Morgunblaðið - 16.02.1954, Page 8
8
MURGdNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16, febrúar 1954
ustiMafrifr
Út*.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigíús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarin.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3043.
Auglýsingar: Árni GarSar Kristinsson.
R\tstjórn, auglýsingar og algreiðsia:
Austurstræti 8. — Sínú 1600.
Askrtftaxgjald kr. 20.00 á mánuði innanland*.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
ii
Káðstefnan fer út um þúfur
NÚ ER farig að nálgast lok
Berlínarfundar utanríkisráðherra
fjórveldanna og verður ekki séð,
að svo komnu máli, að nokkur
árangur verði af viðræðunum.
Vandamál Þýzkalands og Aust-
urríkis, skipting þessara landa í
hernámssvæði fjögurra stórvelda
er óbreytt. Togstreitan heldur
enn áfram. Kalda stríðinu linnir
ekki.
Berlínarráðstefnan táknar að-
eins enn ein þáttaskil í kalda
stríðinu. Menn voru farnir að
vona að eftir dauða Stalins ætl-
uðu Rússar að breyta til. Þeir
væru nú loks farnir að skilja að
útþensla þeirra og ofbeldi kæmi
ekki að gagni, heldur bakaði hún
þeim óvini hvarvetna um heim.
Á yfirborðinu virtist, sem þeir
hefðu breytt um stefnu og þegar
þeir féllust á það að taka þátt
i utanríkisráðherrafundi, hlýddu
menn vonglaðir á fréttirnar og
hugðu ag á þeim fundi ætluðu
Rússar að sýna í verki stefnu-
breytinguna. Nú ætluðu þeir |
fyrst að taka upp friðsamlegt
samstarf við aðrar þjóðir.
Ráðherrafundurinn í Berlín
táknar enn ein þáttaskil að því
leyti, að nú hefur sannazt svo
ekki verður um villzt að Rússar
hafa í engu breytt stefnu sinni.
Nú fæst enginn lengur til að trúa
ioforðum þeirra. Breytingarnar \
eru aðeins á yfirborðinu. Þeir!
viðhalda enn kúgun og ofbeldi og
eru enn hættulegir fyrir friðinn
í heiminum.
Ráðstefnan í Berlín fór (
fyrst og fremst út um þúfur'
vegna þess, að Rússar höfnuðu
því að frjálsar lýðræðislegar
kosningar færu fram í Austur
Þýzkalandi. Þetta má segja að
sé táknrænt. Því að auðvitað
er kúgunaröflunum hætt ef
frjálsar kosningar færu fram.
Rússum er umhugað um að
viðhalda sínu marxistíska léns
fyrirkomulagi og einræði.
Þessvegna fallast þeir aldrei
á það að „lýðurinn" fái að
láta skoðanir sínar í ljós í
frjálsum kosningum. Enda
þarf ekki að sökum að spyrja
að þær 18 milljónir manna,
sem enn búa í Austur Þýzka-
landi væru vísar til að gera
frjálsan kosningadag að áfram
haldi 17. júní-byltingarinnar,
þar sem kjósendurnir rækju
hina rússnesku leppa endan-
lega frá völdum.
En á bak við tregðu Rússa til
að gera endanlega friðarsamn-
inga liggur önnur staðreynd og
hún er sú að eftir slíka friðar-
samninga bæri þeim að flytja
aht herlið sitt í brottu frá her-
numdum löndum. Og hver ætti
þá að hjálpa kommúnisku lepp-
stjórnunum, þegar þjóðirnar
gerðu næstu byltingartilraunir,
ef hjálparhella kommúnistanna,
rússneska herliðið, með fallbyss-
nr, skriðdreka og byssustingi
væri hvergi nálægt?
Þetta mun líklega vera
sterkasta ástæðan fyrir því að
Rússar setja alltaf ný og ný
skilyrði fyrir friðarsamning-
um við Austurríki. Skömmu
eftir stríðslok, eða árið 1947
voru gerðir friðarsamningar
við Ungverjaland, Rúmeníu
og Búlgaríu sem öll höfðu bar
izt með Þjóðverjum í styrj-
öldinni. Þetta voru endanlegir
friðarsamningar að öðru leyti
en því að örlítið bráðabirgða-
ákvæði mælti svo fyrir um, að
meðan ekki væri lokið friðar-
samningum við Austurríki,
mættu Rússar hafa herlið í
öllum Dónárlöndunum til þess
að „tryggja aðflutningsleið-
irnar“ til Austurríkis. Þetta
hernámslið Rússa í Ungverja
landi, Rúmeníu og Búlgaríu,
hefur gert annað og meira en
tryggja aðflutningsleiðir.
