Morgunblaðið - 18.03.1954, Síða 10

Morgunblaðið - 18.03.1954, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. marz 1954 Rðykf ao bæfa úr böii biindra Fyrir forgöngu Sameinuðu þjóðanna hefur verið komið á fót í Egyptalandi stórri stofnun fyrir blinda. Fé til þessarar stofnunar hefur komið frá velgerðarstofnunum víða um lönd og er reynt að géra hlut blindra sem beztan í henni. Á myndinni sjást blindar egypzkar konur flétta körfur. Við stofnunina er gott safn blindra- bóka og er vistmönnum kennt að lesa blindraletur. Hótelið í Stykkishólmi endurbætt i Stykkishólmi 9. marz: LAUGARDAGINN 6. þ.m. var hótelið í Stykkishólmi opnað að nýju. Hefir Sigurður Skúla- son, verzlunarmaður í Stykkis- hólmi keypt það nýlega og rekur það framvegis undir sínu nafni. í tilefni af því að hótelið var opnað, bauð Sigurður nokkrum bæjarbúum til samsætis í hótel- inu og sýndi þeim þær gagngeru breytingar sem nú hafa orðið á Húsi og húsmunum. Gagnger breyting og endur- nýjun hefír farið fram undaníar- ið á hótelinu og ekkert verið til sparað til að gera það sem vist- legast og auka þægindi gesta er þar koma. Herbergi öll hafa verið iþáluð og lagfærð, ný hreinlætis- tæki sett upp. — Hefir eigandi þptelsins gert allt sem í hans v,aldi stendur til að koma til rpóts við þarfir gestanna. Hótel- ið er allt notað til gistingar og greiðasölu, 14 gestaherbergi eru í hótelinu, öll mjög vistleg. Finnig hefir eigandinn tök á að leigja herbergi fyrir gesti út í bæ á góðum og vistlegum heimilum. Stór matsalur er niðri og geta um 60 manns matast þar í einu. Er salur þessi hinn vistlegasti. Auk þess eru tvær stofur uppi þar sem geta um 20—30 manns matast. Mun því hótelið fullkom- lega geta annað þeim ferðamanna straum sem verður hér á sumrin. Er óhætt að fullyrða að í höndum Sigurðar muni hótelið verða rek- ið af mestu snyrtimennsku, áhuga og reglusemi. Þá má geta þess að Sigurður hefir tryggt sér mjög færa og duglega matráðs- konu og er það fullkominn vilji Sigurðar að ailur bragur á rekstri hótelsins svari þeim kröfum sem gert er til fyrsta flokks gisti- og greiðasölustaðar. I samsæti því er áður um get- ur og fór hið bezta fram, tóku margir bæjarbúar til máls, lof- uðu dugnað og áhuga Sigurðar og fögnuðu þvi að svona góður áfangi væri nú hafinn í þessum málum í Stykkishólmi, enda ekki v&nsalaust að hafa gott gistihús á’ stöðum eins og Stykkishólmi, miðstöð Breiðafjarðar, þar sem ferðamannastraumur á hverju sumri er mjög mikill, enda fjöldi fólks allstaðar að af landinu sem ferðast hingað. Breiðafjörðurinn hefir jafnan verið ferðamannin- utti ógleymanlegur þegar hann tjaldar sír.u fegursta og svo mun lengj verða. í sambandi við rekstur hótels- ins gat Sigurður þess að hann hefði tryggt sér báta tíl ferða um eyjarnar, gestum til hægðar- auka, og þyrftu þeir sem vildu ferðast út um eyjar ekkert annað en hafa samband við sig, og myndi hann þá sjá um að bátar yrðu til taks þegar á þeim þyrfti að halda. í salinn niðri hefir eigandinn keypt nýja stálstóla og mjög þægileg borð og svarar þarna allt þeim kröfum sem gert er til góðra gististaða að þessu