Morgunblaðið - 17.03.1954, Side 2

Morgunblaðið - 17.03.1954, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvjkudagur 17. marz 1954 Skýrsla um báfasaníðar Framh. aí bls. 1. Ækipum, samtals 13.5 þúsund rúm lestum. Af þessum fjölda eru inn- lend skip 146, samtals 5.6 þúsund rúmlestir en innflutt skip 127, samtals 7.9 þús. rúmlestir. Sam- kvæmt þessu eru innflutt skip 59% af rúmlestatölu. Viðbótin var mest á árunum 1946 og 1947 eða samtals um 7 Jtúsund smálestir. En síðan hefur rýrnun flotans verið meiri en við- ftætur, svo að á árunum 1948— 1953 fer samanlögð rúmlestatala fiskibátaflotans minnkandi, alls um 1717 rúmlestir. 17 SKIPASMÍÐASTÖÐVAR Skipasmíðastöðvar hér á landi, sem færar eru um að smíða allt Æið 60—70 rúmlesta báta eru tald- ar vera alls 17 á landinu. Þar af eru 2, sem nær eingöngu fást við ■viðgerðir, 7 eru á stöðum, þar sem atvinnulíf er tiltölulega fjöl- breytt, en 12 eru á stöðum, sem aðallega byggist á útgerð og eiga þar af leiðandi við árstíðabundið atvinnuleysi að etja. 7 eru á stöð- iim, sem almennt líða af atvinnu- íkorti verulegan hluta ársins. Vegna þess hve langt er um lið- ið síðan sumar skipasmíðastöðv- arnar hafa haft tækifæri til þess að fást við nýsmíðar og mikill skortur hefur verið á verkefnum, munu margar þeirra þegar hafa tapað nokkrum hluta af hinum æfða mannskap, sem áður var til- tækur. Mun það því há þeim nokkuð fyrst um sinn. Að öðru leyti munu aðstæðurnar ekki hafa versnað. SAMIÐ UM SMÍÐI 9 BÁTA Svo sem vitað er hafa skipa- smíðar nær alveg legið niðri um 4 ára skeið, en seint á síðasta ári, var samið um smíði 9 báta og er þeim nú óðum að ljúka, en óvíst um íramhald á verkefnum. í Reykjavík átti að smíða 3 báta, iHafnarfirði 2 og einn bát á sitt hverjum stað — Njarðvík, Kefla- ví k, ísafirði og Akranesi. Samningsverð á þessum ís- lenzku skipum mun almennt hljóða upp á um 20 þús. kr. rúm- lestin með öllu tilheyrandi og var J>á reiknað með því að söluskatt- nr í tolli, tollar og bátagajldeyrir að upphæð 1000 kr. á rúmlest og tollar af aflvél fengjust endur- greiddir. Vonín um þessar endur- greiðslur mun þó að verulegu leyti hafa brugðizt. Eru þær og allsendis ófullnægjandi og má aegja að bátasmiðir og útgerðar- Hienn séu jafn illa settir og áður. 3STAUÐSYN AÐ LEYSA "VANDKVÆÐIN Það er knýjandi nauðsyn fyrir skipasmíðastöðvarnar að fá skjóta og góða lausn á þeim vand- kvæðum, sem þessi atvinnugrein hefur átt við að stríða. Ef engin lausn fæst nú, er hætt við, að ný- smíðar falli niður aftur og sama öngþveitið í atvinnumálum þess- Æua manna haldi áfram. Vafa- .samt er, hvort sumar skipasmíða- stöðvarnar treystast til þess að halda rekstri sínum áfram, ef «kki verður séð fram á neina lausn. Margar þeirra eru þegar húnar að hjara í nokkur ár í jþeirri von að úr rætist. ATVINNULEYSI SKIPASMIÐA 5—6 MÁNUÐI Gerir Iðnaðarmálastofnunin síðan tillögur, sem miða að lausn þessa vandamáls. Atvinnuháttum flestra báta- emíðastöðva er þannig háttað, að vinna er næg á milli vertíða, á jneðan verið er að gera við og undirbúa skipin á veiðar. Á með- an á vertíð stendur, er aftur á jnóti sáralítið að gera við við- ^erðir, því að þá eru öll skipin "úti, og ef engin önnur verkefni faila til, verður að segja upp smiðunurn. *>* Þetta atvinnuleysistímabil er ' Siamanlagt 5—6 mánuði af árinu pg lengst er það yfir