Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. apríl 1954 MORGVNBLAÐIÐ 7 „Eigi veldur sá er v< eftir Björgvin Frederiksen forseta Landssambands iðnaðarmanna PÁLL S. Pálsson farmkvæmda- stjóri sendir mér kveðju í Morg- unblaðinu 13. þ. m. Ekkert er í grein þessari, sem afsannar hug hans til iðnaðarmanna. Páli finnst það ganga göldrum næst, að maður, sem nýr við Lindargötu og rekur vélsmiðju skuli valinn til þess að sýsla við iðnaðarmál, og að hann skuli voga sér, að gera athugasemdir við langskólagenginn Pál S. Pálsson, lagasmiðinn mikla, sem Stjórnar félagi, sem byrjar lög sín á þessum orðum: 1. grein: y,Heiti félagsins er Fél. ísl. iðn- rekenda og er skammstafað F.í.í. í lögum þessum telst til iðnaðar allt, sem nefnt er iðja í lögum númer 18, 31. maí 1927“. Gam- an væri að fá umsögn lögfróðra um svona iðju, að telja félagalög rétthærri landslögum. Já, það er sitt hvað að flækja mál og að fást við iðnað. Ef Páll er farinn að fást við kukl og galdramál sbr. grein hans, þá vil ég benda honum á orðin: Formæling illan finnur stað. Páll hefur ekki getað hrakið neitt af því, sem ég skrifaði í grein minni og mun ég fara laus- lega yfir annálinn hans Páls, annálinn, sem sannar svo vel að það er rétt að Páll ætlaði iðn- aðarsamtökunum enga aðild í nefndinni nema á pappírnum í frumvarpinu, sem aldírei kom fram, eins og Páll kallar það. I. Nefndin sem atvinnumála- ráðherra Ólafur Thors skipaði 16. marz 1951 var falið, eins og bréfið ber með sér, að starfa fyrir íslenzkan iðjurekstur Lands sambandi iðnaðarmanna því óvið komandi og ástæðulaust að ræða þann kafla frekar. II. Frumvarp Gísla Jónssonar um iðnaðarmálastjóra Og fram- leiðsluráð. — Orðrétt ummæli Páls: „Arið 1948—’50 Frumvarp- ið flutt og dagar upp á þingum“. Ég hefi þar engu við að bæta. Alþingi stendur fyrir sínu, Páll! III. Heimsóknir erl. sérfræð- inga. — „Árið 1950 Mr. Cooly athugaði frystihúsin o. s. frv.“. Vissi Páll S. Pálsson ekki, að til er á íslandi Fiskifélag Islands. Stofnun, sem er að byggja upp rannsóknarstofur og tæknimið- stöð fyrir nýtingu alls sjávar- fengs m. a). fyrir hraðfyrstan fisk. Hollt er heima kvað. Varla hefði þurft að fé sérfræðing frá Ameríku til að benda Páli á, að þessum málum mundu ábyggi- lega vinna saman starfslið Fiski- félagsins og verkfræðingar Söiu- miðstöðvar Hraðfrystihúsanna. Til fróðleiks ætti Páll S. Pálsson að lesa tímaritið „Ægir“ nóv.— des. 1953 Mun hann þá fá þær upplýsingar, að óþarft se fyrir hann að burðast með frosna fisk- inn upp í iðnskóla. í Fiskifélag- jnu gæti hann einnig iært ýmis- legt, sem mætti verða til hlið- sjónar við uppbyggingu tækni- miðstöðvar iðnaðarins. IV. Iðnaðarmálanefnd. — Þeg- ar hér er komið málum fer að skýrast tilgangur Páls S. Páls- sonar. Nefndin er búin að smíða sér nafn, Iðnaðarmálanefnd, en á fjárlögum eru veittar kr. 100 þús. og miðað við iðjuna. lðnaðar- málanefnd tekur til starfa í sam- bandi við skrifstofu Fél. ísl. iðn- rekenda. Formaður nefndarinnar er jafnframt framkvstj. Féi. ísl. iðnrekenda. Þessi fyrirgreiðsla var fyrir Fél. ísl. iðnrekenda. Okkur í Landssambandinu því óviðkomandi. 