Morgunblaðið - 16.02.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1954, Blaðsíða 1
16 síður Æsilegur bardagi fyrir Búizt við nýjum straumi þýzkra stofudyrum Molotovs flottamunna vestur ú bóginn Svíi rrmeð barnsh]ar!a,r sló 5 aiþýðulögreglumenn í rot áður en hann var borinn ofurliði Kaupmannahöfn, 15. febr. UM SEINUSTU mánaðamót reyndi Albert Hilding Kinberg, sem er sænskur að þjóðerni og forstjóri að starfi, að ná fundi Molo- tovs, þar sem hann dvaldist í rússneska sendiráðinu í Berlín. Lík- lega hefir Albert ekki gert boð á undan sér eða ráðherrann a. m. k. ekki búizt við honum, því að hörðustu sviptingar tókust þegar með honum og varðmönnum Molotovs. riMM MEÐVITUNDARLAUSIR Virðist Svíinn hafa ærna krafta í kögglum, enda á bezta aldri, 37 ára gamall og raumur á vöxt. Er ekki að orðlengja það, en hann notaði allt, sem tiltækt var í þeirri orrahríð, sem nú tókst. Er í frásögur fært, að hæg- indastóll hafi flogið út um glugga og ýmis önnur húsgögn hafi ver- ið höfðu að vopni. A. m. k. 5 kempur úr alþýðulögreglu kommúnista lágu meðvitundar- lausar í valnum áður en yfir lauk, en við mikið ofurefli var að etja. Tylft lögreglumanna tókst loks að buga Svíann. Hann var fluttur í fangabúðir. ILLA ÚT LEIKINN Austur-þýzkur læknir, sem flýði vestur á bóginn fyrir nokkrum dögum, sá Albert snöggvast, þegar komið var með hann úr bardaganum. Segist hann aldrei hafa séð átakanlegri sjón. Föt hans öll voru í henglum og hann allur hræðilega útleikinn eftir þung barefli. KEFLAÐUR OG í JÁRNUM Sænskir stjórnfulltrúar í Ber- lín leggja nú allt kapp á að fá manninn lausan, ekki sízt svo að honum verði hjúkrað, en kunnugt er, að fyrst í stað var hann hafður í járnum og keflað- ur og er svo e. t. v. enn. Fullvíst þykir, að Svíi þessi verði sakaður um tilræði við Molotov, en þetta kvað þó vera mesti meinleysismaður, en um leið eldheitur hugsjónamaður og „með barnshjarta.“ Mun erindi hans við ráðherrann hafa verið að fá hann til að sýna sanngirni á Berlínarfundinum. Hefir hann ætlað að hvetja hann til að láta af fjandskap við heimsfriðinn. — Einhverjir kynnu að ætla, að maður þessi hafi verið ölur, en svo var ekki að sögn læknis þess, er fyrr greinir. ------------------------ Beria f jarlægður með rakblaði STOKKHÓLMUR, 15. febr. — Áskrifendur að hinni sitóru rússnesku alfræðiorðabók, fengu nýlega senda undarlega orðsendingu frá stjórn orða- bókarinnar f Rússlandi, en slík orðsending er send öllum á- skr'fendum að orðabókinni. — Gerið svo vel að skera út, helzt með rakblaði blað- síðurnar 21, 22, 23 og 24, ásamt brjóstmyndinni, sem er á milli bls. 22 og 23 í kaflanum, sem hefur einkennisstafina BER. Hér fylgja með ný blöð til að líma inn í staðinn. Það kom í Ijós, þegar flett var upp í bókinni, að blaðsíð- urnar, sem að skera átti út, fjölluðu um „Hinn trygga lærisvein og nánasta samstarfs manna Stalins, Lavrentii Ber- ía. Á blaðsíðunum, sem komu inn í staðinn var mjög ýtarleg lýsing á Beringshafinu, ásamt myndum af því. Víðförlar agnir HEIDELBERG — Fundizt hafa geislavirkar agnir, sem stafa frá kjarnorkusprengingum vestur í Bandaríkjum, á tindi fjallsins Königstuhl við Heidelberg í Bíil með 2 mönnum