Morgunblaðið - 06.03.1954, Qupperneq 11
Laugardagur 6. marz 1954
MORGUNBLAÐIÐ
11
Attræð í dag:
Frú Ingðbjörg Sigurðardóttir
fyrrv. póst- og símstöðvarstjóri
Jóhanna K. Þorsteinsd - Minnin
ÞAÐ er sagt um okkur Frónbúa,
sem erum staðsettir á „tak-
mörkum hins byggilega og ó-
byggilega“, að engin þjóð muni
unna sól og birtu meir en við.
Þetta er vafalaust rétt, enda má
næstum segja, að þetta sé hluti
skapgerðar okkar og hafi beint og
óbeint áhrif á líf okkar og lífs-
viðhorf. — Hækkandi sól birtir
okkur fyrir augum — hinn nótt-
lausi dagur lýsir skapgerðina og
bætir trúna á lífið og traustið til
framtiðarinnar. Jafnvel skamm-
degi, sem þrungið er stormum,
stórhríðum og skuggum, heldur
við og glæðir aðlöðun okkar til
hins nóttlausa dags. Hver mun
sá, er notað hefir sólbjarma
marzmánaðar, og ekki fundið hið
lýsandi forspil vors, sólar og
sumars, er hækkandi sól jafn-
dægranna slær á strengi hinnar
viðkvæmu ljósþrár mannssálar-
innar. Árstíðirnar setja sinn svip
á lífið og umhverfið. Það gera
mennirnir einnig. Enda þótt þeir
allir unni hinum nóttlausa degi,
þrái fjarlægð skugga og kulda,
bera þeir umhverfi sínu hin
breytilegustu áhrif. Lífið ritast
sínum rúnum. Svipur fölnunar og
hausts á sín andlit, svipur vetrar
og kyrstöðu, svipur vors og
grósku einnig, Einstöku eiga
þeirrar gæfu að njóta, að bera
svip hins nóttlausa dags.
Þjóðhátíðarárið, hinn 6. marz-
mánaðar 1874, fæddist þeim
hjónum Sigurði Benjamínssyni
og Sigríði Björnsdóttur að Kjalar
landi í Hallárdal, A.-Húnavatns-
sýslu lítil dóttir. Ingibjörg var
hún skýrð. Hún er því áttræð í
dag, og í tilefni þessa stelst ég
til að rita þessar línur.
Þegar ég var lítill sveinstauli
trúði ég því, að ævintýrafrásagn-
ir um heilladísir Og skapanornir
væru sannar. Ég trúi því ekki
lengur — í bókstaflegum skiln-
ingi. En ekki get ég þó varist
því, að stundum finnst mér að
einhver góð heilladís hljóti að
halda í höndina á einum og ein-
um, sem ég hefi kynnst. Og þeg-
ar ég fylgi sporum þínum, Ingi-
björg, verður mér þetta hugstætt.
Ég sé heilladísina þér við hönd,
er þú gengur að barnaleikum
heima á Kjalarlandi, hún fylgir
þér að námi á kvennaskólanum
að Ytri-Ey, hún er við hlið þér,
er þú sjálf býrð æskuna undir
lífið, með kennslu að kvenna-
skólanum að Blönduósi og víðar,
hún fylgir þér vestur í Dali fyrir
fjórum tugum ára, er þú gekkst
hér að lífsstarfi með manni þín-
um, Boga Sigurðssyni kaup-
manni, — hún vék ekki frá þér,
eftir að þú varst ein orðin, og
þurftir að sjá um Og starfrækja
póstafgreiðslu- Og símstjórastarf
hér — auk heimilisforsjár —,
hún varð þér samferða til Reykja
víkur, er þú hvarfst héðan á
brott fyrir rúmum ellefu árum
— og hún er ennþá hjá þér. Ég
veit að þetta er rétt, því alltaf
skýst ég upp á loftið til ykkar,
ef ég kem suður, og aldrei hefur
mér brugðist það að hitta ykkur
þar í einni og sömu persónu.
