Morgunblaðið - 25.03.1954, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. marz 1954 ,
Vinna yerður áiram aS settu
' Ui ræSu Jéhanns Halsteins á álþingi í gær
ÍGÆRDAG kom skattafrumvai’p ríkisstjórnarinnar til umræðu á
Alþingi. Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, fylgdi frum-
varpinu úr hlaði af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sagði ráðherrann m. a.
íið þetta frumvarp væri hið annað í röðinni sem á síðustu 4 árum
trefði verið borið fram um lækkun skatta, — en 1950 hefði verið
íifgreitt á þinginu frumvarp er fjallaði um lækkun skatta á lág-
tekjum.
ITM STORF NEFNDARINNAR
Rakti ráðherrann síðan hver
áhrif verðbólgan í landinu síðasta
áratuginn hefði haft á hækkun
skattanna vegna hinna föstu og
•ósveigjanlegu skattstiga. — Hann
rakti forsögu þessa frumvarps
nokkuð, en hennar var getið hér
á blaðinu í gær. Fór ráðherrann
lofsamlegum ummælum um störf
milliþinganefndarinnar í skatta-
málum, en á starfi hennar byggð-
ist þetta lagafrumvarp sem ríkis-
stjórnin bæri nú fram. Nefndin.
eagði ráðherrann, hefur enn ekki
lokið störfum, enn er verkefni
hennar geysiumfangsmikið og
verður ekki með vandvirkni leyst
tieraa á mörgum misserum. Enn
ætíi nefndin eftir að fjalla um
skattskyldu félaga, svo og að
reyna að koma á sérstökum stiga
fyrir útsvarsálagningu bæjar- og
sveitarfélaga.
FRUMVARPIÐ RAKIÐ
Rakti ráðherrann síðan ákvæði
inns nýja skattalagafrumvarps,
nýmæli þess og sýndi fram á með
<læmum hve mikið skattarnir
lækka, og hversu mjög sú lækk-
n n væri meiri en skattstigarnir
sýna fljótt á litið, því svo mörg
aukin ákvæði um frádrátt er að
íinna í hinu nýja frumvarpi.
FNN MARGT ÓUNNIÐ
Fyrstur þingmanna tók til
máls um frumvarpið Jóhann
Hafgtein. Kvað hann ástæðu til
að fagna frumvarpinu, þó margt
væri enn óunnið miðað við end-
anlegt markmið I þessum málum.
Kvað hann fullvíst að skattamál-
án væri nú lengra á veg komin,
ef heilbrigðari áhugi fyrir skjót-
■um framgangi málsins hefði ríkt
hjá sumum, sem áttu að hafa
iorustu um undirbúning málsins.
SEINAGANGUR MÁLANNA
Jóhann Hafstein hélt áfram:
Eftir aö mörkuð var grund-
vallarstefnubreyting í fjár-
málum Iandsins, er Sjálfstæðis
flokkurinn stóð einn að ríkis-
stjórn, eftir kosningarnar 1949
töldu Sjálfstæðismenn að ekki
væri lengur hægt að draga
endurskoðun skattalaganna.
j Þegar það samt drógst flutti
I ég ásamt Jónasi Rafnar til-
lögu um að skipuð yrði milli-
þinganefnd í skattamálunum.
Og á starfi þeirrar nefndar er
nú þetta frumvarp byggt.
Á síðasta þingi létum við
; Sjálfstæðismenn enn í ljósi
óánægju okkar yfir seina-
gangi með þessi mál. Af þeim
! sökum fluttum við Magnús
Jónsson á því þingi sérstakt
skattalagafrumvarp. Sé það
j frumvarp borið saman við
i þetta sem nú liggur fyrir kcm-
* ur í ljós að farnar hafa verið
; í flestum meginatriðum sömu
‘ slóðir. — Nú eru tekin upp
í frumvarpið 5 meginákvæði,
þ. e. 1. lækkun skatta á fjöl-
skyldum, 2. Stórhækkaður
persónufrádráttur, 3. Skatt-
fríðindi, þ. e. frádráttur vegna
heimilisaðstoðar, við stofnun
heimilis o. fI., 4. Einfaldari
framkv. skattalaganna með 1
skatti í stað 3., 5. Ákvæði um
breytingu skattstigans í sam-
1 ræmi við brevtingu vísitölunn
' ar. -— Þessi 5 ákvæði voru
j meginákvæði í skattafrum-
; varpi Sjálfstæðismanna á síð-
I asta þingi.