hrapar 65 m í Giijareit — Búðir sluppu liiandi Fundi utanríkisráðherr- anna lýkur á fimmtudag Berlín, 15. febr. (Reuter-NTB) IDAG sátu þeir 22. fund sinn utanríkisráðherrar fjórveldanna. Stóð hann 4—5 stundir. Enn hefir enginn árahgur náðst á fundum fjórveldanna, og vonuðu menn þó í lengstu lög, að draga mundi til samkomulags, er friðarsamningar við Austurríki kæmu a dagskrá. Vetrarríki mikið í Danmörku KAUPMANNAHOFN 15. febr. — Vetur lagðist seint að í Dan mörku, en því þyngri varð hann, er á leið. Um helgina var snjókoma um mestan hluta landsins, og veðurfræð- angar spá þar frosti næstu sólarhringa. ís á siglingaleið- um er nú alvarlegur farar- tálmi. Allir ísbrjótar landsins eru önnum kafnir, jafnvel í Stóra belti og Eyrarsundi er leið ó- fær að kalla nema með aðstoð ísbrjóta. Margar eyjar lands- ins hafa einangrazt með öllu, sumar vikum saman, vegna ísa laga. Ilvergi virðist þó hallæri fyrir dyrum. Brýnustu nauð-1 synjar má alltjent flytja með vélflugum. Hópar manna una nú hag sínum betur en oft endra nær, íþróttamenn, sem. leita sér afþreyingar við skíða göngu og skautahlaup. ÞÓF í HÁLFA FIMMTU > STUND Á fundinum í dag var aðallega rætt um öryggismál álfunnar. Lenti í þófi, og snerist Molotov öndverður við öllum tillögum Vesturveldanna eins og hans er vandi. Bidault bað Molotov að svara því afdráttarlaust, hvort hann teldi Atlantshafssáttmálann ósam rýmanlegan tillögum sínum um öryggismál álfunnar. Molotov vékst undan að svara því beint. Molotov spurði ráðherra Vestr | urvelda, hvort þeir væru hlynnt- ir öryggi allrar álfunnar. Dulles varð fyrir svörum og sagði: „Við viljum öryggi alls heimsins." Þegar á fundinn leið, tóku ráð- herrar Vesturveldanna að þjarma ótæpilega að Rússanum. Sá hann þá sitt óvænna og bað, að fundi væri slitið. FIMMVELDARÁÐSTEFNA Fyrir hádegi í dag áttu ráð- herrarnir með sér fund fyrir luktum dyrum. Annar slíkur fundur verður haldinn á mið- vikudag. Fjalla fundir þessir um hugsanlega fimmveldaráðstefnu með aðild kínverskra kommún- ista. Utanríkisstefnu ráðherranna fjögurra lýkur á fimmtudag. Þangað til verður m. a. rætt um Þýzkalandsmál. Bílstjórinu varð að skilja við félaga siirn og sækja lijálp 8 km, leið ílla til reika AKUREYRI, 15. febr. ÞAÐ SLYS varð um kl. 8,30 í morgun vestur á Öxnadalsheiði, í hinum landskunna Giljareit, að vörubifreið rann út af vegin- um og' steyptist niður í Heiðarárgljúfur, en það er 65 metra fall, í beinni línu. Einn farþegi var í bílnum ásamt bílstjóranum. — Komust þeir báðir lífs af, en ílla til reika. Ofsarok var er slysið varð og er það talin meginorsök þess. Bíllinn er að sjálfsögðu stór- skemmdur, vörur og brak úr honum í allt að 150 m fjarlægð frá þeim stað, sem hann hafnaði á í árgljúfrinu. Kafað niður á nimlega fjögurra Ferðín tók fimm stundir París, 15. febrúar. SAGT ER, að Frökkum hafi tekizt að fara í málmkúlu niður á meira dýpi en dæmi eru til fyrr. Var tilraun þessi gerð undan ströndum Vestur-Afríku, í hafinu milli Dakar og Kapverde-eyja. Komst kúlan á meira en 4 km dýpi. EINN FARÞEGI — EITT TONN AF VÖRUM Kl. 7 í morgun fór vörubíllinn A-37, sem er með sex manna far- þegahúsi og er tjaldað yfir vöru- pallinn