Morgunblaðið - 24.03.1954, Síða 8
MORGUNBLAÐlí)
Miðvikudagur 24. marz 3954
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyr*8arm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lcsbók: Árni Óla, simi 3049.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóra, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Simi 160o.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
! lmusasölu 1 krónu eintaklB.
Ugpænlegar afkomuhorfur
togaraútgerðarinnar
^ UR DAGLEGA LIFINU
GREINARGERÐ sú, sem Fél.
ísl. botnvörpuskipaeigenda
hefur látið frá sér fara um hag
og afkomu togaraútgerðarinnar
er hin uggyænlegasta. Þar er frá
því skýrt að á s. 1. ári hafi hag-
ur þessarar greinar ísl. sjávarút-
vegs farið mjög versnandi. Or-
sakir þess eru ýmsar. Afli hefur
farið rýrnandi, eyðsla á veiðar-
færum aukizt og reksturskostn-
aður hækkað. Á þetta að nokkru
leyti rætur sínar að rekja til út-
færzlu landhelginnar og aukins
ágangs erlendra togara við land-
ið. —
Þá telja samtök togaraútgerð-
armanna að sala aflans til hrað-
frystihúsa hafi verið mjög óhag-
stæð. Hafi sá fiskur, sem þeim
var seldur verið seldur langt
undir framleiðsluverði. Ennfrem-
ur hafi togaraútgerðina sjálfa
mjög skort aðstöðu til þess að
verka afla sinn í landi og hafa
af því hagnað. Þá hafi verð á
saltfiski stórlækkað, útgerðar-
vörur hækkað í verði og viðhald
skipanna orðið dýrara vegna
minnkandi siglingar þeirra til
útlanda.
• Loks bendir F.Í.B. á, að skort-
ur á vönum sjómönnum á togar-
ana hafi valdið útgerð. þeirra
miklum erfiðleikum.
Hér er vissulega um alvar-
legar staðreyndir að ræða.
Togaraútgerðin hefur jafnan
aflað verulegra hluta af út-
flutningsmagni sjávarafurða.
Hún er rekin með dýrustu og
fullkomnustu tækjum, sem
þjóðin á. Miklu fé hefur ver-
ið varið til þess að endurnýja
togaraflotann, auka afköst
hans og bæta aðbúð þeirra
manna, sem á honum starfa.
Ef þessi dýru tæki stöðvast
um lengri eða skemmri tíma
hlyti það að hafa í för með
sér stórfellt gjaldeyristap
fyrir þjóðina. Af því myndi
aftur leiða þverrandi inn-
flutning og minnkandi fram-
kvæmdamöguleika í landinu.
Það er því óhjákvæmilegt að
snúast með einhverjum úrræð-
um við vanda togaraútgerðarinn-
ar. Vandi hennar er ekki aðeins
mál hennar einnar heldur þjóð-
arinnar í heild,
Á því hefur verið tæpt af hálfu
togaraútgerðarmanna, að með því
að veita togaraútgerðinni hlið-
stæð gjaldeyrisfríðindi og vél-
bátaútvegnum myndi nokkuð
greitt úr vandræðum hennar. En
hér er um ákaflega hæpna leið
að ræða. Þegar svo væri komið
að öll útgerð í landinu nyti
slíkra gjaldeýrisfríðinda jafngiltí
það í raun og veru gengisfell-
ingu. Svo að segja öll útflutnings-
framleiðsla þjóðarinnar seldi þá
þann gjaldeyri, sem hún aflar
á öðru verði en hið skráða gengi
krónunnar segir til um.
Áður en sú leið verður farin
að veita togaraútgerðinni báta-
gjaldeyrisfríðindi verður því að
reyna aðrar leiðir til þrautar.
Það er t. d. óhjákvæmilegt að
veita togarasjómönnum einhver
þau friðindi, sem bæta afkomu
þeirra verulega og tryggja vana
menn til starfa á togaraílotanum.
Þetta hefur verið gert áður, t. d.
með áhættuþóknun á stríðsárun-
um og kaupgreiðslu í erlendum
gjaldeyri þegar skipin sigldu með
afla sinn á erlenda markaði. Á
það má einnig minna að fyrir
síðustu heimsstyrjöld var hag
togaraútgerðarinnar svo illa kom
ið að löggjafinn taldi óhjákvæmi
legt að veita henni mikil skatt- j
fríðindi meðan hún væri að rétta '
úr kútnum og komast úr skulda-
súpunni.
