Morgunblaðið - 24.03.1954, Page 11

Morgunblaðið - 24.03.1954, Page 11
Miovikudagur 24. marz 1954 MORGVJSBLAÐIÐ II Afmælishói KR AFMÆLISHÓF K. R. fór fram í Sjálfstæðishúsinu s.l. laugar- dagskvöld. FormaðUr K.R. Erlendur Ó. Pétursson, setti hófið og stjórn- aði því. Færði hann KK-ingum kveðju frá stofnanda félagsins, Pétri A. Jónssyni óperusöngvara, sem ekki gat setið hófið vegna veikinda. Samkoman hyllti Pét- ur A. Jónsson með ferföldu húrra. Minni KR flutti Bjarni Guð- mundsson blaðafulltrúi, en fyrir minni Reykjavíkur talaði Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri og voru báðar þessar ræð- ur hinar skemmtilegustu og ágæt lega fluttar. Hinn ágæti KR-ingur Guð- mundur Jónsson óperusöngvari söng nokkur lög við mikla hrifn- ingu áheyrenda. Karl Guðmunds son leikari las upp og skemmti með eftirhermum og var því tek- ið með miklu lófaklappi. Félaginu bárust ýmsar gjafir. Frá Róðrarfélagi Reykjavíkur fékk félagið að gjöf mjög fagra klukku. Frá Þórunni og Vigni Andréssyni fékk félagið íslenzk- an silkifána. Frá ÍSÍ fána sam- bandsins, frá K.R.R. fána ráðsins. Jens Guðbjörnsson formaður Ár- manns afhenti fyrir hönd 14 íþróttafélaga peningagjöf. Ávörp fluttu: Formaður Knatt spyrnusambands Islands, Sigur- jón Jónsson og formaður Sund- sambands íslands, Erlingur Páls- son og varaformaður Í.B.R. Bald- ur Möller og formaður K.R.R. Sigurður Magnússon. Þá fór fram afhending á heið- ursviðurkenningar peningum KR og hlutu þá 23 KR-ingar að þessu sinni. Einnig afhenti formaður KR æðsta heiðursmerki félagsins KR-stjörnuna til Gísla Halldórs- sonar arkitekts, fyrir langt N?g frábært starf í þágu KR. Hylltu veizlugestir hinn nýja riddara KR með fjórföldu húrra. Þá var Benedikt Jakobssyni af- hentur bikar frá fimleikamönn- um fyrir 20 ára kennslu. Hófið var fjölmennt og fór fram með mikilli prýði og var öllum viðstöddum til mikillar ánægju. Skemmfun fyrir eldra fólk í Hólminum STYKKISHÓLMI 22, mar: — Fyrir forgöngu stúkunnar Helga- fell í Stykkishólmi var eldra fólki bæjarins boðið til skemmt- unar og kaffidrykkju í samkomu húsinu í Stykkishólmi s.l. laugar dagskvöld og hófst fagnaðurinn kl. 10. Var þar margt til fróð- leiks og skemmtunar s. s. kvik- myndir af landinu, upplestur, ræðuhöld, gamanvísur o. fl. Eig- endur samkomuhússins þeir Magnús Sigurðsson og Sigurður Sigurgeirsson léðu húsið ókeypis undir fagnað þennan, ásamt kvik myndunum. Lúðrasveit Stykkis- hólms og Hljómsveit Stykkis- hólms lóku endurgjaldslaust og félagskonur í stúkunni gáfu brauð og kökur og sáu um veit- ingar. Ýmsir aðrir veittu skemmt un þessari sinn stuðning. Var skemmtun þessi gamla fólkinu til mikillar ánægju og fór hið bezta fram í alla staði. — Árni. Siðgæðisþróttur LAURENT, forsætisráðherra Kanada, er nýkominn heím úr för kringum hnöttinn. Segir hann siðgæðisþrótt fólks mikinn, og sé það vænlegt til varðveiziu frið- inum. Segir hann, að ásveldin fyrrverandi, Japan, Ítalía og Vestur-Þýzkaland, óski nú einsk- is frekar en lifa í friði. X HEZT AÐ AVGLÝSA A T í MORGUISBLABim Björn Þórarinn Stefónsson ÞÓRARINN Björn Stefánsson, | fyrr verzlunarstjóri í Vopnafirði, andaðist á heimili sínu Hrefnu- | götu 10 í Rvík hinn 12 þ. m. Björn var fæddur í Teigi í Vopnafirði h. 3. des 1873. For- eldrar hans voru Stefán Þórarins- son bóndi þar og f. k. hans Mar- grét Björnsdóttir, Björnssonar frá Brimnesi i