Morgunblaðið - 24.03.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1954, Blaðsíða 6
C MOHGUIS8LAÐIÐ Miðvikudagur 24. marz 1954 Egger! Jénsson, framkvæmdastjóri Landssambands iónadarmanna: Irnilendar skipasmiðar Landssamband iðnaSarmanna fíefir haft forystu í baráttunni fyrir framtíð þeirra ÞAÐ HLÝTUR jafnan að vera mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenzkan sjávarútveg, að hægt sé fljótt og vel að fá gert við öll þau skip„ er verða fyrir áföllum, bila eða þarfnast viðgerða af öðrum orsökum, en til þess þurfa jafnan að vera hér starfandi hæfilega margar skipasmíðastöðvar með nægilega marga kunnáttu- menn í skipasmíði. Til þess að tryggja eðlilegan rekstur skipa smíðastöðvanna, þurfa þær jafnan að hafa hæfileg verkefni við nýsmíði skipa til verkjöfnunar milli viðgerða, en á því hefir verið alvarlegur skortur síðustu árin. Landssamband iðnaðarmanna hefir nú um nær tveggja ára skeið unnið kappsamlega að því, að fá bætt úr þessu alvarlega ástandi, og hefir í bili náðst sá árangur, að á s.l. ári var samið um smíði 9 fiskiskipa hérlendis, en á s.b hausti var einnig veitt leyfi til innflutnings á 21 bát. Nú er því brýn þörf að tryggja það, áður en Alþingi lýkur störfum, að sú saga þurfi eigi að endurtaka sig, heldur fái innlendar skipasmíða- stöðvar framvegis að sitja fyrir allri þeirri nýsmíði, sem nauðsyn- leg er til þess að tryggja eðlilegan rekstur þeirra og þar með öryggi bátaútvegsins. UGGVÆNLEGAR HORFUR Fyrir tæpum tveimur árum horfði mjög óvænlega fyrir ís- lenzkum skipasmíðastöðvum, og var eigi annað sýnna en margar þeirra yrðu þá og þegar að hætta starfrækslu sinni með öllu. Eng- inn bátur var í smíðum á öllu landinu, og skipasmíðastöðvarn- ar höfðu nær engin verkefni, nema þau tímabil ársins, er unnið var að því að búa bátaflotann á veiðar fyrir vertíðir. Auk þessa höfðu stöðvarnar orðið fyrir veru legu tjóni vegna skuldaskila báta útvegsins, en þeim var þá nýlok- ið. Ljóst merki þess, hvert stefndi í skipasmíðaiðnaðinum var það, að frá því á árinu 1946 og til árs- ins 1951 hafði starfandi mönnum í iðninni fækkað um þriðjung. Þar sem sýnt var, að hér stefndi í fullkomið óefni, var að tilhlutun Landssambands Iðnaðarmanna boðað til fundar með fulltrúum skipasmíðastöðvanna sumarið 1952, til þess að ræða, hvaða leið- ir hægt væri að fara, til þess að leysa þetta alvarlega vandamál. Fund þennan sóttu allmargir full trúar skipasmíðastöðva í Reykja vík og nágrenni. Var það einróma álit fundarmanna, að ef skipa- smíðastöðvarnar fengju ekki næg verkefni við nýsmíði jafnhliða viðgerðum, drægi brátt að því, að margar þeirra yrðu með öllu að hætta störfum. Fundurinn kaus þá Bjarna Einarsson, Sigur- jón Einarsson og Þorgeir Jósefs- son í nefnd til þess að vinna að framgangi málsins og hefi ég einnig jafnan unnið með nefnd- inni. TILLÖGUR NEFNDARINNAR Nefndin tók þegar til starfa og hafði gengið frá tillögum sínum er Alþingi kom saman haustið 1952. Var í tillögum þessum lögð megináherzla á það, að nauðsyn- legt væri að skipasmíðastöðvun- um yrði gert kleift að smíða skip fyrir eigin reikning, en til þess þyrftu þær fyrst og fremst að eiga kost á hagstæðum lánum. Var