Morgunblaðið - 25.03.1954, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. marz 1954
Bridgespílarar frá Færeyjum
koma hingad í dag
«
Keppa hér í Reykjavík og víðar
FIMM bridgespilarar frá Fær-
eyjum komu með ms. „Dronn
ing Alexandrine“ í morgun í
boði Bridgesambands fslands.
Munu þeir dvelja hérlendis til 9.
apríl. Bridgemennirnir eru allir
frá Þórshöfn og verður því um
bæjakeppni að ræða en engan
landsleik. Eftirtalin bridgefélög
hafa boðið Færeyingum til leiks:
Akranes, Hafnarfjörður, Kefla-
vík, Reykjavík og Selfoss. Mun
hvert félag fyrir sig sjá um alla
tilhögun keppninnar hjá sér, og
spilamenn vera gestir þeirra
meðan á keppni við viðkomandi
félag stendur. Móti þessu lýkur
með kveðjuhófi fimmtudaginn 8.
apríl.
Tilhögun mótsins er í aðalatrið-
um þannig:
Bridgefélag Reykjavíkur og
bridgefélag kvenna í Reykjavík
sjá um mótið í Reykjavík. Bæjar-
keppni milli Reykjavikur og Þórs
TIL SOLU
12 feta Hardy-laxastöng á-
samt hjóli og línu, og
kanadískar laxavöðlur nr.
43. Einnig Philips 4ra lampa
ferðatæki, einnig fyrir
straum. Allt í góðu standi.
Til sýnis að Framnesvegi 23,
fiskbúðinni, eftir kl. 4 e. h.
í dag og næstu daga.
2|a herb. íbúð
óskast á tímabilinu frá 14.
maí til 1. ág. Einhver fyrir-
framgreiðsla, ef óskað er.
Tvennt fullorðið í heimili.
Tilboð, merkt: „Engin börn
— 115“, sendist Mbl. fyrir
hádegi á mánudag.
íbúð óskast
til kau<ps
milliliðalaust, ca. 80—90
ferm., helzt á hitaveitu-
svæðinu. Þarf að vera laus
14. maí. Útborgun ca. 100
þús. kr. Tilboð, er tilgreini
stað og verð, sendist blaðinu
fyrir 31. þ. m., merkt: „24
— 107“.
MÁLFLUTNINGS-
SKRIFSTOFA
Einar B. Guðrnundsson
CuSlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Skrifstoíutími:
kl. 10—12 og 1—5.
LILLU
kryddvörur
eru ekta og
þess vegna
líka þær
bezt. Við á-
byrgjumst
gæði.
Biðjið um LILLU-KRYDD
þegar þér gerið innkaup.
hafnar hefst í Tjarnarcafé föstu-
daginn 25. kl. 2 e.h. og heldur
áfram í Tjarnarcafé laugardaginn
27. kl. 2 e.h. Ræður Bridgefélag
Reykjavíkur hverjir keppa fyrir
hönd Reykjavíkur.
Parakeppni með Færeyingun-
um fer fram í Skátaheimilinu
sunnudaginn 28. og mánudags-
kvöldið 29. Parakeppni þessi er
öllum bridgefélögum frjáls, og
skal tilkynna þátttöku til félags-
stjórnar. Verðlaun verða veitt.
Mánudaginn 29. milli kl. 1—7
mun keppi í Skátaheimilinu sveit
valin af Bridgefélagi Reykjavík-
ur.
Þriðjudaginn 30. milli kl. 1—7
verður keppt í Tjarnarcafé,
bridgemeistarar Reykjavíkur, fyr
irliði Vigdís Guðjónsdóttir.
Selfoss: Miðvikudag 31. marz
til 2. apríl dvelja Færeyingarnir
í boði Bridgefélagsins að Selfossi
og keppa eftir tilhögun félagsins.
Akranes: Laugardaginn 3. og
sunnudaginn 4. apríl keppa þeir
á Akranesi á vegum bridgefélags-
ins þar.
Hafnarfjörður: Mánudaginn 5.
og þriðjudaginn 6. apríl verða
þeir gestir Bridgefélags Hafnar-
fjarðar og keppa á vegum félags
ins þar.