Ennfremur verður að leggja
kapp á að draga úr rekstrar-
kostnaðinum eftir því sem tök
eru á.
Við íslendingar verðum að
gera okkur ljóst, og hefðum átt
að gera það löngu fyrr, að það
er þýðingarlaust að hrúga sí-
hækkandi reksturskostnaði á
framleiðslutæki okkar. Við meg-
um ekki gera meiri kröfur á
hendur þeim, en þau geta risið
undir í meðal árferði. Öll afkoma
þjóðarinnar veltur á því að
framleiðslutæki hennar séu í i
gangi og veiti almenningi í land-
inu varanlega atvinnu.
En ef greiðslugeta atvinnu-
veganna brestur, getur þá
ekki ríkið hlaupið undir
bagga? spyrja margir. Þessi
hugsanaháttur er orðinn allt
of algengur í okkar landi.
Fjárhagslegt bolmagn ríkis-
sjóðs hlýtur jafnan að hald- |
ast í hendur við greiðslugetu
atvinnuveganna. Ef þeir eru
reknir á óheilbrigðum grund- j
velli með stórfelldu tapi ár.
eftir ár, hlýtur fjárhagsgeta
ríkissjóðs að bila. Ef skera á
fyrir meinsemdina verður
þess vegna að koma rekstri ]
atvinnutækjanna sjálfra á
heilbrigðan grundvöll. Hitt,
að kalla stöðugt á aðstoð rík-
isins, er aðeins að tileinka sér
lífsvenjur strútsins, að stinga
höfðinu niður í sandinn og
neita að viðurkenna staðreynd
ir, sem við blasa.
Hvað hefir villf
beim sýn!
AFSTAÐA íslenzkra Hafnar-
stúdenta til tillagna dönsku
stjórnarinnar í handritamálinu
hefur áreiðanlega komið mörg-
um hér heima á óvart. í sam-
þykkt félags þeirra er því bein- j
línis haldið fram, að íslenzk j
stjórnarvöld „hafi komið málinu
í það öngþveiti, sem óvíst er,
hvernig ráðið verði fram úr“.
Þessa ályktun draga 29 íslenzk-
ir stúdentar í Kaupmannahöfn (
af þeirri staðreynd, að danska
stjórnin hefur sett fram tillögur,
sem fela það í sér, að íslendingar
fái ekkert handrita sinna til
eignar. Þegar Alþingí íslendinga,
ríkisstjórn og allur almenningur
á Islandi hafnar einum rómi hug-
myndinni um sameign handrit-
anna, þá virðist þessi fámenni
hópur íslendinga á Hafnarslóð
grípa við henni fegins hendi.
Fyrr á árum stóðu/ íslenzkir
stúdentar í Höfn fremstir allra
í baráttunni fyrir réttmætum
kröfum þjóðar sinnar. Nú eru
þar til 29 stúdentar, sem dragast
ekki aðeins aftur úr, he-ldur snú-
ast beinlínis gegn þjóð sinni í
baráttunni fyrir endurheimt
hinna fornu þjóðardýrgripa.
Hvað hefur hent þessa ungu
menn, — hvað hefur villt
þeim svo hrapalega sýn?
★ Dýrt er drottins orðið!
Hún er nú fræg orðin um allan
heim vetnissprengitilraunin, sem
gerð var í Kyrrahafi 1. marz s.l.
Fyrst og fremst vegna þess, hve
kraftmikil sprengjan var, en
máttur hennar var slíkur, að
jafnvel vísindamennirnir, sem ár-
um saman hafa unnið að gerð
hennar, og þannig fengið að
melta í næði styrkleika hennar,
stóðu höggdofa.
En srengjutilraunin er einnig
fiæg fyrir annað. Það er hvað
hún kostaði. Blaðamaður einn
upplýsti, og því var ekki mót-
mælt, að allUr undirbúningur að
sprenginguhni hafi kostað 100
milijónir dála.
