Morgunblaðið - 25.03.1954, Qupperneq 6
6
MCRGUISBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. marz 1954
Svar frá Jóni Pálmasyni, alþm«
EFTIR nokkuð langa þögn um
stjórnmálin birti ég tvær greinar
í síðasta mánuði um astandið
eins og það kemur mér fyrir sjón-
ir. Voru þær eigi skrifaðar sem
ádeilugreinar á neinn sérstakan
flokk, heldur út frá sjónarmiði
alþjóðar hagsmuna.
En þetta hefur farið ákaflega
í taugarnar á Tímaklíkunni í
Reykjavík. Lítur út fyrir, að
þar sé samvizkan einna verst og
því komið þar við sárasta kviku,
þegar flett er upp í sögublöðum
síðustu áratugi. Tíminn hefur af
þessu tilefni birt þrjár torustu-
greinar er allar eiga að sýna hve
mikill vandræðamaður ég sé.
Við mér telur hann sérstalia
ástæðu til að vara landslýðinn.
Fyrstu grein þessara svaraði ég
allrækilega. Hin önnur var þann-
ig, að ég taldi hana naumast
svara verða, enda þó hún væri
full af blekkingum og ósannind-
um frá upphafi til enda. Ég hefi
líka nokkrum sinnum áður rakið
það efni, sem er um landbúnað-
arlöggjöf nýskönUnar stjórnar-
innar. Er það mál, sem eigi má
nefna í herbúðum „Tímans“. Þar
um gildir hið sama og um „snöru
í hengds manns húsi“. Þess vegna
má vera, að ég láti það bíða að
kvelja mennina meira á því efni
fyrst um sinn.
EN NÚ Á ÉG AÐ VERA
HÆTTULEGUR SAMVINNU-
FJANDI
Hin þríðja grein Tímans birt-
ist 12. marz og fjallar um það,
að ég sé alveg sérstaklega mál-
pípa kaupmannanna í Reykjavík
og hinn allra hættulegasti sam-
vinnuíjandi. Það er nú auðséð, að
þessi grein er ekki skrifuð handa
Húnvetningum, enda hefur Tím-
inn aldrei séð mjög góðan árang-
ur iðju sinnar þar. Þvert á móti
vita Framsóknarmenn í því hér-
aðí, sem margir eru gremdir og
ágætir menn, að skrif Tímans eru
eitt af því versta sem þeir fá.
Enda vita Húnvetningar það,
að ég hefi verið samvinnumaður
frá barnæsku og viðskiptamaður
okkar samvinnufélaga. tívo er og
yfirleitt um Sjálfstæðismenn þar,
sem eru töluvert fleiri en Fram-
sóknarmenn.
Tímagreinin er því áreiðanlega
ætluð heimskari mönnnum og fá-
fróðari en Húnvetningum og svo
er yfirleitt um forustugreinar
T'imans.
Hvert er svo tilefni til þeirra
ályktana, að ég sé málpípa kaup-
manna og háskalegur samvinnu
fjandi. Það virðist vera aðallega
ein setning i grein minni um
„Vísitölu og verðlagsuppbót“ og
hún er þessi: „í verezlunarmálum
xáði þeir, sem hafa verzlun að
atvinnu".
Þarna fann þá Tímatetrið hinn
hættulega fjandskap við samvinn
una. Hann heldur, að þetta séu
engir aðrir en heildsalar og
kaupmenn. Allt í einu gleymir
þessi ritari blaðsins, sem stundum
kallar sig samvinnublað, öllum
kaupfélagsstjórum, forstjórum S.
í. S. og öðrum þeim, sem hafa
„atvinnu" við þá verzlun, sem
nefnd er samvinnuverzlun.
Þetta högg Tímadátans í átt-
ina til mín er þvi vindhögg út í
loftið, eins og flest úr þeirri átt.
En fyrst að þessir menn hefjast
handa í því, að brígxla mér um
samvinnufjandskap, þá er ekki úr
vegi, að minna þá á sogu þeirra
í verzlunarmálum. Verður þó
ekki; í þeta sinn farið langt út í
þá sálma, en af mörgu er að taka.
í rúm 20 ár hafa Tímamenn
Kaft sterk tök til yfirráða í land-
inu.'Og þeir hafa notað þau til
þ.^ss fyrst og fremst ,að forða því,
að þeir ráði yfir verzlunarmálum
sem hafa verzlun að atvinnu. —
Vex-zlunarhöftin eru þeirra sök.
