Morgunblaðið - 16.02.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1954, Blaðsíða 11
Þriujudagur 16 febrúar 1954 MORGVNBLA9IÐ 11 Sexfug í dag: Frú Kristín Arnadóttir Ragnhildarstöðura í Flóa o í DAG á Kristín Árnadóttir hús- freyja að Ragnheiðarstöðum í Fióa sextugs afmæli. Ég get búist við því, eftir því sem ég þekki Kristínu, að henni finnist á því lítil þörf að mannst sé á þessum vettvangi þessara tímamóta í ævi hennar, svo dul er hún og lítt fyrir það gefin að halda sínu merki á lofti. Engrar afsökunar ætla ég þó að biðja á því að ég vel þennan kost til þess að koma kveðju minni til hennar á þessum heið- ursdegi hennar, en væri sæmra að afsaka að þetta verða of fá- íækleg orð til þess að varpa að nokkru ráði ljósi yfir það merki- lega starf er Kristín hefir af hendi leyst. , Ekki er hennar starf merki- legt vegna þess að hún hafi um dagana eytt dýrmætum tíma sín- um í mannfundasnatt og kröfur á hendur öðrum, heldur fyrir það að hún hefir heil og skipt helgað heimili sínu krafta sína, lagt sig alla fram um að skapa manni sín- um og börnum traust og fagurt heimili, og búa þau svo undir lífs baráttuna að þeim mætti veitast gangan á hinni grýttu götu lífs- ins greiðari. í.þessu göfuga starfi sínu hefir Kristín að sjálfsögðu notið styrkrar stoðar síns ágæta eiginmanns, en þá um leið síns hugvits, þreks og æðruleysis og bjargfastrar trúar á sigur þess góða í lífinu. Kristín er fædd 16. febrúar árið 1894 að Seljatungu í Gaulverjar- bæjarhreppi, dóttir hjónanna Margrétar Guðmundsdóttur, prests á Stóru-Völlum í Lands- sveit og Árna Halldórssonar söðla smiðs frá Syðri-Rauðalæk í Rang árvallasýslu. Kornung var hún tekin í fóstur af föðursystur sinni, Kristínu Halldórsdóttur og manni hennar Steini Eiríkssyni að Odd- hól í Rangárvallasýslu, og ólst hún upp hjá þeim ágætu hjónum. Eigi er Kristín langskólagengin fremur en títt var um æskufólk í alþýðustétt þeirra tíma, þó var hún einn vetur í unglingaskóla og annan í Kvennaskóla Reykja- víkur og hefur sú vera hennar þar án efa orðið henni notadrjúg, þótt að hinsvegar fuilyrða megi að sá skóli er henni hefur orðið notadrýgstur, — svo og fleirum sem gott upplag er í — sé æsku- heimili hennar í Oddhól þar sem hún á uppvaxtarárunum lærði fyrst og fremst þau lífssannindi er þá voru í hávegum höfð meðal dugandi fólks, að til þess að verða að manni, sjálfum sér og öðrum til liðs og styrktar í lífinu, þurfti að ástunda trúmennsku og sam- viskusemi í hverju starfi, og að engin laun voru betri en ánægj- þeirra er verkin þáðu yfir vel unnu verki. Árið 1919 giftist Kristín Sighvati Andréssyni frá Hemlu í Landeyjum og hófu þau það ár búskap að Grímsstöðum í Vestur-Landeyjum, en fluttust þaðan að ári liðnu að Ártúnum <og bjuggu þar til ársins 1939 er þau fluttust að Ragnheiðarstöð- nrn í Flóa. Heimili þeirra hefur alla tíð verið umfangsmikið og stórbrotið, þar sem gestum og gangandi hefur jafnan verið tveim höndum tekið. Sighvatur, maður Kristínar. er og stórhuga svo að af ber. Bjart- sýnn og áræðinn og vílar ekki um hlutina þótt á bátinn gefi, og á móti blási um stund. Hann heldur feínu stryki þótt aðrir séu með úr- tölur. Má hikiaust um hann segja að hann er sjálfstæður til orða iDg athafna. Þau hjón hafa einast níu börn tog eru átta þeirra á lífi og upp- komin, er það eigi lítið dagsverk Bem að baki liggur að ala upp og Bjá farboða svo stórum barnahóp tog hafa þau til þess ekki notið r.eins ríkisstyrks, eins og nú tiðk- Bst orðið að láta barnmörgu fólki S té og þarf varla að barnahópur- £nn sé stór þar sem hjónum er yfirleitt ekki treyst án ríkisað- stoðar að ala upp tvö börn. Börn þeirra Kristínar og Sig- hvatar eru: Hólmfríður, búsett í Reykja- vik, Andrés, er stundar atvinnu við bifreiðaakstur við heimili sitt á Ragnheiðarstöðum, Stein- dór, er einnig vinnur við sömu atvinnu, Kristín, gift í Reykjavík, Árni, vélvirki í Reykjavík, Margrét, er