★ Fílarjgleyma ekki
Sirkus eiínn var á ferð í Eng-
landi og háfði sýningar m. a. í
Canterbury. Að aflokinni síðustu
sýningunni þar lagðist 60 ára
^JJrinaeLi
nn^enfan
gamall kvenfíll, sem sirkusinn
átti, i forartjörn eina nálægt
tjaldbúðunum og vildi með engu
móti hverfa þaðan. Foringi flokks
ins ákvað að reist skyldi tjald
yfir tjörnina til þess að skýla
fílnum fyrir kulda, og brottför
hópsins var frestað um tvo daga.
Dýralæknar gáfu fílnum spraut-
ur og romm að drekka. — En allt
kom fyrir ekki og sirkusflokkur-
inn neyddist til að halda för sinni
áfram — án fílsins og eins manns,
sem gæta átti hans og reyna að
koma honum frá tjörninni, sem
að lokum tókst að gera með valdi.
Eina skýringin á þrákelkni
dýrsins var sú, að tamningamað-
ur þess, sem það lét mjög vel að,
lézt síðast er flokkurinn var á
ferð í Canterbury — 7 árum
áður.
UU andi óhripar:
Læknislyf í of stórum
skömmtum.
SALKA VALKA“ skrifar:
„Velvakandi góður.
Mig langar til að senda þér
línu til að fá að vita um eftir-
farandi: Hvernig stendur á því,
að læknar láta mann kaupa mik-
ið meira af lyfjum en þeir sjálfir
segja fyrir að nota skuli í hvert
skipti? Ég fékk fyrir nokkru
slæmt kvef og þurfti að fara í
súlfa kúr og eftir lyfseðli við-
komandi læknis átti ég að taka
2 töflur á 4ja tíma fresti eða
48 alls. Og nú fyrir nokkru þurfti
ég að fá lækni fyrir barn mitt.
Hann gaf mér lyfseðil upp á 20
töflur en ég átti að gefa barn-
inu % töflu 4um sinnum á dag
í 4 daga eða 8 st. alls.
Óþarfa hlífðarleysi.
ÞETTA FINNST mér óþarfa
hlífðarleysi við pyngju
manna. Læknislyf eru það dýr,
að fólk kærir sig ekkert um að
kaupa meira af þeim en það þarf
að nota. Og hvað svo um afgang-
inn? Getur ekki einnig verið var-
hugavert að láta fólk hafa meiri
lyf undir hendi en notkunarregl-
ur lyfseðilsins segja fyrir í hvert
sinn og leitt til þess, að það
taki meira af þeim en góðu hófi
gegnir, þegar nóg er fyrir hendi?
— Salka-Valka“.
Óþörf aðfinnsla.
FRÁ MÍNU sjónarmiði séð e*~
þessi aðfinnsla „Sölku-
Völku“ alveg óþörf. Mér finnst
þvert á móti, að fólki sé hægðar-
auki að því að fá lyfin ríflega
útilátin, svo að ekki þurfi að
hlaupa í lækni og lyfjabúð í
hvert skipti, sem þeirra er þörf
— og það er býsna oft þegar um
kveflyf og önnur algeng lyf er
að ræða. Peningasóun kemur hér
alls ekki til greina.
Ætti að vera á hverju
heimili.
ÞETTA GEFUR annars tilefni
til að minna á, að hvert heim
ili ætti að eiga sitt „apótek“,
lyfjakassa eða skáp, með öllum
hinum algengustu lyfjum og
nauðsynlegustu sáraumbúðum og
sjúkratækjum, sem hægt sé að
grípa til þegar þeirra er þörf.
Margir hafa að óþörfu kvalizt
tímum saman af höfuðverk eða
magapínu vegna þess, að ekki
voru til verkjareyðandi töflur á
heimilinu, og önnur þaðan af al-
varlegri óþægindi geta stafað af
fyrirhyggjuleysi í þessum efnum.
Það er gott að geta verið að
sem mestu leyti sinn eigin lækn-
ir að öllum hinum ólöstuðum —
og ég tel óþarfa að gera ráð
fyrir fólki almennt sem slíkum
aumingjum, að því sé ekki trú-
andi fyrir læknislyfjum, svo að
ekki stafi háski af.
Athugasemd frá
Þjóðleikhúsinu.