Upphaflega sett með aðstoð Al-
þýðuflokksins, sem líka vill hið
sama. Síðan hefur það æfinlega
verið eitt aðal skilyrði Framsókn-
armanna fyrir stjórnarsamvinnu,
að verzlunarhöftin héldust
áfram. „Nefndir og ráð“. „Ráð og
nefndir“, er það vald, sein í full
20 ár hefir ráðið yfir verzlunar-
málum á íslandi. Það er fyrir-
komulagið, sem Tímaliðið hefur
elskað meira en allt annað. —
Frjálsa samkeppni hafa margir
þeirra hatað af innsta grunni.
En nefndirnar og ráðin hafa á
þessu tímabili haft mörg nöfn
og breytileg. Líka komið fram í
mörgum myndum líkt og for-
ynjurnar í fornöld, sem gátu
brugðið sér í allra kvikinda líki.
En árangurinn hefur oftast verið
sá sami með nokkrum tilbrigðum
þó, eftir því hvaða menn hafa
skipað ráðin og nefndirnar. Frjáls
verzlun hefur verið útilokuð. —
Höfuð tilgangur heilbrigðrar
verzlunar sömuleiðis, sá að selja
sem ódýrastar og vandaðastar
vörur. Rangindi, hlutdrægni og
hverskonar spilling hefur þróast
og dafnað í skjóli haftanna. Ein-
um bannað, öðrum leyft. Forrétt-
inda aðstaða vissra aðila verið
undirbúin, framkvæmd og aukin.
Leyfi gengið kaupum og sölum,
stundum fyrir hærra verð en
varan sjálf í innkaupi.
Mörg hundruð milljóna króna
hefur almenningur á landi hér
orðið að greiða beint og óbeint,
umfram þörf, vegna allrar þeirr-
ar spillingar, sem höftin hafa haft
í för með sér.
Svo langt er komið, að sumir
helztu haftapostularnir eru farnir
að fyrirverða sig fyrir sín eigin
verk. Þeir eru orðnir hræddir við
þann draug, sem þeir vöktu upp
og hafa alið við brjóst sér um
langa árabil. En það sannast á
þeim, sem stundum kom áður
fram, að það er örðugra að losna
við drauginn en að vekja hann
upp.
Á þessu sviði er það mjög eðli-
legt. Þegar til mála kemur að af-
nema höftin, þá rís upp heill her
þeirra, er líf sitt og fjármálahag
á undir því, að þeim sé haldið
áfram. Launaðir ráðamenn og
undirsátar. Forstjórar þeirra
verzlunarfyrirtækja, sem fengið
hafa forréttinda aðstöðu í skjóli
haftanna og aðrir þeir, sem fé
hafa rakað saman í skjóli þeirrar
rótgrónu spiliingar, sem höftin
hafa leitt yfir landslýðinn. Væri
verzlunin gefin frjáls að fullu,
þá yrðu allir þessir innan skamms
að keppa við aðra, sem hafa
fulla þekkingu á viðskiptahátt-
um.
Haftavinir berjast leynt og
ljóst gegn frjálsri verzlun. Sumir
þessir hafa sí og æ á vörunum
fögur orð um frjálsa verzlun, en
undir niðri vilja þeir umfram
allt koma í veg fyrir hana. Allt
það mætti Tímaklíkan þekkja.
En það þekkja líka fleiri.
Fyrr á árum, þégar kaupfélög-
in voru stofnuð og margir ágætir
og heiðarlegir hugsjónamenn
börðust fyrir velferð þeirra og
hagsmunum, án þess að ausa fé
þeirra í pólitíska flokka, þá voru 1
þau álitin duga sem hæfilt g vörn |
gegn vöruokri í sínu nágrenni.!
Þá var ekki talað um neitt verð- 1
lagseftirlit, eða „verðgæzlu“, |
enda voru þá engin verzlunarhöft ]
til að tryggja einstökum fyrir- j
tækjum forréttindi fram yfir alla
hina. j
Nú er þetta raunalega breytt.
Nú er talað um að „verðgæzlan"
þúrfi eins að líta eftir verðlagi
þeirra, sem kalla sig samvinnu-
menn, en eru það ekki nema í ný-
tízku skilningi. Má í því sam-
bandi minna á olíuhneykslin o. fl. j
o. fl. *
Getur svo farið, ef Tíminn held-
í FYRRA kom út bók í Oslo, er
svo mætti nefna, þó að hinn
norski titill bókarinnar sé raun
ar: En epoke i norsk jordbruk.
Bókin er gefin út í tilefni af sjö
tugsafmæli bóndans Jóns Sund-
by, sem nokkrir* íslendingar
kannast við af öllu góðu, og er
því ástæða til að nefna hana.
Ástæða ér til að spyrja, hver
er sá bóndi, er svo mikið er við
haft að gefa út afmælisrit 260
biá. í stóru broti, er hann nær
sjötugsaldri?
