Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. apríl 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 Kristján Alhertson: — Þetta er ekki hægt ÉG var fyrir skemmstu að lesa um hinar fyrstu kjarnorku- sprengjur, í síðasta bíndi af hinni miklu ófriðarsögu Winston Churc hills og mundi þá eftir Þjóðvilja- grein, eftir Halldór Kiljan Lax- ness, sem hlaut að geta fundist í bunka af íslenzkum l.-löðum, sem ég hafði enn ekki fleygt. Ég fann greinina, og las hana aftur. „Friður í Austurvegi" heitir hún, og birtist rétt fyrir jólin, einmitt um það leyti sem Beria og nokkrir aðrir af fremstu valdamönnum í Austurvegi voru skotnir niður klukkan fimm um morgun inni í tugthúsgarði, eftir leynileg réttarhöld, þar sem sagt var að þeir hefðu játað á sig ósköpin öll af svívirðilegum glæpum. Og svona getur maður verið einfaldur sem dúfa, annað kastið — ég man að ég hélt fyrst þegar ég leit á fyrirsögn grein- arinnar, að hún myndi vera um þessa síðustu friðarráðstöfun Malenkovs. Mér flaug í hug að skáldið myndi segja eitthvað á þá leið, að óskandi væri að friðn- um í Austurvegi væri nú loks algerlega lokið. Enda ekki lík- legt að hægt væri að halda mik- ið lengur áfram að finna æðstu valdhafa, stórmenni Og átrún- aðargoð hins endurfædda Aust- urvegs, sem reyndust sannir að sök um að hafa alið allan aldur sinn í ættjarðarsvikum, þjónkun við erlenda auðvaldsseggi og launráðum gegn ríki verkamanns ins. Væri og sannarlega óskemmti legt fyrir höfuðvemdara heims- friðarins, stjórn Ráðstjórnarríkj- anna, að þurfa að standa í því áratug eftir áratug Og láta murka lífið úr frægum leiðtogum með kúlnahríð inni í tugthúsgörðum klukkan fimm á morgnana. 2. En grein Laxness reyndist að vera um allt annað. Hún var angurblíð lofgjörð um friðarást rússnesks almennings (sem eng- inn hefur nokkru sinni dregið í efa) — en án þess þó að skáldið reyndi að gera grein fyrir því, hvernig þessu friðsama fólki muni hafa verið innanbrjósts við jólablóðbaðið í Moskvu. Enn- fremur var greinin lýsing á ill- mennsku og morðfýsn vestrænna stjórnmálaleiðtoga, og þá jafn- framt, beinlínis og óbeinlínis, þeirra þjóða, sem hafa efit þá til valda, og goldið stefnu þeirra samþykki, Laxness skrifar: „Til eru þau lönd þar sem á síðustu árum hefur mátt lesa með stuttu millibili ritsmíöar eftir fræga stjórnmálamenn, eða ræð- ur, þar sem þessir einker nilegu menn telja upp þær stórborgir í Ráðstjórnarríkjunum sem nauð- syn beri til að jafna við jörðu með kjarnorku í væntanlegri langþráðri heimsstyrjöld númer þrjú. Úr sömu átt hafa verið út- gefnar staðfestar skýrslur um það er 30.000 austurlenz^ smá- börn voru brend með kjarnorku á fáeinum sekúndum um það bil sem siðustu heimsstyrjöld var raunverulega lokið. Til þessa dags hafði Heródes verið frægasti barnamorðingi í Austurlöndum, en nú bliknaði hann gagnvart kristnum mönnum. Ég skil vel að fólki sem ann börnum einsog ráðstjórnarfólk gerir, gangi erfiðlega að skilja ríkisleiðtoga og aðra „ábyrga“ aðilja erlendis, sem aldrei þreyt- ast á að leika sér í augsýn heims- ins að hugmyndinni um fjölda- morð á saklausu fólki og korna- börnum, og lýsa yfir því með hrifningu í röddinni að kjarn- orkusprengja ameríkumanna sé liin eina huggun evrópumanna og von. Þegar maður hlustar á jafn furðulega höfuðóra bafða eftir frægustu merkisberum evrópskra stjórnmála, og fylgist með öllum þeim tilbrigðum sem þessu efni eru léð í þeim blaða- kosti sem þykist vera leiðarljós vestrænna manna, þá er ekki nema eðlilegt að maður álykti sem svo, að engin ráðstöfun geti verið öllu meira aðkallandi nú á tímum en skipulagning a.