Fáskrúðsfirði, Jónssonar bónda á Búðum, Björnssonar prests í Þingmúla og Kolfreyjustað Hallasonar. Stefán var sonur Þórarins snikkara er síðast bjó á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, Stefánssonar prests Þórarinssonar prest í Múla og skálds,, bróðir Benedikts Gröndal eldra, Jónssonar. Hálf- bróðir Stefáns, og sonur Þórarins á Skjöldólfsstöðum, var séra Þórarinn á Valþjófsstað. Kona Þórarins og móðir Stefáns var Kristín dóttir séra Gunnlaugs prests á Hallormsstað, og systir Stefáns landfógeta, Þórðarsonar prests á Refstað og Ási í Fellum, Högnasonar prests, og prestaföð- urs, á Breiðabólstað, Sigurðsson- ar. Kona Stefáns prests og móðir Þórarins snikkara var Þrúður Vigfúsdóttir prests í Garði í Kelduhverfi, Björnssonar prests á Grenjaðarstað, Magnussonar. Bróðir Þrúðar var Björn prestur á Eiðum faðir Önnu, er átti Pétur prestur Jónsson á Valþjófsstað, föðurfaðir Metúsalems Stefáns- sonar búnaðarmálastjóra og þeirra systkina og Stefán prestur í Viðvík föður Önnu móður Stef- aníu leikkonu, Guðmundsdóttur. Stóðu því að Birni miklar ættir og einkum stór prestasveit og hinna mikilhæfustu manna Mar- grét móðir Björn andaðist þrítug að aldri 3. júní 1879, en árið eftir kvæntist faðir hans aftur Katrínu Gísladóttur ættaðri sunnan af landi, og gekk hún Birni og syst- kinum hans í móðurstað, en bróð- ir hans var Þórarinn bóndi í Teigi faðir dr. Sigurðar jarðfræðings. Hinn 13. maí 1900 andaðist faðir hans 53 ára að aldri óg voru þá hálfsystkini hans enn ung, en meðal þeirra eru þeir bræður á Akureyri, Brynjólfur skósmiður og Eðvald. Studdu þá eldri börn- in stjúpu sína enn um stund, unz hún brá búi og fluttist til Akur- eyrar. Björn gekk ungur í þjón- ustu Örum & Wullf verzlunar á Vopnafirði og var svo í þjón- ustu þess verzlunarfyrirtækis meðan það starfaði hér á landi, sem var allvíða, einkum á Aust- urlandi. Meðan Björn dvaldi á Vopnafirði tók hann mikinn þátt í hinu fjölbreytta meningarfé- lagslífi er þá stóð með blóma í sveitinni, en átti höfuðstöðvar á Vopnafirði, svo sem íþróttafélags skap, er einkum lagði stund á ísl. glímuna eins og raun gaf vitni, er þaðan kom fyrsti glímu kongur landsins, Ólafur Valdi- marsson Davíðsson, leiklist og bindindisstarfsemi, því máli var Björn svo trúr, að hann bragðaði ekki áfengi alla æfi. — Þar á Vopnafirði kvæntist Björn árið 1901, Mar- gréti Jónsdóttur prests í Hjarð- arholti, Guttormssonar prófasts í Vallanesi, Pálssonar, gáfaðri ágætislronu, sem lifir mann sinn. Varð þeim fimm barna auðið, sem eru hið ágætasta fólk og dvelja 4 þeirra í Rvík. Þau eru: Margrét, gift Gunnari vélvirkja Björnssyni frá Refsstað í Vopnafirði Páls- sonar; Jón, málarameistari kvænt ur Grete listmálara, Stefán G., skrifstofustj. í Sjóvátryggingafél. íslands kvæntur Sigríði Jóns- dóttur. Þórarinn verzlunarmaður kvæntur Kristinu Halldórsdóttur og Guðlaug Margrét er dvelur í Ameríku. gift Garðari Guðmunds syni. Varð heimili þeirra hjóna á Vopnafirði brátt rómað fyrir hina me§tu aðlöðun, því snyrti- mennska var þeim báðum svo eiginleg, að lengra þótti eigi jafn- að verða. Gilti það jafnt um hina innri og ytri háttu þeirra, og í Minningarorð hverjum hlut, svo hvergi bar á skugga, blett né hrukku. Þótti öllum gott með þeim að dvelja sakir hófsemi og ábyrgðartilfinn- ingar, enda kunnu þau allt að meta er vel horfði, en gafu sig hvergi. að hinu. Fylgdi