Verkefni þess hefur verið eins
og allir vita, að kúga þessar
þjóðir til hlýðni undir ok
kommúnismans.
Þarna er meginástæðan fyrir
að Rússar vilja enn, 9 árum eftir
lok heimsstyrjaldar fresta frið-
arsamningum við Austurríki og
Þýzkaland.
Úrslitin í Képðvogi
ENDA þótt ekki tækist að
hnekkja yfirráðum kommúnista
í Kópavogshreppi í kosningunum
s.l. sunnudag er þó auðsætt orð-
ið að fylgi þeirra þar er á fall-
anda fæti. Sjálfstæðismenn, sem í
rúmlega tvöfölduðu atkvæðatölu |
sína, juku fylgi sitt hlutfallslega
miklu méira en kommúnistar.
Fylgi Framsóknar sprettur hins- j
vegar bersýnilega af hruni Al- ]
þýðuflokksins. Hefur því svipuð,
saga gerst í Kópavogshreppi og á
ísafirði, þar sem Framsókn fékk
nú í fyrsta skipti kjörinn bæjar- !
fulltrúa.
En mestu máli skiptir að Sjálf-
stæðismenn í Kópavogshreppi
hafa nú skipulagt flokkssamtök
sín í byggðarlaginu. Þeir hafa
hafið markvísa sókn gegn yfir-
ráðum kommúnista þar. Og nú er
svo komið að Finnbogi Rútur er
orðinn í minnihluta meðal kjós-
enda hreppsins. Framboðslisti
hans hlaut við þessar kosningar
475 atkvæði á móti 499 atkvæðum
Sjálfstæðismanna, Framsóknar
og Alþýðuflokksins. Við síðustu
hreppsnefndarkosningar hlaut
listi Rúts hinsvegar 290 atkvæði
á móti 233 atkvæðum andstöðu-
flokka hans.
Allt bendir því til þess að þetta
verði í síðasta skipti, sem komm-
únistar halda meirihluta í hrepps
nefnd Kópavogshrepps. Sóknin;
gegn þeim hefur verið hafin og
andstaðan skipulögð undir for-
ystu Sjálfstæðismanna. Alþýðu-
flokkurinn, sem var við síðustu
kosningar stærsti andstöðuflokk-
ur kommúnista í hreppnum, hef-
ur hrunið. Eiggja til þess ýmsar
ástæður. Flokkurinn var óhepp-
inn með val í efsta sæti listans.
Samningamakk formanns Alþýðu
flokksins við Finnboga Rút bróð-
ur sinn mæltist illa fyrir, og
skapaði klofning og óeiningu inn-
an Alþýðuflokksins. Ber hér enn
að sama brunni. Hin nýja forysta
Alþýðuflokksins er að eyðileggja
hann.
Fylgið hefur hrunið af
flokknum, bæði í alþingiskosn
ingunum og bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningunum. Svo
djúpt er flokkurinn nú sokk
inn í vesaldóm og ráðleysi, að
hann hefur á mörgum stöðum
látið kommúnista draga sig út
í „vinstra samstarf". Er auð-
vitað öllum vitibornum mönn-
um ljóst, að það hlýtur óhjá-
kvæmilega að hafa í för með
sér tortímingu Alþýðuflokks-
ins.
ALMAR skrifcir:
VEGNA aðkallandi anna við
önnur störf, missti ég í síðustu
viku af ýmsum dagskráratriðum
útvarpsins, sem ég ella hefði
hlustað á. Meðal þeirra var er-
indi Páls Líndals, lögfræðings,
um Eirík á Þursstöðum á Mýrum,
hinn skringilega sérvitrung, er
uppi var á fyrrihluta aldarinnar
sem leið. Hef ég frá góðum heim-
ildum að erindi þetta hafi verið
bráðskemmtilega og vel samið.
Þá varð ég einnig af erindi séra
Sigurðar Stefánssonar á Möðru-
völlum um’ Möðruvelli í Hörgár-
dal, er ég tel víst að hafi verið
fróðlegt, því að höfundurinn er
vafalaust gagnkunnugur sögu
þessa fornfræga höfuðbóls.
Merkur smásagna-
höfundur.
