Morgunblaðið - 26.02.1954, Side 1

Morgunblaðið - 26.02.1954, Side 1
16 sáður 41. árgangur. 47. tbl. — Föstudagur 26. febrúar 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsins NAGIB: — Farinn frá NASSER: — Tekinn við fr (iriíin frú 36 ára hðrshöiðingi orðinn forsætis- réSherra Egypialands KAIRO og Lundúnum 25. febr. ■—- Tilkynnt var í Kairó snemma í morgun að Nagíb hershöfðingi hefði sagt af sér forsetaembætti og öllum öðrum skyldustörfum er hann gegndi í Egyptalandi. Herma fregnir að Nagíb sé nú í stofufangeisi á heimili sínu í úthverfi Kairóborgar og engum sé heimilað að sjá hann eða hitta. Hersveitir eru á verði við helztu byggingar í Kaíró, en engar fregnir hafa borizt af óeirðum í borginni. Hin opinbera tilkynning sagði að Nagíb hefði verið leystur frá embætti forsætisráðherra og frá formennsku í Byltinga- ráðinu. Við embætti hans hefði tekið varaforsætisráðherrann Nasser hershöfðingi. Embætti forseta er óskipað. 7 KLUKKUSTUNDIR Fundur Byltingaráðsins hinn síðasti stóð yfir í 7 klukkustund- ir. Eftir þann fund var sagt, að Nagíb .hefði farið fram á að fá meiri völd í hendur en aðrir fé- lagar í Byltingaráðinu. Sagði að síðustu 10 mánuði hefði hann stöðugt farið fram á meiri og meiri völd sér til handa. Loks hefði hann farið fram á að geta sniðgengið allar ákvarðanir Bylt- ingarráðsins og að geta að eigin I vild skipað ráðherra landsins. — ' Þetta gengi einræði næst, sagði í tilkynningu Byltingarráðsins. SAGÐI AF SÉR 1 Nagíb sagði síðan af sér em- bættum og þá kom kreppan í Kairo. Fréttaritarar benda á að Nasser hafi síðustu mánuði verið driffjöður í öllu stjórnmálalífi Egyptalands. Hann er 36 ára gamall og var aðalmaðurinn í Framh. é bls. 2. Brunatryggingar bæjarins -----.,-® verða boðnar út ■ ■ LUNDUNUM, 25. febr. — Um- ræða um utanríkismál fór fram í brezka þinginu i dag. — Gerði Eden grein fyrir viðræðunum á Berlínarfundinum. Meðal annara ræðumanna var Churchill. Kvaðst hann enn hafa trú á að fundur fulltrúa fimm- veldanna gæti haft árangur í för með sér. — Reuter—NTB. KAUPMANNAHOFN, 25. feb. — Enn eitt morð hefur verið framið í Kaupmannahöfn og hefur það slegið óhug á Kaup- mannahafnarbúa. Eftir hádegi í dag fundu menn Iík 12 ára gamallar stúlku á stíg er liggur inn í skemmtigarð einn. Hafði hún verið myrt með 5 hnífstung- um. Lögreglan óttast að gcðveik- ur maður hafi framið morð þetta og hefur verið send út tilkynning til mæðra um að láta börn sín ekki vera úti ein síns liðs. —NTB. He? naðaraðstoð KARACCHI, 25. febr. — Til- kynnt hefur verið að undirrit- aðir hafi verið samningar um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Pakistan. Jafnframt hefur Eisenhower forseti skrifað Nehrú forsætis- ráðherra Indlands og boðið hon- um samskonar aðstoð.a —Reuter. Áfengisfrumvarpið fer lítt í gegnum 2. umræðu Vilji efri deiidar er að veHingahús fái vínveiffngaleyfi, en (búar ráði hvor! útsölusiaður áfengis skuli opinn FRUMVARPID til nýrra áfengislaga kom til atkvæðagreiðslu í efri deild í gær eftir 2. umræðu í deildinni. Þetta er i fyrsta sinn sem þetta frumvarp, sem er gamall kunningi innan deildar- veggjanna kemur til atkvæðagreiðslu þar, og af því leiðir að nú í íyrsta sinn fæst svolítið yfirlit yfir vilja deildarinnar í þessu máli. Frumvarpið virtist í þessari fyrstu atkvæðagreiðslu njóta í stærstu dráttum fylgis meirihluta þingmanna cfri deildar. Á því voru ekki gerðar neinar stórkostlegar breytingar. Þær helztu breytingar sem við atkvæðagreiðsluna eftir 2. umræðu voru samþykktar eru þessar: Tilgangur laganna er að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli, sem því er samfara. En áður var í frumvarpinu sagt að til- . gangur þess væri að stuðla að hóflegri meðferð áfengis og . vinna gegn misnotkun þess. i Vökvi þarf að innihalda meira ! en 3'A% vínanda að þunga til þess að hann teljist áfengi, í stað þess að í frumvarpinu var takmarkið 214% af vín- anda að rúmmáli. Óheimilt er að flytja 01 til landsins, Óheimilt er að gefa veitinga- mönnum afslátt að ákveðnu útsöluverði tií almennings. Heimilt er að setja upp útsölu- staði áfengis í kaupstöðum að undangenginni atkvæða- greiðslu íbúanna. ic Dómsmálaráðherra getur veitt veitingahúsum, einu eða fleiri í kaupstöðum þar sem áfengis- útsala er, leyfi til vínveitinga, ef veitingahúsið hefur mat