Morgunblaðið - 17.03.1954, Page 10

Morgunblaðið - 17.03.1954, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. marz 1954 Fra adaSfundi Lesfrarféiags kvenna: Félagið lánaði alls 7315 bækur út á árinu LESTRARFÉL. kvenna Reykja- víkur hélt aðalfund sinn þriðju daginn 2. marz í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. í upphafi fundar- ins minntist formaður félagsins Theódóru Thoroddsen, skáldkonu er látist hafði að heimili sínu 23. f.m. og bað konur að rísa úr sæt- um sínum og minnast hennar með virðingu og þökk fyrir starf hennar í félaginu. Var Theódóra Thoroddsen ein af stofnendum félagsins og ötull starfsmaður meðan lífskraftar leyfðu. Var stofnað til minningargjafar um hana, er senda skyldi „Heimilis- prýði Hallveigarstaða“ ásamt mynd og æviatriðum. Þá söng Þuríður Pálsdóttir nokkur íslenzk þjóðlög með und- irleik Hólmfriðar Sigurjónsdótt- ur, en þvínæst hófust aðalfundar- störfin. Eru teknir hér nokkrir drættir úr ársskýrslu fomanns. Bókasafn félagsins er til heim- ilis á Grundarstig 10 og fara bóka útlán þar fram mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 4—6 og 8—9. Voru útlán með hæsta móti eða 7315 bindi auk blaða og tímarita. Bókasafninu er raðað niður eftir Dewy-kerfinu í flokka eftir efni. Stærsti flokkurinn er skáldsagnaflokkurinn á Norður- landamálunum og ensku (8, a, b og c). Næstur honum eru ævi- sögur og landfræðisrit, tímarita- flökkurinn, Þá er þjóð- og hag- íræðiflokkurinn nokkuð stór og mörg góð rit eru til um uppeldis- mál o. fl. Leita konur talsvert í þessa flokka þegar ná á í góðar bækur handa eiginmanninum og sonum þei^ra. Þá er sérstök barna bókaedild og þykir konum gott að ná þar í bækur handa unga fólkinu á heimilinu, sem styður að því að halda því heima ákvöld in. Komi börnin með þeim á safn- ið, setjast þau hljóðlát á litlu stólana í innri stofu safnsins og líta þar í olöð og bækur. Nokkuð vgr dregið út úr safninu síðastl. ár, en allmikið bættist við af nýj- um bókum Voru keyptar útlend- ar bækur, bæði í Danmörku og Skotlandi og árlega kaupir félag- ið mikið af tímaritum, hannyrða- og tízkublöðum og hafi konur með sér gagnsæjan pappír og blýant, geta þær á lesstofunni dregið upp snið, mynstur, eða skrifað uppskrift á kökum, rétt- um eða öðru, er að gangni má koma. Við skýrslugerðina kom það fram, að um 200 heimili eða lán- takendur höfðu notað safnið s.l. ár og koma um 36 bindi á hvert heimili eða lántakanda, að meðal tali. Tveir þeirra höfðu lánað um 180 bindi, hvor um sig, aðrir tveir um 100 og um 20 lántakendur 70—90 bindi. Þessar tölur sýna, að .þegar lögð er nokkur alúð við aði- heimsækja bókasafnið, þá verður útkoman þessi. Konur kynnast þá safninu og komast að raun um, að þar er margt góðra og skemmtilegra bóka innan- veggja. Konur geta ekki dæmt um gildi safnsins fyrir sig og sína með því að koma aðeins nokkrum sinnum á ári eða jafnvel aldrei. Þetta er ekki sagt konum til hall- mælis, því að vitað er, að mörg heimilin hafa ýmist gnægð bóka, eða takmarkaðan tíma til að lesa bækur. Stjórn L.F.K.R. er sannar lega þakklát þeim konum félavs- ins, er greiða góðfúslega ársgjöld þó þær noti ekki rétinn til að afla heimilum sínum árlega marga tugi bóka. Þær vita, að