavatnssýslu. Þrír skipverja voru sendir í land til að sækja eld og vatn og leiðsögumann, er gæti komið skip- inu í rétta höfn. Það var sunnudaginn 18. október, árdegis, er þeir tóku land. En þá umhverfðist sjór með brimi og norðaust- anfárviðri. Var þá varpað akkerum á Hákarlinum, en hann bar inneftir undan hríðinni og hvarf í dimmuna. Mánudaginn 19. október máttu menn úr landi sjá Hákarlinn, hvar hann hafði krakað niðri á Hjaltabakkasandi. Skipherrann var úppi í reiða og veifaði hatti sínum, en ekki var þá annað skipverja eftir á skútunni en hann og kokkurinn, sem var sjúkur. Að kvöldi sama dags bar skipið upp í sandinn, en um morguninn næsta, þriðjudaginn 20. október, máttu menn ganga út í það úr landi þurrum fótum. Þar var köld aðkoma. Kokkurinn lá dauður undir kistum tveim í káetunni, og var þar ekki annað manna. Uppi á sand- inum stóð tóm tunna, en brennivínsflaska ofan á tunnunni. Skammt þar frá lá skipshundurínn og ýlfraði ámátlega. Ein stígvél blóðblettótt lágu í sandinum og nokkurt smádót ann- að. Þar sáust einnig nokkur mannaspor. En skipstjórinn? Hann var horfinn. Hafaldan suðaði við Hjaltabakkasand, en var hljóð um þann harmleik, sem gerzt hafði þessa íslenzku óveðursnótt, og liðu svo stundir fram.......... Um frásÖgnina: „RÉTTVÍSIN GEGN LÁRU ÚARR“ i i Réjttarfræðingar halda því fram, að hinn heims- frægi lögfræðingur Leibo witz hafi hvergi náð hærra en í vörn sinni fyr- ir Láru Parr. Málið er næsta íhugunarvert, ekki aðeins sem merkileg rétt- arfarsleg heimild, heldur sem mannleg og örlaga- þung harmsaga, sem vel hefði mátt vcrða uppi- staðan í forngrískum sorg arleik. Það er álit manna, að aldrei hafi yndislegri kona verið sökuð um morð fyrir bandarískum dóm- stóli. SATT bemur út mdnaðarlega og kostar kr. 9,50 TILKTNMING um bótagreiðslur almannatrygginganna Bótagreiðslur almannatrygginganna í febrúar fara fram frá og með miðvikudeginum 10. febrúar. Bæturnar verða greiddar frá kl. 9,30—3 (Opið milli kl. 12—1), nema laugardaga frá kl. 9,30—12, í húsnæði Tryggingastofnunar ríkisins að Laugavegi 114, fyrstu hæð (horn Laugavegs og Snorrabrautar), og verða inntar af hendi sem hér segir: ELLILÍFE YRIR: Miðvikudag 10. og fimmtudag 11. ÖRORKULÍFEYRIR OG ÖRORKUSTYRKIR: Föstudag 12. og laugardag 13. BARNALÍFEYRIR: Mánudag 15. og þriðjudag 16. F JÖLSKYLDUBÆTUR: fyrir 4 börn eða fleiri í fjölskyldu: Miðvikudag 17. Frá og með 18. verða greiddar þær bætur, sem ekki hefir verið vitjað á þeim tíma, sem að framan segir, einnig aðrar tegundir bóta er ekki hafa verið taldar áður. Fyrsta greiðsla fjölskyldubóta fyrir 2 eða 3 börn í fjölskyldu fer fram í marz fyrir tímabilið janúar—marz og verður auglýst áður en greiðslur hefjast. ^Jnj^in^-aótofnun nhiáinó Laugavegi 114. Útborganir kl. 9,30—3 — Opið kl. 12—1 ILLEY. &<5<»<s<s<s<Sr^<s<s<s^s<aKS<»<s<s<s<s<s<s*s<a<s<SKS<a*s<s<s<s><s<s<s<s>'S<s><s<»><3í>B*s<arsso^s<s<s<s X 246 Tilley stormlugt. Sterkari Betri Ódýrari Spyrjið um þær hjá kaupmanni yðar. / Agenten r MB0HNS . K0BENHAVN T.L. 106 Tilley Borðlampi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.