Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 12
MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. febrúar 1954 12 — Kvikmyndir Framh. af bls. 11. GAMLA BÍÓ: hafa tekizt afburðavel og leik- sviðin eru hvert öðru glæsilegri og stórfenglegri og er bruninn mikli í Rómaborg þar hámarkið. — Myndin er og að miklu leyti tekin á frægustu sögustöðum Rómaborgar og eykur það ekki lítið gildi hennar. Hlutverkin í mynd þessari eru afar mörg, og er hér ekki hægt að gera grein fyrir öðrum en þeim stærstu, en þau eru: Nero keisari, er Peter Ustinov leikur, Poppea keisarafrú leikin af Patriciu Loffan, Petronius leikinn af Leo Genn, Marcus Vinicius er Robert Taylor leikur og unnusta hans, Lygia leikin af Deborah Kerr. 'Allt eru þetta mikil hlut- verk og vandasöm, en ágætlega með þau farið. Þó ber þar af frábær leikur Peters Ustinovs. Öll svipbrigði hans og hreyfingar svo og andlitsgerfi sýna á svo augljósan og sannfærandi hátt hirm nautnasjúka og veiklynda en jafnframt grimma keisara, að það vekur í senn furðu og aðdá- un. Robert Taylor fer einnig ágætlega með hlutverk Vinicius herforingja. Hann er glæsilegur og karlmannlegur, en jafnframt góðmannlegur og mildur. Poppea er kaldlynd og miskunnarlaus í meðferð Patriciu Loffan en Deborah Kerr tekst ágætlega að sýna einlægni og trúfesti hinnar fíngerðu og hjartaprúðu Lygiu. Þá er og prýðilegur leikur Leos Genn í hlutverki Petroniusar hins rólynda og raunsæa ráðunauts og siðameistara keisarans, er kýs dauðann, fremur en að þjóna lengur hinum vitfirrta og grimm- úðuga móðurmorðingja. — Þá er og ágætur leikur þeirra Finley Currie og Abraham Sofaer í hlut- verkum Péturs og Páls postula svo og Buddy Beer, er leikur Urs- us og Marina eBrti er fer með hlutverk Evnike ambáttar Petron iusar. — Þessa stórfenglegu mynd ættu sem flestir að sjá. Hún er lær- dómsrík og gefur að ég hygg nokkra hugmynd um Rómaborg og lífið þar á þessum tímum. Ego. - Afmæli Framh. af bls. 10. afsaka, ef ég gleymi einhverjum sæmdum, sem hann hefir hlotið. Lárus kvæntist íimmtugur að aldri Birnu Björnsdóttur bónda í Fremri-Svartárdal í Skagafirði Björnssonar, en missti hana eftir mjög stutta sambúð, en samfarir þeirra höfðu verið inar ástúðleg- ustu. Er einkadóttir þeirra frú Birna, búsett hér í bænum. Nokkur síðustu árin hefir Lárus verið búsettur í Reykjavík, en hugurinn er allur fyrir norð- an fjöllin, því að Akureyri er hans bær. — Guðs blessun fylgi þér, gamli vinur, þessa heims ög annars! B. T. — Deilan F'.'iimh. af b?s. 2. milli hafna í leit að mönnum og þess eru þegar dæmi, að veru- legur hluti skipshafnar hefur gengið af skipum utan heima- hafnar. Skipin hafa svo á eftir verið óstarfhæf vegna mannaleysis. Þess skal einnig getið að togarinn Úranus var með allra hæstu skipum síðari hluta ársins 1953, en síðan um áramót hefur skipið lítið fiskað vegna mannaleysis. í símskeyti í gær tilkynnir skipstjórinn, að hann sé fisklaus eftir fullan úthalds- tíma. Af þessu, svo og því að nú þegar eru skip lögzt vegna mannaleysis og fleiri munu á eft- ir koma, er það ljóst, að þetta mál þarf skjótrar lausnar við, enda treystum við hinu háa ráðu- neyti til að leysa málið á sem allra skjótastan hátt. Orðsending frá Sjálfstæðishúsinu: Höfum opnað aftur i síðdegiskaffinu Sjálfstæðishúsið Almennur iðnaðarmannafundur, sem boðaður hefir verið í blöðum og útvarpi, verður haldinn í Austurbæjarbíó í Reykjavík laugardaginn 13. þ. m. kl. 1,30 e h. FUNDAREFNI: Aðstaða iðnaðarmanna til Iðnaðarmálastofnunar Islands. FRUMMÆLENDUR: Björgvin Frederiksen, forseti Landssambands Iðnaðarmanna og Oskar Hallgrímsson formaður Iðnsveinaráðs ASÍ. Allir iðnaðarmenn velkomnir. Jdandááamiand dnaÍc Ji armanna 'nái/einara i^.S.J CQREX Einangrunarkorkur, fyrirliggjandi. Ofafctr (jiófaóon (Jo. L.^. Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370 Þórscafé DANSLEIKUB að Þórscafé í kvöld kl. 9. Björn R. Einarsson og hljómsvcit. Sigrún Jónsdóttir syngur. Aðgöngumiðar seldir frá kl 5—7, STÚDENTAFÉLAG REYKJAVIKUR verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu sprengidagskvöld, 2. marz n. k., ef næg þátttaka fæst. Áskriftarlistar liggja frammi á Gamla Garði og hjá Eymundsen til fimmtudags 18. febrúar ■ Áríðandi er að félagið fái sem fyrst vitneskju | um þátttöku. : Verð aðgöngumiða kr. 25.00. : STJÓRNIN Vörubifreið til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu Studebaker (smíða- ár 1947), mjög lítið keyrð. Bifeiðin er með vélsturtum, á nýjum dekkjum, með tvískiptu drifi, háum skjólborð- um og vel útlítandi. — Uppýsingar í síma 80037 frá kl. 1—8 í dag og næstu daga. Bosch Vatnsmiðstöðvar i bíla 6 og 12 volta fyrirliggjandi. JÓN LOFTSSON H.F. Hringbraut 121. Bifreiðastjórar Getum bætt við nokkrum bifreiðastjórum. Ennfremur nokkrum til að leysa af í fríum á kvöld- in og um heigar. BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS M A R E fi S Kítlr Ed Dodd —5 ---* í ■ --------•>- -- - - ■» W.íAD-M J :>IE r.HOLU IDWM ALSE.ADy j| DAYA \ KNOWS YOUKe BUCKINS ME. J MSAN3 ) VAH HOKÍ-I OM THAT GILLA.V' 1 PLACE. AND I CAH*r AFH.:C * ( TO .VvAKE Hl h\ /Y--rw.VOU - ^ he OfttiS 7rí;-: 1) — Sjáðu til, þessi kvikmynd verður ^ramúrskarandi og við ætlum að selja hana. 2) — En við höfum ekki nóga peninga núna til að kaupa film- una. Ef þú treystir okkur, villtu þá lána okkur fyrir filmum og við borgum þér seinna með góð- um vöxtum. 3) — Því miður, góði minn. Filmur eru dýrar og þar rö' auki er ég búinn að heyra allt um ykkar ráðabrugg. — Hvað áttu við? 4) — Allu bærinn veit það að þið þykist ætla að bjóða van Horn byrginn og ekki fer ég að hjálpa ykkur, því að sjáið þið til. Það er va'n Horn sjálfur sem á þessa ljósmyndaverzlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.