Morgunblaðið - 17.03.1954, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 17 marz 1954
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3043.
Auglýsingar:' Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
f lausasölu 1 krónu eintakiC.
UR DAGLEGA LIFINU
z^aarszam
ul
Er þetta norrænn andi?
MEÐAL smáþjóða er oftlega
deilt á hinar stærri og vold-
ugri þjóðir fyrir deilugirni og
skort á samningalipurð. Á al-
þjóðlegum þingum er það ekki
fátítt að fulltrúar smáþjóðanna
rísi upp og víti stérveldin fyrir
kíf þeirra og valdatogstreitur.
Oft og einatt eiga þessar ávítur
við fyllstu rök að styðjast. Hinir
„stóru“ eyða oft miklum tíma á
alþjóðasamkomum í deilur um
keisarans skegg. En ef nánar er
aðgætt eru það ekki aðeins hin-
ir stóru, sem gera sig seka um
slíkt. í viðskiptum smáþjóðanna
hendir það oft og einatt, að þær
geta ekki komið sér saman um
jafnvel sjálfsögðustu hluti.
Við Norðurlandabúar tölum oft
um það, að í raun og veru sé
sambúð þjóða okkar öðrum og
stærri þjóðum til fyrirmyndar.
Við lifum saman í sátt og sam-
lyndi og setjum niður ágrein-
ingsmál okkar í friði og bróður-
kærleika.
í þessu felzt töluverður sann-
leikur. Hinar norrænu þjóðir eru
friðsamar og byggja yfirleitt við-
skipti sín á virðingu fyrir lögum
og rétti. En því miður gætum við
þó sýnt meiri þroska og virðingu
fyrir hvers annars rétti. Um það
er niðurstaðan í handritadeilu
Dana og íslendinga greinilegt
vitni.
Danir víðurkenna, að ekki sé
hægt að sniðganga þá staðreynd,
að íslendingar hafi skapað þau
menningarverðmæti, sem um er
deilt. í>eir játa að handritin séu
skrifuð á íslandi, af íslenzkum
mönnum og flest um íslenzk eða
samnorræn efni. En af því að
konungur fslands var jafnframt
konungur Dana, og af því að há-
skóli Danmerkur var jafnframt
háskóli íslendinga, og þessir að-
iljar komust yfir þessi íslenzku
handrit, segjast Danir eiga þau.
Á þeirri þrákelknislegu fullyrð-
ingu halda þeir svo áfram að stag
ast til rökstuðnings því að hin
íslenzku handrit eigi að vera í
Kaupmannahöfn en ekki á ís-
landi.
Vmsir af víðsýnustu stjórn-
málamönnum Dana hafa þó
oftar en einu sinni lýst því
yfir, að þeir vilji afhenda fs-
lendingum handrit þeirra.
Vegna þessara yfirlýsinga,
sem við vitum að hafa stuðzt
við skilning og einlægan vilja
vina okkar höfum við íslend-
ingar beðið rólegir átekta í
handritamálinu. Við höfum
gert ráð fyrir, að sanngirni
og víðsýni beztu leiðtoga
dönsku þjóðarinnar myndu
með tímanum sigra hrokann
og eigingirnina í þeim löndum
þeirra, sem aldrei hafa unnað
íslendingum réttar síns. En
því miður hefur vonin um það
dofnað verulega við þá at-
burði, sem nú hafa gerzt.
Handritamálið er komið á nýtt
stig. Menn, sem okkur hafa ver-
ið hliðhollir í málinu hafa fundið
upp hugmyndina um sameign
íslendinga og Dana á handritun-
um. Ríkisstjórn íslands, Alþingi
og allur almenningur hefur hafn-
að henni og þá er það, sem dönsk
blöð segja að lausn handritamáls-
ins megi heita útilokuð um tíma
og eilífð’!
Er þetta hinn norræni andi,
sem þarna er að verki? Er það
viljinn til þess að leysa öll á-
greiningsmál norrænna þjóða af
sanngirni, víðsýni og bróðurkær-
leika, sem þarna birtist?
Ef það er skoðun margra ráð-
andi manna í Danmörku að svo
sé, þá má mikið vera ef trúin á
norræna samvinnu á eftir að
glæðast á íslandi og raunar með-
al annara Norðurlandaþjóða.
íslenzka þjóðin hefur und-
anfarin ár forðast beiskju og
dómhörku í umræðunum um
liandritamálið. Við skulum
einnig gera það framvegis. En
í hugum okkar hefur trúin á
sanngirni og víðsýni frænda
okkar og vina við Eyrarsund
beðið alvarlegan hnekki.
