Morgunblaðið - 21.02.1954, Page 9

Morgunblaðið - 21.02.1954, Page 9
Sunnudagur 21. febrúar 1954 MORGVTSBLAfílÐ 9 Reykjavákurbréf; Laugardagur 20. febrúar Mikil þátttaka í vetrarvertíð — Persónuleg kynni þjóðaleiðtoga — Norræn samvinna — Reykjavík lækkar álögurnar — Áfengis- lagafrumvarpið kemur úr nefnd — Kalda stríðið heldur áfram Ógæftasöm vetrarvertíð VEGNA verkfalls bátasjómanna hófst vetrarvertíð ekki fyrr en upp úr 20. janúar að þessu sinni. En síðan hafa verið hinar verstu ógæftir um land allt. — Hér við Faxaflóa og Suðvesturland hafa aflabrögð þó verið sæmileg þegar á sjó hefur gefið, og sums staðar j ágæt. Á Breiðafirði hefur afli einnig verið mjög góður. Síðustu daga hafa sjómenn þar orðið var- ír við nýja fiskigöngu inn flóann. Er fiskur í henni nokkru smærri en sá fiskur, sem aflazt hefur undanfarið. Telja sjómenn að afla j horfur í Breiðafirði séu nú betri en þær hafa verið þar í fjölda ára. Er það hiklaust þakkað lokun hans fyrir botnvörpuveiði. Áður en friðunarráðstafanirnar voru framkvæmdar stunduðu togarar veiðar á miðum bátaflotans og léku þau oft mjög illa. Á Vest- fjörðum mun afli til þessa hafa verið frekar tregur. Þátttaka í mesta lagi YFJRLEITT mun þátttakan í vetr arvertíð vélbátaflotans vera í mesta lagi í ár. Nokkrir erfið- leikar hafa þó verið á því að fá menn á bátana. En flest allir munu þeir nú vera byrjaðir veið- ar. Nokkrir Færeyingar hafa ver- ið ráðnir til starfa á flotanum. Er það að sjálfsögðu miður farið að þess skuli gerast þörf, að flytja útlendinga inn til starfa á fiski- fkipaflotanum. Við því væri þó ekkert að segja, ef ástæða þess væri sú, að allt innlent vinnuafl væri notað til starfa í þágu fram- leiðslunnar. En svo er ekki. Töluverður hópur manna víðs vegar frá af landinu, en þó flestir héðan úr nágrcnninu, vinna að landvarnafram- kvæmdum á Keflavikurflug- velli. En einnig þær fram- kvæmdir eru nanðsynlegar og verður því ekki með réttu deilt á þá ráðstöfnn að flytja inn nokkra erlenda sjómenn til þess að ekki dragi úr vél- bátaútgerð landsmanna á aðal- vertíð ársins. Norræn samvinna BJARNI Benediktsson mennta- málaráðherra sat fyrir skömmu fund menntamálaráðherra Norð- urlanda, sem haldinn var í Kaup- mannahöfn. í útvarpserindi, sem hann flutti hér heima um störf fundarins komst hann m. a. að orði á þessa leið: „Slíkir funðir hafa ekki ein- göngu þýðingu vegna þeirra málefna, sem þar evn bein- línis rædd, hcldur vegna þeirra kynna á málum og mönnum, sem þar má öðhist. Hygg ég það t. d. nokkuð óbrigðult, að þeir af norræn- um forustumönnum, scm kom- ið hafa til íslands, eru mun skilningsbetri á okkar mál- efni en aðrir, og er það ekki nema að vonum.“ Þessi ummæli ráðherrans hafa áreiðanlega við fyllstu rök að styðjast. Hin persónulegu kynni, sem skapast milli leiðtoga þjóð- anna á hinum ýmsu sviðum á fundum og ráðstefnum hafa mjög mikla raunhæfa þýðingu. — Þau skapa aukinn skilning samúð og velvilja og færa þjóðirnar nær hver annari. Um norræna samvinnu hefur ýmislegt misjafnt verið sagt. Víst er og um það, að hún. hefur stund um verið nokkuð yfírborðsleg. En engu að síður stendur sú stað- reynd óhögguð, að á ýmsum svið- um verður hún raunhæfari með hverju árinu, sem líður. Mikill fjöldi fólks á öllum Norðurlönd- unum hefur ríkan áhuga fyrir sem nánustum tengslum milli þjóðanna. Almenningur vill að þekking norræns fólks á högum hvers annars aukist og að skipti þess verði sem mest og nánust, ekki sízt á sviði menningarmála. Það er hlutverk hins ný- stofnaða Norræna ráðs að hafa tekjur allt að 15 þús. kr. í stað 7 þús. kr. áður. í þriðja lagi var persónufrádráttur tvöfaldaður. Sjálfstæðismenn hafa ákveðið að lækka útsvarsstigann enn á þessu ári. Er þannig stefnt í þá átt að lækka nokkuð þær álögur, sem á borgurunum