Ég hefi þekkt frú Ingibjörgu
um fjörutíu ára skeið. Að vísu
var ég aðeins óframfærinn og
feiminn unglingur innan við
fermingu, er hún fyrst kom hing-
að í Dalina. En kynni mín hafa
öll verið á eina lund, og vaxandi
vinátta og virðing fylgt hverju
ári er liðið hefir. Margir fleiri
munu hafa sömu sögu að segja.
Nær þrjátíu ára störf hér vestra,
bæði sem húsfreyja síns þekkta
eiginmanns, Boga kaupmanns, og
í sambandi við póst- og síma-
störf, þar sem starfsdagarnir voru
unnir í miðstöð héraðsins, hlutu
að veita Dalamönnum fyllsta
tækifæri til að kynnast henni í
rýmri merkingu en almennt ger-
ist í dreifbýlinu. Hér stóð heldur
engin hversdagskona að starfi.
Hún var — og er enn — óvenju
fríð sýnum, glæsileg í fram-
göngu, fjölgáfuð og menntuð,
skörungur að skapgerð, skemmti-
leg í viðræðum og framar öllu
öðru — traustur vinur vina sinna.
Slík kona hlýtur að skilja eftir
hreina mynd hjá öllum þeim er
áttu þéss kost að kynnast henni,
og því skýrri, sem kynnin eru
nánari. Mér er lika persónulega
kunnugt um það, að Dalamenn
muna hana vel, bæði fyrr og nú,
ekki endilega í sambandi við eitt
eða annað afmæli, heldur eins og
hún var, meðan hún dvaldi hér
vestra og eins og hún hlýtur
jafnan að verða í kynnum Og
minningum enn um langa stund.
Ég minntist áðan á heilladis.
Enginn skilji þó orð mín þann
veg, að hér sé um að ræða líf
konu, er aldrei hafi mætt harmi
eða örðugleikum á lífsleiðinni.
Skapanornin kemur alls stððar
við. Það eru viðbrögð einstakling
anna sem skera úr um það, hvað
er gæfa og hvað ekki. Þeim ein-
um er hægt að helga heillanna
dís, er eiga í brjósti sínu viðnám
svo traust, að það sé sterkara
andbyr lífs Og líðandi stundar,
— þeim er vaxa við andbyrinn,
og þeim fyrst og fremst, er varð-
veita æskueld og heilbrigða,
bjarta lífssýn gegnum áranna
breytilega skin — tákn hins
nóttlausa dags einnar mannsævi.
Megi svo verða enn um langa
tíð.
Þetta eru brot hugsana minna
í dag — á degi þeirra minninga
er vaka, er þú fyllir áttunda ára-
tug ævi þinnar. Um leið verður
þetta afmælis- og árnaðarkveðja,
ekki einungis frá mér, heldur og
frá fjölmörgum vinum þínum hér
vestra og frá — Dölunum í heild.
Hallgrímur frá Ljárskógum.
Námskeið
í enskum rétti
ENSKI verzlunarháskólinn „City
of London College“ gengst fyrir
námskeiði fyrir útlendinga í
enskum rétti dagana 19. júlí til
13. ágúst í sumar.
Námskeiðið verður í tveimur
flokkum og geta menn valið á
milli þeirra.
I Adlokknum er kennt: Ensk-
ur réttur, enskir dómstólar, skaða
bótaréttur, verzlunarréttur, ensk-
ur stjórnlagaréttur. samningarétt
ur, refsiréttur, eignarréttur og al-
þjóðlegur einkamálaréttur.
I B-flokknum er kennt: Helztu
stefnumið í enskum nútímarétti,
enskir dómstólar, félagaréttur,
alþjóðlegur einkamálaréttur,
enskur stjórnlagaréttur, réttarfar
og lögfræðiaðstoð, opinber réttur
og félagsmálalöggjöf, iðnréttur
og alþjóðaréttur.
Rétt til að sækja námskeiðin
hafa: lögfræðingar, gjaldkerar
fyrirtækja og framkvæmdastjór-
ar verzlunarfyrirtækja, háskóla-
stúdentar og þeir sem brautskráð
ir eru frá verzlunaskólum.
Skólagjald er 7 sterlingspund
7 shillingar. Nemendur verða að
kosta dvöl sína sjálfir en skólinn
mun geta útvegað mönnum her-
bergi og kost sem myndi kosta
milli 3 og 4 sterlingspund á viku.