★ SIGURÐUR SKÚLASON,
magister, las í útvarpið sunnu-
daginn 7. þ.m.
smásöguna
„Þjóðhetja" eftir
Þóri Bergsson.
— Sögu þessa
oamdi höfundur-
ZJrcí úti/an
inn löngu fyrir
síðustu styrjöld
og hefur hún
birzt í einu sögu
safni hans. Fjall
ar sagan um ung
Þórir Bergsson an> fátækan
Skota og móður
hans, er búa í smáþorpi einu í
Skotlandi. Hinn ungi maður fer í
stríðið og fellur þar, en móðir
hans er talið trú um að sonur
hennar sé óþekkti hermaðurinn,
sem búa á hinztu hvílu í West-
minster Abbey við hlið mestu
stórmenna Breta. Hér er ekki
rúm ti.l að rekja nánar efni sög-
unnar, en ég vildi með þessum
fáu orðum vekja á henni athygli,
því að hún er afbragðsvel rituð,
af ríkri samúð og djúpum skiln-
ingi á sálarlífi hinnar umkomu-
lausu, gömlu konu. Höfundurinn
hefur náð miklu valdi á hinu
vandasama formi smásögunnar,
enda er hann í fremstu röð ís-
lenzkra smásagnahöfunda, þeirra
sem nú lifa.
Salka Valka.
★ HALLDÓR KILJAN LAX-
NESS hóf fyrir nokkru lestur
einnar af beztu
skáldsögum sín-
um, Sölku Völku.
Er mikill feng-
ur að því að fá
þetta snilldar-
verk flutt í út-
varpið, ekki sízt
þar eð höfund-
urinn sjálfur fer
með það. Er lest-
ur Kiljans að
þessu sinni í alla
Kiljan. staði hinn prýði-
legasti, fjör-
legur og .tilþrifaríkur og röddin
þægileg þó að hún sé fremur
hljómlítil. í sögunni felst þung og
öfgakend ádeila á þjóðfélagið og
sagan er hrjúf að formi, en hún
es fersk og safarík og frábærlega
vel rituð. Er enginn vafi á því að
margir munu fylgjast með lestri
sögunnar, af miklum áhuga.
Um þang og þara.
★ HALLGRÍMUR BJÖRNS-
SON, verkfræðingur, flutti í út-
varpið 9. þ. m. mjög athyglisvert
erindi, er hann nefndi: Um þang
og þara. í erindinu gerði verk-
fræðingurinn ýtarlega grein fyr-
ir gagnsemi þessa sjávargróðurs,
er vinna má úr margvísleg nyt
samleg efni, einkum þó aldin-
sýru, sem notuð er í margskonar
matvæli og til framleiðslu ýmis-
legra iðnaðarvara. Gat hann þess
að gnægð þessa gróðurs væri að
finna við strendur landsins, enda
rpmu
L óí&uótiA, vllzvi
væri nú í athugun að stofna til
brennisteinssýruverksmiðju, en
brennisteinssýra er nauðsynleg
til þess að vinna aldinsafan úr
þaranum. Til þess að sýna að
hér er um mál að ræða, sem vert
er að gefa gaum, gat verkfræð-
ingurinn þess, að fyrir þrem ár-
um hefði í Noregi verið unnið
efni úr þara og þangi að verð-
mæti 7 milljónir ísl. króna. —
Einnig kvað hann mikið vera
unnið úr þessum gróðri í Eng-
landi og Ameríku.
Friðþjófs saga.
★ Á K VÖLD V ÖKUNNI s.l.
fimmtudagskvöld voru fluttir í
útvarpið söngv-
arnir úr Frið-
þjófs sögu. Hófst
þátturinn með
erindi er Vil-
hjálmur Þ. Gísla
son flutti um
þetta vinsæla
verk Tegnérs og
þýðingu Matthí-
asar Jochums-
sonar á því. —
Sögur þessar
hafa átt miklum
vinsældum að að fagna hér á
landi um langt skeið, einkum
með eldri kynslóðinni, þeirri, sem
Framh. af bls. 12.
Matthias
\Jelualandl álripar:
Höfum lagt undir
* okkur París!