og óáfenga drykki á boðstólum og ef það er fyrsta flokks og þjórfé er ekki greitt. ic Lögreglustjórum er heimilt að loka áfengisútsölu eða banna vínveitingar á veitingastöðum, sem vínveitingaleyfi hafa, fyrirvaralaust um lengri eða skemmri tíma. Áfengisvarnarráð verður ekki stofnað, en í frumvarpinu var gert ráð fyrir að það yrði skip- að 5 mönnum og hefði yfir- umsjón með áfengisvörnum í landinu. Hins vegar verður skipaðaður sérstakur áfengis- ráðunautur ríkisstjórnarinnar. í öllum skólum, er opinbers styrks njóta, skal fara fram fræðsla um áhrif áfengis- nautnar. Framh. á bls. 2. bærinn tekur að sér innheimtu og afgreiðslu Frá bæjarstjómarfundi í gær AAUKAFUNDÍ, sem haldinn var kl. 11 árdegis í gær í bæjar- stjórn Reykjavíkur, var samþykkt tillaga frá meirihluta bæj- arráðs um að bjóða út brunatryggingar á öllum húseignum í lög- sagnarumdæmi bæjarins. Gerði Gunnar Thoroddsen borgarstjóri við það tækifæri grein fyrir gangi þessa máls og efni þeirrar til- lögu um útboð, sem lögð var fram á fundinum. UPPSOGN TRYGGINGANNA Borgarstjóri vakti í upphafi athygli á því, að hinn 5. febrúar Páfinn nærist ekki RÓMABORG 25. febrúar—Þján- ingar hins heilaga föðurs Píusar páfa hafa enn aukizt. Læknar skýrðu svo frá í dag, að hann hefði ekkert getað nærzt síðustu þrjá sólarhringana. Önnur frétt frá Vatikanríkinu í dag hermir, að þar sem páfinn hefði nú verið alvarlega þjáður í rúmar 4 vikur, hefði hann ákveðið að kalla saman kardínála ráð sitt einhvern næstu daga. Benda kunnugir á að tilgangur páfa með því geti verið tvenns- konar. 1. Að skýra þeim frá veikind- um sínum. 2. Að ræða um eftirmann í stöðu hins heilaga föðurs. Læknar skýra svo frá, að enn sé þeim ekki að fullu kunnugt um, hvað þjái páfa. Hann hefur ekki verið nægilega hraustur til þess að af honum hafi verið hægt að taka röntgenmynd, en kvill- inn er í maga. Munu læknar, ef unnt reynizt, skera páfa upp, til þess að reyna að komast fyrir hver meinsemdin er. 1953, hefði bæjarstjórn sam- þykkt að segja upp samningum við Almennar tryggingar um brunatryggingar í bænum. — í samræmi við þessa ákvörðun hefði verið haldið á þessum mál- um síðan. Samningum hafði ver- ið sagt upp og hagfræðingi bæj- arins falið að athuga málið og gera um það tillögur til bæjar- ráðs og bæjarstjórnar. Þessi at- hugun hagfræðingsins, dr. Björns Björnssonar, hefði svo leitt til þeirrar tillögu um útboð á brunatryggingunum, sem lögð hafði verið fram. ENGIN BREYTING Á GRUNDVELLI TRYGGINGANNA Borgarstjóri gerði því næst grein fyrir útboði því, sem fyrir lá. í því er gert ráð fyrir að bær- inn taki rekstur trygginganna, inn á við, í sínar hendur. Er það nokkur formsbreyting frá því, sem nú er, engin breyting á grundvelli trygginganna, þar eð bærinn hefur um langt skeið ráð- stafað tryggingunum í umboði húseigenda og þeim gert að skyldu að tryggja hjá þeim aðila, sem samið hefur verið við um tryggingarnar. Hér er ekki um það að ræða að bærinn sé að setja á fót tryggingastofnun, er hafi tryggingarstarfsemi með höndum. Leitað er tilboðs um ráðstöfun á tryggingunum iit á Framh. á bls 2. Bylfing í Sýrinndi Landið í hernaðarásiandi Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter. PARÍS 25. febr. — Forseta Sýrlands Adis Skishakly, var í dag steypt af stóli með byltingu er gerð var skömmu eftir hádegi. Leiðtogar byltingarmanna voru 2 höfuðsmenn í sýrlenzka hernum. — Hafa byltingarmenn náð að minnsta kosti helztu byggingum í Aleppo á sitt vald, þar á meðal útvarpsstöðinni. í gegnum útvarps- stöðina tilkynntu þeir í kvöld, að fyrrverandi forseti Sýrlands, Haskem E1 Attasi hafi verið skipaður ríkisleiðtogi. B YLTIN GARMENN FJÖLMENNIR Tilkynnt var og í gegnum út- varpsstöðina að byltingarmenn væru fjölmennir og hefði orðið vel ágengt, sérstaklega i norð- vestur og austurhluta landsins. Sagt var að byltingarmenn hlytu stuðnings yfirgnæfandi meiri- hluta alþýðunnar til þess að stöðva gerræði Skisahkly forséta, sem hefði taumlaust stjórnað landinu að eigin vild. Fréfflir hermdu síðar, að Skis- hakly hefði sagt af sér, til þess að * „forða blóðsúthellingum“ eins og sagt var í afsagnarbréf- inu. Aðrar fregnir lierma, að hann hafi sent skriðdreka og flugsveitir gegn uppreisnar- mönnunum, og komið þeim í opna skjöldu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.