Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. febrúar 1954 MORGVNBLAÐIÐ 9 ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN ... VÖRÐUR, F.U.S. Á AKUREYRI, 25 ÁRA Saga Varðar er saga frjálshuga og þróttmikillar æslai Þættir úr söfu Vorönr Effir Vigsi 6uÖmuRdssonr formann félagsins Núverandi stjórn „Varðar“. — Fremri röð frá vinstri: Páll Axels- son, Jóhanna Pálsdóttir ritari, Vignir Guðmundsson formaður, Árni Bjarman, Sigurður Jónasson gjaldkeri, Magnús Björnsson varaform., Valdemar Jakobsson. Effir Gunnar G. Schram '„PERSÓNULEGT athafnafrelsi einstaklingsins sé varðveitt svo sem frekast má verða“. Þannig hljóðar grundvöllurinn að lögum „Varðar", félags ungra Sjálf- stæðismanna á Akureyri, sem um þessar mundir hefir starfað í aldarfjórðung. Á þessum grunni hafa fjölmennustu félagssamtök unga fólksins á Akureyri reist höll skoðana sinna á sviði ís- lenzkra þjóðmála. Á þessari gnmdvallar mannréttindakröfu, og henni einni, hyggst það byggja sitt andlega og veraldlega líf. Það þarf engan að undra þótt æska þessarar þjóðar geri þessa frum- kröfu til þess að hægt sé að verða að manni. Þvi hvers erum vér megnugir, ef vér erum fjötrum vafðir? Saga þjóðarinnar um aldaraðir er líka sorglegt dæmi um þá eymd og það einskis nýta lif, sem hlekkjaðir þrælar verða að lifa. Og spurði ekki listaskáld- ið góða: „Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin bezt?“ Var ekki von að hann spyrði. Hvar er hægt að finna frægð og manndáð, ef frelsinu er glatað? Það furðar því engan, þótt viðsýnasta æskufólk tuttug- ustu aldarinnar velji sér frelsið að kjörorði. J»AR VAR VEGIZT — OG LAUSN FUNDIN Mér hefir ávallt fundizt, að höfuð einkenni ungra Sjálfstæð- ismanna væri djarfur málflutn- ingur og trúin á mátt sinn og megin. Enn órækari sannanir hlaut ég fyrir þessu við lestuf gjörðabóka þessa félags okkar. Hugmyndaauðgin, þrótturinn og lifsgleðin lýsir þar af hverri síðu. Það er langt frá því, að þessir fáu, ungu menn, er fyrir tuttugu <og fimm árum mæltu sér mót í Verzlunarmannahúsinu hér í bæn um, væru allir sammála um ein- staka menn og málefni. Þeir deildu fast, báru fram vítur og vantraust hver á annan, háðu einvígi og fjöldaorrustur og oft hafa orðsins brandar verið beitt- ir og þeim bæði hart og títt brugðið En að lokinni fjörugri sennu fundu þeir ávallt leið, er þeir flestir, eða allir gátu hugsað sér að ganga. Og líkt og í Val- höll forðum, voru sárin gróin að ikveldi, er þeir sáttir yíirgáfu orrustuvöllinn. Segja má að Vaðarfélagar létu sér ekkert mál óviðkomandi. Þeir ræddu um frjálsa verzlun, þingræði og þjóðskipulag, verk- föll, vinnudóma, þegnskyldu- vinnu, þjóðnýtingu, jafnaðar- stefnu, sambandslögin, stjórn- leysi, kjördæmaskipun, fátækra- löggjöf og margt fleira. Sá hátt- ur var hafður á, að í lok hvers fundar var skipuð málefnanefnd, og skyldu nefndarmenn, einn eða fleiri, hafa framsögu um einhver mál, er þeir vildu að fundirnir tækju til meðferðar. Virðíst þetta hafa gefizt vel, og er þess oft getið, að þessi eða hinn hafi flutt snjallt