FVRIR NÆSTA ÞING
Skattfrelsi sparifjár er nú og
tekið með. Því hefur Jón Pálma-
son lengi barizt fyrir, en málið
mætti fyrst harðri andstöðu Ey-
steins Jónssonar og Skúla Guð-
mundssonar. En ánægjulegt er
að þeir skuli nú hafa gengið til
móts við kröfur Sjálfstæðis-
manna.
Skattafrumvarpinu ber
sannarlega að fagna, því það
færir fjölskyldum, leigjend-
um, sjómönnum og mörgum
fleiri skattalækkun.
Hins vegar má ekki
gera hlé á úrbótunum. Enn
biður endurskoðunar kafli
skattalaganna um félög, og
ennfremur er nauðsynlegt að
rétta hlut bæja- og sveitarfé-
laga og endurskoða laga-
ákvæði um tekju- og verka-
skiptingu sveitarfélaganna og
rikisins. Þeirri endurskoðun
þarf að vera lokið fyrir
næsta þing, sagði Jóhann Haf-
stein.
EFNDIF,
Á STJÓRNARSAMNINGI
Með þessu frv. er verið að efna
samkomulag, sem gert var við
myndun núverandi ríkisstjórnar,
eftir alþingiskosningarnar í
sumar.
Ég tel, sagði ræðumaður, að
hinar mörgu og þýðingarmiklu
umbætur, sem í þessu frv.
felast, gefi vissulega fyrirheit
um það að áframhald endur-
skoðunarinnar verði vel und-
irbúið af hálfu ríkisstjórnar
og skattamálanefndarinnar
fyrir Alþingi á hausti kom-
anda.
Tveímur umferðum
lokið á skákméti
Hafnarfjarðar
HAFNARFIRÐI — Skákmóí
Hafnarfjarðar hófst síðastliðinn
sunnudag. Alls eru 14 þátttak-
endur í mótinu, og þar af 6 í
meistaraflokki. — Teflt er í Al-
þýðuhúsinu á sunnud. kl. 14.00,
þriðjud. og föstud. kl. 20.00.
Nú hafa verið tefldar tvær um-
ferðir, og er Ólafur Sigurðsson
efstur í meistaraflokki. — II.
umferð vann Jón Kristjánsson
Sigurð T. Sigurðsson, Ólafur Sig-
urðsson vann Aðalstein Knudsen,
Sigurgeir Gíslason Þóri Sæ-
mundsson. í 2. umferð vann Ól-
afur Sigurgeir, Sigurður T. Þóri,
en biðskák varð hjá Jóni og Að-
alsteini.
Núverandi skákmeistari Hafn-
arfjarðar er Aðalsteinn Knudsen.
— G. E.
Bridgekeppni Taff-
og bridgekfúbbsins
í’JÓRÐA umferð í tvímennings-
keppni Tafl- og Bridgeklúbbsins
var spiluð sunnudaginn 23. þ. m.
Alls taka þátt í keppninni 28 pör
og er röð paranna sem hér segir:
1. Jón—Klemenz 34714 stig, 2.
Guðm.—Georg 346 %, 3. Friðrik
—-Guðm. 33814, 4. Hjalti—Zakar-
ias 336 %, 5. Ásgeir—Sigurður
333%, 6. Páll—Jón Svan. 332%,
7. Hjörtur—Ingólfur 331%, 8.
Þorvaldur—Einar 330, 9 Guðni
—Stefán 327 og 10. Stefán—
Gissur 325.
Fyrirspurn um
^reiðslugetu
Yj 4 J
atvinnuvevanna
í GÆR var á dagskrá Sameinaðs
þings fyrirspurn um greiðslugetu
atvinnuveganna.
Ólafur Thors forsætisráðherra
varð fyrir svörum. Lét hann í
té þær upplýsingar, er fyrir
liggja um. þetta mák Ráðherr-
ann sagði að mikill vandi væri
að gera slíka rannsókn, því breyt
ingar á veðurfari, aflabrögðum
o. fl. hefðu veigamikil áhrif.
Ráðherrann benti á að miklar
upplýsingar í þessum efnum væri
að finna í reikningum Skrifstofu
sjávarútvegsins, svo og í skýrsl-
um landbúnaðarins. Þá væri og
í reikningum bæjarútgerða hægt
að kynnast hag togaraútgerðar-
innar. Sérstök nefnd, skipuð
færustu embættismönnum á
þessu sviði rannsakar árlega hag
bátaútvegsins og greiðslugetu
hraðfrystihúsanna. Ráðherrann
kvaðst sem gamall útgerðarmað-
ur vita að við togaraútgerðina
skiptust á skyn og skúrir, og þó
hagur togaraútgerðarinnar væri
slæmur núna, kynni vissulega að
birta til í þeim efnum.