í því sambandi lagt til að skipasmíðastöðvunum yrði veitt- ur aðgangur að lánum úr Fisk- veiðasjóði til þess að smíða skip íyrir eigin reikning, með sömu kjörum og útgerðarmenn eiga kóst á slíkum lánum til nýsmíða. Skyldu og lán þessi fylgja skip- unum til kaupenda. Þá var og lagt til, að endurgreiddir yrðu tdllar, söluskattur og bátagjald- eýrir af efni og vélum til skipa smíðaðra héiTendis. Tillögum nefndarinnar fylgdu nákvæmir útreikningar á efnis- yerði 60 rúmlesta báts, gerðir af skipasmíðaráðunaut Fiskifélags Isjands, hr. Bárði G. Tómassyni, en hann hefir um langt árabil safnað skýrslum um íslenzkan skipastól, íyrningu hans og end- urnýjun, nýsmíði skipa og sam- anburð á verði þeirra hér og er- lendis, svo og skýrslum um inn- lendar skipasmíðastöðvar. Hefir nefndin notið dýrmætrar aðstoð- ar hans í málum þessum. Nefndin kom tillögum sinum þegar á framfæri við sjávarút- vegsnefndir beggja deilda Al- þingis, og voru þær þar ræddar ítarlega á sameiginlegum fundi Þá voru og tillögurnar ræddar ítarlega við sjávarútvegsmálaráð- herra, iðnaðarmálaráðherra, iðn- aðarnefndir Alþingis, marga ein- staka alþingismenn og ýmsa aðra aðila, er mál þetta varðaði miklu, þar á meðal stjórn L.I.U. og for- stöðumann Fiskveiðasjóðs. Tillögum nefndarinnar var yfir leitt tekið af vinsemd og skiln- ingi, af þeim aðilum er við var rætt, en þó náðist eigi annar ár- angur á Alþingi 1952 en sá, að þingið samþykkti heimild til handa fjármálaráðuneytinu til þess að endurgreiða tolla og sölu- skatt af efni og vélum til skipa. Var það sjálfsagt réttlætismál, en eitt sér var það engin lausn. Nefndin hélt áfram að vinna að því að fá aðgang að lánum úr Fiskveiðasjóði, eftir að þingi láuk, en það bar þó eigi annan árangur en að L.Í.Ú. vildi gera slika tilraun með lán til 3—4 skipa. NÝ RANNSÓKN FISKIFÉLAGSINS Þar sem málum þessum var fylgt fast eftir af hálfu Lands- sambandsins og þar sem nefndin hélt því ákveðið fram, að verð- munur íslenzkra og erlendra báta væri hvergi nærri svo mikill sem margir vildu vera láta og alls eigi meiri en kr. 2.500,00 — 3.000,00 pr. rúmlest 20—80 rúm- lesta báta, þá fól sjávarútvegs- málaráðuneytð Fiskifélagi ís- lands snemma á s.I. ári að rann- saka verðmismun innlendra og erlendra báta. I því skyni leitaði Fiskifélagið tilboða í 35 rúmlesta bát. Alls bárust 11 íslenzk tilboð og 5 dönsk og samkvæmt þeim varð meða'lverðmunur íslenzku og dönsku tilboðanna rúmlega kr. 3.000,00 pr. rúmlest. Þar sem dönsku tilboðin voru mjög mis- jöfn, sendi ég þau danska skipa- smiðasambandinu til umsagnar og fékk aftur þær upplýsingar, að tilboðin væru meira og minna gerð út í bláinn og að hið raun- verulega verð væri töluvert hærra, en meðalverð tilboðanna var. Var skýrt frá því að sum dönsk vélafirmu reyndu að bjóða skipin niður fyrir sannvirði, til þess að geta selt vélar sínar, og þekktu þeir dæmi þess, að þegar slíkir samningar hefðu verið gerð ir um smíði skips undir sannvirði, hefði afhending aldrei farið fram og kaupandinn orðið fyrir veru- legu tjþni. Fiskjfélagíð staðfesti smiðasambandsins væru kunnir og áreiðanlegir menn, er nytu mikils trausts í heimalandi sínu, og er því óhætt