Morgunblaðið - 02.04.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.1954, Blaðsíða 14
t 14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2 apríl 19d4 Skugginn og tindnrinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASOIÍ Framhaldssagan 6 | honum meðmæli. Duffield og ■urðu nokkrum mínútum eftir að ílugvélin var komin á loft, þau urðu alls ekki á eynni. Honum leiddist stórlega málæðið í Morg- an. Hann stóð upp af stólnum. En Morgan hélt áfram að tala 6vo hann varð að doka við stand- andi fyrir kurteisissakir. Loks komst hann burt og skildi frú Morgan eftir. Hún gat fengið að njóta allrar þeirrar hugsanlegu íræðslu um öll möguleg slys, sem gátu hent flugvél á flugi. o-----□------o Ekki voru meira en tvö ár síð- an skólinn flutti inn í þetta hús. í>að hafði verið byggt í lok 18. aldarinnar, og eftir því sem sag- an hermdi hafði sjálfur Nelson setið oftar en einu sinni í garð- inum sem getur húseigandans og horft út yfir flota sinn í höfn- inni og fengið boð með Ijósmerkj um frá yfirmönnum sínum um borð. Þá hafði húsið verið í eigu auðugs kaffiekrueiganda, sem hafði fjöldann allan af þrælum í þjónustu sinni. Jörðin hafði ver ið í mikilli rækt allt fram til fyrri heimsstyrjaldar, en þá stöðvaðist framgangur hennar, verksmiðjan var látin hætta og enska fjölskyldan hafði siglt sinn sjó. Húsið var selt. Um stund var það rekið sem gistihús, en enginn vegur lá nær en í tveggja til þriggja mílna fjarlægð og gest ji nir höfðu orðið að koma ríð- andi á hestum eða múlösnum. Að því kom, að fólk sem hafði xáð á að búa á gistihúsum, valdi heldur þá staði þar sem hægt var að aka bifreiðunum heim að dyrum. Gistihúsið var lagt niður og alla síðari heimsstyrjöldina hafði húsið staðið autt, að undan skildum einum hvertingja, sem var nokkurs konar húsvörður og bjó í eldhúsinu. Þá keyptu Paw- ley og kona hans það til að reka þar skóla. Þau fengu húsið fyrir lítið verð, en þurftu að kosta nokkuð miklu til að lagfæra það og leggja veginn alla leið heim. — Peningana erfði frú Pawíey eftir föður sinn, en hann hafði orðið xíkur á sykurverzlun. Þau voru ekki föst á féð nema að því leyti að þau borguðu lélegt kaup, en skólann ráku þau alltaf með tapi. Ðouglas fannst stundum, að ef sá tími ætti eftir að koma að þau gætu rekið hann meg gróða, þá mundi Pawley mislíka það. Þá mundi hann missa þessa sönnun á því hve vænt honum þótti um öll börn. Pawley kallaði það svo að skólinn væri eftir nýtízku sniði, en það var hann ekki nema að Jitiu leyti. Kennararnir vissu aldrei með vissu hve hart þeir xnáttu taka á nemendunum, vissu ckki hvenær hin leiðandi hönd átti að verða skipandi og hörð. Pawley vissi það sennilega ekki heldur .... en til þess að fára ekki niðrandi orðum um hann, þá skal þess getið að það var næsta ómögulegt með því kenn- araliði sem hann hafði á að skiþa. Hann hafði ráðið Douglas fegins hendi, ekki aðeins án þess að hafa fyrst tal af honum per- sónulega, en líka vitandi það að hann hafði aldrei á ævi sinni reynt að kenna nokkru barni. Hinn umsækjandinn, þeir voru bara tveir, var, eftir því sem ráðningaskrifstofan í