30 des. 1952 skilar nefndin skýrslu til ráðherra. Skýrslan birtist í blaðinu „ís- lenzkur iðnaður" tölubl. nr. 29— 30. Ég ráðlegg öllum, sem vilja kynna sér málin, að lesa þessa skýrslu því að hún ber þess ljósr an vott, að Páll S. Pálsson og félagar hafa alveg farið út af sp'orinu við þessa 100 þús. kr. fjárveitingu, sem þeir fengu til þess að hefja tilraunaframkvæmd aukin afköst fyrir verksmiðjur. í stað þess, að gera eins og þeim var falið, þá slá þeir upp svo stóru brauði, að þeir hafa ekki getað bakað það ennþá. Skýrslan er inngangur að frumvarpinu fræga. I ofmetnaði ætla þeir sér yfirstjórn og alræði allra iðn- aðarmála. Koma hér á eftir nokkr ar setningar úr skýrslunni og bera með sér hver afskipti þeir ætluðu sér af iðnaðarmárum, en eru að vinna fyrir fé veittu til iðjunnar, verksmiðjanna. Enginn þeirra er fulltrúi iðnaðarsamtak- anna, hvorki syeina né meistara, en stofnuninni er í skýrslunni gefið nafnið Iðnaðarmáiaskrif- stofa. Þetta stendur m. a.: „Yfir- stjórn starfseminnar sé i hönd- um fulltrúa frá samtökum fram- leiðenda sjálfra og á nefndin þar sérstaklega við þau samtök, er stóðu að tilnefndingu þeirra manna er nú skipa þessa svo- nefndu Iðnaðarmálanefnd. Þar eð þau munu ná til allra greina verksmiðjuiðnaðarins", þ. e. a. s. Sambandið, Sölumiðstöðin og Fél. ísl. iðnrekenda. 30. des. 1952 telur nefndin þetta hina einu og réttu aðila að Iðnaðarmálastofn- un íslands. Ennþá örlar ekki á fulltrúum iðnaðarins í nefndinni. Ennfremur stendur í skýrsl- unni: ,,í bréfinu til ráðherra hinn 26. ágúst lagði nefndin til, eð fjár- frmalag til væntanlegrar Iðnað- armálastofnunar yrði bundið því skilyrði, að iðnaðarsamtökin í landinu væru búin að taka sam- an höndum um málið í einu velferðarfélagi fyrir iðnaðinn, Iðnaðarfélagi íslands, hiiðstætt við Fiski- og landbúnaðarfélag- ið“. Hvenær var talað við iðn- aðarsamtökin? „Nánari íhugun leiðir í ijós, að til þess þarf nokkuð lengri að- draganda, markvissan undirbún- ing. Þess vegna velur nefndin þann okstinn fremur en láta Iðnaðarmálastofnunina biða eftir þessari félagsstofnun, að leggja til, að láta starfsemina halda áfram að þróast nokkurt skeið enn undir sömu yfirstjórn og nú, þ. e. a. s. með fulltrúum frá þeim samtökum, er hafa verksmiðju- iðnað í landinu á vegum sínum, en þessir fulltrúar í nefndinni eru skipaðir af ráðherra. Lagt er til, að nefndmni sé falið, að flýta fyrir og undirbúa stofnun allsherjarsamtaka iðn- aðarins um málið, enda virðist hún hafa handhæga aðstöðu til þess“. Ekki þarf nú mikið að ræða við iðnaðarsamtökin út af svona smámunum. Þeir töldu sig hafa handhæga aðstöðu til þess, að handjárna iðnaðarsamtökin þess- ir lierrar, en ætli að það væri ekki nær að spara þeim þá fyr- irhöfn. Ég er hræddur um, að þeir gætu ofreynt sig á því. Hér kemur ein málsgrein í viðbót. „Vitað er, að í sumum grein- um iðnaðar t. d. í hraðfrysti- iðnaðinum og í öðrum útflutn- ingsiðnaði, (en áðurnefndui verk- fræðingur kynnti sér sérstaklega innlenda neyzluvöruiðnaðinn), hefur allmikið verið aðhafst til aukinnar verknýtingar, en mikill hluti iðnaðarins hefur algjörlega farið á mis við þá verkfræði- legu leiðsögn, sem fer nú eins og alda um iðnaðarlöndii* undir leiðarmerkinu „Pruductivity" Productivitet: á íslenzku • Fram- leiðsluafköst“. Og hér er meira: „Vegna mikilvægis þessa þáttar í störfum skrifstofunnar hefur nefndin í huga að ráðinn sé verk- fræðingur, sem