þó þær geti ekki notað safnið sem skyldi, þá eru aðrar er gera það og dæmi eru til þess, að einmitt þessir „styrktarfélagar“ okkar hafa unnið að því, að fjölga með- limum og útbreiða þekkingu á starfi félagsins. Tekið er á móti ársgjöldum og nýir félagar inn- ritaðir alla mánudaga kl. 4—6 og 8—9. Öllum félagsgjöldum er var ið til bókakaupa og bókbands, en ríki og bær greiðir styrk, er svar ar kostnaði húsnæðis með ljósi, hita, ræstingu og aðgang að síma. Öll vinna við safnið og fé- lagsskapinn er sjálfboðavinna, leyst af hendi sjálfra félags- kvenna. Með þeirri vinnu stendur og fellur félagið! Tveir umræðu- og skemmtifundir voru haldnir síðastliðið ár. Þá er rétt að geta þess að Sum- ardaginn fyrsta efndi L.F.K.R. til fjáröflunar fyrir Hallveigar- staði með kaffisölu í Tjarnacafé. Varð ágóðinn kr. 5.650,00. Sömu- leiðis studdi félagið að hlutaveltu er haldin var í sama augnamiði s.l. haust, að „Röðli“. Ágóðinn var nærri 20 þús. króna. Að loknum lestri ársskýrslunn- ar og samþykkt ársreikningsins fór fram kosning stjórnar og annarra starfsmanna félagsins, ennfremur fulltrúa er starfa með öðrum félögum að þjóðfélagsmál- um. Aðalfundinurn lauk með því að þær leikkonurnar Emilia og Áróra fluttu lítinn gamanþátt. Ásgerður Guðmundsdóttir las kvæði eftir borgfirzk skáld og Laufey Vilhjálmsdóttir las bréf frá skáldkonunni Jakobínu John- son með kveðju til Lestrarfélags kvenna. Stjórn L.F.K.R. skipa nú eftir- farandi konur: Laufey Vilhj^ms- dóttir formaður, Sigríður J. Magnússon varaform., Þórhildur Líndal gjaldkeri og Arnheiður Jónsdóttir og Soffia Haraldsdótt- ir ritarar. Aðalíundur Tafl- félap Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI — Aðalfundur Taflfélags Hafnarfjarðar var haldinn síðastl. sunnudag. — Á fundinum var minnzt þriggja fé- laga, sem létust á árinu, en það voru þeir dr. Bjarni Aðalbjarn- arson, Sigurvinn Jensson og Jó- hann ísleifsson. Lesnir voru reikningar félags- ins og skýrsla félagsstjórnarinn- ar. Síðan var gengið til stjórnar- kjörs, og voru eftirtaldir menn kosnir í stjórnina: Einar Mathie- sen formaður, Lárus Gamaliels- son gjaldkeri, Ólafur Stephensen ritari, Einar Sigurðsson vara- form., Jón Kristjánsson, með- stjórnandi, Eggert ísaksson og Bergst. Björnsson endurskoð. Full trúar á skáksambandsþingið, sem hefst í Reykjavík í dag, voru kosnir Einar Mathiesen, Jón Kristjánsson og Sigurður T. Sig- urðsson. — Þá var rætt um að athuga möguleika á því, að fá annað húsnæði fyrir starfsemina. Á fundinum var samþykkt eft- irfarandi tillaga: „Aðalfundur Taflfélags Hafn- arfjarðar 1954, lýsir undrun sinni yfir þeirri afgreiðslu, sem liður- inn — styrkurinn til menning- armála — hlaut hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar 1954. — Einnig harmar fundurinn það skilningsleysi, sem þessi mál sæta hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar, en þakkar samt þeim, sem þess- um málum hafa sýnt skilning." Styrkurinn hefir verið kr. 1500 á ári, en hefði orðið 2500 ef til- laga sú, sem Eggert ísaksson bar fram hefði verið samþykkt. Ákveðið var á fundinum, að skákmót Hafnarfjarðar hefjist n. k. sunnudag kl. 14. Eru vænt- anlegir þátttakendur beðnir að gefa sig fram á taflæfingu, sem