A BEZT AÐ AUGLfSÁ U
T t MORGUmLAÐlNU T
í DAG er til moldar borin hér
í Reykjavík frú Jóhanna K. Þor-
steinsdóttir frá Höfða í Biskups-
tungum. Hún var fædd í Höfða
1. júlí 1880, og voru foreldrar
hennar merkishjónin Guðrún
Guðmundsdóttir frá Stóra-Fljóti
í Biskupstungum og Þorsteinn
Einarsson frá Laugum í Hruna-
mannahreppi. Stóðu að jhenni
kunnar ættir austur þar, hið
traustasta fólk. Föður sinn missti
Jóhanna í bernsku, en móðir
hennar giftist seinna Þórði Hall-
dórssyni, öðlingsmanni, er reynd-
ist stjúpbörnum sínum, Jóhönnu
og Guðmundi, síðar bónda á
Þórarinsstöðum, eins og bezti
faðir.
Jóhanna ólst upp í Höfða Og
tók við húsmóðurstarfi þar árið
1907, er hún giftist Víglundi bú-
fræðingi Helgasyni frá Arnar-
holti í Biskupstungum, ágætum
manni, sem látinn er fyrir 10
árum. Bjuggu þau hjónin allan
búskap sinn í Höfða og frú Jó-
hanna síðan eftir lát manns síns.
Þau eignuðust 8 börn: Sesselju
Þórdísi, gifta Sigurði Þórðarsyni
frá Votmúla; Gunnþórunni, gifta
Þorsteini Gíslasyni, vélstjóra i
Hafnarfirði; Helgu, er lézt um
tvítugt; Magnús, ræðismann í
Reykjavík, giftan Ragnheiði Guð
mundsdóttur lækni, Margréti og
Þórð, er bæði dóu ung; Þorstein
iðnaðarmann, giftan Önnu
Erlendsdóttur og Guðrúnu, sem
aðstoðað hefur móður sína dyggi
lega við búreksturinn, síðan hún
missti mann sinn.
Þau Jóhanna og Víglundur í
Höfða bjuggu góðu búi alla tíð
og ólu með prýði upp hin mann-
vænlegu börn sín. Enda þótt frú
Jóhanna ætti síðustu æviárin við
nokkra vanheilsu að stríða,
fylgdist hún jafnan af lifandi
áhuga með hinum stórfelldu
byggingar- og ræktunarfram-
kvæmdum á jörð sinni og bú-
rekstri öllum og varðveitti bjart-
sýni sitt og létta lund til hinztu
stundar. Hún var trúkona mikil
og bókhneigð mjög. Las íhún
löngum fagrar bókmenntir Og
þjóðleg fræði, er hún kunni vel
að endursegja barnabörnum sín-
um.
Minningin um þessa góðu og
göfugu konu máist ekki úr hug-
um okkar samferðamannanna,
þótt árin liði. Ég man hana, fríða
og föngulega, við hlið manns síns,
forsöngvarans okkar ágæta, 5
hópi kirkjugesta heima á Skál-
holtsstað, þar sem þau Höfða-
hjónin áttu sinn ómetanlega þátt
í að stuðla að skipulegu guðs-
þjónustuhaldi á fyrstu áratugum
aldarinnar. Þá verður mér hús-
freyjan í Höfða ekki síður minnis
stæð, er hún fylgdi okkur, nokkr-
um gestum sínum, eitt sinn upp
á höfðann ofan við bæinn sinn
og sýndi okkur hið gróðursæla
víðlendi, sem blasir þar við, um-
kringt fögrum fjallahring. Enda
þótt hún væri gift einum mesta
jarðræktarmanni sveitarinnar að
þeirrar tíðar hætti, gat hana þá
ekki órað fyrir því, að hún ætti
á efri árum eftir að sjá stórvirk-
ar vélar breyta óðali hennar< í
nútíma höfuðból með ræktunar-
aðferðum, sem ekkert fordæmi
eiga sér í sögu landsins.
Við kveðjum í dag þessa starf-
sömu gæfukonu í þeirri vissu, að
hún sé nú inn gengin í fögnuð
æðra lífs.