með segli, en hliðar palls- ins eru jafnháar húsinu, á leið til Reykjavíkur, með um 1 tonn af vörum og átti að sækja varn- ing suður. Bílnum ók Þór Árnason, en farþeginn var Stefán Jónsson, báðir ungir piltar héðan úr bæn- um. — Álitið er að bíllinn hafi verið kominn vestur í Giljareit á Öxnadalsheiði um kl. 8.30 í morg- un en færi er nú gott á vegum hér nyrðra. Hér á Akureyri var veður gott, en þegar vestar kom var á ofsa- rok. Má til dæmis nefna, að við lá, að stafn fyki úr gripahúsi á Fremri Kotum í Norðurárdal, að sögn bóndans þar. RANN AFTUR Á BAK ÚT AF VEGINUM Skammt vestan Reiðgils í Gilja- reit var talsverð svellbunga á veginum en ekki talinn hættu- leg yfirferðar. Þar fer billinn út af. sem fyrr segir. Er talið að hið ofsalega veður hafi feykt bílnum upp úr hjólförum, sem myndazt hafa upp á svellið, hann síðan runnið fram af vegbrún- inni, og hafi afturendinn verið á undan. Síðan hafi bíllinn enda- stungizt ofan í gljúfrið. Talið er eð þeir félagar, Þór og Stefán, hafi verið í bílnum alla leiðina niður, sem er 65 m frá vegar- brún. Framh. á bls 2. METI PICCARDS HNEKKT Hefir þannig verið hnekkt því meti, sem prófessorPiccard setti s. 1. sumar, er hann fór í djúp- kúlu sinni niður á 3150 m dýpi í Miðjarðarhafi. Prófessorinn átti líka einu sinni annað met, komst hann fyrir nokkrum árum hærra upp í himingeiminn en öðrum hafði þá tekizt. FIMM STUNDIR í KAFI Djúpkúla þeirra Frakkanna var um 10 smálestir og smíðuð að fyrirsögn Piccards. Áhöfn henn- ar var tveir liðsforingjar. Virtu þeim umhverfi í hafinu fyrir sér í sierkum ljósum. Það tók um fimm stundir frá því kafað var, unz aftur var komið upp á yfirborð. Þungt lóð var neðan í kúlunni. Rafsegull hélt því við botn henn- ar. Þegar lagt var af stað upp, var lóðinu sleppt. Talið er, að þrýstingur hafi verið 405 kg á hvern fersm kúlunnar, þegar hann var mestur. BREYTT VIÐHORF Rætt er nú mjög um, hver áhrif það muni hafa, að fundurinn hef- ir farið út um þúfur. Telja menn m. a., að flóttamannastraumur frá kommúnistum vestur á bóg- inn muni stórum aukast. En mjög dró úr honum eftir að til mála kom, að háð yrði fjórveldaráð- stefna um Þýzkalandsmál. Þá þykir hætt við, að von- leysi muni grípa almenning í Austur-Þýzkalandi, þar sem hann búist við margra ára áþján kommúnista, eftir að fundurinn ■hefir farið út um þúfur. Biðsf undan endurkosningu Árás uppreisiarmanna í Laos hrundið PARÍSARBORG, 15. febrúar. — Franska herstjórnin segir, að hrundig hafi verið áhlaupi upp- reistarmanna í Indó-Kína um 16 km. norðan Luang Prabang, höfuðborgar Laos. Tókst snarpur bardagi, og varð nokkurt mann- tjón á báða bóga. Meginherafli uppreistarmanna er tæpa 50 km. frá höfuðborginni. TAIPEH, 15. febr. — Miðstjórn kínverska þjóðernissinnaflokks- ins samþykkti í dag að tilnefna Sjan Kai-sék frambjóðanda við fousetakjör. Gerði miðstjórnin þessa samþykkt eftir að forset- inn hafði beðizt undan endurkosn ingu. Hins vegar kveðst hann fús til að taka við embætti forsætis- ráðherra. Víst er, að miðstjórnin leggur fast að honum að gefa kost á sér. Forsetakosningar verða háðar kringum 20. marz n.k. — Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.