Morgunblaðið - 17.03.1954, Qupperneq 11
MicSvikudagur 17. marz 1954
MORGUNBLAÐIÐ
11
8ið, ii Jól íaiuisson
im Slfkklslélpi
70 ára í dag:
llexander
lókaimesson
Minningarorð
F. 12. ágiist 1901. D. 10. marz 1954.
HÖND er lögð á öxl mér. Ég veit
ekki í því andartogi, hver það
gerir, en mér finnst hóglæti og
staðfesta í þessari smáhreyfingu.
Ég lít við óg þarf þá ekki að
spyrja, hvers vegna tilgáta til-
finrjjnganna hefur ratað á rétt.
„Það var gamall Hólmari að
kveðja“.
„Hver var það?“
„Oddgeir Jóhannsson". — Það
var tregi og tær mildi í röddinni.
Síðan nokkur orð um skyndilegt
skapadægur. Eins og þessi vinur
aninn gat birt háttvísi sína í smá
handarhreyfingu, * kunni hann
<ekki síður að hnitmiða fáyrði um
lát æskufélaga síns.
En hugur minn hvarflaði út og
suður í tí.na og rúmi. Alls staðar
skyggndi undir vor, þótt atvikin
bæri upp á skammdegisdag. Sól
bar yfir sund og eyjar, fjörður-
ínn í hvítalogni, skip með öll
segl tjölduð aðeins snertispöl und
an landi, en í blæleysunni eins
<og vængstýfður fugl. Syngjandi
stúdentar í Ævintýri á gönguför,
syngjandi ungmennahópur efst á
Súgandisey, orðskipti fyrir neðan
Sæmundarbúð. — „Þakka þér,
blessaður Oddgeir minn“. Og
kona gömul með skakka missti
Ma úr fótum og gekk eins og
ung væri upp götu. — Þannig
hver minningin á fætur annarri,
runa af minningum.
Er það allra að koma fólki í
vorskap á miðri góu, lyfta
manni yfir árin í átt til æsku og
barnslegra draumlanda, þar sem
ekki einu sinni arðar fyrir
Ljósufjöllum í sjóndeildinni? Og
er það allra að upplyfta huga
snanns á pennan hátt með því að
hverfa og Kveðja? Styrkur varan-
leikans og umkomuleysi gleymsk
unnar togast á, þokki atvik-
anna ræður tíðast, hvort betur
má sín.
★
Sæmundarbúð — Hjálmarsbúð
og Tangsverzlun. Allt voru þetta
standpunktar í Hólminum, þegar
ég man fyrst til mín, eins konar
súlur, sem tilveran hvíldi á. Orð-
anna hljóðan skildu allir án orða
bókar. — Oddgeir Jóhannsson
komst ungur í þjónustu Sæmund-
ar Halldórssonar, og í henni var
hann öll þroskaár sín í Stykkis-
hólmi. Um eitt skeið var Sæ-
mundur í Hólminum landskunn-
ur, hann Kafði einn dag stigið |
eins og ú+ úr hömrum þjóðinni
til umtals En um persónuleika
hans ræddi enginn, og sízt sá,
sem hóf með honum kynnisför
um byggðir landsins. Þar mátti
þó á ýmsu grípa fyrir íhyglis-
mann, því að Sæmundur var að
margri gerð merkilegur maður
fyrir sambland sérkennilegra
snæfeliskra- og breiðfirzkra ætta
og uppeldisáhrif aldagamallar
kaupmannastéttar á Nesinu. Sæ-
mundur var Oddgeiri góður,
studdi hann til verzlunarnáms í
Ðanmörku og vildi veg hans sem
mestan í sinni þjónustu. En Sæ-
smundur áttaði sig ekld á veðra-
brigðum þjóðlífsins, hann var of
lengi að „bræða hann“. Þess
vegna varð hann að hefla segi
og leggja í, og skyldu þá leiðir
þeirra Oddgeirs og hans. Odd-
geiri tók sárt þau afdrif, því að
hann unni Sæmundi sem sonur
væri og mun á ýmsan hátt hafa
látið hann og konu hans finna
það, eftir að hann var suður
kominn.
★
Alþingishátíðarsumarið flutt-
sst Ðddgetr til Reykjavíkur, gerð-
ist starfsmaður í heildverzlun
Garðars Gíslasonar og var það
alla ti'ð fj'ðan. Hann hafði ekki
ekaplyndi til mikilla veraldarum-
svifa né stórræða, kaus að vera
hljóðlátur verkmaður og reyn-
ast trúr og gegn í því hlutverki.