Sigurður Skúlason.
___
HINN 24. f. m. andaðist að
heimili sínu, Höfða í Biskups-
tungum, ekkjan Jóhanna Ketil-
ríður Þorsteinsdóttir Einarssonar
frá Laugum í Hrunamanna-
hreppi. En móðir hennar var
Guðrún Guðmundsdóttir, ein
hinna mörgu og merku systkiná
á Stórafljóti í Biskupstungum.
Þau Þorsteinn og Guðrún, for-
eldrar hennar, bjuggu allan sinn
búskap í Höfða. Hún fæddist þar
1. júlí 1880, ól þar allan aldur
sinn að undanskildum tveim
vetrum, er hún, ung stúlka, var
við nám í Reykjavík — og í dag
er hún borin til moldar í Foss-
vogskirkjugarði í Reykjavík og
lögð þar við hlið mannsins síns,
Víglundar Helgasonár, sem hún
missti fyrir 10 árum, eftir 38 ára
sambúð.
Hann var að nokkru leyti al-
inn upp hjá sr. Magnúsi Helga-
syni presti hér á Torfastöðum.
Að námi til var hann búfræð-
ingur frá Hólaskóla. — Þau hjón
bjuggu alla samverutíð sína við
ágæt efni og myndarlegu búi. —
Auk búskaparins hlóðust á hann
flest eða öll trúnaðarstörf sveit-
arinnar, því hann var gæddur
góðum gáfum, tillögugóður um
allt, er til bóta horfði og góður
og gegn, hvar sem hann kom
að, átti hvers manns traust og
vmáttu, er kynntist honum.
Vegna þessa var hann oft að
heiman í erindum sveitunga
sinna og gat því ekki verið
óskiftur við heimilið og búskap-
inn. En það sakaði minna en
ætla mætti, því konan sá þá um
allt bæði innan bæjar og utan,
þótt hún hefði ærnum störfum
að sinna í bænum, sérstaklega
meðan börnin voru í ómegð. —
Þau hjón eignuðust 8 börn. Tvö
þeirra dóu í bersku og dóttir
þeirra, Helga, lézt 22 ára gömul,
mjög efnileg stúlka. Hin fimm,
sem öll eru á lííi, eru þessi:
Sesselja, gift og búsett í Reykja-
vík, Magnús, heildsali og ræðis-
maður í Reykjavík, Gunnþórunn,
gift og búsett í Hafnarfirði, Þóra
Guðrún, ógift. Hún hefur alla
ævi verið heima með foreldrum
sínum og nú síðast með móður
sinni, er hún hefur annast og
stundað af sérstakri alúð og nær-
gætni. Og yngstur er Þorsteinn,
kvæntur og búsettur í Hafnar-
firði.
Jóhanna heitin var fastlynd og
trygg svo af bar, sem meðal
annars lýsti sér í því, að vilja
ekki hverfa til barna sinna, er
þau voru „flogin úr hreiðrinu",
þótt þau öll byggju við hinar
beztu ástæður og óskuðu einskis
frekar en að fá hana til sín „í
hornið“, eins og komist er að
orði. — Nei, „heima er bezt“,
sagði hún oft við mig, er ég var
að telja hana á að hverfa úr fá-
sfnninu og eindngruninni, eftir
að hún missti mann sinn og flest
börnin horfin á braut. — Höfði
var ættaróðal hennar og þar
hafði hún fyrst litið dagsins ljós,
notið unaðsstunda bernsku- og
æskuáranna, þar elskað allt lif-
andi og dautt, þar leyst af hönd-
um allt æfi sinnar starf sem
kona hins ágæta förnuautar síns,
húsfreyja á umfangsmiklu en
góðu heimili sínu, þar verið móð-
ir margra barna, sem óhætt er
að segja um, að voru í senn góð
og vel gefin, þar hafði hún glaðst
og grátið, eignast allt, sem henni
var dýrmætast, en einnig misst
margt af því aftur. Hver laut
og leyti í landareigninni geymdi
minningar hennar, hvert heldur
voru ljúfar eða sárar. Saga henn-
ar var þar öll skráð frá fyrstu
byrjun — og hún skyldi þá einnig
skrásetjast þar til enda, og hún
var engum læsileg til hlítar nema
henni, henni einni. En það, sem
þannig er ástatt um, er venju-
lega hverjum manni helgast cg
kærast.