London tjáðí Douglas, lítill og óásjáleg- ur maður með blóm í hnappa- gatinu og fyrrverandi húsbóndi hans, skóiastjóri í unglingaskóla fyrir drengi, hafði neitað að gefa I Morgans-hjónin voru þau einu, sem eftir voru af fjöldanum, sem hafði komið til skólans og farið Ifljótlega aftur, þau tvö ár, sem hann hafði starfað. — Mikill I hörgull var á góðum barnakenn- urum á Jamaica og launin, sem Pawley úthlutaði voru síður en svo freistandi. Ekki var hægt að gera við því að erfitt var að fá góða kennara. En hins vegar mátti bæta úr laununum-----þó ekki væri um neinn ágóða af skólahaldinu að ræða, þá hefði mátt borga af hinum ríflega arfi frú Pawley. En Pawley sagði að hin lágu laun væru því til sönn- ' unar að þeir sem tækju boðinu . væri að eðlisfari hugsjónamenn. | Douglas kenndi ensku og I frönsku og hafði auk þess umsjón ' með bókasafninu. Bókasafnið var í skemmtilegasta herberginu í ' skólahúsinu. Veggirnir voru þaktir bókahillum úr mahoní. Við einn þeirra var gríðarstór arinn, sem fyrsti eigandi húss- ins hafði látið gera. Við vegginn á móti var skrifborð Douglasar. Þar sat hann þegar hann var ekki að kenna og þar gátu börn- in hitt hann, ef þau þörfnuðust ráðlegginga hans. Börnin sátu að- eins í 2—3 kennslustundum á dag. Ag öðru leyti eyddu þau dögunum við að leysa upp á eigin spýtur hin vikulegu verkefni, sem þeim voru fengin í hendur. J Þennan morgun lá hrúga af stílabókum á borði Douglas þeg- ar hann settist niður, frönskum stílum og enskum ritgerðum. — Honum þótti stílarnir leiðinlegir en gaman að ritgerðunum. Sama var að segja um börnin. Hann sneri sér fyrst að stílunum. Klukkan rúmlega níu var bar- ið að dyrum. Hann gat sér þess til að það væri Rosemary. Rose- mary var sú eina sem barði að dyrum á bókasafninu áður en I hún kom inn. Hún var ensk að uppruna, 11 ára gömul. „Viljið þér gera svo vel að hjálpa mér, herra Lockwood?" Hún settist niður hjá honum við borðið. „Hvað er erfitt núna?“ „Ég get þetta ekki“. Hún opnaði stílabók og lagði hana fyrir framan hann vand- ræðaleg á svipinn. Hann sá brátt af hverju vandræði hennar stöf uðu. „Er það ekki herra Duffield sem setur þér þetta fyrir?“ „Jú“. „Þá verður þú að leita til hans“. Hún þagði góða stund. Svo sagði hún: „En þér eruð yfir- kennarinn minn“. „Já, ég hef aðallega umsjón með þér, en ég get ekki hjálpað þér með það sem annar kennari setur þér fyrir“. „En herra Duffield er í kennslustund". „Þú getur farið til hans þegar hún er búin“. „Mig langar til að ljúka við dæmin fyrst“. Hún þagði dálitla stund en hélt svo áfram: „Ég er búin að spurja herra Duffield einu sinni að því hvernig á að fara að þessu, en ég er búin að gleyma því og hann verður svo reiður, ef ég spyr hann aftur“. Flest börnin voru hrædd við Duffield og Rosemary var sér- staklega viðkvæm. Það gat hún þakkað sínum elskandi foreldr- um. Þau höfðu kennt henni allt heima, þangað til að hún hafði árinu áður verið send í þennan skóla. Þau höfðu reynt að bæta úr skortinum á skólagöngu með því að halda henni undir járnaga heima. Faðir hennar hafði komið í heimsókn um eina helgina og gefið Douglas nasasjón