Sumarið 1936 kvæntist hann
Elínu S'gurðardóttur Runólfs-
sonar, og eignuðust þau eina
dóttur barna, Jóhönnu, sem nú
er þrettán ára. Oddgeir var með
afbrigðuru mikill heimilisfaðir,
hugur hans og hönd stefndi ó-
geigult að því að gera það ríki
mikið og fagurt á alla lund enda
naut hann í því starfi mjög mikil-
hæfrar konu. Dóttir hans varð
honum vorgjafi, sóley í því land-
námi, sem hann hafði helgað sér.
Eftir að Oddgeir var setztur að
hér syðra, urðu fundir okkar
ekki tíðir og oftast skammæir.
Af máli má mann kenna, en um
fram allt af viðbrögðum til eins
eða annars Hann var fáorður um
sig og sína hagi og þögull um
góðvilja smn í annarra garð. En
ástæður lágu til þess, ad mér var
ekki ókunnugt um hann, sá hann
birtast í verki á ýmsa vegu.
★
Foreldrar Oddgeirs voru An^a
Sigurðardóttir og Jóhann Er-
lendsson. Baéði voru þau s^æ-
fellskra ætta sunnan fjalls. Þau
bjuggu um skeið í Ólafsvík og
Dal í Miklaholtshreppi, þar sem
Oddgeir var fæddur, en lengst
í Stykkbhólmi. Bæði eru þau
látin fyrir nokkrum árum. Börn
þeirra voru sjö, og urðu tveir
yngstu synir þeirra æskufélagar
mínir. Þá er ég var suður fluttur
og mitt fólk á brott úr Hólmin-
um, þótti Jóhanni og Önnu eins
og sjálfsagður hlutur, að ég nyti
alls hjá þeim, ef ég skrapp á
æskustöðvarnar. Þeim varð tíð-
spurult um syni sína hér syðra
og fór þá ekki fram hjá mér í
þeim viðræðum, að þeir gerðu
meira en hugsa til þeirra. —
„Hvað segirðu mér af Ogga?“,
spurði Anna. Þrátt fyrir árin var
hann alltaf sami drengurinn
hennar.
En þessir viðburðir eru liðnir
hjá, aðeins ljósbrotin af þeim
nema við auga, gera manni glatt
í sinni, verka eitthvað svipað og
þegar menn einn góðviðrisdag
sjá græn grös og safarík koma
undan vetrargömlum snjó. —
Oddgeir Jóhannsson verður bor-
inn til moldar í dag. Ég veit, að
konu hans og dóttur berast marg-
ar kveðjur, hlýjar og góðar. Ég
veit Hka, að fleiri en þær og
systkinin hans sakna vinar í
stað. Ég held mér skjöplist ekki,
að í dag muni gömul kona vestur
í Hólmi leggja hönd á hjartastað
og segja m.eð glóandi tár í auga:
„Farðu vel, blessaður Oddgeir
minn“.
L. K.
Metframleiðsla
Stokkhólmi — Sænskar skipa-
smíðaverksmiðjur hafa aldrei
verið jafn afkastamiklar og á
síðasta ári. Settu þær tvö met.
Aldrei hefur fleiri skipum verið
hleypt af stokkunum og aldrei
jafn stórum skipum.
ikipstjóri
ALEXANDER Jóhannesson
fyrrv. skipstjóri er 70 ára í dag.
Hann er fæddur að Skáney í
Borgarfirði hinn 17. marz 1884,
en ólst upp á stórbýlinu Hurða*-
baki í sömu sveit,
Þótt Alexander væri fæddur
og uppalinn í einni af fegurstu
og blómlegustu byggðum þessa
lands, þá beindist hugur hans þó
snemma að öðrum viðfangsefn-
um en þeim, er sveit hans hafði
upp á að bjóða. 18 ára að aldri
bóf hann sjómennsku á árabát-
um Suðurnesja og kynntist þar á
næstu árum öllum þeim ótrúlegu
erfiðleikum, hættum og þrek-
raunum er aldamótaútvegur ís-
lendinga átti við að búa. Hætt-
urnar freistuðu, baráttan við úf-
ið Atlantshafið og möguleikarnir
um mikla björg í bú, voru lokk-
andi verkefni, er kröfðust vits-
muna og þreks og Alexander
gerði sjómennskuna að æfistarfi
sínu.