þjóða- samtaka til að vernda korna- börn fyrir stjórnmálamönnum. Það er í sannleika merkilegt timabil sem vér höfum lifað á, þar sem ekki hefur þurft annað en að nógu voldugur stjórnmála- hálfviti slægi hoffmannlega út hendinni og segði: í dag skulum við brenna upp þrjátíu þúsund kornabörn, — og ekki hefur hann sleppt orðinu fyr en verkið er unnið“. Og ekki hefur hann sleppt orð- inu fyrr en Staiin marskálkur segir: Nú líkar mér — svona á að berjast! Það var það sem gerðist 1945, þegar fyrsta sinn var varpað kjarnorkusprengju í hernaði. 3 Winston Churehill segir svo frá í ófriðarsögunni, að þegar Pots- damfundurinn var haldinn sum- arið 1945, eftir sigurinn á Þjóð- verjum, hafi enn verið eftir að ákveða hvernig skyldi ráða nið- urlögum Japana. Ameríkanar höfðu undirbúið loftárásir á borg ir og hafnir Japans, með þeim sprengjum sem tíðkast höfðu fram til þessa. Síðan skyldi gert strandhögg. En nú var lokið tilraunum með nýtt vopn, kjarnorkusprengjuna, og sýnt að með henni mátti flýta fyrir úrslitum. Churchill segir svo frá: „Fram til þessa höfum við hugsað okkur ógurlegar loftárás- ir á Japan og síðan landgöngu stórra herja. Við höfðum gert ráð fyrir örvæntingarfullu við- námi af hálfu Japana, að þeir myndu berjast til dauða eftir sínum samurai-hugmyndum um hermannlega drengmennsku, ekki aðeins í skipulögðum orustum, heldur í hverjum kjallara, hverri gryfju. Ég hafði í huga það sem við blasti á Okinavaeyju, þar sem mörg þúsund Japanir höfðu skipað sér í fylkingar, eftir að foringjarnir höfðu framið kvið- ristu, og framið sjálfsmorð með handsprengjum — heldur en að gefast upp. Ef buga skyldi mót- spyrnu Japana, mann fyrir mann, og leggja undir sig landið skref fyrir skref, gat það vel kostað milljón bandarísk mannslíf, og hálfa milljón bresk, eða meira. .... Nú var þessi martraðarsýn vikin frá okkur. í stað hennar sáum við fram á stríðslok með einum eða tveim harðneskju- legum aðgerðum“. Stalin tilkynnti Truman og Churchill á Potsdamfundinum, að hann væri nú reiðubúinn að segja Japönum stríð á hendur, úr því búið væri að sigra Þjóðverja. Þá skýrði Truman honum, hinn 24. júlí, frá hinu nýja vopni, kjarnorkusprengjunni, sem myndi leiða til skjótra stríðsloka á næstunni. Það væri óþarft að Rússar tækju þátt í ófriði gegn Japönum úr því sem komið væri, stríðið myndi vinnast á skömm- um tíma án rússneskra mann- fórna. Stalin varð glaður við, og spurði einkis frekar. Hinn 26. júlí 1945 sendu Banda- ríkin og Bretland japönsku stjórn inni úrslitakosti, þar sem krafist var skilyrðislausrar uppgjafar, en að öðrum kosti yrðu Japan- ir að vera viðbúnir algerri eyði- leggingu. Þessum friðarkostur var hafnað. Þá var ákveðið að gera allt sem unnt væri til þess að að- vara íbúa þeirra borga, sem til stóð að ráðast á. 27. júlí voru 11 japanskar borgir varaðar við því, að þær mættu eiga von á stórfelldurrv loftárásum. 31. júlí voru 12 aðrar borgir aðvaraðar á sama hátt, og 5. ágúst var enn varpað úr lofti prentuðum að- vörunum — alls IV2 milljón hvern þessara daga, og jafnframt 3 milljónum eintaka aí þeim friðarkostum, sem japanska stjórnin hafði hafnað. Kiljan Jóliannes 6. ágúst var svo fyrstu kjarn- orkusprengjunni varpað á bæ- inn Nagasaki. Og 8. ágúst sagði Stalin Japönum stríð á hendur. 4. Ég skal við engan um það deila, hvort það sé smekklegt eða sæmi legt að við, sem aldrei höfum þurft að taka ákvörðun sem kostað hafi mannsh'f, köllum þá menn morðingja sem taka þurftu harðneskjulegar ákvarðamr til að ráða niðurlögum herskárrar óvinaþjóðar, sem rofið hafði frið- inn — og með allt annað en fallegum aðförum (Pearl Harbor). Og ég skal engan ergja með því að draga í efa, að þetta úr- val af mannkyninu, sem býr beggja megin við Úralfjöll, unni börnum heitar en annað fólk, og eigi því erfitt með að skilja tii- finningaleysi feðra og mæðra í Bandaríkjunum, Bretlandi og öðrum vestrænum löndum, þar sem löngun í fjöldamorð á korna börnum er svo áberandi þáttur í sáiarlífi fólksins. Þá skal ég líka