að telja upplýs- ingar þeirra áreiðanlegar. Er reiknað var með því verði skipa, er danska skipasmiðasam- bandið taldi rétt, og er einnig var sleppt þeim tveimur íslenzku til- boðum, er voru langsamlega hæst og fjarri réttu lagi, þá varð niðurstaðan af verðsamanburðin- um sú, að verðmunurinn r-ivndi eigi meiri en um kr. 2.300,00 pr. rúmlest, og er sá verðmunur stórum minni, en flestir höfðu áður talið. Niðurstöður af verðsámanburði Fiskifélagsins ásamt upplýsing- um þeim, er fengust frá danska skipasmiðasambandinu, og um- reikningi með tilliti til þeirra voru sendar atvinnumálaráðu- neytinu, Fjárhagsráði, Landssam- bandi ísl. útvegsmanna og Fisk- veiðasjóði íslands. Jafnframt var haldið áfram viðræðum við þessa aðila, til þess að vinna að varan- legri lausn málsins. SMÍÐASAMNINGAR GERÐIR Þegar Fiskifélagi hóf áður- greinda rannsókn sína skrifaði ég í byrjun marz 1953 Fjárhagsráði og fór þess á leit, að eigi yrðu veitt gjaldeyris- og innflutnings- leyfi fyrir fiskiskipum, meðan á rannsókn þessari stæði. Er nið- urstöður rannsóknarinnar lágu fyrir, sendi ég þær einnig til Fjár hagsráðs með endurteknum til- mælum um, að leyfi yrðu ekki veitt, þar sem verðmunurinn væri mjög viðráðanlegur og inn- lendar skipasmíðastöðvar skorti stórlega verkefni. Fjárhagsráð varð við þessum tilmælum og voru engin leyfi veitt á tímabil- inu frá því í marzbyrjun og til septemberloka s.l. ár. Leiddi þessi stöðvun til þess, að á s.l. ári voru gerðir smíðasamningar um 9 fiskiskip hérlendis og má óhætt telja þessa samninga bein- an árangur af baráttu Landssam- bands iðnaðarmanna fyrir fram- gangi þessara mála. INNFLUTNINGSLEYFI VEITT í októberbyrjun s.l. afgreiddi Fjárhagsráð allar þær umsóknir, um innflutning fiskibáta, er þá höfðu safnazt fyrir og veitti leyfi til innflutnings á 21 bát. Var það gert samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Iðnaðarmálaráð- herra lýsti því þá yfir, að þessat leyfisveitingar hefðu verið óhjá- kvæmilegar, vegna þess að bát- ana hefði þurft að fá fyrir^fctr- arvertíð, en hann hefði gefið Fjárhagsráði fyrirmæli um að veita ekki frekari leyfi, heldur benda umsækjendum á að snúa sér til innlendra skipasmiða- stöðva. Fulltrúar frá 15. Iðnþingi íslendinga, er sat að störfum fyrri hluta októbermánaðar s.L, áttu fund með forsætisráðherra og iðnaðarmálaráðherra ásamt full- trúum frá Landssambandi ísl. útvegsmanna um mál þessi. Voru menn þar á einu máli um nauð- syn þess að tryggja, að innlendar skipasmíðastöðvar gætu starfað með eðlilegum hætti. Lýsti for- sætisráðherra því yfir, að stjórn- arflokkarnir myndu tilnefna sinn fulltrúann hvor til þess að gera tillögur um þessi mál í samráði við fulltrúa skipasmiða og út- vegsmanna. Væri þess að vænta, að þannig yrði unnt að finna viðhlítandi lausn þessa máls. NÝJAR TILLÖGUR Framangreindir aðiiar hófu brátt viðræður og voru fulltrúar stjórnarflokkanna alþingismenn- irnir Jóhann Þ Jósefsson og Skúli Guðmundsson. Skipasmíða- nefnd Landssambands iðnaðar- manna lagði í upphafi þessara viðræðna fram eftirfarandi til- að forstöðumenn dar/ska skipa-logur: 1. Innlendum skipasmíðastöðv- um verði tryggt, að þær fái að sitja fyrir allri þeirri nýsmíði, sem þær geta leyst af hendi með eðlilegri starfrækslu. 