hásumari, einmitt þann tíma ársins, sem æskilegast væri að fást við ný- byggingar. Af þessu er auðséð, að alisendis ómögulegt er fyrir báta- smiði að framfleyta sér á viðgerð- arvinnu einni saman og nauð- synlegt er að hafa önnur verk- efni, sem hægt er að grípa til milli þess, sem viðgerðarvinna liggur niðri. Eðlilegasta verkefnið væri ný- bygging skipa. Flestar skipasmíða stöðvar mundu geta brúað þetta bil og veitt smiðunum næga vinnu allt árið, ef byggð væru eitt til tvö skip á ári. Jafnframt því að ieysa atvinnuspursmál bátasmiðanna, mundu nýbygging ar stuðla að því að ungir menn legðu þessa iðn fyrir sig, en sára- fáir lærlingar hafa lagt leið sína inn í þessa iðngrein að undan- förnu. Er augljóst, hve óæskilegt þetta ástand er, þegar athugað er, að cjávarútvegurinn getur ekki komizt af án bátasmiða. SAMANBLRÐUR Á VERÐI Því næst er í greinargerð þess- ari tekið fyrir það vandamál, hvort íslenzkar bátasmíðar eru samkeppnisfærar við innflutta fiskibáta. Er þar gerður saman- burður á tveimur 52 tonna fiski- bátum, annar þeirra íslenzkur, en hinn danskur. Hér gefst ekki rúm til að rekja samanburð þennan í srnáatriðum, en niðurstöðutölur eru íslenzka bátnum í óhag. Verð ísl. bátsins kr. 1.076,000,00 Verð danska bátsins 956 195,00 Meginorsök þessa verðmismun- ar er mismunurinn á verði vinnu- afls hér og í Danmörku. Er því hér um að ræða dýrtíðarfyrir- brigði, sem óhugsandi er að báta- smiðurinn geti bætt af eigin rammleik, sérstaklega þegar at- hugað er að allur ágóði hans er á lágmarki. 452 ÞÚS. i^t. GJALDEYRIS- SPARNAÐUR Þá er bent á hinn mikla gjald- eyrissparnað af bátasmíðum hér- lendis. Beinn gjaldeyriskostnað- ur við 52 tonna bát, sem smíð- aður er innanlands er kr. 400 þúsund. Gjaldeyriskostnaður við jafn stóran danskan bát er kr. 852 þúsund.. Hreinn gjaldeyris- sparnaður með því að byggja bátinn innanlands er því 452 þús. krónur. Er þess getið í þessu sambandi að nú hafi verið veitt innflutningsleyfi fyrir 21 bát. Reiknast Iðnaðarmálastofnuninni svo til að ónauðsynleg gjaldeyris- evðsla við kaup þessara báta muni nema hvorki meira né minna en 5,2 milljónum króna. Á sama tíma og þessi innflutn- ingsleyfi eru gefin eru íslenzkar bátasmíðastöðvar nær alveg að- gerðarlausaor, að því er varðar nýsmíði. Auk þess eru með þessu móti keypt til landsins skip, sem eru smíðuð í lægri flokkum og þurfa þar af leiðandi mikilla endurbóta við svo að þau séu lög- leg til siglinga hér við land og vafalaust verða þau dýrari í rekstri, þegar fram í sækir, en .skip, sem smíðuð eru uppruna- lega samkvæmt íslenzkum regl- um. GREIÐSLUR í VINNULAUN I skýrslunni er getið hve þýð- ingarmiklar greiðslur fyrir vinnu laun o. fl. eru fyrir þá staði, þar sem skipasmíðastöðvar eru. Við smíði á 52 rúmlesta bát myndu þessar greiðslur nema samtals 652 þús. kr. Er auðséð hve mikla þýðingu þetta hefði fyrir atvinnu- og efnahag margra bæja út um land. INNFLUTTIR BÁTAR TOLLFRJÁLSIR Að lokum segir í skýrslunni: Innfluttir bátar hafa fram til þessa tíma notið stórkostlegrar verndar af hendi íslenzkra stjórn arvalda og innlendum bátasmið- um því reynzt gersamlega um megn að keppa við þá hvað verð snertir. Hafa innfluttir bátar not- ið þeirra einstöku frxðinda að vera fluttir inn alveg tollfrjálst, en íslenzkir bátasmiðir hafa hins- vegar orðið að greiða fullan