álaráð útblufaf
Tii 43 m úfiiluiað 86,600 krónum
MENNTAMÁLARÁÐ íslands tilkynnti í gærdag, að það hefði
úthlutað styrkjum til 43. visinda- og fræðimanna, samkvæmt
fjárlögum yfirstandandi árs. — Styrkir þessir eru frá 1000—3000
krónur og nema samtals kr. 86600.
1000 KR. STYRKURINN
Þessir hlutu 1000 króna styrk:
Bergsteinn Kristjánsson fræði-
maður, Bjarni Einarsson fræði-
maður, Björn R. Árnason fræði-
maður, Hróðmar Sigurðsson
kennari, Indriði Indriðason fræði
maður, Jóhannes Örn Jónsson,
fræðimaður, og Ólafur Þorvalds-
son þingvörður.
'l5Ó0 KR. STYRKURINN
Þessir menn hlutu 1500 kr.
styrk: Agnar Þórðarson bóka-
vörður, Ásgeir Hjartarson, cand.
mag., Eiríkur Hreinn Finnboga-
son, cand. mag., Geir Jónasson,
bókavörður, Haraldur Sigurðsson
bókavörður, Jóhann Hjaltason
skólastjóri, Jóhann Sveinsson,
cand. mag., Jónas Kristjánsson
cand. mag., Lárus Blöndal, bóka-
vörður, Sveinbjörn Bcinteinsson
bóndi og Þórhallur Þorgilsson
bókavörður.
2000 KRÓNUR
Þessir hlutu 2000 króna styrk:
!Árni Böðvarsson cand. mag.,
Baldur Bjarnason mag. art.,
Benjamín Sigvaldason fræðimað-
ur, Gils Guðmundsson alþm., Jón
Gíslason dr. phil., Jón Sigurðsson
bóndi, Konráð Vilhjálmsson
fræðimaður, Magnús Björnsson
bóndi, Sigurður Ólafsson fræði-
maður, Skúli Þórðarson mag. art.,
Stefán Jónsson bóndi og Þórður
Tómasson fræðimaður.
3000 KRÓNUR
Þessir hlutu 3000 kr. styrk:
Barði Guðmundsson, þjóðskjala-
vörður, Björn Th. Björnsson list-
fræðingur, Björn K. Þórólfsson
bókavörður, Björn Þorsteinsson
cand. mag. Eyjólfur Guðmunds-
son fræðimaður, Finnur Sigr
mundsson Landsbókavörður,
Guðni Jónsson dr. phil, Jakob
Benediktsson magister, Jón
Guðnason skjalavörður, Ólafur
Jónsson ráðunautur, Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur,
Tryggvi J. Olsen prófcssor og
próf. Þorkell Jóhannesscn.
Hér hefur uldrei verið framleitt
öl, en æskufólk drekkur sumt
Frá umræéum á Alþingi um áfengismál
K VÖLDFUNDUR var í Neðri
deild í gærkvöldi og var aðal-
lega rætt um áfengismálin.
Fyrsti ræðumaður var Páll
Þorsteinsson, sem gerði grein
fyrir breytingartillögum sínum,
én aðaltillaga hans er á þá leið
að aðeins einu veitingahúsi
(Hótel Borg) verði veitt vínveit-
ingaleyfi.
STRANGAR REGLUR IIAFA
EKKI DUGAÐ
Næstur talaði Sigurður Bjarna-
son. Ræddi hann fyrst stuttlega
almennt um áfengismálin og
sagði m. a.:
Umræður hér á landi um
áfengismál hafa oft byggst frek-
ar á tilfinningum en rökréttri
hugsun. Einmitt vegna þess hafa
reglur um veitingar og sölu
áfengra drykkja verið hér mjög
óskynsamlegar. Einblínt hefur
verið á boð og bönn en minna
hirt um að gera sér ljósar afleið-
ingar þeirra.
Af þessu hefur svo leitt full-
komið öngþveitisástand. Hinar
ströngu reglur hafa ekki dregið
úr drykkjuskapnum. Þær hafa
heldur ekki bætt samkvæmissiði
almennings. Þær hafa þvert á
móti sett hreinan ómenningar-
brag á samkomuhald í landinu.
Þessar dapurlegu staðreyndir
er óþarfi að rekja. Þær eru al-
þjóð kunnar.
Það er skoðun mín, að frv. það,
sem hér liggur fyrir feli í sér
nokkra endurbót á þessu sviði.