og fólk þeim æfilangt í heimili sakir trygglyndis. Tók og Björn móður- móður sína, Járngerði Jónsdóttur, og veitti henni forbeina fram í andlát, en þá var hún á tíræðis aldri. Voru slík dæmi orækur vottur um manndyggðir þeirra hjóna. Árið 1905 hvarf Björn af Vopnafirði og tók við íorstöðu Örum & Wuilfs á Djúpavogi, en á Vopnafirði var hann bókhald- ari Sýndi það hvert traust hann þá hafði unnið sér, því þessar verzlanir vönduðu jafnan for- stjóra val og áttu sitt megintraust í þeim háttum. Dvaldi Björn á Djúpavogi til 1913, en þá tók hann við forstöðu verzlunarinnar á Vopnafirði og var þá kominn heim, því jafnan var hann bund- inn hinum traustustu böndum við þá sveit. Þótt hann yrði þaðan síð ar að hverfa. Fóru nú svo kallaðir uppgangstimar í hönd sökum heimsstríðsins fyrra, svo sem kunnugt er. Fóru þá og nýir tímar í hönd og vildu Vopnfirðingar eigi una hinu gamla verzlunar- skipulagi. Kaupfélagsaldan hafði gripið um sig í sveitinni og þótti mörgum eigi í ótíma, eins og þróun verzunarmála hafði þá verið langa stund í landinu, og hafði heldur eigi með öllu sneitt fram hjá Vopnafirði. Varð kaup- félagsstofnun að ráði, og samdist svo um, að hin gamla verzlun seldi kaupfélaginu eignir sínar og lagðist þá starfsemi hennar nið- ur með öllu 1919. Var þá þetta verzlunarfyrirtæki orðið 116 ára gamalt, og hafði jafnan verið einrátt um verzlun við Vopna- fjörð, en þangað sóttu viðskipti bændur af norðurparti Fljótsdals héraðs, Skeggjastaðahreppi, Fjallabyggð og Jökuldal. Nú var mikið af þessari verzlun gengið undan Vopnafirði, og þar einnig komin önnur fastaverzlun, er þar hóf starfsemi 1897. Þótti mikil saga og misjöfn af viðskiptum við Vopnafjörð alla 19, öld. Um hitt varð ekki deilt, að verzlunar- stjórar voru þar hinir mikilhæf- ustu menn, og allir ísienzkir menn frá því urn 1880. Það kom í hlut Björns að reka lest þess- ara merkilegu manna, að kveðja fyrir hönd þessa merkilega fyrir- tækis, er þar hóf starf sitt í aldar byrjun, og þetta gerði Bjorn svo hófsamlega, að því líkast var, að hér rýmdi öldungur fyrir óska- barni. Færi þá margt betur, ef svo skildu allir vel tímamót. Varð nú dvöl Björns styttri í Vopna- firði, en hann hafði óskað og vonað. — Hvarf hann til Reykjavíkur og gegndi þar ýmsum verzlunarstörfum meðan honum entist heilsa til, en hann kenndi lasleika, sem margir vildu kenna of mikilli áreynslu í íþróttum á unga aldri og varð lítt vinnufær, en þó jafn- an á ferli, glaður og áhugasamur um allt er v#’ horfði. Hann var á undan ungmennafélagstíman- um, eins og hann varð áhrifarík- ástur, en það er ljóst mál, að sá tími hefði skammt náð til áhrifa, ef einmitt ekki hefðu á undan honum farið menn, eins og Björn Stefánsson, sem höfðu orðið fínir menn af frægum erfðum þjóðar- innar, og batnandi menn af ábyrgðarstörfum á upplyftingar- tíma forna dyggða og nýrra hug- sjóna. Var sá hópur manna stór í Reykjavík, er deila vildu geði við þennan grandvara heiðurs- mann og hans gáfuðu og fróðu konu, þar sem aldrei gat borið ský á heiðríkju manndyggðanna, aldrei orðið hvasst um hvers- dagsleikann, né hófi hallað I nokkrum hlut. Það mundi sam- kvæði allra er þekktu Björn, að hann var hófsmaður í öllu og sótti aldrei til auðs né metorða framar, en að hófi laut, og mátti hann þó með allt vel fara, sem mikið var. Benedikt Gíslason, frá Hofteigi. eru komnar. AMPER H F. Þingholtsstræti 