Morgunblaðið - 25.03.1954, Page 4
4
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. marz 1954
I dag er 84. dagur ársins.
Boðunardagur Maríu.
Árdegisflæði kl. 8,17.
Síðdegisflæði kl. 20,39.
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturlæknir er í Reykjavíkur
Ápóteki, sími 1760.
0 Helgafell 59543267 — IV —
V — 2.
I.O.O.F. = 1353258i/2 = 9 n.
Dagbóh
□-
-0
Veðri ð
□--------------—-------□
I gær var hvöss suðaustan átt
fraraan af deginum og slydda, en
Bnerist síðan til suðvestan kalda
*neð skúrum og sums staðar éljum.
í Reykjavik var hiti 3 stig kl.
14,00, 6 stig á Akureyri, 3 stig á
Ualtarvita og 3 stig á Dalatanga.
Mestur hiti hér á landi í gær
Id. 14,00 var 6 stig á Akureyri, en
aninnstur hiti — 1 stig á Möðrudal.
I London var hiti 9 stig um há-
•iegið, 11 stig í Kaupmannahöfn,
12 stig í París, — 2 stig í Osló,
— 3 stig í Stokkhólmi og 1
•stig í Þórshöfn, Færeyjum.
• Sofnin •
Bæjarbókasafnið.
LESSTOFAN er opin alla virka
daga frá kl. 10-—12 f. h. og frá
kl. 1—10 e. h. — Laugardaga
<rá kl. 10—12 f. h. og frá kl.
1--7 e. h. — Sunnndaga frá k.
2—7 e. h.
ÚTLÁNADHILDIN er opin alla
■virka daga frá kl. 2—10 e. h. —
Laugardaga frá kl. 2—7 e. h.
Útlán fyrir börn innan 16 ára
er frá kl. 2—-8 e. h.
Islenzkir mennfamenn við Eyrarsund
VIÐ áttum marga unga námsmenn forðum
við EyrársUnd,
sem land sitt vörðu í verki jafnt sem orðum
af víkingslund.
Nú hefur þessum menntamönnum fækkað
sem maklegt er.
En það er eins og þeir hafi líka smækkað,
og því fer ver.
Gamli.
Xistasafn ríkisins
er opið þriðjudaga.
slaga og laugardaga frá kl. 1
«. h. og sunnudaga frá kl. 1
síðdegis.
fimmtu-
3
4
• Afmæli •
85 ára e* á morgun, föstudag,
tGuðmundur Jónsson Ottesen,
Itóndi að Miðfelli i Þingvallasveit.
• Hjónaefni •
S. 1. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Guðrún Ásdís
Hafliðadóttir, Hafliðasonar, vél-
stjóra, Miklubraut 32, og Halldór
Hafliðason, Haldórssonar, forstj.
Gamla Bíós.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Magnea Magnúsdótt-
ir, Efstasundi 80, og Karl Egils-
son, íshúsvegi 3, Keflavík.
Hvað kostar undir bréfin?
Einföld flugpósthréf (20 gr.)
Danmörk, Noregur, Svíþjóð,
l<r. 2,05; Finnland kr. 2,50:
ftingland og N.-írland kr. 2,45;
Auslurríki, Þýzkafand, Frakkland
<jg Sviss kr. 3,00; Rússland, Italía,
-Spánn og Júgóslavía kr. 3,25. —
Bandaríkin (10 gr.) kr. 3,15;
Ganada (10 gr.) kr. 3,35. —
Sjópóstur til Norðnrlanda: 20 gr.
hr. 1,25 og til annarra landa kr.
1,75.
Úndir hréf innanlands kostar
1,25 og innanbæjar kr. 0,75.
Sýningin í glugga Bóka-
verzlunar ísafoldar
Sýningin á smámunum þeim, er
Jón Pálsson stjórnandi tómstunda
Jtáttar barna og unglinga í útvarp-
inu, fékk senda frá 9—14 ára
stúlkum, sem á þáttinn hlusta,
hefur vakið óskipta athygli.
Spjaldið með sýningarmununum
er í glugga Bókaverzlunar ísafold-
ar og átti aðeins að vera þar um
síðustu hejgi, en vegna fjölda á-
skorana verður það þar út þessa
viku.
Spilakvöld Sjálfstæðis-
félaganna
í Hafnarfirði verður annað
kvöld (föstudag) kl. 8,30 í Sjálf-
stæðishúsinu. Spiluð verður félags-
vist og verðlaun veitt.
Æskulýðsfélag Laugarnes-
sóknar
heldur fund í samkomusal kirkj-
unnar í kvöld kl. 8,30. Séra
Garðar Svavarsson.
Húsmæðrafélag Reykja-
víkur, Borgartúni 7.
I dag, fimmtudag, saumum við
frá kl. 3—6. Mætið allar, sem get-
ið, og hjájpið til.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur.