MAÐUR nokkur kom á dögun-
um til mín með franskt
dagblað „Paris-Normandie“,
sem kunningi hans einn í Rúðu-
borg hafði sent honum. Hann
benti á eina feitletraða fyrirsögn,
sem á íslenzku máli myndi
hljóða: „Það hefir tekið okkur
1200 ár að leggja París undir okk
ur — það er ekki of mikið!“
Og það var íslendingur, eng-
inn annar en sendiherra okkar í
París, Pétur Benediktsson, sem
tók svo hressilega til orða — að
vísu undir dálítig sérstökum
kingumstæðum, svo að Frakkar
munu ekki hafa séð ástæðu til
að slíta stjórnmálasambandi við
Island vegna þessara ummæla
sendiherrans!
Á Normanna-móti.
SVO er nefnilega mál með vexti,
að í París er starfandi félags-
skapur, Normandy-búa, já, eigin-
lega nokkurskonar átthagafélag
eins og Skagfirðinga- eða Skaft-
fellingafélagið — að ógleymdum
Þingeyingum og öllum hinum —
hér hjá okkur. Normannarnir í
París sýna í ýmsu að þeir hafa
frændsemistaugar til Norður-
landabúa. M.a. efna þeir árlega
til mikils matarhófs og mann-
fagnaðar, þar sem Norðurlanda-
búar eru heiðursgestir — og nú
erum við rétt komnir að efninu.
Það var sem sagt í slíku hófi,
sem Pétur Benediktsson lét þau
orð falla, sem sett voru í fyrir-
sögn franska blaðsins, sem að
ofan greinir.
Þurfum við frekar
vitnanna við?
AÐ SÖGN blaðsins þótti Pétri
takast vel upp, er hann sem
fulltrúi fslands, kvaddi sér
hljóðs. Vakti ræða hans mikinn
sinn til kappans Göngu-Hrólfs,
sem reyndar hefði víst verið lítt
vinsæll meðal Frakka á sinni tíð
og Parísar-búar hefðu yglt sig alla
og veitt honum hinar köldustu
viðtökur, er hann sýndi mót á þvi
að seilast þar til yfirráða. — En
Normannarnir hafa löngum verið
þekktir fyrir þolgæði sitt og harð
fylgi og nú hafa þeir — nú höfum
við — sagði sendiherrann — eftir
1200 ár, lagt París undir okkur.
Hrólfi tókst bað ekki á sínum
tíma en nú hefir M. René Coty,
afkomandi hans, Normanni í búð
og hár setzt að í forsetahöllinni
í París — þurfum vér frekar vitn
anna við?
Hvað veldur leyni-
vínsölunni?
TOGGI gamli sendir þér kveðju
sína og annarra Velvakanda-
vina hér í bænum.
Öðru hverju geysist lögregla
okkar fram og herjar á öllum víg
stöðvum gegn leynivínsölum og
eru þess nærtæk dæmi að tugir
manna hafa lent í dragnót lög-
reglunnar.
Spurning vaknar hvernig má
það vera að svo æðisgengin leyni
vínsala á sér stað? Svarið er ofur
einfallt og það má óhætt skrifa
þetta að miklu leyti á reikning
stjórnar Áfengisverzlunar ríkis-
ins. — I stað þess að hafa opið
fram á kvöld, er lokað klukkart
6. — Ef menn hafa ekki innan
þess tíma ákveðið að fá sér vín,
þá er það útilokað, nema þá að
I gerast lögbrjótur, — leita á náð-
ir leynivínsalanna og þetta gera
menn nú orðið án þess að hafa af
því nokkurt samvizkubit.
Um helgar.
UM HELGAR er mest keypt af
víni, en þá lokar þetta ríkis-
fyrirtæki á hádegi, til að auð-
velda leynivínsölunum að stunda
iðju sína. Hve hárri upphæð það
þannig hreinífega stela frá sér
árlega veit enginn, en sá háttur
sem hafður er á rekstri vínsöl-
unnar meðan vínveitingar eru
bannaðar, jaðrar við að vera
skemmdarstarfsemi gegn ríkinu.
— Toggi gamli.
Og enn finnst mér hræðileg
heimska.
og hlálega saman eiga:
að æskan er sólelsk og síþyrst
og samt má hún ekki teyga.
(Stefán frá Hvítadal).
Forfaðir Frakklandsforseta
og Péturs sendiherra
hlátur og ánægju samkundunnar
svo sem vera ber, þegar fólk ér
komið til að gleðjast saman.
Sendiherrann kvaðst una sér vel
í Frakklandi enda fyndi hann sig
þar á meðal frænda. Máli sínu til
skýringar rakti hann uppruna
Hásætið stað-
festist fyrir
réttlæti.