Morgunblaðið - 02.04.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.04.1954, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. apríl 1954 MORGVNBLAÐIÐ 9 Brezki landvarnaráðherrann er góðar málamaður og listmálari HANKl VAB OSKRIF- ANDI10 ÁRA GAMALL Alexander landvarnaráðherra. D3^fS,u,Qmim ,IUm ‘O'Tí’QíKS Kvikmyndagjaldið á ekki að koma þyngra niður á Tjarnarbíói en öðrum bíóum HAROLD ALEXANDER, land- varnaráðherra Breta, er einn at- hyglisverðasti maður í sögu her- mála landsins. Bandaríkjamað- urinn Bradley kallaði hann „hershöfðingja hershöfðingjanna í seinni heimsstyrjöldinní“. Alexander hefir verið sjónar- vottur að fleiri orrustum, stjórn- að fleiri herjum og staðið á fleiri vígvöllum en flestir aðrir núlifandi herforingjar. Á honum hvíldi hiti og þungi í mörgum helztu orrustum stríðsins, en sjálfum mun honum Dunkerque ríkast í huga, og það er stað- reynd, að hann átti mikinn þátt í „kraftaverkinu við Dunkerque“. ÓSKRIFANDI 10 ÁRA Alexander er þriðji sonur jarlsins frá Caledon. Fæddur er hann í Norður-írlandi. Var hann enn í bernsku, er faðir hans dó, og Alexander litli óx upp á hinu aldna óðaissetri við leik og áflog við bræður sína, sem hugðust taka að sér hlutverk föðurins, en hugsuðu þó ef til vii! ekki ýkja-mikið um uppeldi yngsta bróðurins. Tíu ára kunni verð- andi landvarnaráðherra ekki að rita nafn sitt. Snemma tók hann að afla sér herfræðimenntunar og í skóla var hann áiitlegur áþróttamaður og þótti einkum afbragðs hlaupari. Að sjálfsögðu barðist hann í heimsstyrjöldinni fyrri, særðist tvívegis og hækk- aði óðfluga í tign. FER í STRÍÐ UPP Á EIGIN SPÝTUR Árið 1919 skýtur Alexander upp kolli í Lettlandi, þar sem hermál öll voru á mestu ringul- reið. Rauði herínn russneski hafði tekið Riga, léttneska stjórn- in var flúin til Libau, áhrifamenn áttu í makki við Þjóðverja, og loks fluttist ríkisstjórn Ulmanis til Eistlands. Skömmu seinna voru Rússar hraktir burt frá Riga. Unnu það verk í sameiningu þýzka „járn- herfylkið“, lettneska landvarna- liðið og flokkur Hvít-Rússa. Clunnreifir eftir þenna sigur héldu þessir 3 flokkar gegn lettneskum og eistneskum herj- um Ulmanis. Borgarastríð var skollið á. Þeir, sem studdu ríkis- stjórnina, voru í vanda staddir, því að þeir höfðu ekkert stór- skotalið. Brezk og frönsk her- skip, sem voru á sveimi í Eystra- saltf, gátu ekki aðhafzt því að engin fyrirmæli höfðu borizt heiman að, þar sem stjórnmála- mennirnir höfðu meira að gera en svo, að þeir gætu verið að vasast í smáskærum í löndum, sem varla voru til nema að nafn- inu. Hor.ur voru hinar verstu fyrir föðurlandsvíni í E.vstra- saltslöndunum, er skyndiiega rofaði til: Frá ströndinni var skotið af brezkum fallbyssum á þýzk- lettnesku sjálfboðasveitirnar. — „Járnherfylkið'* lagði á flótta, Hvít-Rússar urðu litverpir og „lettneska landvarnaliðið“ lagði niður vopn. Varla var orrustan um garð gengin, þegar bifreið kom akandi til brezku stöðv- anna og út úr henni askvaðandi brezkur hershöfðingi með miklu handapati og írafárí. Viti sínu fjær af reiði öskraði hann: „Hver djöfullinn hefir gefið ykkur fyr- irmæli um þetta, hver er aö sletta sér fram í stríð, sem okkur kem- ur ekki við?