21 — Sími 81556 Atvinna Hreingerningarkona og eldhi'isstúlka óskast í Breiðfirðingabúð, þarf að geta bakað og smurt brauð. — Hátt kaup. — Uppl. á skrifstofunni eftir kl. 2. Verziunarstarf Stúlka eða piltur óskast nú þegar í nýlenduvöruverzlun. — Eiginhandar- umsóknir með uppl. um aldur og menntun, sendist afgr. Mbl. fyrir n. k. fimmtudagskv. merkt: „Stundvísi—97“. — Kvennasföa ! — Dior | Framh. af bls. 7. Á ÖNDVERÐUM MEIÐI Dior er á öndverðum meiði við flesta aðra tízkufrömuða í París í dag. Jacaues Fath, t. d. hefir ekki látið af tilhneygingum sín- um til hinna ýmsu giæsilegu útúr dúra í tízkufyrirmyndum sínum, sem jafnan eru vinsælar, þó að ýmsir teiji þær nokkuð tilgerðar- legar. AÐ því er varðar „cocktail“ boð in, þá hefur Dior sínar ákveðnu skoðanir. Hann er mótfallinn I flegnum og áberandi kjólum við I slík tækiíæri, eins og oft tíðkasi: og gera sitt til, segir hann, að draga slík samkvæmi á langinn meira en góðu hófi gegnir. Venju lega byrja þau um kl. 4—5 o:; ættu alls ekki að standa frant yfir kl. 7 Hinn rétti klæðnaður kvenna við þessi tækifæri er lag- jlegur síðdegiskjóll, jakka- kjóll eða létt dragt, í samkvæm- um eftir kl. 7 á hins vegar hinn kvenlegi glæsileiki að setja svip sinn á klæðnað kvenna. En kven- legur og glæsilegur kjóll, segir Dior, þarf ekki nauðsynlega að vera íburðarmikill eða fleginn á bak og bijóst — nema síður sé. Og eitt atriði enn í sambandi við samkvæmi og samkvæmis- klæðnað: Það er mikilvægt, að samræmi sé á milli klæðnaðai- karla og kvenna, karlmennirnír vilja nokkuð oft humma fram af sér að búa sig upp á svo sem tækifærinu tilheyrir. — Ostabrauð j Framh. af bls, 7. LINSUKAKA 250 gr. hveiti. ‘ 150 gr. smjör eða smjörl, 75 gr. sykur. ' 1 egg, Kremið: 2 dl. rjómi. , Vz stöng af vanillu. 2 egg, 2, matskeiðar sykur. ■ 2 matskeiðar hveiti. SmjöriS er mulið í hveitið, eggið er hrært með sykrinum og látið saman við, deigið síðan hnoðað vel og látið bíða í 20 mín. Kremið: Rjóminn er soðinn með vanillunni, eggin eru þeytt með sykrinum og hveitinu og rjóman- um hellt út í. Þessu síðan hellt aftur í pott og látið sjóða. Síðan látið kólna. Helmingurinn af deiginu cr flattur út og látinn í tertuform. Kreminu er smurt þar á og síð- an er hinn helmingurinn af deig - inu flattur út og hann látinn ofan, á kremið. Gætið þess vel að láta kantana ná alveg saman, Ofan á kökuna er smurt eggjahvítu eða rjóma, grófum sykri er stráð yfir og hálfum möndlum raðað* ofan á. — Kakan bakast í ca. 25—30 min. í ofni ca. 180 gráðu heitum. OSTATERTA i 200 gr. hveiti. 200 gr. smjörlíki. < 200 gr. rifinn ostur. Kremið: 100 gr. gráðostur. 100 gr. íslenzkt smjör. Smjörlíkið er mulið í hveitið og ostinn og það hnoðað vel. — Flatt út og annað hvort bakað i tertuformi eða á plötu, þá skorið út eftir vild. Verða tveir botnar. ’— Ath. Bakast Ijósbrúnir. Kremið: Smjörið og osturinn Kremið: Smjörinu og ostinum er hrært saman (Ath. að smjörið sé ekki ískalt). — Kremið er síð- an látið á milli laganna þegar kakan er bökuð. Skreyta má tert- una að ofan með rifnum osti. Eins verður sérstaklega að gæta þegar ostabrauð og tertur eru bakaðar og það er að hafa ofninn ekki of heitan og hafá jafnan hita á. — Dökkar osta- kökur eru vægast sagt vondar, því osturinn verður ramur, ef hann bakast of mikið. — Verðí ykkur að góðu. A. Bj. :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.