verður í kvöld og n. k. föstudag. — G. E. 4 BEZT 4Ð AVGL'ÍSA £ T / MORGVI\BLAÐINU T - Landnemarnir Framh. af bls. 7. Þá var rúllupylsan talin mikið lostæti. íslendingarnir kunnu að notfæra sér hverja ögn af slátur- dýrinu og þeir bjuggu til pylsur úr lifur og blóði. Lifrarpylsan er alveg einstakur réttur í sinni röð. Kunnugir segja að hún sé eina lifrarpylsan í heiminum, þar sem lifrarbragðið er ekki yfirgnæft af kryddi. (Síð- an lýsir Thorstina nákvæmlega lifrarpylsugerð). IIÚSNÆDIÐ OG FÁTÆKLEG HÚSGÖGN Húsin voru bjálkakofar og fyllt upp í bilin með leir. Herbergi var eitt, venjulega tveir gluggar. Loft var aðeins á heimilum hinna efnaðri. Húsgögn fyrstu frumbyggjanna voru ekki glæsileg. Plássið var ekki mikið og innanstokksmunir óbrotnir. í einu horninu var rúm frumbyggjans og konu hans. Við rúmstokkinn, undir glugganum, var fjölskylduborðið með vaxdúk á Ef húsmóðirin vildi prýða heimilið til hátíðabrigða, þá var það venjulega fólgið í því að setja nýjan vaxdúk á borðið. I herberginu var einn stóll, oft meira og minna brotinn og lask- aður. Ferðakistan þoldi betur átök þeirra, sem hlömmuðu sér r.iður, enda setti hin íslenzka fagurlega málaða ferðakista svip á herbergið. Hún var helzti dýr- gripurinn. í henni höfðu þeir flutt dýrmætustu gripi sína að heiman. Nú var hún bezti hvíld- arstaðurinn. En jafnvel þær létu á sjá við daglega notkun. Yfir rúrnið var breitt íslenzkt vaðmál en það var einnig farið að láta á sjá eftir langa ferð að heiman. Á sumrin var eldstæðið út við rúðulausan gluggann. Á veturna var það flutt í miðju herbergisins. Þá gegndi það tvö- íöldu hlutverki, sauð matinn og hitaði herbergið í grimmdarfrosti vetursins. Og það gegndi sínu hlutverki vel. Inni var alltaf hlýtt, hversu mikinn hörkugadd sem gerði úti. í einum smákistli út við vegg voru hinar dýrmætu bækur, sem fólkið hafði flutt með sér að heiman. Þar voru hugvekjur, sálmabækur og passíusálmarnir. Þarna voru síðast en ekki sízt hinar frægu íslendingasögur og oft Eddurnar. Innan um þetta voru hetjurímur og íslenzkar þjóð sögur. í stuttu máli — í kistlin- um var allmerkilegt bókasafn, lesið og lesið af landnemunum. I fáum bókum hafði það inni að halda hluta af þúsund ára ís- lenzkri menningu. íslenzku landnemarnir sökn- uðu fjallanna sinna. Þeir höfðu yfirgefið hrjúft land og djúpa dali eylandsins í Atlantshafi, með björtum sumarnóttum og bloss- andi norðurljósum vetrarins. Samt tóku þeir brátt að festa ástir við þetta nýja föðurland. Þeir fóru að elska sléttuna, græna í nærsýn, gula í fjarsýn. Þeir dáðust að marglitum blómavoð- um hennar. í stað draumsóleyjar íslands fengu þeir slétturós Dakota. Þarna liðuðust djúpar ár líka um landið með fögrum trjám á bökkunum og sléttan tók enda við hæðadrög, sem í fjarlægð voru blá og purpurarauð. •jr Thorstina Walthers: Mod- ern Sagas. North Dakota Inst- itute for Regional studies, $3.75. — í Osló lélf í gær KINNARAVERKFALLINU í Ósló létti í gær, en þá hafði það staðið yfir í meira en mánuð. — Deilan var leyst síðast liðinn fimmtudag og í opinberri til- kynningu, sem gefin var út, var sagt, að samkomulag hefði náðst um launakjör kennara. Kennsla hófst í skólunum í gær. Yfir 37 þús. börn hafa verið án