Það yrið langt mál að kynna
Jón Sundby svo að skil séu gerð,
bóndasoninum, búfræðikandidat-
inum, er fór til Ameríku 1908 til
að vinna og læra, gerðist bænda-
kennari er heim kom, og síðar
búnaðarráðunautur Norsk
Hydro. Tók yngstur fimm bræðra
vig föðurleifð sinni 1912, óðals-
jörðinni Sundby, sem hefur verið
í ættinni síðan 1680. Gerðist um-
svifamesti skipulags- og félags-
málafrömaður norskra bænda,
um áratugi, þingmaður og ráð-
herra. Ferðaðist víða um lönd og
hefur setið fleiri búnaðarráð-
stefnur víðsvegar um heim
heldur en nokkur annar bóndi i
Noregi, og sennilega haldið
fleiri fyrirlestra um búnaðarmál
og félagsmál bænda heldur en
nokkur annar núlifandi Norð-
maður. Hefur verið nefndur
„hinn evrópiski bóndi“ og
„Evrópumaðurinn í norskum
landbúnaði". En hefur þó þrátt
fyrir þetta allt, alltaf verið og
er fyrst og fremst bóndinn í
Sundby, sem þekkir hverja
skepnu og mér liggur við að
segja hvert strá á ökrum og
túni og í hinum ræktaða bithaga,
og skóginum má raunar heldur
eigi gleyma. Er ég síðast gekk
um garða með Jóni í fyrra sum-
ar fór hann að hlýða mér yfir
grasafræði og hló dátt er ég vissi
latínunöfnin á snarrót og bugðu-
punti. „Þetta hélt ég að þið, með
allar nýjungarnar, á íslandi viss-
uð ekki, en þú ert nú hálfgert af
gamla skóianum eins og ég, nýju
kandidatarnir okkar mega ekki
vera að því að læra latínuheiti á
grösum".
Ég afsakaði hve gamaldags ég
væri með því að skella skuldinni
á Sigurð heitinn búnaðarmála-
stjóra og sagði Jóni frá þvíT er
hann var að „skrúfa" okkur
strákana til að læra latínunöfnin
og taldi ekkert annað endast til
sáluhjálpar í ræktunarfræðinni.
— En harm var líka nemandi frá
Steini, bætti ég við, til að brúa
yfir í fortíðina, í norskri bún-
aðarkennslu.
Já, Jón hefur verið og er um-
fram allt bóndi, hitt er allt sam-
an ávöxt þess. Evrópumaður,
en þó eins norskur eins og nokk-
ur Jón getur verið, hann hefði
þess vegna ósköp vel mátt heita
Oli — Óli Norðmaður — eins og
það er kallað þegar kenna skal
Norðmenn með einu manns-
nafni.
Sundby er ekkert stærðar býli,
en þó er það stórbýli um ræktun
og framleiðslu, heimilishætti og
höfðingskap, það vita þeir bezt
sem setið hafa veizlur í. „stór-
stofunni" á Sundby og heyrt Jón
ræða um búnaðarmál, hvort
tveggja er vænt að vöxtum og
atgerfislegt í sniðum. Og þó er
ræktaða landið ekki nema 450
mál (45 ha) og skógurinn 900
mál. En slíkt er væn jörð í Nor-
egi. Kýrnar mjólka 4200—4400
ur því áfram að brígxla mér og
öðrum heiðarlegum samvinnu-
mönnum um fjandskap við sam-
vinnufélögin, að hægt verði að
sýna nánar fram á ástandið í
þessum efnum, og opna augu al-
mennings, líka innan félaganna,
fyrir því, hvernig ástandið er. —
Að þessu sinni læt ég þessa stuttu
ádrepu nægja.
J. P.
í garðinum á Sundby sumarið 1953. — Samherjarnir Jón Sundby
— til vinstri — og Hans Bollestad.
lítra og fitan í mjólkinni er
4,4%. Þriðjungur ræktaða lands-
ins er notað til beitar, þriðjurigur
er sáðtún og þriðjungur akrar.
Ljómandi fallegur greniskógur
hefur verið felldur til þess að
gera landið að ræktuðum bithaga.
Þá héldu nábúarnir að Jón væri
orðinn „eitthvað verri“. „En
hæfilega stór og vel ræktaður
bithagi gefur meira af sér heldur
en skógurinn", sagði Jón og fór
sínu fram, þó vel kunni hann að
meta skóginn, og án skógarins
væri Sundby ekki stórbýli, en
Jón væri auðvitað allt af stór-
bóndi hvar sem hann byggi,
annað er óhugsanlegt.
