Morgunblaðið - 21.02.1954, Side 14

Morgunblaðið - 21.02.1954, Side 14
14 MORGUN BLAÐ&B Swnnudagur 21. febrúar 1954 SMOM FORSYTANNM - RÍKI MAÐURINN - Eftir Jolin Galsworthy — Magnus Magnusson Islenzkaði ac vagn fram hjá og skyggði á hann — andartaki seinna sá hún hann halda leiðar sinnar. Og June stóð grafkyrr og horfði á eftir honum. XIII. KAFLI Húsið tilbúið „Skjaldbökusúpa, uxahala- ÆÚpa, tvö glös portvín". Uppi hjá French, þar sem For- sytarnir gátu enn gætt sér á gömlum, kjarnmiklum, enskum mat, sátu þeir James og sonur lians að hádegisverði. James hafði mestar mætur á þessari matstofu. Þar var allt við hafnarlaust, en maturinn bragð- mikill og undirstöðugóður. En þótt smekkur hans hefði nokkuð spillzt sökum þess, að hann taldi sig þurfa að tolla í tízkunni og yrði að halda sig ríkmannlegar, eftir því sem efni og tekjur uxu, þá hvarflaði þó hugurinn öðru hvoru í tómstundunum til ilm- andi kjötkatla æskudaganna. — Hérna báru á borð fyrir mann, skeggjaðir þjónar með svuntu. Það var sag á gólfinu og þrír kringlóttir, gylltir speglar hengu svo hátt u.ppi, að það var ekki hægt að sjá sig í þeim. Og það var örskammt síðan að skilvegg- irnir höfðu verið teknir burtu, en á meðan þeir voru, gátu menn snætt þar rifjasteikina sína eða kaffið með nýbökuðum kartöfl- um, eins og sómamenn og án þess að aðrir væru að glápa á þá. Hann festi þerrihornið í þriðja hnappagatið á vestinu sínu. Það var vani, sem hann hafði orðið að hætta við í Westend. Hann fann það á sér, að honum mundi bragðast vel þessi súpa — allan morguninn hafði hann verið önn- um kafinn að skrifa upp verðið á fasteign, sem einn af hinum gömlu vinum hans átti. Er hann hafði troðið munninn fullan með gömlu, heimabökuðu brauði, tók hann til máls: „Hvenær ætlar þú að fara til Rokin Hill? Þú ættir að taka Irenu með. Eg hugsa, að það þurfi að líta þar eftir ýmsu“. Soames svaraði án þess að líta upp: „Hún vill það ekki“. „Vill það ekki? Hvað á nú það að merkja? Hún á þó sjálf að búa í húsinu, vænti ég“. Soames svaraði þessu engu, „Já, ég veit ekki hver fjárinn gengur að þessum konum nú“, tautaði James. „Ég kemst alltaf út af því við þær. Hún hefur haft það offrjálst. Það hefur ver- ið dekrað við hana“. Soames leit upp. „Ég vil ekki, að Irenu sé hall- öiælt“. Báðir þögðu. James slokraði í sig súpuna. Þjónninn kom með portvín. James rauf þögnina: „Móðir þín liggur rúmföst. Þú getur fengið vagninn minn. — Irena mundi hafa gaman af því að bregða sér þangað. Þessi ungi Bosinney verður þar að sjálf- sögðu og sýnir húsið“. Soames kinkaði kolli. „Ég hef nú heldur ekkert á móti því að bregða mér þangað til þess að sjá, hvernig honum hefur farist þetta úr hendi“, hélt James áfram. „Ég ætla að sækja ykkur“. „Ég fer þangað með lestinni", svaraði Soames. „En ef þú villt fara til Irenu og spyrja hana, þá getur vel verið, að hún vilji fara með þér“. Þeir skildust hjá St. Paul, So- ames gekk til stöðvarinnar, en James tók almenningsvagninn, , Ætlun hans var að fara og tala við Irenu seinna um daginn. Eitt orð á réttum tíma spöruðu tíu, og nú, þegar hún átti að fara að búa upp i sveit, gafst henni tæki- færi til þess að bæta ráð sitt. — Honum fannst, að Soames gæti naumast lengur látið sér lynda framferði hennar. Honum kom það ekki til hug- ar að skilgreina nánar, við hvað hann átti með þessu „framferði hennar“. Orðin voru teygjanleg og torráðin, eins og einum For- syte hæfði. James var kjarkbetri eftir miðdegisverðinn en hann var að jafnaði. Er hann kom bauð hann að láta koma með skyggnisvagninn og tók það sérstaklega fram, að ' matreiðslusveinninn ætti að j koma líka. Hann vildi sýna henni j kurteisi og alúð svo að henni liði j vel á ferðalaginu. Er hann kom til húss Soames, i heyrði hann greinilega að hún ! var að syngja í dagstofunni. Hann sagði stúlkunni þetta til þess, að koma í veg fyrir, að Irena væri ekki sögð heima. Stúlkan hikaði samt við og sagðist ekki vita, hvort Irena tæki á móti gestum. James gaf þessu engan gaum og gekk rakleitt inn í dagstofuna. Hann kom að Irenu þar sem hún sat við slaghörpuna. Hendurnar hvíldu á nótunum og hún hafði auðsjáanlega tekið að hlusta eft- ir samtalinu í forstofunni Hún heilsaði honum, en brosti ekki. „Tengdamóðir þín liggur í rúm inu“, sagði hann og vonaði með þessu að vekja samúð hennar. „Vagninn minn er hérna fyrir utan. Gerðu svo vel og settu á þig hattinn og við skulum aka dálítinn spöl. Þú hefur gott af því“. Irena leit á hann þannig, að hún mundi hafna boðinu, en svo var sem henni snerist hugur, hún gekk upp til sín og kom ofan með hattinn á höfðinu. „Hvert eigum við að aka?