I
Samstarfið í verka-
lýðsfélöpnum
í SÍÐUSTU viku harðneitaði Al-
þýðublaðio því, að nokkuð væri
hæft í þeirri fregn, sem frá var
skýrt hér í blaðinu fyrir skömmu,
að formaður og ritari Alþýðu-
flokksins væru farnir að undir-
búa samstarf við kommúnista í
kosningum til næsta Alþýðusam- !
bandsþings. Var blaðið mjög
móðgað yfir því, að svo ljótt at-
ferli skyldi hafa verið borið á
þessa tvo leiðtoga flokks þess |
I gær bregður hinsvegar svo
kynlega við, að Alþýðublaðið
birtir grein, þar sem harðlega er !
vítt öll samvinna við Sjálfstæðis- i
flokkinn í kosningum í verkalýðs
féiögunum. Er jafnframt farið
háðulegum orðum um það, sem :
Morgunblaðið hafi kallað „nána '
samvinnu lýðræðisflokkanna“. |
Þá ræðir greinarhöfundur nokk
uð um stjórnarbyltinguna, sem
varð í Alþýðuflokknum á s.l.
hausti og er mjög ánægður með
hana. Komst hann m. a að orði
um hana á þessa leið:
„Það eitt hefur skeð, að fyrir
hönd Alþýðuflokksins koma nú
fram þeir menri, sem vonir standa
til, að ekki muni bregðast því
trausti og þeirri ábyrgð, sem
fólkið gerir kröfur til, að for-
ingjum þess skiljist, að þeir verði
að verðskulda og svara fyrir.“
| Svo mörg eru þau orð. Alþýðu-
blaðið hefur með þessum um-
mælum staðfest eins rækilega og
þörf er á þá frásögn Mbl., að for-
ysta hans, þ. e. formaður hans
og ritari, hefðu nú hafið undir-
búning að samvinnu við komm-
únista í verkalýðsfélögunum. Það
hefur sjálft sagt frá því, að sam-
vinna við Sjálfstæðisflokkinn
komi ekki til greina. En á slíkri
samvinnu hafa völd lýðræðis-
sinna í Alþýðusambandi íslands
byggst undanfarin ár.
Óhætt er að fullyrða, að mikill
fjöldi Alþýðuflokksmanna í
verkalýðssamtökunum og utan
I þeirra muni harma þessa yfir-
lýsingu blaðs síns.
Lýðræðissinnað fólk í verka
lýðsfélögunum hefur snúið
bökum saman í baráttunni
gegn kommúnistum og orðið
þar mikið ágengt. Það væri
hrein óhæfa ef kommúnistar
ættu að ná yfirtökum í Alþýðu
sambandi íslands að nýju. En
ekki verður annaff séð af grein
Alþýðublaðsins í gær en að
núverandi forysta Alþýðu-
flokksins ætli sér að stefna að
því. Formaður og ritari Al-
þýðuflokksins eru að sjálf-
sögðu sjálfráðir gerða sinna.
En margir munu telja, að þeir
„bregðist því trausti og þeirri
ábyrgð, sem fólkið gerir kröf-
ur til“ ef þeir vinna slíkt ó-
hæfuverk.
★ ALLIR kannast við fréttirnar
sem einu sinni á ári koma frá
Pósthúsir.u, um að svona og
svona mörg þúsund jólakort þurfi
að bera til viðtakenda á aðfanga-
dag jóla. Og tölurnar yfir jóla-
kortin verða rosalegri með
hverju árinu, því jólakort eru
einn af fylgifiskum nútíma þró-
unar í samgöngumálum. Og
hversu dásamleg er ekki þessi
kveðja frá fjarstöddum vini eða
vinum, sem í huganum vill nálg-
ast mann þetta helgasta kvöld
ársins.
★—□—★
★ OG SVO líða jólin. Matur og
hvíld skiptast á. Kunningjarnir
koma í heimsókn og eftirmiðdags
stundin líður við það að jóla-
kortin eruttekin upp úr kristals-
skál og skoðuð. Og hversu hrifin
eru börnin ekki af þessum marg-
litu kortum. Sum eru með mynd-
um af jólasveinum sem rísa upp
er kortið er opnað, önnur með
mynd af íslenzkum sveitabæ,
hvers þak er að sligast undan
fannkynginu. Og er ekki gaman
fj/ólalort
— o(ý cfóÉ b \
ona
að stinga einu og einu korti að
þessum litlu skinnum, sem hafa
svo gaman af að skoða þau.