Þessi hugsana- og tilfinninga-
ferill Jóhönnu heitinnar skildist
bezt með því að heimsækja hana
að Höfða, tala við hana um liðiu
ár og atvik, um blítt og slrítt,
sem fyrir hana hafði borið, en.
jafnframt að sjá með eigin aug-
um, hve staðurinn og útsýnið er
óvenju fagurt til allra átta, bæði
frítt og tilkomumikið — auk þes: ,
sem það er búsældarlegt. Og
eigi hefur það spillt um, að jörð-
in hefur á síðari árum verié
byggð upp að öllum húsum sér-
lega vel og vandlega og ræktun.
stóraukin. Við þetta tvennt gat
manni bezt skilist tryggð henn;u'
og fastheldni við ættaróðalið sitt
og æsku- og æfistöðvarnar.
Fyrir allmörgum árum var
vinnuþreki hennar lokið, þótt
hún gæti haft ferilsvist til svo
að segja síðustu daga. En hugsún
öll og andlegar eigindir voru með
öllu óskertar.
Þegar svo er komið, að öllu
er lokið, hvert hlutverk og
skylda rækt eftir beztu getu,
sem lífið hefur lagt manni á
herðar, má segja að það sé aðeins
bið eftir seinustu úrslitunum,
leiðinni sjálfri lokið.
Vissulega munu allir, börn
hennar og barnabörn, vinir og
kunningjar þakka henni af alhug
langa og trausta vináttu, því að
hún var afbragðs móðir og vin-
um trygg.
Eiríkur Þ. Stefánsson.
- Kfikmyndir ’
Framh. af bls. 9.
semi, eins og fram kemur í þess-
ari furðulegu mynd um allt cg
ekkert.
— En þú minntist á The Kid
áðan, hvað um hana?
— Jú, hana sýnum við væntan-
lega í næsta mánuði. — Hún er
tekin 1920, er 66. mynd Chaplins
og talin ein bezta mynd meist-
arans frá áratugnum 1920—’30.
Alveg ógleymanleg mynd. Eng-
inn sem sér hana gleymir undra-
barninu Jackie Coogan sem lék
fósturson Chaplins. Hvert smá-
atvik hnitmiðað, svo að mönnum
verður jafnvel minnisstætt,
hvernig Chaplin setur á sig göt.-
ótta hanzkagarmana eins og for-
ríkur aðalsmaður setji upp silki-
hanza. Og svo mætti lengi telja.
— Já, allir sem fylgjast mcð
kvikmyndum hafa heyrt þessar-
ar myndar getið. Væri vonandi,
að fleiri gætu séð hana hér, en
það verður sennilega að bíða
betri tíma. — Margir sáu líka
Chaplin í Sviðljósi í Trípólibíói
nú fyrir skemmstu og bætir það
úr skák.
— En er þá upp talið?
— Nei, tveggja mynda mætti
geta að lokum sem Filmía sýnir
með vorinu. Eru það Milli stiiða.
og Song of Ceylon. — Sú fyrri
er gerð eftir handriti brezka
leikritaskáldsins Noels Cowards,
en ag öðru leyti er hún eftir
David Lean sem m.a. stjórnaði
töku myndarinnar Oliver Twist,
er Tjarnarbíó sýndi fyrir nokkr-
um árum. Myndin var gerð 1944.
— Song of Ceylon er eftir Basil
Wright og er að margra dómi
talin einhver myndrænasta kvik
mynd sem tekin hefur verið,
nokkurs konar sinfónía í mynd-
um, án fræðslu eða áróðurs, að-
eins myndir af mönnum og goð-
um, — myndir í moll og dúr.
— Að lokum, Jón: Það hefur
flogið fyrir, að þið ætlið að
reyna að koma hér upp safni úr-
valsmynda. Er eitthvað til í því?
— Já, það er næsta sporið, —•
ef nægilegt fjármagn fæst til
þess. M.