af því, hvað vesalings barnið hafði orðið að þola. Hann vildi sýna hve mikið honum var í mun ag hún fengi gott uppeldi. Douglas taldi það, að hann sagði tólf sinnum: „Þú mátt ekki“, á tæpum fimm mínútum. „Rosemary, þú mátt UTILEGUIVIAÐLRIIMIM 17 Nú segir frá Tana og Þorfinni. Þegar þeir koma aftur í hellinn, segir risinn: „Mér finnst rétt að þú skilir þessu fé af þér, fyrst þú átt ekkert í því. Og ef þú vilt ekki fara með það sjálfur, þá skal ég gera það, enda veit ég að þú þorir ekki að koma í byggð.“ Tani féllst á þetta, og eftir tvo daga fór Þorfinnur með féð eftir tilsögn Tana. Þegar hann kom heim til huldukon- unnar, var hánótt. Þorfinnur klappaði á gluggann. Haki spyr hver sé úti. „Það er Þorfinnur Baldvinsson. Þú munt þekkja mig ef þú kemur út,“ var svarað. „Ég er sá sami, er hjálpaði Tana á fjallinu um daginn.“ Nú fór Haka ekki að verða um sel, og segir við móður sína, sem var vakandi: „Hvað skal hann vilja?“ Hún svarar með hægð: „Það er sama hvað hann vill. Við bjóðum honum inn, eins og öðrum mönnum, sem hingað koma.“ Svo fer hún til dyra, kallar í manninn og biður hann að gera svo vel og ganga í bæinn. Hann réttir henni þreklega hönd, heilsar og segir síðan: „Er þá enginn inni, sem gæti orðið hræddur við mig? Ég lít nú ekki út eins og maður. — bæði er ég stærri en aðrir menn, og svo er hár mitt og skegg svo mikið, að allir fælast mig.“ „Það er nú sama, þú kemur inn,“ segir konan. — Þegar Þorfinnur kemur í baðstofudyrnar, heilsar hann og segir: „Ég kom með féð þitt úr dalnum frá Tana. Erindi mitt var ekki annað. Féð er hér allt á túninu." Haki varð afar feginn og býður gestinum sæti. Síðan er honum borinn matur og drykkur. — Þorfinnur spjallar um alla heima og geyma. Hann stendur við fram undir morgun. Skeiiziivtun yngstu bamanna verður í Austurbæjarhíói n. k. sunnudag kl. 1,30. Börn frá dagheimilum og leikskólum Sumargjafar skemmta. —- Aðgöngumiðar fást hjá Bókabúð Lárusar Blöndal og í leikskólunum. Stcttarfclagið Fóstra. Hvor tvíburinn notar TONI og hvor notar dýra bárliðun?* Þér h'afið dvallt efni d að kaupa Toni jec^ar jér jarjniót bár lih Enginn er fær um að sjá mismuninn á dýrri hárlið- un og Toni. Með Torii getið þér sjálfar liðað hár yðar heima hjá yður og Toni er svo ódýrt að þér gecið ávalt veitt yður það þegar þér þarfnist háiliðunar. — Toni gefur háriru fallegan blæ og gerir hárið sem sjálf- unar líðað. Tom má nota við hvaða hár sem er og er mjög auðvelt í notkun. —■ Þess vegna nota íleiri Toni en nokkurt annað perma- nent. * Josephine Milton, sú til vinstri notar Toni. Hárliðunarvökvi kr. 23,00 Spólur...........— 32,25 Gerið hdrið sem sjdlfliðað PAPPÍRSPOKAR 1/8—10 kílóa. PAPPÍRSSERVIETTLR hvítar Fyrirliggjandi J). (D)rynjó()óSon ^JJv uaran Ausfin-vörubifreið til sölu. JJ. Urynjóljóóon (jT* ^JJv uaran Pípuiagningarmenn Hin árlega SKEMMTUN pípulagningamanna, verður haldin í Breiðfirðingabúð laugardaginn 3. apríl ki. 8,30. Yms skemmtiatriðl. Aðgöngumiðar verða afhentir í Breiðfirðingabúð, laug- ardaginn 3. apríl frá klukkan 2—4. | <■ = : 1 M 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.