forðast allar deilur um það, hvor fari rétt með um ástæðurnar til þess að kjarn- orkusprengjan var notuð, Churc- hill eða Laxness. Laxness hafnar algerlega skýringum Churchills og annarra vestrænna manna á því, hvers vegna sprengjan hafi verið notuð. Samkvæmt Laxness var það af því, að voldugur stjórnmálahálfviti fékk þá hoff- mannlegu löngun, að drepa þrjá- tíu þúsund kornabörn í einu höggi — og sló þar með fyrra heimsmet Heródesar. Þegar vestrænir menn segja, að þeir telji heimi sínuir, heimi frjálsra manna, betur borgið gegn hugsanlegri árás af hendi austrænna einræðisklíkna með því að vera viðbúnir kjarnorku- hernaði, þá er slíkt tal kallað fláttskapur einn. Það er allt ann- að sem undir býr, nefnilega ánægjan af „að leika sér að hug- myndinni um fjöldamorð á sak- lausu fólki og kornabörnum". Og þetta óeðli vestrænna manna er svö útbreitt, svo magnað, svo hatrammt, að það hefur alstaðar lyft fulltrúum sínum tii æðstu valda. Þess vegna getur „engin ráðstöfun" verið meira aðkall- andi nú en skipulagning aiþjóða- samtaka (með friðarræðufund- um) „til að vernda kornabörn fyrir stjórnmálamönnum* Það er fjarri mér að vilja um neitt af þessu deila. En Jósef Stalin — hvetnig fer hann út úr þessu kjarnorkustriðs- brjálæði? Hann vissi um þessa nýju hryllilegu sprengju, áður en henni var varpað fyrsta sinn í stríði, og gerði ekki minnstu til- raun til að koma í veg fyrir það. Hvernig fer Laxness að skýra algert aðgerðaleysi Stalins? Var Stalin svo einfaldur að trúa því, að það væri af kaldri hernaðarlegri rökhugsun, að 'truman vildi nota sprengjuna? Var honum ekki ljóst, að hann var að tala við stjórnmálahálf- vita? Sá hann ekki kynlegan vit- fyrringarglampa í augum Tru- mans — tilhlökkunina að brenna upp þrjátíu þúsund kornabörn? Og fannst honum Churchill ekk- ert skuggalegur þessa daga? Var Stalin þá aðeins hrekklaus sak- leysingi, sem ekki gat rennt minnsta grun í hyldýpi vonzk- unnar í brjóstum vestrænna manna? Stalin átti eftir annað tæki- færi til þess að komast hjá óorði af kjarnorkusprengjunni. — Það var ekki lengur nauðsynlegt að Rússar færu með í stríðið við Kyrrahafið, Japanir voru búnir að tapa. Stalin, foringi fólksins, sem þykir vænt um börn, gat enn þvegið hendur sínar og sagt: Úr því að þið hafið gaman af að kasta svona sprengjum á iítil börn, þá get ég ekki verið með ykkur. Hvað sem annars má um mig segja, þá hef ég alltaf borið viðkvæmar tilfinningar til korna barna. En hann gerði það ekki. Hann gerði annað. Hann lét dragast að segja Japönum stríð á hendur þangað til fengin væri fyrsta reynsla af hinni nýju sprengju. Myndi hún vera út af eins kröft- ug og af vár látið? Stalin virðist hafa verið harðánægður^ með sprengjuna. Nú var okki eftir neinu að bíða. Aðeins tveim dög- um eftir að sprengjan féll var Ráðstjórnarherinn látinn geysa fram á vígvöllinn, til að berjast við hlið ofjarla Heródesar í barna morðum — og það enda þótt feð- ur hinna brenndu austurlenzku smábarna væru nú komnir á kné og gjörsigraðir, — styrjöidinni „raunverulega lokið“, eins og Laxness orðar það. Japanar gáfust upp viku eftir að Stalin slóst í förina með stjórn málahálfvitum hins vestræna heims. Þess heims, sem heldur áfram að láta sig dreyma um fjöldamorð á kornabörnum, svo að rauðir rithöfundar hafa ekki við að þeytast fram og aftur milli friðarfúnda. Né valdhafarnir í Moskvu við að draga flugumenn vestursins fyrir lög og dóm. Það mætti segja mér að Beria hafi ekki haft mikla ást á kornabörnum. 