leyti. Hyggst eigandinn að selja mán- aðarfæði um lengri eða skemmri tíma, eins verða þarna á boðstól- um allar venjulegar veitingar. Þá skal þess getið að hugmynd- in að í hótelinu gætu félög stað- arins haft fundi og kvöldvöku- og aðra skemmtistarfsemi, innan vissra takmarkana og mun eig- andi hótelsins gera sér far um að koma til móts við félögin svo sem honum er frekast kostur. Stykkishólmsbúar fagna þess- um áfanga í gistihúsmálum stað- arins og vona að undir stjórn hins nýja eiganda komi hótelið til að verða mikill vegsauki fyrir þenn- an bæ. 14 hjúkrunarkonur brauhkráðar í BYRJUN þessa mánaðar voru eftirtaldar hjúkrunarkonur braut skráðar frá Hjúkrunarkvenna- skóla Islands: Ásdís Ólafsdóttir frá Víðigerði, Biskupstungum. Áslaug Sigurbjörnsdóttir frá Reykjavík Erla Jóhannsdóttir frá Borgar- nesi, Guðrún Sveinsdóttir frá Reyni í Mýrdal, Hjördís Ágústsdóttir frá Akur- eyri, Hrefna Jóhannsdóttir frá Reykja- vík, Jóhanna Kjartansdóttir frá Hraðastöðum, Mosfellssveit, Jónína Nielsen.frá Seyðísfirði, Magnea Erna Auðunsdóttir frá _ Reykjavík, Ólöf Ásthildur Þórhallsdóttir frá I Vogum, Mývatnssveit, Ragna Þorleifsdóttir frá Hrísey á Eyjafirði, | Sigríður Bílddal frá Siglufirði, | Sigríður Jóhanna Jóhannsdóttir, frá Akureyri, Svanhildur Sigurjónsdóttir frá Reykjavík. —»■ íhMmKW graffn við Kochefsjé HJÚKRUNARKONA nokkur sem átti viðtal við franska frétta menn, tjáði þeim, að mikil verð- mæti sem verið hefðu í eigu Hitlers, væru geymd í neðanjarð- arfylgsnum við Kochelsjó, 23 km frá Garmisch-Partenkirchen. Hjúkrunarkonan segir, að eftir styrjöldina hafí hún unnið við að hjúkra þýzkum stríðsföngum. Þar hafði hún kynnst nokkrum SS-liðsforingjum, sem hefðu með hjálp vissra ameríkana, falið þessi verðmæti. Þeir hefðu flutt verðmætin í sjúkrabílum til Kochelsjávar, en þau eru aðal- lega verðrniklar ábreiður. teppi, gullkólfar og ýmislegt annað verðmæti. Hjúkrunarkonan kvaðst emnig hafa landabréf yfir þetta svæði og geta visað á innganginn að felustaðnum. Vestur-þýzk lögregla hefur þeg ar hafið leit að fylgsni þessu, en vegna þess hve mikill snjór er, hefur lei:in ekki borið árangur. Uögreglan hefur krafizt þess, að hjúkrunarkonan, sem heitir Jo- banna Baumann, verði með í leitinni og leiðbeini lögreglunni. SKAK Eftir BALDUR MÖLLER og FRIÐRIK ÓLAFSSON Á HEIMSMEISTARAMÓTI ungl- inga 1953. sem háð var í Kaup- mannahöfn núna síðastliðið sum- ar, voru tefldar margar skemmti- legar og spennandi skákir eins og vænta má, þegar hin yngri kyn- slóð á í hiut. Mér er sérstaklega minnisstæð ein skák, sem þeir Mellberg (Sví- þjóð) og Roessel (Hollandi) tefldu. Meilberg, sem er sérfræð- ingur á því sviði skáklistarinnar, er byrjanir nefnast, hóf bardag- ann með Kóngsbragði, sem Roessel svaraði að vísu hraust- ega, en eigi nógu nákvæmt. Fyrstu átökin leiddu það í ljós, að byrjunarkunnátta Mellbergs mátti sín meir en dirfska Roessels en hann (R) varðist eftir beztu getu, og reyndi að reifa málið. Úr þessu spannst svo einhver hin íurðulegasta flækja, sem ég minn ist að hafa séð á skákborði, og máttu menn hafa sig alla í írammi til þess að greina