iðnaðarmála- stjóri. Sé hann sérstaklega valinn menntunar og starfsreynzlu á sviði vinnuskipu- lagningar í verksmiðjum, að svo miklu leyti, sem völ er íslenzks manns með þeim kostum. Við hlið sér hafi hann verkfræðing, er þurfi ekki að sinna skrifstofu- störfum eða neinu öðru en skipu- lagningu í verksmiðjum og út- reikningum í sambandi við það, undir stöðugri handleiðsiu iðn- aðarmálastjóra". Og hér komum við að aðal- atriðinu: „Ætlast er til, að starfsemi þessi verði í einu framhaldi af tæknilegu leiðbeiningunni, er nefndin gekkst fyrir á árinu 1952 og myndi hér á íslandi tækni- miðstöð (Productivity Center) í líkingu við það sem öll önnur þátttökuríki Efnahagssamvinnu- aðstoðarinnar hafa komið upp hjá sér. Mun stofnunin sem slík vinna að því að hagnýta sér þá möguleika, er bjóðast kunna er- lendis frá og hagstæðir þykja til þess að efla framleiðsluafköst í íslenzkum iðnaði“. Skyldi nú nokkur maður vera hissa á því, þótt iðnaðarsamtök- in í íslandi heimti aðild, að slíkri stofnun sem þessari til jains við þá þjónustu, sem stofnunin mun veit verksmiðjueigendum. Ég held, að barátta okkar í þessu máli sé réttlætismál, sem allir geta tekið undir, að án aðildar iðnaðarins væri þetta allt út í bláinn. Eftir þessar jpplýsingar ætti málið að vera harla einfalt, því að Páll S. Pálsson hefur- haft undir höndum undanfarin ár mjög ýtarlegar leiðbeiningar með öllum upplýsingum um hvernig byggja eigi upp „Produrtivity Center“ að amerískri fyrirmynd og gögnin beint frá aðalbæki- stöðvunum. Nú, þannig leit nú nefndin á málin 30. des. 1952. Ef vakað hefir fyrir Páli og nefndinni að koma á fót „Pro- ductivity Center“ þá getur það aldrei heitið Iðnaðarmálastofnun heldur framleiðslumiðstöð eða framleiðsluráð og þau eru sam- seít með mjög víðtækri aðild. Eigi hins vegar að koma á fót Tæknimiðstöð iðnaðarins þá eiga aðilarnir að vera bæði afvinnu- rekendur og launþegar í iðju og iðnaði. Síðan komi sérstakt iðnaðar- málaráðuneyti, undir yfirstjórn Iðnaðarmálaráðherra. í breytingartillögu við fjár- lögin 1953 stendur í 16. gr. C 2 liðurinn orðist svo: Til eflingar upplýsingastarfsemi og skýrslu- söfnun fyrir iðju og iðnrekstur í landinu skv. ákvörðun raðherra | kr. 250 þús. Hinn 28. febr. 1953 verða algjör þáttaskil í málum þessum. Er gengið var endan- lega frá fjárlögum, voru veittar 200 þús. til þess að koma á fót og reka iðnaðarmálastofnun. Starfssvið Iðnaðarmálastofnunar- innar var skilgreint svo. Með bréfi dags. 28. febr s. 1. tilkynnti iðnaðarmálaráðherra nefndinni þessa ákvörðun Alþingis og var starfssvið Iðnaðarmálastofnunar- innar nánar tilgreint í brefi ráð- herrans á þessa leið: „Að veita iðnaðinum tæknilega aðstoð. Að vera bækistöð fyrir gæðamat iðnaðarvara. Að safna skýrslum um alian ionrekstur í landinu og að leggja grundvöll að slíkri skýrslusöfnun árlega. Ennfrem- ur er gert ráð fyrir, að nefndin undirbúi tillögur um framtíðar- skipulag iðnaðarsamtakanna í landinu með tilliti til samvinnu milli þeirra og hins opinbera um heilbrigða þróun iðnaðarins". Svo mörg voru þau orð. •— En ennþá er ekki haft samráð við iðnaðarsamtökin. Er al'ir sann- gjarnir menn sjá hvernig hér er unnið. Greinin á fjárlögum mun vera það eina sem Alþingi ís- lendinga hefur samþykkt í sam- bandi við