2. Skipasmíðastöðvarnar fái að- stöðu til þess að smíða skip fyrir eigin reikning. 3. Tryggð verði lán til skipa- smíðanna er nemi 85% af kostn- aðarverði skipanna, og verði lán- in veitt með sömu kjörum og lán úr Fiskveiðasjóði til nýsmíða. 4. Tryggð verði varanlega með lögum endurgreiðsla allra að- flutnings^jalda af efni og vélum til skipa, og eigi verði lagður sölu skattur á skipin fullsmíðuð Nokkrir fundir voru haldnir og komu einnig fram tillögur um það, bæði frá útvegsmönnum og skipasmiðum, að nauðsynlegt myndi að ríkisstjórnin greiddi þann mismun, er væri á verði innlendra og erlendra fiskiskipa. Ekki voru gerðar neinar formleg- ar samþykktir á fundum þessum, en fulltrúar stjórnarflokkanna söfnuðu tillögum þeim og upp- lýsingum, er fram komu og þeir töldu nauðsynlegar, í því skyni að leggja fram sínar greinar- gerðir innan þingflokkanna. Hafa þeir og gert það, en þrátt fyrir það hefir ríkisstjórnin enn eigi lagt fram neinar tillögur í mál- inu. Ætti það þó að vera næsta skrefið, og er orðið aðkallandi að bera þær fram, þar sem nú er mjög liðið á þingtímann. SKÝRSLA IÐNAÐARMÁLA- STOFNUNARINNAR í nóvember s.l. fól Fjárhagsráð Iðnaðarmálastofnun Islands að gera athugun á samkeppnishæfni og starfsskilyrðum innlends tré- skipaiðnaðar, og hefir skýrsla um athugun "þessa nýlega verið birt. Skýrsla þessi byggir í verulegum atriðum á gögnum þeim, er hr. Bárður G. Tómasson hefir látið stofnuninni í té og upplýsingum frá einstökum meðlimum skipa- smíðanefndar Landssambands iðnaðarmanna. — Gerður er verðsamanburður á nýjasta fiski- bátnum, er smíðaður hefir verið i Danmörku fyrir íslenzka aðila, og bát sömu tegundar, er smíð- aður væri hérlendis, og fylgja því ítarlegir útreikningar. Heildar- niðurstöður þeirra útreikninga eru þær, að er öll aðflutnings- gjöld hafi verið greidd með kr. 1.362,00 pr. rúmlest, þurfi að greiða kr. 2.300,00 pr. rúmlest, til þess að íslenzki báturinn verði samkeppnisfær um verð. Er það i fullu samræmi við þær niður- stöður, er fengust af rannsókn Fiskifélagsins á s.l. vori, að með- reiknuðum upplýsingum danska skipasmiðasambandsins, svo sem að framan greinir. ORSAKIR VERÐMUNARINS Það hefir margsinnis verið sannað, enda aldrei véfengt, að íslenzkir skipasmiðir eru fylli- lega samkeppnisfærir um afköst við stéttarbræður sína í Dan- mörku, og reikna íslenzkar skipa- smíðastöðvar alls eigi með hærri vinnustundafjölda pr. rúmlest, en hinar dönsku. Þá eru og íslenzku skipin almennt talin skara fram úr að gæðum, og eru þau af þeim sökum raunverulega verðmætari. Orsakir þess, hve íslenzku skipin eru dýrari, eru því eingöngu þær, að hér er hærra kaupgjald og verðlag en í Danmörku. Verð- munurinn á eingöngu rætur sín- ar að rekja til dýrtíðarinnar í landinu, og getur enginn með sanngirni ætlast til þess að inn- lend skipasmíði geti fremur en aðrar atvinnugreinar staðið und- ir þeim mismun. Vegna dýrtíðaé- innar þarfnast iðnaðurinn auk- inna verndartolla, vegna dýrtíð- arinnar hafa landbúnaðarafurðir verið greiddar niður og innflutn- ingur á þeim bannaður, og vegna dýrtíðarinnar hefir orðið