Næsta saumanámskeið félagsins
fyrir páska byrjar miðvikudaginn
31. marz. Þ'ær konur, sem ætla að
sauma, gefi sig fram í simum
1810 og 5236.
Konur í Kvenfélagi
Bústaðasóknar.
Aðalfundur félagsins er í kvöld
kl. 8,30 í Aðalstræti 12, uppi.
Nafnaruglinguf.
í blaðinu s. I. sunnudag var sagt
frá Þúsund kréina ftjöf, sem Dval-
arheimili aldraðra sjómanna hafði
borizt til minningar um sjófcrð
fyrir 50 árum. Var sagt, að gjöfin
va-ri frá Sigtirði Ólafssyni rakara-
meistara, en þetla var misskiln-
ingur; gjöfin vár frá Kjartani
Ólafssyni rakarameistara, og er
hann beðinn velvirðíngar á þessuni
inistökum.
Millilandaflugvél Loftleiða,
sem væntanleg var hingað 5
fyrrinótt frá Bandaríkjunum,
seinkaði vegna óveðurs hér. Var
hún kcmin nokkuð á leið frá
Gander-flugvelli, þegar hún varð
að snúa við þangað. Var flugvél-
in væntanjeg hingað um kl. 22 í
gærkvöldi. Hún átti að halda til
Kaupmannahafnar, Stafangurs og
Hamborgar eftir tveggja stunda
dvöl hér.
Karlakór Keflavíkur.
Næstkomandi laugardag heldur
karlakórinn kvijldvöku í samkomu-
húsinu í Njai’ðvík fyrir styrktar-
félaga og gesti þeirra. Hefst hún
kl. 21. — Miðar sækist í Bókabúð
Keflavíkur eða Aðalbúðina í Ytri
Njarðvík fyrir fimmtudagskvöld
(25. þ. m.).
Frá Verzlunarskólanum.
Árspróf við verzjunardeild hefst
fimmtudaginn 1. apríl kl. 8 ár-
degis með bókfærslu í III. bekk.
Fyrsta próf í II. bekk er enska,
munnleg, mánudag 5. apríl kl. 8
árdegis. Fyrsta próf í I. bekk er
íslenzka, skrifle^* miðvikudag 7.
apríl kl. 2 síðdegis. — Þetta er
hér með tilkynnt utanskólanem-
endum, sem látið hafa skrá sig tij
prófs upp í II. eða III. bekk.
Skráningu þesari er nú lokið. —
Inntökupróf upp í I. bekk fer
væntanlega fram um 20. maí. -—-
Verður það tilkynnt nánar siðar.
Málfundafélagið Óðinn.
Skrifstofa félagsins í Sjálfjtæð-
ishúsinu er opin á fösludagskvöld-
um frá kl. 8—10. Sími 7104. —
Gjáldkeri tékur þar við ársgjöld-
um félagsmanna, og stjórn félags-
ins er þar til viðtals við félags-
menn.
Kvöldbænir í HalIgTÍms-
kirkju
verða á hverju virku kvöldi kl.
3 e. h. framvegis. (Á miðvikudags-
kvöldum eru föstumessur kl. 8,15).
Hafið Passíusálmana með.
• Gengisskráning •
(Sölugengi);
100 svissn. frankar .. — 374,50
1 bandarískur dollar .. 3cr, 18,32
1 ICanada-dollar .....— 16.88
1 enskt pund .........— 45,70
100 danskar krónur .. — 236,80
100 sænskar krónur .. — 315,50
100 norskar krónur .. — 228,50
100 belgiskir frankar . — 32,67
1000 franskir frankar — 46,6.-
100 finnsk mörk..... — 7,09
1000 lírur .........— 26,13
100 þýzk mörk........ — 390,6f
100 tékkneskar kr...— 226,67
100 gyllini ......... — 430,35
• Utvarp •
20,30 Kvöldvaka: a) Frú Guðrún
Helgadóttir flytur erindi: Séra
Jón Þorláksson á Bægisá. b)
Karlakór Reykjavíkur syngur;
Sigurður Þórðarson stjórnar. c)
Magnús Guðmundsson frá Skörð-
um les kvæði eftir Davíð Stefáns-
son frá Fagraskógi. d) Einar M.
Jónsson flytur síðara erindi Sitt:
Um sextándu aldar hætti á Norð-
urlöndum. 22,10 Passíusálmur (33)
22,20 Sinfónískir tónleikar (plöt-
ur) : a) Consertino fyrir píanó og
hljómsveit eftir Jean Francaix
(Höfundurinn og Philharmoniska
hljómsveitin í Berlín leika; Leo
Borchard stjórnar). b) Sinfónía
nr. ,5 op. 47 eftir Shaostakovich
(Sinfóníuhljómsveitin í Phila-
delphíu leikur; Stokowsky stjórn-
ar). 23,15 Dagskrárlok.