kennslu þennan tíma. 17000 kennarar og kennslukohur tóku þátt í verkfallinu. — Somerset áttræður Framh. af bls. 7. braut. En þetta hvarflaði þá ekki að mér. Ég yfirgaf læknastéttina án eftirsjár, en ég sé ekki eftir hinum 5 árum, sem ég var á sjúkrahúsum, því að þar komst ég í snertingu við nakta manns- sálina, hvort heldur hún birtist í dýpstu sorg og örvæntingu eða hinni æðstu gleði. FJÖGUR LEIKRIT SÝND SAMTÍMIS Næstu tíu ár voru mjög erfið. Ég skrifaði nokkrar skáldsögur og leikrit, sem útgefendur endur- sendu mér oftast. Tekjurnar voru því mjög af skornum skammti. En loks hafði ég heppnina með mér. Leikstjóri nokkur hafði sett á svið leikrit, sem var mjög illa sótt og var sýningum þess vegna hætt. Næsta leikrit, sem hann ætlaði að setja á svið var ekki tilbúið, og nú var hann kominn í vandræði. Þá las hann leikrit eftir mig og ákvað að færa það upp, því hann bjóst við að það mundi ganga þær sex vikur, sem eftir væri þar til næsta leikrit hans yrði tilbúið. Honum skjátl- aðist i þessu efni, því að þetta leikrit mitt var sýnt í fimmtán mánuði samfleytt, og innan skamms höfðu þrjú önnur leik- hús tekið leikrit eftir mig til með- íerðar. Slíkt hafði aldrei áður skeð. Blöðin gerðu sér mikinn mat úr þessu, og ef ég má segja svo, þá var ég mest-umtalaði maður borgarinnar. Margt fólk áleit upphefð mína óverðskuld- aða. Það hafði auðvitað alveg á réttu að standa, en hvað sem því líður, hófst ég úr fátækt í sæmi- leg efni, og eignaðist marga nýja vini. ÞJÓÐFÉLAGSLEGAR BREYTINGAR Þá kem ég aftur að upphafinu, það er, þeim breytingum, sem hafa átt sér stað s.l. hálfa öld. Vegna stöðu minnar sem vinsæll rithöfundur og leikritaskáld, var mér oft boðið í veizlur. Við, sem eigum að venjast hinum hæ- versku boðum, sem nú tíðkast, getum ei annað en undrast, hversu mikið fólk gat borðað í þá daga. Og auðvitað þjáðist fólk- ið sakir þessrar venju, því að þyngdin jókst í réttu hlutfalli við það, sem í magann var látið. Um samkvæmistímann voru dansleikir hvert kvöld, og einnig þeir voru mjög frábrugðnir því, sem nú er. Þá var dansaður polki og „lancer", og í valsinum var ætíð dansaður ákveðinn hringur og talin hin mesta óhæfa og sið- leysi að dansa á móti straumnum. Ekki áttu þó allir kost á slíkum skemmtunum. Fátæklingarnir bjuggu í hreys- um, unnu langan vinnudag fyrir smánarkaupi og sífellt vofði at- vinnuleysið yfir þeim. Á gamals aldri urðu þeir flestir að segja sig til sveitar. SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLDIN GERBREYTTI HÖGUM MANNA Fyrri heimsstyrjöldin hafði litlar sem engar breytingar í för með sér fyrir þetta fólk. Það var síðari heimsstyrjöldin með sínum geysilegu sköttum og miklu blóð- fórnum, sem gerbreytti högum manna. Auðmennirnir, sem áður bjuggu í allsnægtum í höllum sínum verða nú að gjöra sér að góðu að búa í íbúð húsvarðarins eða leiguíbúð í London. Höllun- um hefur verið breytt í skóla eða söfn eða þá að þær eru látnar grotna niður vegna vanhirðu. í auðmannahöllunum við Mayfair hafa nú ýmsar stofnanir skrif- stofur sínar, og er þar nú mikið viðskiptahverfi. Þeim, sem hafa misst svo mikið, má segja það til hróss, að þeir taka þessum breyt- ingum ekki aðeins með jafnaðar- geði heldur einnig með