Það felur í sér viðleitni til þess
að draga réttar ályktanir af
reynslu þjóðarinnar í þessum
málum.
ÞUNG RÖK
Síðan gerði hann grein fyrir
tillögu er hann ásamt 4 öðrum
þingmönnum flytur um heimiíd
til ölbruggunar hér á landi sem
innihaldi 4,4% vínanda að rúm-
máli.
Kvað hann hæpna þá ályktun
allsherjarnefndar að ætla sér að
draga fólk á landi hér í dilka\
með þvi að ákveða að aðeins sé
heimil ölbruggun fyrir varnar-
liðið. í því fælist beint vanmat
á þroska íslenzku þjóðarinnar og
hæfileika hennar til að umgang-
ast þessa vöru, sem væri talin
neyzluvara meðal margra þjóða.
Færði hann síðan mörg og þung
rök fyrir heimildinni til ölfram-
leiðslu. Meðal þeirra þessi:
• Flutningsmenn telja að líkur
skapizt fyrir að úr neyzlu
sterkra vína dragi.
• Þjóðir sem framleiða öl fara
betur með vín en íslendingar,
sem mest neyta sterkra vína.
• Áfengi er þess minna skaðlegt,
sem það er þynnra.
• íslenzk skip kaupa nú öl er-
lendis fyrir milljónir króna í
dýrmætum erlendum gjald-
eyri, — öl sem hér mætti fram
leiða.
• íslendingar geta haft stórar
tekjur af útflutningi öls, eins
og Danir og Hollendingar, en
þar sem víða annars staðar er
litið á ölframleiðslu sem sér-
stakan lið í þjóðarbúskapn-
um.
• Meðal flestra ef ekki allra
menningarþjóða er ölfram-
leiðsla leyfð. Aðeins Eskimó-
ar munu ekki vera taldir
nógu þroskaðir til að um-
gangast öl.
• Svíar og Norðmenn hafa á síð-
ustu árum snúið frá takmörk-
unum að frjálsræði í áfengis-
málum. Þar á meðal ölfram-
leiðslu. Það gera þær þjóðir
ekki til að beina „ölflóði“ yfir
sig, heldur til að bæta úr
ástandi í áfengismálum sínum.
• Það hefur ekki verið lagt of-
urkapp á að fá öl hér í landi,
eins og bindindismenn á þingi
hafa haldið fram. Þvert á
móti hafa þeir lagt ofurkapp
gegn slíkri heimild.
• Þeir virðast heldur vilja að
æskan og þjóðin drekki 50%
brennivín en 4% öl. Það er
þeirra umbóta- og siðabóta-
barátta.
• Þeir halda því fram ?.ð æskan
myndi Iæra að drekka, ef hún
hefur öl með höndum. Stað-
reynd er, að unglingar vilja
ekki léttu vínin, heldur þau
sterku. Það sannar reynsla
Áfengisverzlunar ríkisins.
• Hér á landi hefur aldrei verið
framleitt öl. Eigi að síður
drekkur æskufólk lamlsins.
STERKT ALMENNINGSÁLIT
Að lokum sagði Sigurður
Bjarnason: Ég hef flutt tillögu
um ölframleiðslu af því að mér
finnst það skynsamlegt og að það
geti bætt úr ástandinu í áfengis-
málunum. Aðalatriðið er að tak-
ast megi að skapa sterkt alménn-
ingsálit gegn ofneyzlu áfengis. —•
Að vanvirða teljist að drekka frá
sér vit og rænu og að vera ölvað-
ur á almannafæri.
Ef leiða á æsku landsins frá
áfengisneyzlu verður fyrst og
fremst að bæta aðstöðu hennar
til íþróttaiðkana og annarar hollr
ar tómstundaiðju.
GLAPRÆÐI AÐ LEIFA
ÖLFRAMLEIÐSLU
Magnús Jónsson talaði næstur.
Hann lagðist mjög gegn ölfram-
leiðslu og kvað reynslu ölþjóð-
anna sanna að það væri glapræði
að leyfa slíkt hér. Kvað hann
Svía og Norðmenn hafa tekið
upp ölframleiðslu í fálmkennd-
um tilraunum til að bæta úr
slæmu ástandi í áfengismálum,
En engan veginn væri sýnt að
það myndi takast. Fordæmdi
hann það ofurkapp, sem lagt
væri á að kóina heimild til öl-
bruggunár í áfengislögin, og þaU
brögð sem til þéss hefði verið
gripið til.
Fleiri voru á mælendaskrá ec
blaðið fór í pressuna.