toll af öllu efni, auk bátagjaldeyris af því eíni, sem undir hann i heyrir. VERÐUPPBÆTUR NAUÐSYNLEGAR Það eru síðan lokatillögur rðnaðarmálastofnunarinnar, að eina Ieiðin til þess að lyfta bátasmíðunum úr þeim vand- ræðum, sem hún hefur átt viðað búa sé að ríkisvaldið verðbæti framleiðslu hennar, svo að hún verði samkeppn- isfær við erlenda báta. Veigamestu tillögur henn- ar til úrbóta eru: 1) Endurgreiðsla allra tolla og bátagjaldeyrisálaga, sem talið er vera kr. 1.362 á rúmlest, og 2) Verðuppbót vegna inn- lendrar dýrtíðar kr. 2.400 á rúmlest. Ef smíðaðar væru árlega hér á landi 1000 smálestir af fiskibátum, mundi það skapa í beinar kaupgreiðslur, sem næmu 7—8 milljónum króna og aukinn brúttóágóði skipa- smiða milli 3 og 4 milljónir króna. Til þess að gera þetta mögulegt, þyrfti ríkissjóður að greiða verðbætur, sem næmu 2,4 milljónum króna. Auknir skattar í ríkissjóð í til efni af hinum auknu tekjum innanlands myndu langleiðis jafna upp verðuppbæturnar. SAUÐARKROKI, 16. marz: — Einmuna veður hefur verið hér undanfarna daga. Bátar hafa verið á sjó. en afli er heldur treg- ur. Skepnuhöld hafa verið óvenju góð hjá bændum og lítið eyðst af heyjum. Þó hafa nokkrir bændur haft féð á gjöf frá áramótum. Hagar eru víðast hvar góðir. Snjór er allur horfinn, eftir snjóa kastið og vegir í sveitinni allir akfærir. í gær var farið yfir Öxnadalsheiði á jeppa og gekk ferðin ágætlega. — Guðjón. Olíufélög lengi aS semia mt LONDON, 16. marz. — Ekki er útlit fyrir að viðræður brezkra, bandarískra og hollenzkra olíu- íélaga við Persastjórn um lausn olíumálsins geti hafizt fyrr en 21. marz. Stafar þetta af því að ekki hefur enn náðst samkomu- lag milli olíufélaganna, sem eru 8 talsins um málið. —Reuter. - Geislavirkni Framh. af bls. 1. verjanna eldrauð, eins og af sól- bruna og þegar þeir loks stigu á land nú fyrir tveimur dögum var askan enn í fötum þeirra, ómögulegt að þvo hana af og húð mannanna var kolsvört á lit. VORU GEFNAR VIÐVARANIR? En þennan morgun fram- kvjemdu Bandaríkjamenn vetn- issprengjutilraunir á Bikini-ey. Japanska stjórnin hefur nú farið þess á leit við Bandaríkjamenn að þeir greiði skaðabætur og hafa þeir beint þeirri fyrirspurn til þeirra, hvort engar aðvaranir hafi verið gefnar nærliggjandi skipum um að sprengingin yrði framkvæmd. , __ Þessa mynd tók Gunnar Rúnar fyrir skömmu í Skipasmíðast. Dröfn. íveir bátar smíðaðir í stoðinni Ðröfn í Hafnarfirð Hafnarfirði 13. marz. lf |M þessar mundir er verið að smíða tvo vélbáta í skipasmíða- stöðinni Dröfn. Verða þeir hvor um sig um 54 tonn. Eigendur þeirra er íshús Hafnarfjarðar og Guðmundur Jónsson, Rafnkells- stöðum í Garði. — Yfirsmiður er Sigurjón Einarsson. Hjá Dröfn hafa verið smíðaðir 6 vélbátar. Sá síðasti, Örn Arnar- son, var smiðaður þar 1947. — Skipasmíðastöðin var stofnuð 25. nóv. 1941, og hefir Sigurjón Ein- arsson yfirsmiður verið hjá fyrir- tækinu síðan. — Skýrði hann fréttamanni blaðsins svo frá í gær, í stuttu samtali, að nauðsyn- legt væri fyrir skipasmíðastöðv- ar hériendis að hafa ávailt nóg að starfa við skipasmíðar. Sann- leikurinn væri sá, að atvinna fyrir skipasmiði væri ekki nema hálft árið, ef ekki væri um áð ræða bátasmíðar. Nóg væri að starfa hjá þeim fyrir síldveiðarn- ar á sumrin og svo aftur fyrir vertíðina, en á öðrum tíma árs væri sama og ekkert að