Keflavík: Miðvikudaginn 7.
apríl verða þeir gestir Bridgefé-
lags Keflavíkur og lýkur keppni
þeirra hér á landi þar.
Skilnaðarhóf verður fimmtu-
dagskvöldið 8. apríl, og munu
ýmis af bridgefélögunum kveðja
þá þar ásamt stjórn B.S.I. og
verður öllum heimil þátttaka eft
ir því sem húsrúm leyfir.
Úfför frú Soffíu
Boðsundssveit Ármanns setti íslandsmet á fyrri hluta ICR-mótsins
á þriðjudag. í kvöld má búast við að sveit félagsins í 4x50 m skrið-
sundi geri slíkt hið sama. í sveitinni eru Rúnar Hjartarson, Ólafur
Diðriksson, Pétur Kristjánsson og Theodór Diðriksson.
Seinni dagur Sundmófs KR
— Vefnisprengjan
Framh. at bls. 1.
FULLAR BÆTUB TIL
FISKIMANNANNA
Sjómenn þeir, sem fyrir meiðsl
um urðu við sprenginguna í
Kyrrahafi, fá fullar bætur frá
bandarísku stjórninni, enda þótt
á daginn komi, að þeir hefðu
verið innan þess svæðis, sem lýst
hafði verið í banni.
Bandarískir og japanskir vís-
indamenn munu vinna saman að
rannsókn þeirra meiðsla, sem
japönsku sjómennirnir urðu fyr-
ir af völdum sprengingarinnar.
Mao kemur fram
opiriberlega
HONG KONG, 23. marz — Mao
Tse-tung forseti Kína, var í dag
viðstaddur fund stjórnlaganefnd-
ar landsins. Hann hefur hvergi
komið fram opinberlega að und-
anförnu sakir veikinda. —Reuter.
SEINNI hluti sundmóts KR fer
fram í kvöld og hefst kl. 8,30.
Ef dæma má eftir hinum góðu
árangrum, sem náðust á fyrri
hluta mótsins s. 1. þriðjudag, má
ætla að sundmenn okkar séu nú
í mjög góðri þjálfun og líklegt
að höggvið verði nærri íslands-
metunum, en nú þegar hafa ver-
ið sett þrjú íslandsmet á KR
mótinu.
Auk þess verða sýndir sund-
ballettar og skrautsund, en hvort-
tveggja vakti mikla hrifningu
áhorfenda s. 1. þriðjudag
í kvöld verður keppt í þessum
greinum:
100 m skriðsundi kvenna, en
þar er keppt um flugfreyjubikar-
inn, sem gefinn var af Rögnvaldi
Gunnlauéssyni til minningar um
systur hans Sigríði, sem fórst í
fl'ugslysinu í Héðinsfirði. Nú-
verandi handhafi er Helga
Hraldsdóttir, KR. Einnig verður
keppt í 100 m skriðsundi karla,
100 m bringusundi drengja, 100
m baksundi karla, 50 m bringu-
sundi karla, 200 m bringusundi
kvenna og 4x50 m skriðsundi
kvenna. Eins og fyrri daginn
verður aðeins keppt í einum riðli
í hverri grein.
Sáttatillaga í dönsku
KAUPMANNAHOFN, 23. marz:
— Sáttasemjari hefur borið fram
tillögur í launadeilu þeirri, sem
nú stendur í Danmörku. Fá aðil-
ar frest til 8. apríl. Er búizt við,
að tillögurnar hljóti samþykki.
Veigamestu breytingar eru
bær, að verkamenn fá greidda
níu helgidaga, sem ekki eru
sunnudagar, en kauphækkun
nemur frá 9 og upp í 14 aura um
tímann. Miðað við greidda helgi-
daga næmi hækkunin þá 14—18
aurum um tímann,
Ef sáttatillögunum yrði hafnað,
gæti verkfall hafizt 11. apríl í
fyrsta lagi. — NTB.
ÚTFÖR frú Soffíu Skúladóttur á
Kiðjabergi fór fram á þriðjudag-
inn var að viðstöddu fjölmenni.
Þegar um morguninn fór fólk
að streyma heim að Kiðjabergi
og varð svo margt sem húsakynni
framast leyfðu. Þar var öllum
borinn matur og kaffi af mikilli
rausn.