erindi um eitt eða annað málefni. FÉLAGSMÁL OG ÞJÓÐMÁL Fyrst í stað virðist félagslífið snúast svo sem eingöngu um þjóð jmál og önnur mál alvarlegs efn- is. Virðist starfið hafa verið fjöl- þætt og staðið með hinum mesta blóma. Strax á fyrsta ári var samþykkt að gefa út blað á veg- um félagsins og voru kjörnir þrír ritstjórar þess, þeir Eiður Thor- arensen, Tómas Steingrímsson og Þorsteinn Sigvaldason. Ekki fylg- ir sögunni, hvort blaðið hafi ver- ið gefið tit í mörgum eintökum, en víða má sjá, að fundirnir hafa endað á því að „Gellir" var les- inn upp, en auk þessa nafns, er blaðið endanlega hlaut var stung- ið upp á nöfnunum „Gleiðgosi" og „Flautaþyrill", og má af þessu ráða, að fleira hefir blaðið inni- haldið en málefni alvarlegs efnis. Loks, þegar komið er fram í maí, og búizt er við að fundum fari nú að fækka í félaginu og að þessu fyrsta starfsári þess væri að ljúka, ber einn félags- manna upp þá snjöllu tillögu, að í lokin skuli efnt til gleðikvölds. Þótt tillagan væri samþykkt, hlaut hún samt tvö mótatkvæði, en samt var nú kosin skemmti- nefnd og skyldi hún skila áliti á næsta fundi. Og álitið kom. Ekki leit nú vel út með skemmtunina. Dýr mundi gleðin verða, þegar smurt brauð og öl átti að kosta 3 kr. á mann. Eítir miklar og harðar umræður var þó sam- þykkt að halda gleðikvöldið h. 25. maí og skyldi það hefjast með borðhaldi og síðan átti að dansa. Þannig hiaut fyrsta skemmtun „Varðar" farsælar lyktir. MÓTMÆLI Stofnfélagar í „Verði“ voru 15 talsins og fyrstu stjórnina skip- uðu þeir Árni Sigurðsson, for- maður, Jón Sólnes, gjaldkeri, og Vigfús Einarsson, ritari. En „Verði“ var áskapað að vaxa, þroskast og dafna. Brátt fjölgaði félögunum og ekki leið á löngu þangað til skólapiltar tóku að ganga í félagið. Strax á öðru ári munu þeir hafa verið orðnir fjöl- mennir í félaginu. Svo er að sjá sem árið 1930 hafi ríkisstjórnin gefið út skólareglugerð, er að einhverju leyti fyrirmunaði nem- endum að skipta sér af stjórnmál- um. Var borin upp tillaga um að víta stjórnina opinberlega fyrir að bjóða ungum og upprennandi menntamönnum þjóðarinnar slíka reglugerð, sem hefti skoð- ana- og ritfrelsi þeirra. Tillagan mun þó ekki hafa náð fram að ganga, og munu skólapiltar hafa ráðið mestu um það. Er svo að sjá sem þetta hafi dregið eitt- hvað úr afskiptum þeirra af fé- lagsmálum fyrst í stað. En þetta virðist þó aftur hafa lagazt og brátt eru skólanemendur enn orðnir starfandi félagar, enda hefir „Vörður“ jafnan sótt marga sína ötulustu félaga inn í raðir skólaæsku þessa bæjar og er svo enn í dag. Árin líða. Starfsemi félagsins er mismunandi mikil frá ári til árs. Stjórnir eru kosnar nýjar, en hinar gömlu leggja niðu störf. Gamla sagan endurtekur sig, sem við könnumst svo vel við. Starf- semin glæðist og starfskröftunum fjölgar fyrir hverjar kosningar. Nýir forustumenn koma til skjal- anna. Félagið tekur þátt í stofn- un Sambands ungra Sjálfstæðis- manna á Þingvöllum árið 1930. Félagið samþykkir áskorun til þingmanna Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að