Morgunblaðið - 02.04.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1954, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. apríl 1954 - Alexander Framh. af bls. 9. og lagði kapp á að auka þá kunn- áttu í herförinni á Ítalíu. Það var við einu sinni á ítaliU, að bandarískur samstarfsmaður hans heyrði fyrirskipanir á þýzku frá tjaldi hershöfðingjans. Hann ruddist inn í tjaldið og átti von á því versta. Undrandi varð hann, er hann kom þar að Alexander einum. Hann var þá með morgun- lexíuna sína og hlýddi hugfang- inn á plötu með talæfingum. Alexander hefir nú lagt niður æskuíþrótt sína, sem er skíða- ferðir. Aftur á móti heldur hann áfarm að mála eins og Churchill gamli og er hreint ekki slakur málari. - iþróftir Framh. af bls. 7. þjálfaður badmintonkennari, Jörgen Bach. Dvaldi hann hér á landi um nokkra vikna skeið og var það íþróttinni og iðkendum hennar til ómetanlegs gagns. — Fengum við Þar að kynnast ýmsu í þessari íþróttagrein, sem áður fyrr var fyrir okkur sem lokuð bók Vil ég_ npta þetta tæki færi og þakka ÍSÍ fyrir ágæta fyrirgreiðslu í þessu máli. í tilefni 15 ára afmælisins gengst TBR fyrir keppni í bænda glímuformi í KR-húsinu n.k. sunnudag og hefst keppnin kl. 2. Fyrirliðar eða bændur verða Kjartan Hjaltested og Guðjón Einarsson, sem iðkað hafa bad- minton frá byrjun og eru enn meðal áhugasömustu badminton- iðkenda. Um kvöldið gengst félagið fyr- ir hófi í Þjóðleikhúskjallaranum. Freyðibaðið TELOVA r Fæst í Hjúkrunarvöruverzlunum. Þýzk voftluiíirn Tökum upp í dag mikið af þýzkum raftækjum, þar á meðal 5 gerðir af vöfflu- járnum. Verð frá kr. 177,00 Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Simi 2852. HJÖRTUR PJETURSSON cand. oecon, löggiltur endurskoðandi. leistaramút Islands í frjáis- íjiróttum, innanhúss, er á morgun AMORGUN fer fram í iþróttahúsi Háskóla íslands meistaramót íslands í frjálsíþróttum, innanhúss, og er þetta þriðja innan- hússmeistaramótið, sem haldið er hér á landi. Á mótinu er keppt í 4 greinum frjálsíþrótta, þ. e. þremur atrennulausum stökkum, hástökki, langstökki og þrístökki og kúluvarpi með atrennu. Undirbúningurað vafnsveifu í Selási hafinn UNDIRBÚNINGUR er nú hafinn að vatnsveitu í Selás- og Árbæjar hverfi, að því er borgarstjóri skýrði frá á bæjarstjórnarfund- inum í gær. Kostnaðaráætlun um verkið hefur verið gerð og nið- urstöðutölur hennar eru IVz millj. kr. Borgarstjóri skýrði og frá því að bærinn hefði keypt vatns- geymi á Selási og lagfært hann. Ennfremur hefði verið keypt dæla, því dælustöð væri nauð- synleg vegna þess hve hverfin lægju hátt. Næsta skrefið væri lagning aðalæðar frá vatnsveitu Reykja- víkur að vatnsgeyminum í Selási og síðan yrði hafizt handa um lagningu vatnsæða um hverfin. Sfúdenlar styðja Nagíb KAIRÓ, 1. apríl: — f dag fóru stúdentar í Kairó í kröfugöngu eins og oft að undanförnu til að andmæla ályktun byltingarráðs- ins að fresta kosningum og sitja áfram við völd. M.a. vörnuðu stúdentar kenn- urum inngöngu í kennslustofur háskólans, svo að kennsla varð að faila niður. í borginni eru um 30 þús. stúd- enta, og hefir oft þótt mega marka skoðun almennings af við- brögðum þeirra. Hefir meirihluti þeirra nú snúizt á sveif með Nagib, en gegn byltingarráðinu. — Reuter-NTB. SjáHsmorðum með E 695 fjölgar UPP á síðkastið hafa mikil brögð verið að því í Vestur-Þýzkalandi að fólk fremji sjálfsmorð með því að taka inn eitur sem nefnist E 605. Notkun þessa eiturs fór mjög í vöxt eftir að Christa Lehmann notaði það til þess að drepa ætt- ingja sína með fyrir ári síðan í Worms. Ekki er vitað til þess að eitur þetta hafi verijð