að veita sjávarútveginum margvísleg fríð- indi, nú síðast bátagjaldeyri, og þó er hann á heljarþröm, Hvernig ættu þá innlendar skipasmíða- stöðvar einar að geta komizt af án nokkurrar verndar eða aðstoð ar? Skipasmíðastöðvarnar gætu verið ágætlega samkeppnisfæ 'ar, ef þær nytu 12—15% tollverndar, og mun það minni vernd, fen margar aðrar átvinnugreinar þurfa, en útgerðin er eigi talin hafa getu til þess að greiða þann toll. Verður því að leita annarra ráða, enda getur útgerðin heldur eigi ve-rið án skipasmíðastöðv- anna, en þau einu ráð, sem bent hefir verið á, eru hagstæðari lán til skipa smíðaðra hér en erlend- is, eða framlög úr ríkissjóði til greiðslu á verðmismuninum NÚ VERÐUR AÐ LEYSA VANDANN Þar sem nú er orðið mjög áliðið þings, þolir mál þetta ekki leng- ur bið. Ríkisstjórn og Alþingi verða nú að taka afstöðu til þeirra úrræða, sem hér að fram- an er vikið að, og gera nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að leysa mál þetta, áður en þingi lýkur. Þegar innflutningsleyfi voru veitt fyrir 21 bát á s.l. hausti, þá tóku samtök iðnaðarmanna til greina þær röksemdir, er ríkisstjórnin bar fram fyrir þeirri ráðstöfun, þótt þá væri meira en ár liðið frá því er Landssamband iðnað- armanna hóf skipulega sókn til þess að flytja nýsmíði fiskibáta inn í Iandið, og á þeim tíma hefði verið hægt að smíða hér- lendis marga báta, ef strax hefði verið tekið á málunum með festu. í viðræðunum við ríkis- stjórnina lýsti ég yfir því, að ef þessar leyfaveitingar yrðu til þess að tryggja framtíðarlausn málsins á yfirstandandi Alþingi, þá væri ekki ástæða til þess fyr- Jr iðnaðarmenn að harma þær, og stórum væri meira um vert að tekizt gæti jákvætt samstarf er stefndi að skjótri lausn máls- ins, heldur en að hafðar væru uppi harðar deilur á það, sem búið væri að gera, og samstarfs- möguleikum þar með spillt. Iðn- þingið tók einnig jákvæða af- stöðu til málsins í trausti þess að ríkisstjórn og Alþingi myndu leggja kapp á að leysa það Iðn- aðarmenn munu ógjarnan vilja trúa því fyrr en í síðustu lög, að ríkisstjórnin og Alþingi bregðist því trausti, en verði ekkert gert, áður en Alþingi lýkur nú störf- um, verði allt dregið á langinn þar til á næsta hausti, og þá aft- ur veitt innflutningsleyfi fyrir mörgum bátum, þá er hætt við að iðnaðarmenn vilji ekki aftur taka gildar þær röksamdir ríkisstjórn- arinnar, að þær leyfisveitingar hafi verið nauðsynlegar, þar sem bátarnir þyrftu að vera tilbúnir fyrir vetrarvertíð. Ég vil leyfa mér að vænta þess, að til þess þurfi eigi að koma, heldur beiti ríkisstjórnin sér nú með einurð og festu fyrir hagkvæmri lausn á vandamálum skipasmíðastöðv- anna til öryggis fyrir sjávarútveg inn og bagsbóta fyrir þjóðina í heild. _ ______Eggert Jónsson. r áskoruðarlhisr kalíaðir inn SEM kunnugt er, stendur yfir hér í Reykjavík söfnun undir- skrifta undir áskorun til Alþingis manna um að samþykkja áfengis lagafrumvarpið með ákvæðunum um vínandainnihald bjórsins. Munu um 700 slíkir listar vera í umferð. Verða listarnir nú all- ir kallaðir inn hið fyrsta og eru menn beðnir að skila þeim í Austurstræti 17, uppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.