Morgunblaðið - 02.04.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41. árgangur. 77. tbl. — Föstudagur 2. apríl 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsins Brimðsár eílir geislun Isl. listsýning í Danmörku: Dönsk blöð segjn: Heilsteypt og fögur kveðjo frá íslandi - Frumleiki er aSef Iíennar Þessi japanski fiskimaður brenndist af geislavirkri ösku eftir vetni- sprenginguna í Kyrrahafi 1. marz. Er hér verið að hjúkra honum í sjúkrahúsi, þar sem hann fær blóðgjafir mcð stuttu millibili. Allt hár hefir verið rakað af höfði hans vegna brunasára. virkisbæinn SAIGON, 1. apríl. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB VARNARSVEIRNAR í Dien Bien Phu láta enn engan bilbug á sér finna, þó að uppreisnarmenn sæki á með miklum þunga. 12 þús. manna lið virkisbæjarins heyr nú ef til vill veigamestu orrustu þessa stríðs, sem staðið hefir um 7 ára skeið. Faruk kvaddur heim LUNDÚNUM, 1. apríl: — Blöð um alla Evrópu héldu gamalli venju í dag og létu lesendur sína „hlaupa apríl“. Fluttu þau æsi- fréttir, sem grandlaust fólk tók trúanlegar. Blað í Vínarborg birti undir stórum fyrirsögnum frétt um, að Farúk fyrrum konungur Egypta- lands hefði varpað sér í fallhlíf niður í Nílardalinn til að taka þátt í baráttu þeirri, sem nú stendur í Egyptalandi. Blað í Brússel sagði frá því, að Nagib hefði kallað Farúk heim aftur. Þá sagði Genfarblað frá því, ag McCarthy hefði stefnt nafn- greindum Svisslendingi, sem veit ir forstöðu stóru gistihúsi í Washington. Væri hann sakaður um samúð með kommúnistum. Rök öldungadeildarþingmannsins væru þau, að fyrir þremur árum hefði Svisslendingurinn látið bera fram í veizlu styrjuhrogn og rússneskt salat. Kaupmannahöfn, 1. apríl. — Einkaskeyti til Mbl. DÖNSK BLÖÐ gera rækilega grein fyrir listsýningunni, sem standa á í Kaupmannahöfn dagana 1.—12. apríl. Taka þátt í henni 23 íslenzkir listmálarar og 6 myndhöggvarar. Kveðja Eisenhowers WASFIINGTON — Eisenhower forseti hefir sent varnarsveitun- um í Dien Bien Phu kveðju sína. Lýsir hann aðdáun sinni á þraut- seigju þeirra og baráttuþreki. -<í> mm LATIH L&US BORDEAUX, 1. apríl. — Maria Besnard, sem verið hefir í haldi að undanförnu sökuð um að hafa drepið 6 vandamenn sína í arseniki, var látin laus í dag gegn 60 þús. kr. tryggingu. Þriggja manna nefnd á að fara gegnum málskjölin og einkum meta umsagnir sérfræðinga sækj- enda og verjenda, en þeim ber mikið á milli. Sakborningur neit- ar öllum sakargiftum.__ lllræmdasli for- sprakinn féll NÆRÓBÍ, 1. apríl: — í dag sló í bardaga milli Mau Mau manna og brezkra sveita í Keníu. Herma fregnir, að ofstopafjdlsti foringi Mau Mau manna, Cargo hershöfð ingi, hafi fallið. — Reuter-NTB. HAFA MISST 5—6 |------------------------------------------------------- ÞÚS. MANNA I Phuluerve°nnThöndúm FÍakkfen Hendurnar eru Esqus, en roddin Jakobs utvarðarsveitir hafa átt í grimmi- legum bardögum. Franska hsrstjórnin ætlar, að uppreistarmenn hafi misst 5—6 þúsundir manna í baráttu þeirri, sem háð hefir verið um virkis- bæinn. BÍÐA SKOTFÆRA Útlit er fyrir, . að uppreistar- menn hafi gert stundarhlé á sókn sinni, meðan þeir bíða skotfæra. Franskar vélflugur halda uppi linnulausum árásum á stöðvar fjandmannanna. Búizt er við, að uppreistarmenn muni bráðlega gera árás á veginn milli Hanoi og hafnarbæjarins Haiphong til að lama aðflutn- inga Frakka. EiKjln borg í heimi fær sfaSiz! NEW YORK, 1. apríl: — I dag gerði formaður bandarísku kjarn orkumálanefndarinnar heyrin- kunnugt, að ein vetnissprengja gæti lagt í rústir hvaða borg sem væri í heiminum. Yfirmaður borgaralegra varna í New York segist þegar í stað muni gefa fyrirmæli um brottflutning fólks úr borginni, er hann fái fregnir af yfirvofandi árás. í New York búa um 8 milljónir íbúa, svo að brottflutningur þeirra mundi taka 3 daga að minnsta kosti, en hættumerki mundi varla berast með meira «n stundar fyrirvara. Hlálegum sýndartillög- um Rússa vísað á bug Era í eðli sínu þær sömu og komu fram á Berlínarráðsfefnuiuii. • i LUNDÚNUM OG WASHINGTON, 1. apríl. ED E N utanríkisráðherra talaði í neðri