32ja ára, að afloknu sjómanna-
skólaprófi gerðist hann stýri-
maður á togara og nokkrum ár-
um síðar skipstjóri. Því ábyrgð-
armikla starfi gegndi hann nær
aldarfjórðung, eða fram að lok-
um síðari heimsstyrjaldar. Nærri
má geta að togaraskipstjórn um
svo langt skeið hafi verið mikil-
vægt og viðburðaríkt starf, ekki
sízt sigiing um ófriðarsvæði í
tveim heimsstyrjöldum. En Al-
exander var alla sína sjómennsku
tíð farsæll og fengsæll og þótt
hann muni stundum hafa komizt
í hann krappan, meðal annars
sem fangi þýzkra og jafnvel
fangavörður í eigin skipi, þá fór
þó jafnan vel að lokum og í endi
síðari heimsstyrjaldar hélt hann
sínu skipi heilu í höfn og lauk
þar með sjómennsku.
Starfsferill hans á samleið með
stórbrotnasta framfaratímabili
ísl. útgerðar og ísl. þjóðarinnar.
Hann og starfsbræður hans sköp-
uðu þann auð er megnaði að
framkvæma þá efnahagsbyltingu
er hér varð á fyrra helmingi þess
arar aldar, og mikið má það vera,
ef ísl. þjóðin eignast nokkurn
tíma annan hóp sona er leggur
jafn hart að sér til eflingar sínu
þjóðfélagi og togarasjómennirnir
gerðu á þessu tímabili.
Alexander er gæfumaður, sem
séð hefur góðan árangur af starfi
sínu og vonir rætast. Þótt horfinn
sé hann frá höfuðstarfi æfi sinn-
ar munu þeir, sem heimsækja
hann í dag, eigi sjá á honum
fararsnið út úr íslenzku atvinnu-
lífi. Hann hefur tekið sér annað
starf á hendur og mun sæti hans
þar fullvel skipað, enda þótt
kirkjubækur telji hann mann við
aldur.
Alexander er mannkostamað-
ur, prúður í fasi og fyrirmann-
legur. Gæddur er hann frábær-
um hæfileikum til að vinna sér
vináttu*allra, sem samleið eiga
með honum á lífsleiðinni.
Vissulega myndi sundrung, tor-
tryggni og óvild eigi spilla sam-
búð manna, ef allur f jöldinn væri
Alexander líkur að hjartalagi. —
Bjart væri yfir borg vorri, sæti
á hverju heimili húsbóndi Alex-
ander líkur að viti og mannkost-
um.
Vel væri siglt knörrum vorum,
stæðu ávallt í stjórnpalli skip-
stjórar, sem kynnu tök á far-
kostum sem Alexander.
Alexander er kvæntur Hall-
dóru Ólafsdóttur og eiga þau
hjón tvö uppkomin börn. Heimili
þeirra hjóna er þekkt að höfð-
ingsskap og rausn. Um leið og ég
samgleðst fjölskyldunni, veit ég
að ég má flytja þakkir margra,
er notið hafa ástúðar og hjálpar
á þeirra ágæta heimili.
Oddur Olafsson,
Reykjalundi.
A BEZT AÐ AUGLtSA L
T 1 MORGUNBLAÐIMI T
Akæra á hendur Leceiir ritara
franska koniiúnistaflokksins
ÞAÐ valdastríð, sem á sér nú
stað innan kommúnistaflokksins
í Frakklandi, er ekki minna en
það, sem átti sér stað í Rússlandi
eftir dauða Stalins.
Öll Evrrópa, sem fylgist af
áhuga með þessum málum, þar
sem vitað er, að kommúnistar í
Frakklandi eru dyggustu áróðurs
menn rússnesku einræðisstefn-
unnar, og þess vegna inikið atriði
fyrir Rússland, að samvinna þess-
arra liðsmanna þeirra, sé sem
bezt.
LECEUR ÁKÆRÐUR
Á miðstjórnarfundi franska
kommúnistaflokksins fyrir um
það bil viku síðan, kom skyndi-
leg kæra á aðalritara flokksins,
Auguste Leceur. Hann var á-
kærður á þeim forsendum, að
hann hefði sína eigin hentisemi
með að ákveða hverjir væru leið
endur flokksins í hvert sinn og
bryti með því reglur flokksins
um sameiginlegar ákvarðanir.
DUCLOS HRÆDDUR
Duclos, sem nú er formaður
flokksins, rær að því öllum ár-
um, að koma Leceur - frá störf-
um, þar sem hann óttast að svo
geti farið. að hann verði sjálfnr
að láta af virðingarsföðu sinni
fyrir hans aðgerðir.
En hann er sjálfur búinn að
losa sig við hættulegan keppi-
naut, sem var André Marty. Það
skeði 1952, þegar Torez var for-
maður flokksins að nafninu til,
en í raun og veru var þá mikið
innbyrðis stríð milli Duclos Og
Leceur, þar sem báðir vildu ná
í bitann og verða formenn flokks-
ins.