Það var einmitt slík saga um
góða konu, fátæk börn og marglit
jólakort sem segja átti hér.
★—□—★
★ ÞAÐ var rétt fyrir nýárið í
vetur, að velviljuð gömul kona
skrifaði í eitt ensku dagblaðanna.
Hún sagði að það væri synd að
kasta öllum þessum fallegu jóla-
kortum, það væri nær að gefa
fátækum börnum þau, sem þætti
éreiðanlega vænt um að fá þau.
Þetta var vel meint af gömlu
konurni, en það hafði sínar af-
ieiðingar
★—□—★
★ SAMA dag og greinarkornið
hennar birtist í blaðinu, voru
henni send nokkur hundruð
\JeluuLandi ábrij^ar:
Friðrik frá Horni
ekki aðgerðarlaus.
EG HEF áður birt hér í dálkun-
um smápistla frá vini okkar
í Hilversum, Hollendingnum
Freek van Hoorn — eða Friðrik
frá Horni eins og hann oft kallar
sig. Hann er sívakandi og fullur
af áhuga á öllu því, sem ísland
varðar eftir hina fjóra mánuði,
sem hann dvaldist hér á íslandi
fyrir 2—-3 árum. Hann hefur hald
ið fyrirlestra, sýnt íslenzkar kvik
myndir og skrifað blaðagreinar
um ísland í Hollandi og vakið
mikla athygli. Hollenzk blöð og
tímarit gera að umtalsefni eitt
slíkt kynningarkvöld Friðriks
fyrir nokkru. — Af umsögnum
nokkurra þeirra, sem ég hef kom
izt yfir, hefur erindi Friðriks fal-
ið í sér mikinn og skemmtilegan
•— Mörg eru undrin á íslandi!
fróðleik um ísland, sem vakið
hefur óskiptan áhuga þeirra, sem
á hlýddu og löngun til að kynn-
ast fslandi nánar. „Áheyrendur
sátu sem töfraðir á meðan þeir
hlustuðu á frásögn og útskýring-
ar hr. van Hoorn“, segir á einum
stað. „Við vitum, hvert við eig-
um að fara, næst þegar við för-
um að ferðast", á öðrum. — Það
er auðséð, að Friðrik frá Horni
er ekki aðgerðarlaus.
„Reykvíska" og
„landsmál".
Bréfritari minn, „útsofinn",
sem ég birti smágrein eftir í
gær, spurði mig álits um, hvort
íslenzkan mundi með tímanum
greinast í tvö mál eða mállýzkur,
„reykvísku" annars vegar og
„landsmál“ hins vegar.
Að sjálfsögðu tala ég hér að-
eins frá leikmanns sjónarmiði.
Að minni hyggju eru mjög
litlar líkur fyrir, að slíkt gæti
átt sér stað. Það hlýtur reyndar
alltaf að verða svo, að málfar
sveitafólks sé að ýmsu leyti
nokkuð frábrugðið kaupstaða-
og borgarmáli, sérstaklega að því
er snertir ýmis orð og orðatil-
tæki, sem standa í beinu sam-
bandi við atvinnuvegi og Hfs-
hætti á hverjum stað. Orðaforði
bóndans, sjómannsins, iðnaðar-
mannsins cða verzlunarmannsins,
hvers fyrir sig, hlýtur að tak-
markast og mótast að meira eða
minna leyti af starfinu og um-
hverfinu.
Séreinkennin
skemmtileg.
EG TEK undir það álit bréfrit-
ara míns, að yfirleitt finnst
mér málfar þeirra, sem búa úti
um sveitir landsins auðugra —
og fegurra heldur en þeirra, sem
alið hafa allan sinn aldur í
Reykjavík eða öðrum stærri
kaupstöðum. Mér finnst líka, að
hin ýmsu séreinkenni íslenzkrar
tungu frá einum landshlutanum
til annars bæði að því er varðar
framburð málsins og orðaforða
þess, séu skemmtileg og að
ástæðulaust og vitlaust væri að
streitast við að samræma þau,
svo að úr yrði ein allsherjar
flatneskja, og málið sínu fjöl-
breytnissnauðara eftir en áður.
Annað atriði í þessu máli er
svo hinn mikli þáttur útvarps og
dagblaða í almennu málfari fólks
á síðari árum. Án vafa stuðla
áhrif þessara aðila að samræm-
ingu málsins á öllu landinu þann-
ig að aðgreining þess í sérstakar
mállýzkur kemur vart til greina.
•
Andskotinn og Goliat.