hvítan mann frá svörtum. Brátt dró þó ský frá sólu, og veikleikarnir í stöðu Roessels fóru að segja til Rafmagmð m súgþurrkun á heyi BEZT A» AVGLfSA £ I MORGUNBLAÐIIW Valdastöðurn 14/3 ’54. UM leið og aukin ræktun vex, sem hún og gerir hröðum skref- um, er nauðsynlegt að sá gróður, sem upp kann að vaxa, nýtist sem bezt. En oft og tíðum hefur það viljað við brenna, að vegna óhagstæðrar veðráttu, hefur gengið seint og illa að ná inn óskemmdu heyfóðri. Þó eru til að minnsta kosti tvær aðferðir, ásamt fleiri, sem hafa verið reyndar til þess að bjarga heyi frá skemmdum, þegar tíðarfar hefur verið óhagstætt, og ekki hefur tekizt að þurrka hey á venjulegan hátt. Á ég þar við votheysverkun, sem alls ekki er ný aðferð hér á landi. Munu nú liðin full 70 ár síðan Eggert á Meðalfelli, fyrstur manna hér í sveit, gerði tilraun með þá hey- verkunaraðferð. Síðan hafa fleiri og fleiri reynt hana, og víst flest- ir með góðum árangri. Þó mætti að mínum dómi betur vera. Helzt ættu bændur að eiga votheys- geymslur fyrir allt að helmingi þess heys er þeir kunna að afla á sumri hverju, ef með þarf vegna votviðra. Það kalla ég all- gott. En töluvert vantar á, að svo sé almennt. Kem ég þá að hinni heyverk- unaraðferðinni, súgþurrkuninni. Hún er miklum mun minna út- breidd, að minnsta kosti hér í sveit, og svo mun það víðar, held- ur en votheysverkun. Mun það* 1 einkum tvennt, sem því veldur,1 að súgþurrkun er ekki eins út-1 breidd, en það er stofnkostnaður- ■ inn við að koma henni upp. — Einnig gæti valdið nokkru þar um, hvað stutt er síðan farið var að reyna þessa aðíerð hér á landi. Því flestar nýungar þurfa nokk- '■ urn tíma fyrir sér, til þess að verða allra eign, ef svo mætti segja. — En aðalástæðan fyrir, því, hvað súgþurrkun á heyi er. enn lítið útbreidd hér á landi, mun vera sú, hvað dýrt það afl er, sem bændur verða að nota, sem ekki hafa rafmagn frá stærri orkuverum, og um leið ótryggt.' Um leið og sveitaheimilum ér bráðnauðsynlegt að fá rafmagn! frá stórum orkuverum, bæði til Ijósa og hitunar, og annarra j heimilisþarfa, tel ég afar nauð- • synlegt og aðkallandi, að sem allra flestir sveitabændur eigi kost á tryggu og sem ódýrustu rafmagni, einmitt í sambandi við súgþurrkun á heyi. Ekki þykir mér líklegt að súg- þurrkun á heyi verði almennt upptekin af bændum, fyr en þeir ] eiga kost á tryggara og ódýrara rafmagni en þeir búa nú almennt við. Þegar bændur almennt hafa komið sér upp votheysgeymslum fyrir um það bil hálfum heyfeng, og súgþurrkun að auki, ætti það að vera í flestum tilfellum, að bændum tækist að bjarga hey- feng sínum í flestum sumrum. En að því ber að stefna og það sem fyrst. Þessar tvær heyverkunarað- ftrðir, sem aðallega hefúr verið á minnzt, ætti að nota nokkuð jöfnum höndum. Gera ekki að- eins að forða heyi frá skemmd- um í úrkomutíð, heldur einnig létta undir störfin, og flýta fyrir ósegjanlega mikið, og er þess ekki sízt þörf í fámenninu. Það ber því allt að sama brunni, að útbreiðslu rafmagns út um sveit- ir landsins verður að hraða svo sem kostur er á. Það er einnig vitað að fólki fer fækkandi í sveitum