málstofu brezka þingsins í dag um orðsendingu Rússa til Vesturveldanna um öryggismál Norðurálfu. í orðsendingu þessari segjast þeir m. a. vera fúsir til að ræða möguleika á, að Rússaveldi gerist aðili að Atlantshafs- bandalaginu. Þá segir, að Rússar sjái enga ástæðu til að-amast við aðild Bandaríkjamanna að öryggissáttmála fyrir Norðurálfu, eins og Molotov lagði til á Berlínarráðstefnunni. Eden sagði, að Bretar mundu^ ræða orðsendinguna við Banda ríkin, Frakka og önnur þau ríki, sem hún varðaði. SVAR EN EKKI ORSÖK Orðsending þessi sagði ráðherr- ann, að væri að verulegu leyti gagnrýni á varnasamtök Evrópu- þjóðanna og Atlantshafsbanda- lagið. Kallar orðsendingin það árásar-bandalag, sem stefnt sé gegn Rússum. Eden sagði þetta reginmis- skilning', sem sæist gerzt á því, að Atlantshafsbandalagið væri svar við stjórnmálastefnu Rússa en ekki orsök hennar. Atlantshafsbandalagið væri ekki einvörðungu hervarnabanda lag. Það risi á grundvelli laga og einstaklingsfrelsis og aðilar væru hvattir til að efla frjálsræði hver hjá sér. Ekki hvað Eden ljóst af orð- sendingu Rússa, hvort þeir væru fúsir til að undirrita sáttmála At- lantshafsríkjanna og hlíta honum. Þc að Rússar yrðu aðilar banda lagsins, væri það í sjálfu sér ekki næg trygging fyrir önnur aðild- arríki. Eina stofnunin, sem hér kæmi til greina, væru S. Þ., ef þeirri stofnun væri rétt beitt, og væru Rússar aðilar að þeim. TVÍÞÆTTUR ANDRÓÐUR Formælandi bandaríska utan- Framh. á b.s. 2. í Lofoíen HARSTAD, 1. apríl. — Ef aflinn í Lófóten glæðist ekki stórum frá því sem nú er, verður heildar- aflinn mun minni en í fyrra, en hann var þá 50 milljónir . kg. Tekjur sjómanna í Lófóten verða að líkindum 40—50 millj. norskra króna minni en gert var ráð fyrir. Aflabresturinn mun koma hart niður á öllu efnahagslífi Norður- Noregs. — NTB. SYNINGIN OPNUÐ Um 400 boðsgestir voru við opn un sýningarinnar í Ráðhúsinu. Danski menntamálaráðherrann Bomholt, tók þar til máls og færði íslandi þakkir fyrir þessa sýningu. Þá talaði Sigurður Nor- dal sendiherra og lýsti yfir, að sýningin væri opnuð. ÞAKKLÆTISVOTTUR TIL LISTAKADEMIUNNAR Sagði hann, að hún stæði um sömu mundir og danska listaka- demían héldi upp á 2 alda af- mæli sitt. Ætti hún að tákna þakkir íslands til þessarar stofn- unar, þar sem margir ungir ís- lendingar hefðu fengið fyrstu vegsögn til að geta seinna meir skapað sjálfstæða, íslenzka list. GRUNNTÓNN SÝNINGARINNAR Nationaltidende kemst svo að orði: „Sýningin er hrífandi og efnisrík. Eykur hún þekking okkar á íslenzkri nútímalist með dýrmætum hætti. Ákveðinn grunntónn setur svip á sýningu þessa. Hún sýnir ísienzka nátt- úru, tilfinningu, þjóðareinkenni, baráttu listamannanna fyrir þjóð legum metnaði, en líka tilfinn- ingu þeirra fyrir straumum líð- angi stundar á erlendum vett- vangi.“ FRUMLEIKI ER AÐALL ÍSLENZKRAR LISTAR Blaðið Politiken segir: „Styrk- ur íslenzkrar myndlistar er fólg- inn í því, ag hún er óbundin af erfðavenjum. íslenzka sýningin sýnir okkur nýja list. Uppspretta hennar.er ekki tekin að erfðum, heldur er náttúran og þróttmikil gleði yfir gjöfum hennar frum- kraftur þessarar þróunar hvort sem tjáningin er ljós eða afstrakt. Islenzk list er eins og ferskur andblær í dönskum sýningarsöl- um. Frumleiki er aðal hennar.“ ÞRÓTTMIKIÐ ANDLEGT LÍF Socialdemokraten segir: „Sýn- ingin er heilsteypt og fögur kveðja frá Islandi. Hún ber með sér ófeilin stefnumið og mikinn þrótt í andlegu lífi á íslandi. Það, sem mest orkar á skoð- anda sýningar þessarar, er gleði listamannanna við sköpun stferkra forma.“ SÍÐASTLIÐINN laugardag féll, einkennileg svört aska yfir New I York borg. Askan er í rannsókn | hjá lögreglunni og heilbrigðis- eftirlitinu. Fólk man ekki eftir j að slíkt hafi gerzt áður og eru margir óttaslegnir yfir þessum atburði. Sprenging í kanad- isku orkuveri TORONTO, 1. apríl: — í dag varð sprenging í orkuveri við Ontarió í Kanada. Orkuver þetta, sem kostaði yfir 1100 milljónir króna, er hið stærsta í landinu. Tjón er metig á 70 milljónir króna. — Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.