Erlendar stöðvar.
Danmörk
Danskar stöðvar útvarpa á
ýmsum bylgjulengdum. Á lang-
bylgjum 1224 m útvarpa þær all-
an daginn; en sú stöð heyrist illa
hér. Á tímanum kl. 16,40—20,15
útvarpar stuttbylgjustöð þeirra á
49,50 metrum og heyrist það vel.
Dagskráin hér miðuð við það.
Fastir liðir: 16,45 Fréttir, 17,00
Aktuelt kvarter, 20,00 Fréttir,
17,15 Óperettuþáttur. 18,00
Flækingurinn, smásaga frá New
York eftir Johannes V. Jensen.
Sjónleikurinn „Sá sterkasti"
verður sýndur i Þjóðleikhúsinu
í 5. sinn í kvöld. — Myndin hér
að ofan er af Haraldi Björnssyni
í aðalhlutverkinu.
18,30 Ferðasöguþáttur frá Síam
og Indlandi.
Svíþjóð
útvarpar t. d. á 25 og 31 m.
Fastir liðir: 10,00 Klukknahring-
ing og kvæði dagsins, 10,30, 17,00
og 20,15 Fréttir. Á þriðjud. og
föstud. kl. 13,00 Framhaldsaga,
10,45 Þrjár skólastúlkur í Guata
mala, frásögn. 15,10 Torsten Hjs-
ing syngur ensk lög. 18,50 Leikrit,
Braggi nr. 17, eftir Martin Zivert.
19,50 Erindi um bókmenntir Lappa
Flugvinátta.
LONDON 23. marz. — Þýzka flug
félagið Lufthansa hefur undirrit-
að vináttu og samstarfssamning
við brezka félagið BOAC.
LEWIS LYE
(VÍTISSÓDI)
48 dósir í kassa.
Fyrirliggjandi;
H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT
u
Mýs og menn
í síðasfa sinn
fr
mcrfgunáaffwÁU
Leikfélag Reykjavíkur sýndi
sjónleik Steinbecks „Mýs og
menn“ á sunnudaginn var fyrir
troðfullu húsi áhorfenda og aug-
lýsti síðan tvær síðustu sýningar
leiksins á þriðjudagskvöld og í
gærkvöldi, en svo mikil aðsókn
varð að báðum þessum sýning-
| Um, að félagið endurtekur sjón-
j leikinn enn einu sinni, í kvöld,
og er það allra siðasta sýning,
því að Erna Sigurleifsdóttir, leik-
I kona, sem leikur eitt aðalhlut-
( verkið, fer utan á föstudag. Hef-
, ur þá þessi ágæti sjónleikur ver-
ið sýndur 23 sinnum.
Það getur verið, að einhverj-
um finnist ég véra á undan sanitíð
minni, — en ég er alvcg viss um,
að eftir 5000 ár, þá þvkir þessi
standmynd nokkuð góð'
★
Lögregluþjónninn: — Þér haf-
ið enga bjöllu á hjólinu yðar!
1 Hvernig ætlið þér að leiða athygli
1vegfarenda að yður?
Kvenhjólreiðamaður: — Hvað
er þetta! .... ég sem er í stutt-
buxum!
★
Bíllinn nam staðar við landa-
mærin og tollþjónninn hóf rann-
sókn sína.
— Það lítur út fýrir, sagði hann
að lokum, að allir pappírar yðar
séu í góðu lagi; — en hvernig
getið þér sannað fyrir mér, að
þessi kona, sem situr við hliðina á
yður, sé konan yðar?
Maðurinn teygði höfuðið út úr
bílnum og hvíslaði:
— Ég skal láta yður fá 500'
krónur, ef þér getið sannað fyrir
mér, að hún sé það ekki!
★
Viðskiptavinurinn: — Er þessi
regnfrakki algerlega vatnsheldur?
Afgreiðslumaðurinn: — Já, al-
veg; —■ fyrir utan hnappagötin!
★
— Og nú, eftir að ég er búinn
að bjóða þér á dýrár leiksýningar,
kaffihús og skemmtistaði á hverju
kvöldi í heila viku, hef ég komizt
að þeirri sárgrætilegu niðurstöðu,
að við eigum ekki skap saman!
★
— Mundirðu eftir að þakka fyr-
ir kökuna, sem þú fékkst?
— Já, mamma; ég mundi vel
eftir því; en ég fékk samt ekki
meiri köku!
★
Bíbí, 7 ára, kom til reiðhjóla-
viðgerðamannsins til þess að ná í
hjólið sitt, sem Hafði verið í við-
gerð.
— Hvað kostar viðgerðin?
— Hún kostar einn köss.
— Allt í Iagi. Amma kemur á
morgun og greiðir skuldina. mína!