notað til sjálfsmorða fyrr. í fyrradag framdi kona í Vestur-Berlín sjálfsmorð með eitri þessu eftir að hafa drepið elskhuga sinn á því Konan hafði marg sinnis áður reynt ag stytta sér aldur með rottueitri. Keppendur verða 7—14 i hverri grein og má búast við jafn ari og spennandi keppni í stökk- unum, þar sem mætast núver- andi og fyrrverandi methafar og fleiri, sem náð hafa góðum árangri á innanhússmótum í vet- ur, svo sem Torfi Bryngeirsson, KR, Daníel Halldórsson, ÍR, Svavar Helgason, KR, Guðmund- ur Valdimarsson, KR og Hörður Haraldsson, Á. Meðal keppenda í kúluvarpi eru Gunnar Huseby, KR og Guð- mundur Hermannsson, KR. Stjórn FÍRR sér um mótið, sem hefst kl. 16 (4 e. h.) stundvís- lega. Bæjarfceppni milli Þórshafnar og Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI — Næstkomandi mánudag kl. 13,30 hefst bæjar- keppni í brigde milli Þórshafnar í Færeyjum og Hafnarfjarðar. Spiluð verða 64 spil. — Eftirtald- ir Hafnfirðingar taka þátt í keppninni: Jón Guðmundsson, Einar Guðnason, Eysteinn Einars son, Gunnlaugur Guðmundsson, Árni Þorvaldsson og Kári Þórð- arson. — Á þriðjudag keppa Fær eyingarnir við sveit Ólafs Guð- mundssonar og Reynis Eyjólfs- sonar. Nú-eru þrjár umferðir eftir í meistaraflokkskeppni Bridge- félágs Hafnarfjarðar. Sveit Jóns Guðmundssonar er enn efst með 1? stig, Árna Þorvaldssonar 14, Óíafs Guðmundssonar 13, Reynis Eyjólfssonar 3, Guðm. Atlasonar 7,- Sigmars Björnssonar 5 og Péturs Auðunssonar ekkert. — G.E. 4. umferð é sfcákmófl Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI — 4. umferð skákmóts Hafnarfjarðar hefir nú verið tefld, og er Ólafur Sigurðs son nú efstur með 3 vinninga og biðskák, 2.—3. Jón Kristjánsson og Sigurgeir Gíslason með 2 v. og eina biðskák hvor, 4. Sigurð- ur T. Sigurðsson með 1 v. og bið- skák, 5.—6. Aðalsteinn Knudsen og Þórir Sæmundsson. — Keppn- inni verður lokið í næstu viku, — og hefst þá hraðskákmót fé- lagsins. Framhaldsaðalfundur verður í Alþýðuhúsinu n.k. sunnudag, cg hefst hann kl. 14,00. — Verða þá ræddar lagabreytingar og reglu- gerð um skákmót Hafnarfjarðar. — G. E. Félag íslenzkra leikara Mvöldvakan 1954 í Þjóðleikhúsinu laugard. 3. apríl kl. 23,15 — Fjolbreytt skemmtiskrá — -- Eina miðnæturvakan - Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu frá kl. 13,15 í dag. NEFNDIN Skemmlun verður haldin í Félagsheimili K. R. við Kaplaskjólsveg (stóra salnum) laugardaginn 3. apríl kl. 8,30 síðd., fyrir K. R.-félaga 16 ára og yngri og gesti þeirra. Dagskrár 1. Ávarp: Erl. Ó. Pétursson form K. R. 2. Áhaldaleikfimi (úrvalsflokkur K.R.) 3. Kvikmyndasýning 4. Dans. Skemmtuninni lýkur kl. 12 á miðnætti. Aðgöngumiðar kosta kr. 10.00 og verða seldir við inn- ganginn. K R. HestamaniiaféBagið Eákur SKEMMTIFUNDUR í Tjarnarcafé í kvöld kl, 9. Hvað skeður kl. 12? SKEMMTINEFNDIN Aðventkirkjan Biblíu-rannsókn í kvöld, föstudaginn kl. 8 s.d. Allir velkomnir. ■■■■■■■■■■■■■••■■•■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Ford 1947 Til sölu er Ford vörubíll, smíðaár 1947. — Sömuleiðis ■ r ; Ford 1947 með skiftidrifi, 6 manna husi, og stórum vöru- ■ j palli. — Báðir í ágætu ásigkomulagi. — Upplýsingar • gefur Finnbogi Guðlaugsson, Borgarnesi. Þorskanetjasleiuar fyrirliggjandi. — Uppl. í síma 6903: 1) Móðir Gyðu ber að dyrum og hrópar. — Hvað gengur að þér, elsku Gyða mín. 2) — Það er ekkert, mamma. Vertu ekki að trufla mig. 3) — Ég ætla að sofna og reyna að gleyma þessu. 4) En Gyða getur ekki fest blund. Hún liggur með opin augu og klukkan telur klukkustund- irnar með klukkuslætti. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.