5. Ef ég segði að þessi grein mín væri ekki skrifuð af fasistískri ást á kjarnorkuhernaði og barna- drápum, þá myndi megnið af rauðu fylkingunni hrista höfuðið, þeim myndi ofbjóða óheilindin. Ég skal því ekki halda slíku fram, svo að ég hneyksli engan af mínum meðbræðrum. En grein mín er m.a. skrifuð til þess að benda á, að það er næsta lítil ræktarsemi við minn- ingu Stalins, að talaumkjarnorku hernað á þann hátt sem Laxness gerir — og það í Þjóðviljánum, lofdýrðarblaði Moskva-valdsins. En nú munu sumir vantrúaðir á, að ég sé mjög viðkvæmur fyrir minningu Stalins. Enda skal játað að það var annað sem kom mér áf stað. Halldór Kiljan Laxness kom heim af friðarþingi fyrir jólin, nýbúinn að veita viðtöku ein- hverjum friðarverðlaunum. Grein sina endaði hann á þessa leið: „Góður vesturevrópumaður er að mínum dómi sá sem leitast við að efla góða sambúð milli vest- urs og austurs, auka gagnkvæm- an skilning, samvinnu og menn- ingarleg samskipti milli heims- hlutanna. Hitt er duglaus vestur- evrópumaður sem ekki vill gera. sitt til áð efla vináttu og skilning* milli vesturs og austurs." Þetta er undarlegur endir ái grein, sem fram að niðurlagsorð- unum virtist öll ‘af vilja gerð tiV þess að skilja austrið — og mis- skilja vestrið. Laxness skrifar af mikilli samúð með rússneslm þjóðinni, þar vantar það eitt á, að skáldið reyni að skilja alla hina djúpu sálarlegu hörmung fólksins í landi hins algera ófrelsis, hinna mörgu og miklu fangabúða og tiðu pólitísku líf- láta. Um vestrið er hins vegar ekkert í grein hans nema útúr- snúningar á orðum stjórnmála- manna og brígsl um barnamorða- löngun. Manni fannst sem lesa mætti milli línanna: Við verðurn umfram allt að skilja austrið, elska allt sem þaðan kemur, aldrei þreytast á að lofsyngja dýrð ráðstjórnarfólksins. Hitt er þó engu síður nauðsynlegt, að misskilja og fyrirlíta vestrið. En það var þá ekki þetta sem Laxness vildi sagt hafa. Heldur vill hann „gera sitt til að efla vináttu og skilning milli vesturs og austurs". Ég ætla þá að leyfa mér að taka hann á orðinu, fyrir hönd allra þeirra sem dást að skáldinu Lax- ness, og biðja hann að muna að vera framvegis góður vestur- eVrópumaður: — skrifa til að skilja, og hjálpa öðrum til að skilja. Ég ætla að vona að hann efist ekki um, að þegar ekki mjög djúphugsuðum greinum hans er svarað, ekki hinna, þá er það ein- göngu vegna þeirrar virðingar sem skylt er að bera fyrir höf- undi Islandsldukkunnar. Og þeg- ar reynt er að vara hann við því, að vera að skrifa lítið merkileg- ar hugleiðingar, þá er það vegna þess hve æskilegt er, að þjóðirn- ar geti borið sem mesta virðingu fyrir þeim snillingum, sem eiga að vera þeirra mesti heiður. Það er tiltýlulega meinlaust þó að ýmsir aðrir rauðir höfundar þeysi á þindarlausum heimsku- spretti dálk úr dálki í Þjóðvilj- anum — en Laxness má ekki gera það. Ég veit vel að það er skoðun sumra áróðrar-fræðinga, að skóla æskan þurfi eitthvað æsandi, eitthvað miklu meira krassandi og upplífgandi en heilbrigða skvnsemi og einfaldan sannleika. Og að segja megi æskunni svona hér um bil hvað sem er, ef þess aðeins er gætt að láta hvína nógu snjallt í þvættingnum og þvaðr- inu. Gusturinn í orðafjúkini nægi til að sópa æskunni með sér. En nú vill svo til að Þjóðvilj- inn hefur á að skipa öðrum rit- höfundi, sem er magnaður snill- ingur í heimsmála-hugleiðingum fyrir fólk innan tvítugs — Jó- hannes úr Kötlum! Enda vafa- lítið að bann muni standa fyrir hugskotssjónum Þjóðvilja-æsk- unnar sem einn skarpasti sér- fræðingur nútímans í sálgrein- ingu þeirra, sem hann kallar „atómspraðurbassana í Wall Street og Washington". (Hvers vegna fær hann engin friðarverð- laun? Enginn getur skrifað af meiri æsingi um frið). Laxness ætti því að gera það fyrir þjóð sína, að skrifa ekki svona greinar, „til að efla skiln- ing“ á þróun heimsmálanna, á hinum alvarlegustu timum sem yfir mannkynið hafa komið. Enn heldur hann áfrarh á sömu braut. Nýlega mátti lesa í Þjóð- viljanum að skáldið hefði á kvenna-friðarfundi haldið afar- fyndna ræðu móti stríðsæsinga- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.