landsins, heildinni til tjóns, og við því verði að finna einhver ráð, að sá straumur stöðvist. Ekkert eitt ráð teldi ég líklegra til þess en að leiða raf- magn á sem flest býli á landi hér. Landsmenn munu treysta því, að forráðamenn þjóðarinnar leggi sig alla fram til þess að leysa þennan vanda sem fyrst, öllum til hagsældar og blessun- ar í nútíð og framtíð. — Fyrir nokkru sá ég minnzt á það í blöðum, hvaða sýslur kæmu til með að fá rafmagn frá orkuver- um, nú á næstunni, bæði á þessu ári, og svo áfram. Sá ég ekki getið um að Kjósarsýsla væri í þeirri upptalningu. Vonandi hef- ur það fallið óviljandi niður að telja hana með, og verði því leið- rétt með því að hefja þar fram- kvæmdir í þessu efni. Að vísu hafa allmörg býli fengið rafmagn í sýslunni, en þó eru allmargir enn sem búa í skugganum. Hér er ekki verið að biðja um gjafir neinum til handa, aðeins að fá dálítið jafnað þann aðstöðumun, sem nú ríkir milli dreifbýlis, og þéttbýlis, hér í næsta nágrenni, og að sem flestir fái búið við það undraafl, sem íslenzku fossarnir okkar búa yfir, þegar þeir hafa verið beizlaðir. Með það fyrir augum eru línur þessar skrif- aðar. St. G. 4 BEZT A» AUGLÝSA ± I MORGVNBLAÐIIW " sín, máttarstoðirnar svignuðu undan geysifjölda hinna hvítu manna, sem þrengdu sér inn um allar rifur, og fyrr en varði kol- féll staðan um sjálfa sig eins og spilaborg. En Mellberg var svo ákafur að njóta ávaxtanna af hinni góðu taflmennsku sinni, að honum sást yfir einföldustu vinn- ingsleiðina og lengdi það skák- ina að noklcru. Liðsmunurinn sagði þó til sín um síðir, og Roessel varð að gefast upp eftir frækilega vörn. Hér kemur svo skákin ásamt nokkrum athugasemdum varð- andi veigamestu atriðin. Hv: Mellberg, Svíþjóð. Sv: Roessel, Holland. Kóngsbragð. 1. e2—e4 e7—e5 2. 12—fá Af þessum leik dregur byrjun- in nafn sitt. 2. e5xf4 3. Rgl—f3 d7—d5 4. e4xd5 Rg8—f6 5. c2—c4 c7—c6 6. d2—d4 c6xd5 7. c4—c5 b7—b6? Þetta er mjög vafasamur leik- ur, sem hvítur færir sér vel í nyt. Svartur átti að kosta kapps að koma kóng sínum í skjól með 7.. Be7 og síðan 0—0. 8. b2—b4 Be8—d7 9. Bclxf4 a7—a5 10. Rbl—c3! a5xb4 11. Rc3—b5 Rb8—a6 12. c5—c6! Bd7xc6 13. Hal—cl Be6—d7 14. Bf4—c7 Bd8—e7f 15. Rf3—e5 Hótunin er nú 16. Rd6ý. Allir síðustu leikir svarts voru þving- aðir, og sama máli gegnir um næstu leiki hans. 15. Rf6—e4 16. Bfl—d3 De7—h4f 17. g2—g3 Dh4—h6 18. O—O Dh6—e3ý 19. Kgl—hl Bd7—h3? Óskiljanlegur leikur. 19. ... * Be6 hefði veitt meiri mótspyrnu. 20. Ddl—h5 Að sjálfsögðu! 20. . . . Bh3—e6 21. Re5xf7 g7—g6 22. Dh5—e5 Furðuleg staða! 22. . . . Re4—f2f 23. Hflxf2 De3xclý 24. Hf2—fl Dcl—c6 25. Rb5—d6f Ke8—e7 26. De5—f6f Ke7—d7 27. Bd3—b5 Ra6xc7 28. Bh5xc6t Kd7xc6 29. Hel—clf Kc6—d7 30. Df6xh8(?) Einfaldast var 30. Re5ý — Kxd6 31. Hc6 mát. 30. . . . Bf8xd6 31. Hxc7t Bd6xc7 32. Dh8xa8 Be6xf7 Það sem eftir er, þarfnast ekki skýringa. 33. Da8—a4ý Kd7—c8 34. Da4xb4 Ke8—b7 35. Db4—f8(?) 35. De7 hefði unnið mann. 35. ... Bf7—e6 36. Df8—g7 Be6—f5 37. Dh8xh7 b6—b5 38. Dh7—e7 Kb7—b8 39. De7—c5 Bf5—e4ý 40. Khl—gl Gefið. Friðrik Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.