“ Alexander gaf síg fram: „Ef mér skjátlast ekki, eru að rísa hér upp 3 ný lýðveldi, en af því hefði ekki orðið, ef járnherfylkið hefði fengið að fara sínu fram. Þessi leikur var ekki jafn, því að Eistur og Lettar höfðu engar fallbys'sur, þeir þörfnuðust hjálp- ar ....“. Hershöfðigninn sleppti sér aft- ur og hótaði unga ofurstanum með herrétti, en hann skipti um skoðun, þegar kom símskeyti frá Lundúnum skömmu síðar. Efnis- lega hljóðaði það svo: Ofurstinn hefir gert hárrétt og breytt eins og við framast gátum óskað. Hann á að hækka að tign eins fljótt og færi gefst. ERFIÐ VIÐFANGSEFNI Ofurstinn, sem var enginn ann- ar en Harold Alexander, sýndi í þetta skipti eins og oft síðar, hve honum lætur að ráða inálum hiklaust til lykta. Næst var hann settur til að þjálfa „lettneska landvarnaliðið“, sem upphaflega hafði barist gegn löglegr; stjórn landsins. Oft höfðu þessar sveit- ir uppi ráðagerðir um að gera uppréist og leita samvinnu Þjóð- verja, en það fórst þó einatt fyr- ir, „því að við vissum, að fyrst yrðum við að slá Alexander við, svo að við gáfumst upp“, eins og einn óróaseggurinn orðaði það seinna. Þegar starfi Alexanders var lokið í Lettlandi, var hann send- ur á annan óróastað, til Tyrk- lands, þar sem enn var barizt og til Armeníu, þar sem hatursbál logaði. Þá var hann sendur til Austurlanda, þar sem hann ól að mestu leyti manninn fram til 1939. TIL EGYPTALANDS í seinustu heimsstyrjöld var hann sendur til Frakklands. Eftir atburðina við Dunkerque hélt hann heim með leifarnar af her- fylki sínu. Tók hann þá að sér varnir i suðausturhluta Bret- lands, þar sem búizt var vjð inn- rás Hitlers á hverri stundu. Þegar á öndverðu ári 1942 syrti í álinn í Austurlöndum, var hann sendur til Burma. Seinna þóttu horfur enn ískyggilegri í Norður-Afríku. Þá var gripið til gamla fangaráðsins, þegar veru- legur vandi var á ferðum — sent eftir Alexanþer Tobruk-varnirn- ar voru að komast í þrot, og Rommel bjóst við að stökkva á bráð sína, Egyptaland. Tveimur árþúsundum eftir komu Alex- anders mikla til Egyptalands stígur nafni hans á land til að bjarga brezku herjunum frá tortímingu. En hann lætur ekki sitja þar við' Hann bjargar Egyptalandi, hann bjargar lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs, bjargar brezka heimsveldmu frá örvæntingu. Samvinnan við Montgomery, sem þá er enn lítt þekktur, er til fyrirmyndar Rommel er stöðv aður. Hrakförum snúið sókn, afhroði í sigur. Sköpum skiptir við Alamein. í sameiningu taka þeir Alex- ander og Montgomery að hrjá sveitir Þjóðverja og ítala í brenn- andi sandauðn Afríku. í Túnis grípur Alexander til snjallræðis, svo að hann hefir ekki sýnt meiri herkænsku í annan tíma: Hann stofnar svo til, að tvö brezk og eitt bandarískt herfylki leggjast á eitt til að koma óvininum i þrot. Bandamönnum reynist kleift að stökkva yfir á