hvíla. En í bæjarfélagi, þar sem svo margar framkvæmdir kalla að er auðvit- að erfitt að komast hjá því, að krefja borgarana um töluverðar W8 Mólotov hefur nýja „friðarsókn“ á næstu árum forystu um samstarf Norðurlandaþjóð- anna. Þar er mörgu hægt að koma til leiðar, sem verða mun menningarlífi þeirra til gagns og eflingar. Þar er enn- fremur hægt að leggja grund- völl að sameiginlegum átök- um á ýmsum öðrum sviðum. Gegna merkilegu hluíverki SMÁÞJÓÐIR Norðurlanda gegna í raun og veru merkilegu hlut- verki. Meðal þeirra hefur lýðræði og félagsþroski þróazt óvenjulega farsællega. Þar hefur félagslegt öryggi skapazt í ríkara mæli en í flestum, ef ekki öllum öðrum löndum. Og um langt skeið hafa þessar þjóðir leyst öll sín deilu- mál í friði og vinsemd. Þessar litlu þjóðir geta að mörgu leyti verið þinum stóra heimi til fyrirmyndar, enda þótt ýmislegt hjá þeim fari að sjálf- sögðu ver úr hendi en skyldi. Hinar norrænu þjóðir munu halda áfram að efla samvinnu sína. Og þeim ber m. a. að gera það með þvi, að greiða götu almennings í löndum þeirra til gagnkvæmrá kynna, ferða- Iaga og heimsókna. Reykjavík lækkar álögurnar ÁRIÐ 1953 höfðu Sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn Reykjavíkur forgöngu um að útsvarsstiginn var lækkaður verulega. Fimm prósent álag, sem notað hafði verið á hann, var fellt niður. Þá voru og gerðar útsvarsfrjálsar fúlgur til hins sameiginlega fram kvæmdasjóðs þeirra. Reykjavík, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur þannig.gefið fordæmi, sem nauðsynlegt er að ríkisvaldið fylgi. Standa og vonir til þess, þar sem endurskoðun skattalög- gjafarinnar stendur yfir og ríkis- stjórnin hefur gefið fyrirheit um að henni skuli lokið á því þingi, sem nú situr að störfum. Áfengislagafrumvarpið úr nefnd Það verður að telja til nokk- urra tíðinda að frumvarpið um nýja áfengislöggjöf komst á hreyfingu á Alþingi nú í vikunni. Hefur allsherjarnefnd Efri deildar, sem haft hefur málið til meðferðar síðan í október í haust, nú lokið af- greiðslu þess og mun áliti hennar og breytingatillögum verða útbýtt í deildinni á mánudag. Mun það að öllum likindum verða tekið til 2. um- ræðu í næstu viku. Um end- anlega afgreiðslu þessa máls er erfitt að spá. Yfir sjötiu breytingartillögur liggja fyrir við frumvarpið, flestar frá einstökum þingmönnum. Samlíkingar Tímans TÍMINN hefur undanfarið líkt Sjálfstæðismönnum ýmist við nazista eða kommúnista. Sdík málafylgja heldur hann, að sé fólki í sveitum landsins sérstak- lega geðþekk. En hverju ber þessi ritháttur aðalmálgagns Framsóknarflokks- ins vitni? Ber hann vott um trú þess á sigur góðs málstaðar og heiðarlegs vopnaburðar? Sannarlega ekki. Timinn hef- ur upp á síðkastið beinlínis flúið allar málefnalegar umræður. Þess vegna hafa gífuryrði og fjar- stæðukenndar samlíkingar mót- að svip málflutnings hans. Það er þýðingarlaust að halda uppi slíkri baráttu. Hvorki sveita fólk né annað heiðarlegt fólk í þessu landi vill taka þátt í henni. Almenningur dæmir stjórn málaflokka af störfum þeirra en ekki eftir ofstækisfullum lýs- ingum andstæðinga þeirra. Þess vegna vann Sjálfstæðisflokkur- inn mikinn sigur I Alþingiskosn- ingunum í sumar og í bæjar- stjórnarkosningunum á hinu ný- byrjaða ári. Þjóðin dæmdi hann af verkum hans, forystu hans um flestar merkustu þjóðlífsumbæt- ur síðari ára, uppbyggmgu at- vinnulífsins, raforkuframkvæmd- ir, húsnæðisumbætur og vernd íslenzkra fiskimiða, svo stiklað sé á stóru. Tíminn verður því að gera sér það ljóst, aff þegar hann líkir Sjálfstæðismönnum við nazista og kummúnista þá bitnar sú staðhæfing eingöngu á honum sjálfum og flokki hans. Hún skaðar Sjálfstæðis- flokkinn alls ekki. Þvert -á móti verður hún honum til gagns. Fólkið missir traust á þeim mönnum, sem flýja sí- fellt