Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 1
16 síður Stórhuga áætlun ríkisstjórnarinnar um raforkuframkvæmdir strjálbýlisins 250 MILLJ. KR. VARIÐ TIL ÞESS A NÆSTIJ 10 ÁRUM FnnnvarpiRu fylgt úr Silaði STSINGRÍMUR Steiiiþórsson hafði orð fyrir ríkisstjórninni er frumvarpið um raforkumálin kom til umræðu. Gaf hann stutt- ort en greinargott yfirlit um býli landsins, hve mörg þeirra hefðu raforku og hvernig 10 ára áætlun ríkisstjórnarinnar væri hugsuð í framkvæmd. Ráðherrann sagði að nú væru um 6000 býli á landinu. 920 þeirra hafa þegar fengið raforku frá samvirkjunum. 480 til viðbótar hafa orku frá einkarafstöðvum og frá mótorrafstöðvum (meira en 110 volta spenna) hafa 300 býli raforku. Með öðrum orðum, sagði ráðherrann, hafa 1700 býli í dag raforku, sem segja má að sé þeim sæmileg til frambúðar. 900 önnur býli hafa vindraf- stöðvar og 600 þar til viðbótar orku frá mótorstöðvum undir 110 volt. Þetta verður í flestum til- fellum að teljast bráðabirgða- lausn fyrir þessi býli. Gera má þó ráð fyrir að í 100—200 til- fellum megi þetta teljast fram- búðarlausn. Af því leiðir þá að telja má að 1800—1900 býli á landinu hafi raforku til frambúð- ar. Eftir eru þá 4000 býli, sem enga eða alls ónóga raforku hafa. KAUPTÚN OG ÞORP Síðan gaf ráðherrann svipað yfirlit um kauptún og þorp. Sagði hann m. a.: 39 kauptún og þorp með 16200 í.búa hafa raforku frá dieselstöðv um, sem er aðeins bráðabirgða- lausn. í þessari tölu eru taldir afskekktir staðir, eins og t. d. Grímseý og Flatey á Sjálfanda, sem aldrei eða seint munu fá orku frá samorkuverum. Auk þess eru 7 staðir er hafa svo ó- íullrægjandi vatnsaflstöðvar, að nauðsyn er úrbóta. Þar búa sam- tals 5800 manns. 10 ÁHA ÁÆTLUNIN Það er því nauðsyn að bæta úr raforkuvandamálum 4000 sveitabýla og 40—50 kauptúna og þoi'pa með samtals 22000 íbúa. Fyrsta skrefið í þeirri átt er áætlunin, sem ríkisstjórnin nú leggur fram. Raforkumálaskrifstofan hefur gert lauslegar áætlanir um hvað muni vinnast fyrir þær 250 millj. kr. sem ráðgert er að ráðstafa í þessu skyni á næstu 10 árum. Þessi lauslega áætlun skrifstof- unnar gerir ráð fyrir að 2000—- 2300 býli fái rafmagn á næstu 10 árum frá samorkuverum. Auk þess muni um 450 býli fá raforku frá smærri rafstöðvum. Alls muni þá 4500 býli landsins hafa raf- orku eftir 10 ár. Síðan gat ráðherrann þess, að að sjálfsögðu myndi sú þróun er orðið hefur á undanförnum árum hvað stofnun nýbýla snertir Framh. á bls. 2. Svars VeslurveEdanna við orðsendingu Rússa að vænta fyrir páska Lundúnum, 2. apríl. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB FORMÆLANDI brezka utanríkisráðuneytisins sagði í dag, að svar Vesturveldanna við seinustu orðsendingu Rússa yrði afhent í Moskvu fyrir páska. Fulltrúar Breta, Bandaríkjanna og Frakk-a koma saman í París í næstu viku til að vinna að svarinu. AÐEINS TIL VARNA Griinther, yfirmaður Atlants- hafsherjanna, svaraði í dag þeim áburði, að Atlantshafsbandalagið væri árásarsamtök. Sagði hers- höfðinginn, að enginn stafkrókur í áætlunum bandalagsins svo mikið sem ýjaði í þá átt, að herj- um þess yrði beitt til árása. Hann sagði, að við.búnaður At- lantshafsbandalagsins miðaðist við að mæta árás. Þá sagði hershöfðinginn: „Ef til vill eru enn erfiðari tímar framundan fyrir Atlantshafs- bandalagið en þeir, sem liðnir j eru. Varast skyldu menn þá hættu, sem í því er íólgin, að ætla styrjaldarógnina minni en hún er. Frá hernaðarlégu sjónar- miðið er engin ástæða til að ætla, að við getum dregið úr viðbún- aði okkar. Herafli ríkjabákns kommúnista er í vexti“. Nehru vill stöðva tilraunir með vetnisprengiuna NÝJU-DELHI, 2. apríl. RÆÐU, sem Nehru hélt í þinginu í dag, lagði hann fast gegn frekari tilraunum með vetnisprengjur. Forsætisráðherrann lét svo um mælt, að mannkyninu og siðmenningunni stafaði ógn af sprengjunni. Taldi hann, að birta ætti þegar allt, sem vísindamenn gætu sagt um áhrif hennar. S. Þ. SKERIST í LEIKINN Nehru lagði til, að þegav í stað skyldi