gera, og verður bá að grípa til þess að fækka mönnum. — Við svo búið má ekki standa öllu ler.r ur, því að ungir menn fást ekk! til að læra iðnina upp á það að vinna ] aðeins hálft árið. Eins og fvrr er ; sagt, verður ekki ráðin fcót á j þessu með öðru en því, fA ávallt t séu næg verkefni fyrir hc.idi við ; nýsmíðar. j Vigfús Sigurðsson frarnkv.stj. j skýrði frá því, að við skipasmíða- stöðina ynnu um 50 menn þegar mest væri. Sagði hann, að Dröfra j ræki og trésmíðaverkstæði, og ; væri þar smíðað allt til húsbygg- inga. Væri Dröfn vel búin að alls konar tækjum og vélum, sem til starfrækslunnar þyrfti. — Geta má þess, að fyrrnefndir bátar eiga að verða tilbúnir 1. júlí næst komandi. — G. E. lorræna félagið veitir 10 ésl. n endum ókeypis skóiavist SEM kunnugt er hafa 7—12 íslenzkir nemendur, í nokkur und- anfarin ár, fengið ókeypis skólavist í lýðháskólum og hús- mæðraskólum á Norðurlöndum, á vegum Norræna féiagsins. Flest- ir hafa nemendur þessir verið í Svíþjóð, oftast 7 á ári. Námstím- inn er í flestum skólum um 6 mánuðir frá októberbyrjun fram í byrjun aprílmánaðar. Að námstíma loknum hafa margir nemend- anna dvalizt nokkra mánuði á eftir í löndunum við ýmis störf eða ferðast um og dvalizt hjá skólasystkinum sínum. Námsdvalir þess- ar hafa orðið nemendunum til mjög mikillar ánægju og gagns, enda hafa umsóknir um námsdvalir þessar, verið að jafnaði langt umfram það, sem hægt hefur verið að sinna. Sveítir HarSar og Gunngeirs efstar EFTIR 9: umferð meistaraflokks- keppni Bridgefélagsins eru sveitir Harðar Þórðarsonar og Gunngeirs Péturssonar orðnar efstar og jafn ar, en þær eiga eftir að spila sam- an. í 9. umferðinni vann sveit Gunngeirs sveit Hilmars Ólafsson ar. Sveit Harðar vann sveit Her- manns Jónssonar, sveit Einars Baldvins vann sveit Ásbjarnar Jónssonar, sveit Einars Guðjohn- sens vann sveit Róberts Sigmunds sonar, sveit Ragnar Jóhannesson- ar vann sveit Ólafs Þofsteinsson- ar og sveit Stefáns Guðjohnsens vann sveit Ólafs Einarssonar. Staðan er nú þannig, að sveitir Harðar og Gunngeirs hafa 14 stig hvor, sveit Hilmars 13, sveit Ein- ars Baldvins 11, svcitir Ásbjarn- ar, Róberts og Stefáns 10 stig hver og sveit Ragnars 9 stig. Nú eru aðeins tvær umferðir eftir. ^ Námsstyrkirnir eru nú ákveðn- ir fyrir næsta vetur fyrir 8 nem- endur í Svíþjóð, 2 í Noregi, 1 í Finnlandi og 1 í Danmörku, eða 12 samtals. Þeir íslenzku nemendur, sem sækja vilja um þessa skólavist, skulu senda umsóknir sínar fyr- ir 1. maí n. k. til Norræna félags- ins í Reykjavík, Ásvallagötu 58. Umsóknum skulu fylgja með- mæli frá skólastjóra, kennara eða atvinnuveitanda, afrit af fæð- ingarvottorði og prófskírteini, Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára eða verða það á árinu og hafa lokið námi í héraðs- og gagnfræðaskóla. Lantmannaskolan í Osby á Skáni hefur einnig boðizt til þess: að taka 6 nemendur frá íslandi á 5 mánaða sumarnámskeið sitt, sem hefst þann 24. apríl n. k, og fá nemendurnir þar ókeypis kennslu, mat og húsnæði. Um- sóknir um þessa námsvist þurfa að berast Norræna félaginu fyrir 1. apríl. Þá hafa 6 íslenzkar stúlkur fengið í gegnum Norræna félag- ið, skólavist á hússtjórnarskól- anum St. Restrup í Danmörku fyrir hálft gjald í fjóra mánuð| frá 3. maí til 3. ágúst í sumar, \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.