22 félög með tæpl. 9 þús.
félaga innan vébanda ÍBR
kj
Ársþing bar.dalagsins héfs! í §ær
ÁRSÞING íþróttabandalags
Reykjavíkur hið 10. í röðinni
hófst s.l. mánudagskvöld í Fé-
lagsheimili K.R. í Kaplaskjóli.
Formaður bandalagsins Gísli
Halldórsson arkitekt, bauð full-
trúa velkomna til þingsetu, en
þeir eru milli 70 og 80.
í þingbyrjun minntist formað-
ur Hallgrims Benediktssonar hins
látna íþróttamanns og frömuðar
og vottuðu þingfulltrúar minn-
ingu hans virðingu sína með því
að rísa úr sætum.
Þingforsetar voru kjörnir Er-
lendur Ó. Pétursson og Jens Guð-
björnsson og þingritarar Ásmund
ur Bjarnason og Hannes Sigurðs-
son.
Miklar umræður urðu um árs-
skýrslu bandalagsins og tóku
margir til máls. Snerust umræð- ■
urnar einkum um byggingu (
íþróttahúss á lóð Bandalags æsku j
lýðsfélaga Reykjavíkur svo og
fjárveitingar til íþróttafélaganna
frá Reykjavíkurbæ, en öllum fjár
veitingum frá Reykjavíkurbæ til
íþróttafélaganna er ráðstafað eft-
ir tillögum frá I.B.R. Þá urðu
einnig nokkrar umræður una
íþróttaþingið, er háð var á Akra-
nesi s.l. sumar og kjör á fulltrú-
um frá Reykjavík á það þing.
Stóðu umræður um mál þessi
til kl. 2 eftir miðnætti. Þá var og
til umræðu f járhagsáætlun banda
lagsins fyrir jdirstandandi ár.
Þá fór fram kjör hinna ýmsu
nefnda þingsins, en síðari fundur
þess verður haldinn eftir hálfan
mánuð. Fer þá fram stjórnarkjör
og ýmsar aðrar kosningar.
í íþróttabandalagi Reykjavíkur
eru nú 22 félög með tæpl. 9 þús-
und félagsmenn. Ennfremur
starfa innan bandalagsins 7 sér-
ráð, í knattspyrnu, handknattleik,
sundi, frjálsíþróttum, skíðum,
glímu og hnefaleikum.
Aðalfundur Trésmíðafélags Rvíkur
Eignir félagsins rúmi. 1,1 millj.
TRÉSMÍÐAFÉLAG Reykjavíkur hélt aðalfund sinn sunnudag-
inn 14. þ. m. Pétur Jóhannesson formaður setti fundinn og
flutti skýrslu félagsstjórnar. Á árinu höfðu 40 nýir félagar gengið
í félagið, þar af 26 nýsveinar.
Formaður gat þess að félags-
starfsemi öll hefði verið í mikl-
um blóma. Innan félagsins hefur
verið starfandi málfundafélag
sem haldið hefur fundi reglulega
tvisvar í mánuði, yfir vetrarmán-
uðina. Einnig hefur verið endur-
vakin pöntunardeild félagsins og
starfar hún nú til mikilla hags-
bóta fyrir félagsmenn.
Þá gát formaður þess að farin
hefði verið gróðursetningarferð í
Heiðmörk á vegum félagsins og
gróðursettar þar 3000 trjáplöntur.
Hvatti hann menn til að fjöl-
menna í hinar árlegu gróðursetn-
ingarferðir.
Formaður skýrði einnig frá
helztu störfum iðnþings þess, er
háð var síðastliðið haust. — Að
lokinni .-kýrslu formanns, var
lýst kjöri stjórnar, endurskoð-
enda og trúnaðarmannaráðs, fyr-
ir yfirstandandi ár: Benedikt
Davíðsson formaður, Bergsteinn
Sigurðsson ritari, og Ólafur Ás-
mundsson gjaldkeri.
EIGNIR FÉLAGSINS
RÚML. 1.1 MILLJ. KR.
Skrifstofunstij. félagsins, Ragn
ar Þórarinsson, las rekstrar- og
efnahagsreikning þess og voru
þeir samþykktir samhljóða. —•
Greiddir styrkir ' á árinu námu
•nær 42 þús. kr. Reksturshagnað-
ur ársins reyndist vera 145.750.00
kr. og skiptist á hina ýmsu sjóði
félagsins. Eignir félagsins nema
nú rösklega 1.1 milijón króna.
Jarðskjálftar
Beergen — í dag (15. marz)
varð vart allsnarpra jarðskjálfta
kippa í grennd við Bergen. Síðar
hefur komíð í ljós að jarðskjálfta
kippur þessi fannst. víðsvegar um
Noreg, en var hvergi jafn snarpur
og í Bergen.