kosninga lögunum verði breytt og að ald- urstakmark til kjörgengis verði lækkað og að framfærslustyrkur varði ekki missi kosningaréttar. Er það mikið þakkað harðfylgi ungra Sjálfstæðismanna að breyt ingar þessar fengu farsælan endi. Félagið heldur útbreiðslufundi og og stofnsetur lesstofu. Af stofn- setningu lesstofunnar má siá, hve umhugað félagið hefir látið sér um menningarmál, en við borð hefir legið að lesstofa þessi riði fjárhag félagsins að fullu. Saga „Varðar“ geymir líka sína sorglegu viðburði. Með fárra ára millibili missir félagið tvo af for- mönnum sínum, er báðir féllu frá i blóma lífsins. Voru það þeir Alfreð Jónsson, tollvörður og Jónas Jensson, símritari. Voru þeir báðir hinir færustu og ötul- ustu formenn og dafnaði félagið og blómgaðist í formannstíð þeirra. BLÓMIÆGT FÉLAGSLÍF Svo er að sjá, sem úr starf- semi félagsins dragi nokkuð eftir árið 1942 og sé svo allt fram í ársbyrjun 1945. Þá færist aftur fjör í félagslífið og síðan hefir það staðið með blóma. Snemma tók félagið að hafa samband við önnur félög ungra Sjálfstæðismanna. Að sjálfsögðu átti það ávallt fulltrúa á sam- bandsþingum félaganna, en auk þess heimsóttu það félagar úr Heimdalli í Reykjavík, sem stofn- sett hafði verið tveimur árúm áður en „Vörður" var stofnaður hér. Þetta glæddi og örfaði fé- lagslífið, auk þess_ að fræða og þroska félagana. Á síðari árum hafa allmörg stjórnmálanámskeið verið haldin á vegum félagsins og, hafa þau undantekningarlaust verið fjölsótt og vel heppnuð. Framh. á bls. 11. TUTTUGU og fímm ár eru ekki ýkja langiJi timi af mannsævinni. Þegar um félag er hins vegar að ræða, horfir málið öðruvísi við, því þeim verður oft harla skammra Jifdaga auðið, þótt markið sé hiiit reist í byrjun og stórhugur isaikill á stofnfundun- um. Þau naunu ekki vera mörg stjórnmálaíéJhgjn úti á lands- byggðinni, sexn. eiga nokkurra áratuga starfsaldur að baki sér, enda er það ekki furða, þar sem enginn þeirra stjórnmálaflokka, sem nú starfa í landinu hafði séð dagsins Ijós.fyrr en á heimsstyrj- aldarárunum fyrri, en aðrir komu miklu seinna til sögunnar. Það má því til nokkurra tíð- inda teljast, að „Vörður" félag ungra Sjálfstæðismanna hér í bæ (Akureyri) skuli nú hafa starfað óslitið í hálfan þriðja áratug. Þótt Islendinga skorti margt fremur en eldheitan stjórnmála- áhuga hefur það jafnan reynzt erfiðleikum bundið að halda uppi skipulagðri stjórnmálastarfsemi innan vébanda flokkanna, eink- um utan höfuðborgarinnar. Ald- arfjórðungsafmæli „Varðar“ er því allmerkur áfangi í sögu Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi og jafnframt í starfssögu Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem stofnað var ári síðar en „Vörður". „Vörður“ er stærsta félagið inn- an sambandsins, að undanskild- um F.U.S. Heimdalli í Reykjavík, og hefur jafnan veitt því fullan og óskoraðan stuðning í starf- semi þess og baráttu. VÍGI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Allt frá stofnun hefur „Vörð- ur“ og verið langstærsta stjórn- málafélagið hér