Séra Sigurður Pálsson í Hraun
gerði flutti húskveðju og síðan
var lagt á stað til kirkjunnar á
Stóru-Borg og var líkfylgdin í
17 bilum, smærri og stærri. Hjá
kirkjunni biðu nær 30 bílar og
var þar samankomið svo mikið
fjölmenni, að ekki komst helm-
ingur þess inn í kirkjuna. Séra
Ingólfur Ástmarsson flutti lík-
ræðuna og minntist þess að hin
framliðna hefði staðið fyrir búi á
Kiðjabergi í 68 ár og haldið ó-
skertri virðingu og skörungsskap
til hinstu stundar. Hún hefði eign
ast 6 börn, er öll væru á lífi og
fylgdu móður sinni til grafar og
væri hið yngsta þeirra um
sextugt.
Síðan flutti hann kvcðjuljóð
frá ónafngreindum vini.
Synir hinnar framliðnu báru
kistuna til grafar.
Að jarðarförinni lokinni var
öllum boðið til kaffidrykkju í
samkomuhúsinu á Minni-Borg og
fór sem fyr að húsakynni voru
of lítil til að rúma mannfjöldann
í einu, enda mun hafa verið þarna
um þrjú hundruð manna. Var
það fólk af flestum eða öllum
bæum í sveitinni, nágrannasveit-
um og úr Reykjavík.
Mun það fátítt að svo fjölmenn
jarðafrör sé í sveit og bar það
vott um vinsældir og virðingu
hinnar framliðnu.
KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR
K VÖID VRKR
í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 28. þ. m. klukkan 9.
EFNISSKRÁ:
1. Rigoletto-kórinn syngur.
2. Hreinn Pálsson syngur —
Gestur Þorgrímsson hermir eftir honum.
3. Kristján Kristjánsson syngur —
Gestur Þorgrímsson hermir eftir honum.
■ , 4. Gamanþáttum (sþilakvöldið).
5. Kvartett. s
6. Gestur Þoúgrímsson (gamanvísur).
■ j 7. úeikþáttur afcocktailparty).
8-. Fósttóræður'ssyngja.
9.. Dans til kL.íjl e. m.
■Vj ' - •>*»«(
Aðgöngumiðar seldir í Sjáífstæðishúsinu kl. 4—7 í dag og
á morgun, borð tekin frátöm leið. Pantanir í síma 2339.
Indverjar ekkl
með í Genf
NÝJU DELHI, 23. marz — í um-
ræðum um utanríkismál á Ind-
landsþingi sagði Nehru forsætis-
ráðherra, að Indverjar óskuðu
ekki að taka þátt í Genfar-ráð-
stefnunni um Asíumál. Hann
kvaðst vona að hægt yrði að
koma á vopnahléi í Indó-Kína
áður en ráðstefnan væri haldin.
—Reuter.
- Flugvéiar
Framh. af bls. 1.
hafa ekki enn verið gefnar um
flughraða, þó er það vitað að
hún mun geta hafið sig á loft
með 800 km hraða á klukku-
stund. Hreyfillinn er 5500 hest-
afla. Er það þrýstiloftshreyfill af
Allison-gerð, sem knýr túrbínur
og tvær flugskrúfur settar í
samband við túrbínurnar.
Einn flugmaður er í vélinni.
Getur hann snúið sæti sínu til,
eftir því hvort hann er að hefja
sig á loft, flýgur láréttu flugi
eða er að lenda.
^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA4
iAAAAAAAAAAAAAAAAAA AAA AAAAit AAI
S-*''© MABEt* SS4
AESON'S A SSXSOUS THIMG, /VMSS
VAM HCCM... I'LL GO QUESTIOM
f>_JANIE GILLAM >
1) — Ilvers vegna álítið þér að
Hanna hafi kveikt í hesthúsinu?
Var það ekki hún, sem bjargaði
yður úr eldinum?
2) — Jú, víst dró hún mig út
úr hesthúsinu.
3) — Það er alvarlegur glæpur
að kveikja í, ég verð að yfirheyra
Hönnu.
4) Seinna fær Gyða samvizku-
bit, en æsir sig upp og sagir:
— Hver veit, nema stelpuskját-
an hafi kveikt í.