megin- landið, á „bakið á Ítalíu". Róma- borg fellur, þýzku sveitirrar eru hraktar norður á bóginn. FEIKIVINSÆLL í KANADA Napólion sagði eitt sinn: „Ég skal sigra hverja þá bandarhenn, sem sverjast gegn mér“, en Alexander afsannaði þessa her- fræðilegu kenningu. í herför- inni á Ítalíu stjórnaði hann herj- um, sem í voru a. m. k. menn 12 þjóða — það sannar gerst, hve feikilegir forystuhæfileigar hans eru. Hermennirnir gáfu honum aldrei gælunafn eins og Monty og Blixt Gordon, en litu á hann sem foringjann, er óskaði ekki neins skrums kringum nafn sitt. Eftir stríð varð Alexander landstjóri í Kanada. í upphafi tóku landsmenn hlédrægni hans sem yfirlæti, en brátt komust þeir að því, að hér var á ferðinni duglegur og aðlaðandi embættis- maður. Varð hann svo vinsæll, að Kanada-stjórn beiddist þess tvívegis, að embættistími hans yrði framlengdur. Þegar hann var kvaddur heim til að taka við embætti hermálaráðherra, var hann kvaddur með trega vestra. TUNGUMÁLAMAÐUR OG MÁLARI Alexander hefir alltaf lifað ró- legu lífi, jafnvel þótt hann væri í hernaði. Jafnan gengur hann til hvílu kl. 22 og gætir þess einatt að hafa tíma aflögu til að lesa sagnfræði og nema tungumál. Hann talar frönsku, ítölsku og rússnesku ágætlega. Þýzku- kunnáttu hefir hann og nokkra Framh. á bls. 12 MEÐ lögum nr. 28/1952 er ákveð- ið að sveitar eða bæjarstjórnum sé heimilt að leggja sérstakt gjald á kvikmyndasýningar, sem má vera allt að 10% af aðgangs- eyri að kvikmyndasýringum þegar frá honum hefur verið dreginn álagður skemmtana- skattur. í samræmi við þetta ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur ?ð taka gjald af kvikmyndahúsunum sem skyldi vera 9% TJARNARBÍÓ UNDANÞEGIÐ SKEMMTANASKATTI Nú vill svo til, að eht kvik- myndahús í Reykjavík, Tjarn- arbíó, sem er eign Sáttmalasjóðs Háskólans er undanþegið skemmt anaskatti. BÆJARSJÓÐUR MIÐAÐI VIÐ IIEILDARUPPHÆÐ í aprilmánuði 1952 nam að- gangseyrir innkominn í Tjarnar- bíó kr. 88,228,72. Þar sem bíóið greiðir engan skemmtanaskatt ákvað bæjarstjórnin að miða kvikmyndagjaldið við heildar- upphæð og krafðist greiðslu á kr. 7940,58. EN TJARNARBÍÓ HEIMTAÐI JAFNRÉTTI Þessu mótmælti Tjarnarbíó. Taldi það að það kæmi Reykja- víkurbæ ekki við þótt eitthvert kvikmyndahúsið væri undanþeg- ið akemmtanaskatti. Það væri mál ríkisvaldsins, hvort það gæfi eftir skemmtanaskattinn Taldi Tjarnarbió sér heimilt að draga frá heildarandviirði seldra að- göngumiða þann hundraðshluta, er kvikmyndahúsum ber að greiða í skemmtanaskatt. Taldi Tjarnarbíó þetta eðlileg- astan skilning laganna, því að ella yrði niðurstaðan sú, að þau kvikmyndahús sem undanþegin eru skemmtanaskatti þyiítu að bera þyngri kvöð í þessu tilliti gagnvart bæjarsjóðnum. Það væri og í litlu samræmi við sérstöðu Tjarnarbíós, að það ætti að greiða hlutfallslega hærri kvikmyndasýningagjöld en önn- ur bíó. Taldi Tjarnarbíó að rétt- ur gjaldstofn til að leggja kvik- myndasýningargjald á væri fund inn, ef eftirgefinn skemmtana- skattur væri dreginn frá heild- arandvirði