Það sem mest snertir oss ís-
lendinga og bændur hér á landi,
er skipuiagsfrömuðurinn Jón í
Suðurbæ, því að skipulagsað-
gerðum hans ber skipulagningu
mjólkurmarkaðarins í Noregi
hæst. Hann er faðir þess skipu-
lags er byggir á samsölufyrir-
komulaginu er tekið var upp í
Noregi 1930, og leysti um leið
öngþveiti og vandræði, sem varla
sá út yfir í framleiðslumálum
bænda, því að mjólkin er víðast
að verðmæti, um 50% af tekjum
bænda. Mikill styr stóð um þessi
mál, en Jón stóð sem klettur í
hafinu og nú viðurkenna allir að
rétt var stefnt og til mikillar
blessunar fyrir norska bændur.
Þetta fynrkomulag tóku Svíar
til fyrirmvndar og í gjörðir Jóns
var sótt fyrirmyndin að skipu-
lagningu mjóikursölunnar hér á
landi þegar til þess kom. Þess má
minnast, þó að hér hrykti í við-
um, er þeim málum var skipað,
og tregt hafi gengið að taka sumt
hið bezta í norska fyrirkomulag-
inu til fullrar fyrirmyndar. Það
eru mistök íslenzkra skipulags-
manna á þessu sviði, en ekki sök
fyrirmyndarinnar eða höfundar
hennar, sem með hugsjónaauði
og djörfung hrinti henni í fram-
kvæmd.
En það verður of langt mál að
rekja þetta nánar.
Afmælisritið hefst á kvæði
eftir búnaðarritstjórann og skáld
ið Thormod Skatvedt.
Arnt Dolven ritar um ættina,
óðalsjörðir.a og sveitina, og aðra
ritgerð um framleiðslu og sölu
garðjurta og grænmetis síðustu
20—30 árin.
Skatvedt um búskapinn og
kjör bænda eftir aldamótin síð-
ustu.
Hans Holten ritar um búnaðar-
stjórnmálin á milli heiriístyrjalda.
Próf. R. Mork um mjólkúf-
skipulagið 1930.
Tr. Benterud um starfrækslu
mj ólkurskipulagsins.
Hans Bollestad um dagleg
störf.
J. Kobro nokkur orð um
mjólkurbúin og fólkið sem að
mjólkurmálunum vinnur.
Wilhelm Klose um verðlags-
stofnun landbúnaðarins.
Karl Bonden um nýsköpun og
nýjar framkvæmdir eftir striðið.
í þessari upptalningu hef ég að
gamni mínu aðeins nefnt þá
höfunda og búnaðarmenn er ég
þekki af viðkyningu, en ails eru
22 ritgerðir í bókinni eftir 20
höfunda. Loks eru þrjár ræður
sem Sundby hefur haldið með
alllöngu millibili.
í bókinni er þannig að finna
geysilega mikinn fróðleik um
búnaðarmál í Noregi síðustu 50
árin, en bó sérstaklega um skipu-
lagsmál bænda og stjórnmál í
sambandi við þau.
Jón Sundby býr ekki enn á
óðali sínu. það vita þeir bezt sem
hann hafa heimsótt, frú Bertha
fyllir vel sæti við hlið bónda
sins, og þó meira að skörungs-
skap og framkomu allri heldur
en vexti og líkamlegri fyrirferð.
Gjörólík Jóni og þó samhent og
samferða, og eigi frýr skuturinn
skriður þar sem að hún fer.
Þau hjónin hafa tvívegis komið
til ísiands, 1930 og 1952 og eign-
ast vini hór á landi. Eftir báðar
ferðirnar ritaði Jón ýtarlega
í norsk blöð um land vort og ís-
ienzk búnaðarmál, af glögg-
skyggni og skilningi, svo að það
hafa ekki aðrir betur gert. Marg-
ir íslendingar, menn og konur,
hafa notið gestrisni á Sundby,
er þess t.d. að minnast, er þau
hjónin buðu heim öllum hópnum
er ísienzkir bændur voru á för
um Norðnrlönd síðastliðið ár.
Litlu hefur þeim verið launuð
velvildin og gestrisnin, og
minnstu nemur að geta þeirra
svo, sem nér er gert, enda langt
til reikningsskila er ég skal gera
það, svo oft höfum við hjónin
notið gleði og gagns með Jóni og
Berthu Sundby, börnum þeirra
og öðru ættfólki og vinum,
bæði heima á Sundby og annars
staðar.
3. marz 1954.
Árni G. Eyiands.
Alexander í Noregi
OSLO, 23. marz •- Alexander
lávarður, hérmálaráðherra Breta,
er staddur í heimsókn : Oslo.
Hann sát m. a. fund1 með her-
málaraðhörra Norðmarina og
hershöfðirigjum og fulltrúum
Atlantshafsbandalagsins. —NTB.