á náðir öfga og ofstækis í pólitískri baráttu. Þess fjar- stæðukenndari sem málflutn- ingur Tímans verður þess minna gagn hefur Framsóknar flokkurinn af honum. Berlínarráðstefnan og lærdómar hennar BERLÍNARRÁÐSTEFNUNNI er lokið. Hinir „fjórir stóru“ hafa kvaðst og haldið heim til París- ar, Lundúna, Washington og Moskvu. Hin limlesta höfuðborg Þýzklands liggur að baki þeim. Þar hafa einnig margar vonir brostið. Sameining Þýzkalands og friðarsamningar við Austur- ríki eru jafn fjarri og þeir voru þegar. sjöundi fundur utanríkis- ráðherra stórveldanna hófst. Það, sem gerðist í Berlín var í raun og veru þetta: Ráðherrar hinna vestrænu lýðræðisþjóða stungu upp á frjálsum kosningum í öllu Þýzka- landli, sameiningu landsins og friðarsamningum við það og' Austurríki. Rússar þorðu ekki að ganga inn á lýðræðislegar kosningair af ótta við það að missa þá öll völd og áhrif í Þýzkalandi., Og þeir gerðu sér iaínfraint ljóst, að ef þeir slökuðu á harS stjórn sinni í Austur-Þýzka- landi og leyfðu þar frjálsar kosningar þá myndu hin lepp- ríki þeirra koma á eftir, rísa upp og krefjast frjálsra kosn- inga. Þarmeð væri grundvöll- ur lagður að frelsun Austur- og Mið-Evrópu undan oki „alþýðulýðræðisins“. En þetta mátti ekki henda. Þess vegni snérist Molotoff gegn öll- um tilraunum til samkomulags og friðarsamninga á grundvelli frjálsra kosninga. Heimurinn hefur fengið enn eina sönnun þess, hverskonar „friður“ það er, sem komm.únist- ar viija skapa. Það er sá friður, sem byggist á kúgun og ofbeldi. En Molotoíf og aðrir leiðtogar Rússa munu að sjálfsögðu halda áfram að senda friðardúfur út af örkinni og lýsa sjálfum sér sem hinum einu sönnu „friðarvinum“! Kalda stríðið heldur áfram „KALDA STRÍÐIГ mun þess- vegna halda áfram. Ótti og óvissa mun halda áfram að móta svip og gang alþjóðamála. Tryggingin verður framvegis sami þröskuld- urinn í vegi afvopnunar og frið- samlegs samstarfs milli austurs og vesturs. Hinn vestræni heim- ur á einskis annars kost en að halda áfram að leggja á sig þung- ar byrðar til þess að treysta varmr frelsis síns og mannrétt- inda. Svona gersamlega hefur Berlínarfundinum mistekist að leysa það hlutverk sitt, að’ leggja grundvöll að íriðar- samningum og eyða „kalda stríðinu". Gjaflítill vetur við Djúp ÞUFUM, 20. febr. — Síðan á ný- ári hefur tíðarfar verið með ein- ! dæmum milt, en umhleypingar og stormar nokkrir, sem spillt I hefur nokkuð útbeit á sauðfé og hrossum. Veturinn sem af er | óvenjugjafalítill fyrir sauðfé, þó ! þykja hey og útbeit óvenju létt, I svo nokkuð eyðist af fóðri fyrir beitarfénað. | Nokkuð af fé gengur úti í Borg- arey. Mun það einsdæmi um þetta leyti árs að Snæfjallaströnd skuli vera því nær snjólaus. VEGAGERÐ Á þessu ári eru fyrirhugaðar miklar vegagerðir við Djúp, eink- um vestan þess á Vatnsfjarðar- og Ögurvegi, svo og brúargerð á ísafjarðará, sem er hið þarfasta verk. HERAÐSSKOLINN í REYKJANESI Héraðsskólinn í Reykjanesi starfar í vetur og eru um 30 nem- endur þar, og er það einkum verklegt nám, sem héraðsbúar hyggja gott til. Eru að aukast ýmis kennsluáhöld til þessa náms, svo sem vélar o. fl., en dýrt er allt, sem til þess þarf. Heilsufar i héraði hefur verið gott í vetur. — P. P. Tcgarar Bæjarúf- gerSar Reykjavíkur FJÓRIR togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur eru á ísfisksveiðum, Hallveig Fróðadóttir, Jón Þor- láksson, Þorsteinn Ingólfsson og Ingólfur Arnarson. Ingólfur land aði 15. þ.m. 198 tonnum af ísfiski, aðallega þorski og karfa, og 9,4 tonnum af lýsi. Skipið fór aftur á veiðar 19. þ.m. Pétur Halldórsson, Jón Bald- vinsson og Þorkell máni eru á saltfiskveiðum, en Skúli Magnús son er í Reykjavík. Fer hann á veiðar strax og nægilegur mann- skapur fæst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.