seldra aðgöngumiða og bauðst samkvæmt þvi til að greiða kr. 5756,17, en heldur ekki meira. „ÁLAGÐUR SKF.MMTANA- SKATTUR" Bæjarsjóður mótmælti þessum skilningi Tjarnarbíós á laga- ákvæðinu. Benti hann á að til að finna réttan gjaldstofn skyldi skv. lögunum draga frá heildar- verði aðgöngumiða „álagðan skemmtanaskatt" En nú væri eng inn skemmtanaskattur lagðilr á Tjarnarbió og því væri ekki hægt að draga hann frá. FALLIST Á SKILNING TJARNARBÍÓS Fógeti féllst á skilning Tjarn- arbíós. í úrskurði hans segir m. a.: Það er ljóst af fyrri afskipt- um löggjafans af starfsemí Tjarnarbíós og afkomu hans, að löggjafinn hefur ætlað því nokkra sérstöðu því ti! hags- bóta miðað við önnur kvik- myndahús. Það væri því tæplega í sam- ræmi við þessar aðgerðir lög- gjafans að hann hafi með lög- unum um kvikmyndagjald sveitarstjórna viljað þtöngvv kosti Tjarnarbíós frekar annarra kvikmyndahúsa. Hæstiréttur staðfesti þann úr- skurð fógeta. Talið var rétt að hvor aðiU bæri sinn kostnað af málinu bæði fyrir fógeta og Hæstarétt'. Muhv* dómstólarnir hafa talið nauð- synjamál fyrir báða að fá úí* þessu skorið. Yfir 1069 manns | sótfu sæluYikuna ! SAUÐÁRKRÓKUR, 30. marz. — Sæluvikunni lauk s. 1. sunnudag með því að haldnar voru tvær kvikmyndasýningar og ein leik sýning á sjónleiknum Jeppa á Fjalli. í öll þau ár, sem Sæluvik- an hefur verið haldin hafa aldrei jafn margir gestir sótt hana. Að þessu sinni hafa yfir þúsund manns komið hingað. Á laugar- dagskvöldið voru yfir 700 gestir í bænum og var þá yfirfullt í báðum samkomuhúsunum á dans inum. VeðUr hefur verið aí- bragðs gott og greiðar samgöng- ur á landi og í lofti og hefur það mikið stuðlað að því að fólk hefur komið víðsvegar að. Allar samkomur fóru mjög vel fram og kyrrð og spekt í bænum. — jón. Frakkar Iirekja Breta af Nvfimdna j landsmiðum BREZKIR togarar hafa sótt á Nýfundnalandsmið nú seinni hluta vetrar. Kvarta þeir mjög um ágengni Frakka á þeim slóð- um. Nýlega kom Grimsby-togar- inn Northern Spray til heimahafn. ar. Skipstjórinn Mark Tomlinson skýrði Fishing News frá því að augljóst væri að frönsku togara- mennirnir hefðu skipulagt sam- starf sín á milli um að hrekja Breta af miðunum. Tomlinson sagði að eitt sinn hefðu 40 franskir togarar safnazt í kringum hann og tveir hefðu siglt upp að sitt hvorri hlið togara hans og aðrir hefðu verið fyrir framan. Niðurstaðan varð sú, að ég neyddist til að hörfa af beztu miðunum niður á meira dýpi. Siðar kvaðst Tomlinson hafa siglt á Grænlandsmið og þar fékk hann svo ágæta lúðuveiði, að ferð in borgaði sig. Kom hann með hvorki meira né minna en 237 kit af lúðu, sem er metafli. Forseli Þjóðverja undirritar BONN 29. marz. — Theodor Heuss forseti Þýzkalands undir- ritaði í dag samþykkt þingsins á aðild að Evrópuhernum. Þar með er Þýzkaland annað ríkið í röðinni með endanlega sam- þykkir þá aðild. Þegar önr.ur að- ildarríki hafa samþykkt aðildina munu Þjóðverjar vígbúast innan samtaka Evrópuhersins. Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.