velvilja. Hinir fátæku hafa hafizt upp úr eymdinni og búa nú yfirleitt bet- ur. Þeir geta nú lifað mannsæm- andi lífi og líta bjartari augum á framtíðina. Það er sannleikur, að sem þjóð erum við sorglega fá- tæk, en sem uppbót á það eru einstaklingarnir miklu frjálsari en áður. Við höfum losað okkur við ýmsa hleypidóma og kreddur, samband kynjanna er ekki eins þvingað, við erum frjálsari í klæðaburði, stéttarígurinn er minni, við erum ekki eins tepru- leg og miklu hrokaminni. í sann- leika sagt finnst mér, að fólkið yfirleitt sé rniklu skemmtilegra og viðmótsþýðara nú en á þeim tíma, þegar ég var að alast upp. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem við höfum orðið að yfirstíga, finnst mér, að fólkinu líði yfir- leitt betur og komist betur af heldur en nokkru sinni áður. — Helzta einkenni Englendingsins er kimnigáfa hans, og hann mun, þrátt fyrir alla óáran ekki týna henni. Það er mikill styrkur. Framh. af bls. 7. öðrum eða öðru verður gefinn og sem aðgreinir hann frá öllum öðrum verum: snilligáfuna. STENIR IfÆTTA AF VÍSINDUNUM? En Jean Rostand gefur sig aldrei svo mjög á vald eldmóðs- ins og vísindaákafans, að hin siðfræðilega íhugun hans verði að víkja til hliðar. Við megum ekki gleyma því, að hér er um að ræða einn af þeim nútíma hugsuðum, sem mest far hafa gert sér um að öðlast alhliða þekkingu á manninum og sem hefir tekizt það framar flestum öðrum. — Hann leitast engan veg inn við að hilma yfir hættu þá, jafnvel ógn, sem kynslóð vorri stendur af framvindu vísindanna. ERUM VEÐ A® SEILAST INN Á FORBOÐIN SVBÐ? Hann heldur því ákveðið fram, að hingað til hafi stefna vísind- anna verið jákvæð, að þau hafi aldrei tekið skref, sem miðar aftur á við, „en — spyr hann — verður það alltaf þannig? erum við ef til vill að seilast inn á forboðin svið? .... ef til vill er það ekki rétt, að vísindin skuli ætla sér þá dul að ná yfirhönd- inni yfir hinu sálræna — sjálfri mannssálinni? .... Ef til vill er óbrúanlegt bil á milli hins stað- festa raunveruleika annarsvegar og eðlis og tilhneyginga hinnar mannlegu sálar hinsvegar?" HINN FINI VARANLEGI GRUNDVÖLLUR Þessi síðasti hluti af fyrir- lestri Rostands var ef til vill hinn tilþrifamesti og mest hríf- andi, vegna þess, hve þrunginn hann var af tilfinningu þeirri og einlægni, sem markar hina þrot- lausu baráttu þessa mikla vizk- unnar manns við hin margvíslegu vandamál, sem hann glímir við vakinn og sofinn, vandamál, sem eru í senn viðfangsefni visinda- mannsins, siðfræðingsins — og skáldsins. — Hinn eini varanlegi grund- völlur að öllu mannlegu samfé- lagi er kærleikurinn, sagði hann að lokum. Jafnvel fyrir framgang hinna köldustu vísinda er þessi ást nauðsynleg — hin óeigin- gjarna ást á sannleikanum, afl- vaki og orkugjafi þess sem er í stöðugri leit að sannindum' — upphafi réttlætisins. (Þýtt og endursamið). Freslar förinni LUNDÚNUM 15. marz: — Ný- lendumálaráðherra Breta hefur frestað för sinni frá Kenía, en þar hefur hann verið í 2 vikur. Vonast hann til þess að geta feng- ið þá þjóðflokka er í Kenía búa til að sætta sig við þær stjórn arskrárbreytingar sem brezka stjórnin vill gera til að bæta réttarstöðu Kenía. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.