EINHVERJU sinni var prestur
að spyrja börn á kirkjugólfi,
og voru tvær systur á meðal
þeirra, er engu gátu svarað. For-
eldrar þeirra voru við og þótti
leiðinlegt, hve stelpurnar stóðu
sig illa. Loksins þoldi kerling
mátið ekki lengur og sagði: „Þið
getið ekkert sagt prestinum, stelp
ur mínar. Alténd getið þið sagt
honum það, þegar andskotinn
rotaði hann Goliat með sleggju-
skaftinu." Þá sagði karl: „Lengi
megið þið læra, stelpur mínar,
þangað til þið verðið eins vel að
ykkur í heilagri ritningu og hún
móðir ykkar.“
Vertu herra
vilja þíns en
þjónn sam-
vizku þinnar.
jólakort. Næsta dag komu kortin
í pökkum, þriðja daginn komu
þau í stórum sekkjum. Fjórða
daginn hættu kortin að koma í
sekkjum, en i staðinn komu þau
í stærða’- vörubifreiðum. Gamla
konan tók á móti þessu öllu sam-
an og fór að koma sendingunum
fyrir í íbúðinni sinni. Á skömm-
um tima höfðu svo mörg jóla-
kort drifið að henni, að hún varð
að neyðast til þess að taka bif-
reiðina sína úr bifreiðaskýlinu og
koma kortunum þar fyrir.
★—□—★
★ GAMLA konan-var komin í
hreinustu vandræði með öll þessi
jólako>'t og loks þegar hún var
að því kcmin að flytja úr íbúð-
inni sinni, vegna þess að hún var
undirlögð af jólakortum frá gólfi
upp í loft, virtist loks ætla að
verða hié á þessum ósköpum.
Nokkrir dagar liðu án þess að
nokkur sending kæmi. En þá
byrjuðu sendingarnar á nýjan
leik. Og nú var það ekki aðeins
inanlandssendingar, helduf komu
margar smálestir frá Suður-
Afríku Ástralíu og Bandaríkj-
unum. Hún bæði hótaði og bað
póstþjónustuna að létta þessari
plágu af sér og endursenda jóla-
kortin, en það þýddi ekkert, það
hafði verið borgað undir kassana
og skylda póstþjónustunnar var
að koma þeim í hendur rétts við-
takanda. Eftir eina viku sá varla í
hús gömlu konunnar fyrir köss-
um og pokum sem hlaðið var upp
garðinum umhverfis húsið.
Þann dag birti eitt dagblað-
anna bréf frá henni, sem byrj-
aði á þessa leið. Fyrir jólin lifði
ég rólegu og hamingjusömu lífi,
en nú veit ég ekki hvað ég á að
gera af mér.
Kynnfi sér slökkvi-
liðsslörf
WASHINGTON, 11. marz —
Guðm. Guðmundsson, siökkvi-
liðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli
er staddur í Bandaríkjunum í
þriggja mánaða heimsókn. Hefur
hann dvalizt þar og ferðast um
landið siðan í desember, en er
nú að ljúka ferð sinni. Var hon-
um boðið af einkaflugsstofnun
Bandaríkjanna.
Guðmundur starfaði í 1%
mánuð með slökkviliði flugvall-
arins í Washington. Auk þess
heimsótti hann flugvellina í
New York, Baltimore, Fíladelfíu,
Milwaukee, Chirago, Cleveland
og Pittsburg. í New York starf-
aði hann í mánuð með einka-
flugsstjórninni.
Hann skýrði fréttamönnum
svo frá, að hann hefði kynnzt
ýmsum mjög merkilegum og
nýstárlegum slökkvitækjum og
bjóst við að minnsta kosti tvö
þeirra gætu komið að góðu gagni
heima á íslandi. Þá kvaðst hann
og vera mjög hrifinn af litlum
útvarpstækjum, bæði sendi og
móttökutækjum, sem menn í leit-
arflokkum hefðu með sér, þegar
þeir væru að leita að flugvélum,
sem horfið hafa. Með þessum
tækjum geta þeir haft beint út-
varpssamband við flugvélar sem
fljúga yfir. •—USIS.
slefnu freslað
WASHINGTON, 16. marz. —
Dulles utanríkisráðherra gaf £
dag í skyn, að svo kynni að fara
að Genfar-ráðstefnan, sem fyrst
var áætlað að halda 26. apríl
n. k. kynni að frestast nokkuð,
vegna þess að svo virtist, sem
Rússar ætluðu að setja ákveðin
skilyrði um hina kínversku þátt-
töku á ráðstefnunni.
— Reuter-NTB