“ spurði hún. „Við ökum út til Rokin Hill“, flýtti James sér að segja. „Hest- arnir þurfa að liðkast dálítið, og ég hefði gaman af því að sjá, hvað hefur verið aðhafst þar úti“. Enn hikaði Irena dálítið, en kaus aftur að láta að vilja hans. Hún gekk að vagninum og James fylgdi fast eftir. Hann vildi sjá um að hún hefði engin undan- brögð á síðustu stundu. Þau voru komin hálfa leiðina þegar James tók til máls. „So- ames hefur mikið dálæti á þér. Hann þolir ekki að við hin segj- um þér neitt til hnjóðs. Því ert þú ekki nærgætnari við hann?“ Irena roðnaði og svaraði lágt: „Ég get ekki sýnt honum það, sem ég á ekki til“. James starði spyrjandi á hana. Hann fann, að nú, þegar hún var í hans vagni, og hestarnir og þjón arnir voru hans, að hann var sá, | sem völdin hafði. Hún gat ekki I hliðrað sér hjá því að svara hon- | um, og ekki mundi hún heldur j þjóta upp svo aðrir sæju. „Ég skil ekki hvernig þér er háttað. Hann er þó ágætur eigin- maður“. Irena svaraði svo lágt, að það heyrðist naumast í vagnskrölt- inu. Hann man þó þessi orð: „Þið eruð ekki gift honum“. „Hann lætur allt eftir þér. Hann er alltaf reiðubúinn til þess að láta að óskum þínum, og nú byggir hann þetta fagra sveitasetur handa þér. Það skiftir allt öðru máli, ef þú sjálf hefðir komið með eitthvað —“ „Já“. Enn leit James á hana — hann gat ekki séð af svipnum á and- liti hennar, hvað hún hugsaði. Það var einna líkast því, sem hún ætlaði að fara að gráta, og þó — „Mér fannst nú“, tautaði hann og var fljótmæltur, „að við höf- shovemsmiljan Bræðraborgarstíg 7 — Sími 81099. : Reykjavík : ■ Á síðastliðnu ári hófum við framlciðslu á þessum skóm, ; er urðu svo vinsælir, að verksmiðjan gat aldrei fullnægt 5 ■ eftirspurninni. ■{ n ■i Verzlanir um land allt eru hcðnar að senda pantanir, sem : eiga að afgreiðast fyrir vorið, sem allra fyrst. Tilkynning frá Húsmæðraskóla Suðurlands, Laugarvatni, ■ 5 vikna námskeið í matreiðslu, handavinnu og garð- ■ yrkju verður haldið á vegum skólans frá 9. maí til 13. ■ r m júní n. k. — Sundkennsla getur einnig komið til greina j fyrir þær, sem þess óska. ■ ■ Umsóknir sendist til forstöðukonunnar. Hildur álfadrottning 7 Sauðamaður hafði veitt því eftirtekt, að á einum stað í höllinni sat kona öldruð mjög og heldur illileg. Hún ein af öllum, sem þar voru inni, gerði hvorki að fagna Hildi drottn- ingu, þegar hún kom, né letja hana burtfarar. Þegar konungur sá ferðasnið á Hildi, og hún vildi ekki kyrr vera, hvorki fyrir bænastað hans né annarra, gekk hann til þessarar konu og mælti: „Tak nú aftur ummæli þín, móðir mín, og virð til bænir mínar, að drottning mín þurfi ekki lengur að vera fjarvist- um. Og mér verði svo lítil og skammvinn unaðsbót að henni, sem verið hefur um hríð.“ Hin aldraða kona svaraði honum heldur reiðilega: „Öll mín ummæli skulu standa, og enginn er þess kostur, að ég taki þau aftur.“ — Konungur hljóðnaði við og gekk harmþrunginn aftur til drottningar, lagði hendur um háls henni og mynntist við hana, og bað hana enn með blíðum orðum að fara hvergi. Drottning kvaðst ekki annað mega fyrir ummælum móður hans, og taldi það líkast, að þau myndu ekki oftar sjást, sök- um óskapa þeirra, er á sér lægju. Og að manndráp þau, er af sér hefðu staðið, og svo mörg væri orðin, myndu nú ekki geta leynzt, og myndi hún því hreppa makleg málagjöld verka sinna, þótt hún hefði nauðug orðið að vinna þau. Meðan hún taldi harmtölur þessar, fór sauðamaður að hafa sig til vegar út úr höllinni, er hann sá, hvernig á stóð, og svo beina léið yfir völluna að jarðfallinu, og þar upp, sem leið lá. Síðan stakk hann á sig hulinshjálmssteininum, lét á sig. beizlið, og beið svo þess, að Hildur kæmi, I * Kastið ekki götóttum vinnuvetlingum. 3 1 I a Með FIX-SO má margfalda endingu þeirra. ! MÁLNIMG & JÁRNVÖRUR j : Sími 2876 — Laugaveg 23 ............... ■■■mttlpmim «iimmi,inj

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.