dvelur hjá foreldrum sínum, Ester, starfsstúlka í Reykjavík og Bjarney, starfs- stúlka í Reykjavík. Öll eru þau systkinin mann- kostamenn hinir mestu og hverj- um og einum er þeim kynnist þykir vænt um þau, sakir fölskvalausrar tryggðar og glað- lyndis. Er og ekki að efa að slík móðir, sem Kristín Árnadóttir er hefir iagt þeim til veganesti er hverjum örlegum manni er hollt að hafa. Kristín á Ragnheiðarstöðum hefir eins og svo allof margir aðrir orðið að þola heilsubrest og anað mótlæti er lífið leggur svo mörgum á herðar. Öllu því hefir hún samt tekið með mestu stillingu og hetjulund, sem ein- kennir allt hennar dagfar. Hún er góð kona í fyllstu merkingu þess orðs, vill hverjum og ein- um greiða gjöra og færir jafn- an flest til betri vegar, en læt- ur annað er henni lýkar miður kyrrt liggja. Aldraðri móðir sinni, er um langan tíma hefir hjá henni dval- ið, hefir hún jafnan sýnt staka umhyggju og tillitssemi, og ef til vill er sú fagra framkoma hennar bezta sönnunin fyrir því hversu mikil mannkosta mann- eskja hún er. Þessar línur sulu nú ekki hafð- ar fleiri en ég vildi að endingu færa Kristínu beztu afmælis- óskir. Megi gæfa fylgja henni, heimili hennar og fjölskyldu allri. Gunnar Sigurðsson. heldur h!ufavef!u KVENFÉLAGIÐ Hringurinn efn- ir á sunnudaginn kemur til hluta veltu í Listamannaskálanum til ágóða fyrir Barnaspítalasjóðinn, Ónefndur kaupsýslumaður sýndi Hringnum þá rausn í fyrra að gefa félaginu nokkur hundruð gripi, sem hann hafði keypt inn, í því skyni að stofna sérverzlun. Stofnun verzlunarinnar fórst fyr- ir, en munina, sem eru nýir og verðmætir gripir, gaf hann Hringnum til hlutaveltuhalds. Má meðal þeirra nefna muni úr postulíni silfurplett, kertastjaka o. fl. Af ýmsum ástæðum hefur tími orðið rnjög stuttur til undirbún- ings þessari hlutaveltu, en Barna spítalinn á marga velunnara, og ef þeir vildu gefa muni á hluta- veltuna, verður þeim þakksam- lega veitt móttaka í Listamanna- skálanum miðvikudag og fimmtu dag kl. 4—7 e.h. Hjálpumst öll að því að búa upp litlu, hvítu rúmin í Barna- spítalanum! Barátta við hindurvitni Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem starf- ar meðal Asíu-þjóða, rekst oft á það sem vestrænar þjóðir myndu kalla hjátrú og hindurvitni. í Indó-Kína drekka menn t. d. ekki kúamjóik. Starfsfólk Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna, hefir farið framhjá þessu með því að kalla mjólkina, sem gefin er börn um „fugla-mjólk“. Mjólkin, sem flyzt þarna austur á vegum Barna hjálparinnar er aðallega niður- soðin HÚSMÆÐCR MAN-O-TILE plastdúkurinn er kominn aftur fer frá Kaupmannahöfn 19. febr. til Færeyja og Reykjavíkur. — Flutningur óskast tilkynntur rem fyrst til skrifstofu Sameinaða í Kaupmannahöfn. Frá Reykjavík fer skipið 26. febr. til Færeyja og Kaupmanna- hafnar. Skipaafgreiðsla Jes Ziemsen. — Erlendur Pétursson. — MAN-O-TILE er mjög auðvelt að hreinsa, þolir sápulút og sóda án þess að láta á sjá MAN-O-TILE fæst í mörgum litum. MAN-O-TILE er ódýrt. MAN-O-TILE er límdur á vegginn með gólfdúkalími. IHálning & Járnvörur Sími 2876 — Laugaveg 23. ■■■■■■■■■•■•■■ jpCtatÍHA JchJAch • lOCCIlTU« SKJALA>TÐANOl OC OÖMTOlKU* f (M<KU 0 KIRKJUHVOU - SÍMI 81655 Vi! leigja eða kaupa húsnæði, sem væri hentugt fyrir iðnað. Þyrfti að vera 70—100 ferm. að stærð. Þarf ekki að vera fullgert. — Tilboð leggist inn á afgr blaðsins fyiir 19. þ. m., merkt: „Leiga eða kaup —22“. 3 Bezt að auglýsa 1 Morgunblaðiðinu — Byggingavörur Varanlegar □ruggar fyrir eldi Ódýrar ashest-steinlími Veggplötur fyrir ytri klæðningu — Þilplötur í skilveggi og innri kiæðn- ingu — Báru-plötur á þök — Þak- hellur — Þrýstivatnspípur og frá- rennslispípur, ásamt tengingum og millistykkjum. Framleitt af: Czechoslovak Ceramics Lto , Prag, Tékkóslóvakíu Einkaumboðsmenn: Wars Trading Company Klapparstíg 26 — Sími 7373

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.