ITILEFNI af skrifum Almars
í blaðinu í gær, um Magnús
Pálsson leiktjaldamálara: ....
gegnir satt að segja furðu, að
Þjóðleikhúsið skuli ekki hafa
ráðið hann sem fastan starfs-
mann sinn“, vill þjóðleikhússtjóri
koma á framfæri eftirfarandi
leiðréttingu: „Magnúsi Pálssyni
var í fyrrasumar boðin föst og
vel launuð staða sem leiktjalda-
málari við Þjóðleikhúsið en
hann hafnaði því boði og varð
ekki af samningum.“
Símar kvikmyndahús-
anna.
FLEST kvikmyndahúsanna hafa
nú tekið upp þá nýbreytni,
að birta símanúmer sín í kvik-
myndaauglýsingum dagblaðanna.
Ég hefi heyrt marga láta í ljós
ánægju sína yfir þessari ráðstöf-
un og er vonandi, að ekkert
kvikmyndahúsanna skerist úr
leik í þessum efnum. Okkur Pétri
og Páli finnst að það sé aðeins
sjálfsögð sanngirniskrafa frá
okkar hálfu að kvikmýndahús-
gestum sé gert sem hægast fyrir
frá hendi kvikmyndahúsanna um
öflun aðgöngumiða — nógu mik-
ið basl fylgir því stundum samt.
Menn ættu alltaf að rnuna
manntak að herða,
gá sín, en örlögum una
eins og þau verða.
(Eiríkur Einarsson).
Með þolin-
mæði verður
höfðingja talið
hughvarf.
★ Hef ég ekki séð þig
áður?
Forseti Austur-Þýzkalands, Wil
heim Pieck, var ekki alls fyrir
löngu viðstaddur hátíðahöld
kommúniskrár æsku. Einn liður
þeirra hátíðahalda var skrúð-
ganga. Klukkustundum saman
gengu einkennisklæddir dreng-
irnir fylktu liði fram hjá palli
forsetans. — Allt í einu veifaði
Pieck til eins drengsins og gerði
honum Ijóst með handhreyfingu
að hann vildi tala við hann. —
Drengurinn kom til forsetans, og
forsetinn sagði: „Heyrðu, vinur
minn, hver ert þú? Höfum við
ekki sézt áður?“
„Jú“, svaraði drengurinn,
„þetta er í fimmta skiptið, sem ég
geng hérna fram hjá pallinum í
dag . . .“
★ Vinsældir og áhrif
Skýrslur um fæðingar í Vest-
ur-Þýzkalandi sýna, að nafnið
Adolf er orðið mjög sjaldgæft
þar í landi — eða svo til horfið.
Vinsælasta drengjanafnið nú er
Konrad.
En það er ekki aðeins forsætis-
ráðherrann sem er vinsæll. —
Bandarískar kvikmyndir virðast
hafa mjög mikil áhrif á fólkið.
Ótrúlega mikill fjöldi barna ber
nöfn eins og Gary, Clark og
Kirk.
★ Svona eru mennirnir
Góður sölumaður er sá, sem
talar svo lengi við þann, sem
hann ætlar að selja, .að viðkom-
andi fær höfuðverk, svo sölumað-
urinn getur selt honum pakka af
höfuðverkjartöflum.
Sumir hafa lesið svo mikið um
það, hve óhollt það sé að reykja
mikið, að þeir eru hættir — áð
lesa.
Bjartsýnismaður er sá, sem sér
ljós, þar sem alls ekkert ljós er.
Og svartsýnismaður er sá, sem
reynir að slökkva það ljós.
(Þýtt og endursagt).
km löng
sígaretta!
I ÖLLUM farþegaflugvélum, sem
fara langar vegalengdir er það
nú orðin venja að færa farþeg-
unum ýmiskonar veitingar, —
Vegna þessa er það nú farig að
tiðkast hjá sumum flugfélögum
að mæla flugvegalengdir í því
hve mikils góðgætis farþegarnir
geta neytt á fluginu.
Með núverandi hraða flugvéla
fara farþegarnir 60 km meðan
þeir reykja eina sígarettu, 60
kílómétrá meðan þeir drekka
molakaffi og meðan þeir borða
heila máltíð ber skýjagammurinn
þá hvorki meira né minna en 450
km.