efnt til leynilegra við- ræðna á vettvangi S. Þ. um að stöðva tilraunir með vetni- sprengjuna umsvifalaust. SAMNINGAR BANDA- RÍKJANNA OG RÚSSA Stjórnmálamenn í Lundúnum líta svo á, að þessi tillaga Neh- rus endurspegli þann kvíða, sem lagzt hafi á menn um heim all- stöðva tilraunir með vetni- sprengjutilrauna yrði ekki kom- ið í kring nema með samningi Bandaríkjanna og Rússlards um það efni. Upprebtarmenn vinna á við Dien Bien Phu PARÍS, 2. apríl. — Franska herstjórnin segir, að varnar- herinn í Dien Bien Phu, eigi við afskaplega örðugleika að striða. Þó er ekki ástæða fyrir þetta 12 þúsund manan varn- arlið að örvænta. Framh. á bls. 12. Framlög á fjárlögtim og lánsfé frá ísl. bönktsm Tiliöpr Jóns Þorlákssonar og Jéns á Reynistað að komas! í framkvæmd. 1G Æ R var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um viðauka við raforkulögin frá 1946. Felst í því áætlun ríkisstjórnarinnar um framkvæmd þeirra fyrirheita, sem hún gaf í málefnasamningi sínum, um aðgerðir í raforku- málum þjóðarinnar. Samkvæmt frumvarpinu skal 250 millj. kr. a. m. k. verða varið til raforkuframkvæmda í þágu stjálbýlisins á næstu 10 árum. Hér er um að ræða stórkostlegustu áætlun, sem gerð hef- ur verið um framkvæmd þeirra tillagna, sem þeir Jón heit- inn Þorláksson og Jón Sigurðsson á Reynistað undirbjuggu og lögðu fram á Alþingi fyrir 25 árum um raforku til al- menningsnota á Isíandi. Mun því nú fagnað af alþjóð, ekki sízt af þeim, sem lengst hafa orðið að bíða eftir úrlausn í raforkumálum sínum, að þessar stórhuga tillögur nálgast framkvæmd. FJÁRMAGNTRYGGT Steingrímur Steinþórsson, landbúnaðarráðherra, lýsti því yfir í framsöguræðu fyrir frumvarpi ríkis- stjórnarinnar í Neðri deild Alþingis í gær, að stjórnin hefði þegar tryggt fjármagn til þéss að ráðast í fram- kvæmd fyrrgreindrar áætlunar. Munu 110 millj. kr. verða lagðar fram á fjárlögum næstu 10 ára í þessu skyni en samkomulag hefur tekizt við íslenzka hanka um að þeir leggi fram á sama tíma 140 millj kr. Ræðu landbúnaðarráðherra er getið á öðrum stað ______hér í blaðinu, en hér fer á eftir aðalefni frinnvarpsins: EFNI FRUMVARPSINS í 1. grein frv. segir svo: Á árunum 1954—1963 skal verja 250 milljón krónum að minnsta kosti til: 1. að koma upp raforkuverum rafmagnsveitna ríkisins utan orkuveitusvæðis Sogs- og Laxárvirkjananna; 2. að gera aðalorkuveitur og dreifiveitur rafmagnsveitna ríkis- ins og héraðsrafmagnsveitna ríkisins fyrir kaupstaði, kaup- tún og sveitir víðs vegar um landið; 3. að veita bændum lán til að koma upp smárafstöðvum, vatns- afls- og mótorstöðvum; 4. til virkjunarrannsókna og undirbúnings rafveitna og 5. að lækka raforkuverð, þar sem það er hæst. Aðrar greinar frumvarpsins eru svohljóðandi: 2. gr. Raforkumálastjóri og raforkuráð gera á árinu 1954 áætlun, sem ráðherra staðfestir, um raforkuframkvæmdir á árunum 1954— 1963, samkvæmt þessum lögum. Skal áætlunin við það miðuð, að varið verði til framkvæmdanna — auk framlags úr hlutaðeigandi héruðum — eftirtöldum upphæðum a. m. k.: Árin 1954—56 .................. 35 millj. kr. árlega. — 1957—59 .................... 25 — — — — 1960—61 ................... 20 — — — — 1962—63 .................... 15 — — — milljónum króna ár hvert; c. með notkun vaxtatekna raf- orkusjóðs; d. með notkun afborgana af út- lánum raforkusjóðs af eigin fé sjóðsins, og e. með lántökum handa raf- orkusjóði eða Rafmagnsveit- um ríkisins. 4. gr. Lánveitingum raforkusjóðs ti! til héraðsrafmagnsveitna rík-' einkarafstöðva í sveitum skal isins samkvæmt b-lið 26. gr. hagað þannig, að tala þeirra býla, raforkulaganna, eigi undir 61 Framh. á b.s. 2. FJÁRÖFLUN TIL FRAMKVÆMDA 3. gr. Til þeirra framkvæmda, er um ræðir í 1. og 2. gr., skal f jár aflað á þann hátt er hér segir: a. með fjárframlögum úr ríkis- sjóði til raforkusjóðs sam- kvæmt c-lið 33. gr. raforku- laganna, eigi undir 5 millj. króna á ári hverju; b. með framlögum úr ríkissjóði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.