í bæ og eru nú félagsmenn hátt á þriðja hundr- aðið. E'élagið hefur jafnan unnið ötullega að framgangi allra stefnumála ungra Sjálfstæðis- manna meðal akureyrskrar æsku og átt hvað drýgstan þátt í þeim sigrum, sem flokkurinn hefur unnið á seinni árum hér í bæ. Þess er að vænta, að á næstu árum muni félagið enn herða sóknina fyrir stefnumálum sín- um og berjast drengilega og djarflega fyrir öllu því, er til heilla og framfara horfir í þjóð- og bæjarmálum. ★ Einna gleggst má kynnast starfssögu „Varðar“ undanfarin tuttugu og fimm ár, þegar blaðað er í gegnum gamla árganga af íálendingi. Þar gefur öðru hvoru á að líta fréttir af félagsstarf- seminni og greinar um þau höf- uðmál, sem Varðarfélagar hafa beitt sér fyrir á liðnum árum. Félagið er stofnag 10. febrúar 1929. Hinn 15. febrúar birtist- eftirfarandi fréttaklausa me'ð’ smáu letri í bæjarfréttum ís- lendings: „VÖRÐUR Iieitir féiag, cv nokkrir ungir Ihaldsmenn hafa> stofnað hér í bænum og á aðb gefa sig að landsmálum. í stjörtv þess eru: Árni Sigurðsson, verzl- unarmaður, formaður, Vigfús' Einarsson, bankaritari, skrifari og Jón Sólnes, bankaritari, gjald- keri. — Næsti fundur félagsins verður haldinn á sunnudaginn- kemur kl. 3XA í Verzlunarmanna- félagshúsinu.“ Þetta er fyrsta fréttin, senv birtist um starfsemi „Varðar‘‘, en þeim átti eftir að fjölga ört á næstu árum. Starfsemi félags- ins varð brátt með miklum blóma, fundir voru tíðir og marg- vísleg mál tekin til umræðu. FJÖLBREYTT FÉLAGSLÍF í íslendingi 10. febrúar 1935, á tíu ára afmælinu, er eftirfar- andi frásögn af upphafi félagsins: „Félagslíf Varðar stóð með miklum blóma fyrsta árið. Haldn ir voru 8 fundir á tímabilinu 10. febrúar til 1. júní, að stofnfund- inum meðtöldum, en alls urðu fundirnir 15 að tölu fyrsta starfs- árið. Ymis merkileg mál voru flutt og rædd á fundum þessum: Fá- tækralöggjöfin, Kjördæmaskip- unin, Jafnaðarstefnari, Sambands lögin, Stjórnleysi (Anarkismi), Verkföll, Vinnudómar, Þegn- skylduvinna, Þingræði og Þjóð- skipulag, Þjóðnýting. Ber funda- fjöldinn og hin mörgu mál, er koma þar til umræðu vott' um óvenju vel vakandi félagsskap.“ í lögum félagsins er tilgangi þess lýst á þessa lund: „Vinna skal að því, að per- sónulegt athafnáfrelsi einstakl- ingsins sé varðveitt, svo sem frek ast má verða í allri löggjöf, — að frjáls viðskipti ríki á öllum sviðum og þing og stjóm styðji að aukinni framleiðslu og bættri verzlun á grundvelli frjálsra viðskipta, — og sporna við þvi, að löggjafarvaldið veiti ríkinu, félögum eða einstaklingum sér- réttindi til verzlunarreksturs eða í öðrum atvinnugreinum.“ Stofnendur félagsins voru 15 talsins en á öðrum fundinum gengu 8 nýir félagar inn. ★ Árið 1930 opnar félagið les- stofu og tekur Sama ár þátt í stofnun S. U. S. á Þingvöllum. í ársbyrjun 1931 heldur félagið síðan fyrsta útbreiðslufund sinn. Björn Líndal þáverandi þingmað ur Akureyrarkaupstaðar flutti þar erindi og formaður félagsins, Frh. á bls. 11. Stjórnmálanámskeið „Varðar“ 1950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.