stofnunina. Ég held að flestir aðrir en Páll S. Pálsson verði sammála um það, að um- mæli mín um að öll þessi vinnu- brögð og tilhnciging íil þess að brjóta niður lagaleg- an og sjálfsagðan rétt iðnaðár- samtakanna til afskipta af um- ræddri stofnun sé á rökum reist og ekki til þess fallið af öðrum en óvinum iðnaðarmanna að gera afstöðu okkar til málsins hlægi- lega og tortryggilega. En annáll- inn hans Páls S, Pálssonar ber það greinilega með sér að allsstað ar eru fingraförin hans og trú- legt þykir mér, að Páll S. Páls- son hafi ekki verið fyrrverandi iðnaðarmáiaráðherra holiur ráð- gjafi gagnvart iðnaðarsamtökun- um. Núverandi iðnaðarmálaráð- herra tók málið til athugunar eftir afstöðu Iðnþingsins í haust og mun málið allt endurskoðað. Páll S. Pálsson var skipaður for- maður og átti þar með að vera oddamaður. Samningalipurð sína sýndi hann með Símaflækju sinni, sem hann útbýtti á fyrsta nefndarfundi hinnar nýskipuðu nefndar í tímariti sínu „íslenzk- ur iðnaður". Legg ég svo annál- inn hans Páls til hliðar og þakka honum fyrir, að sanna með hon- um, að iðnaðarsamíökín hafa enga aðild átt að stofnuninni fyrr en 20. febrúar 1954, að ráðherr- ann skipar nefnd með fuiltrúum iðnaðarsamtakanna til þess að semja lög fyrir hana eftir hinn inargumtalaða iðnaðarmanna- fund. Þótt Páll S. Páisson reyni að gera mig að andstæðingi Sam- bands ísl. samvinnufélaga og Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna í grein sinni þá mun það ekki takast, þótt ég sé stöðugt þeirrar skoðunar, að Fisltifélagið muni veita Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna mikið betri og sjálfsagðari þjónustu en tækni- stofnun fyrir iðnað. Um S.Í.S. er það að segja, að ég álít ekki SÍS vera í stofnuninni vegna kjöt og fiskfrystihúsa sinna, en hins- vegar vegna þess mikla iðnað- ar og verksmiðjureksturs, sem samvinnufélögin eiga. Væri fróðleg, ef Páll vildi birta, ef til eru fundarsamþykktir frá S.Í.S og Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna, þar sem óskað hefur verið eftir aðild í stofnunina? Þá segir Páll: „Nefndii.ni var I frá upphafi ætlað að vinna fyrir verksmiðjuiðnaðinn einan og framkvæmdavald og Alþingi hafa aldrei breytt þeirri ákvörðun“. — Farðu nú varlega Páll! — Þú veist mæta vel, að Alþingi hefur ekkert samþykkt þegar stofnun- in var opnuð nema 200 þús. kr. á fjárlögum 1953 til eflingar upp- lýsingastarfsemi fyrir iðju og iðnrekstur í landinu skv. ákvörð- un ráðherra. Mun þetta ‘ fyrsta skipti á íslandi, að opinber stofn- un tekur til starfa án nokkurra laga um starfssvið eða aora til- högun. Þar kemur að frumvarp- inu — þótt nefndin hafi í haust eftir að farið var að innrétta húsnæði fyrir stofnunina, sett inn í frumvarpið ónothæfa, nöfnin Landssamband iðnaðarmanna og Alþýðusamband íslands, þá full- yrði ég að Landssamband iðnað- armanna á ekki í því frumvarpi einn einasta stafkrók og sá ekki þetta frumvarp fyrr en á iðn- þingi í haust er Iðnaðarmála- stofnunin var á málaskrá. En af því minnst er á frumvarpið, þá gef ég lesendum ofurlitla hug- • 66 rir mynd um, hvert einræðisbákn. var hér hugsað. — 5. grein; Skylt skal Atvinnudeild Háskól- ans og öðrum tæknilegum stofn- unum, sem starfræktar eru fyrir fé úr ríkissjóði, að veita Iðnað- arstofnun íslands alla nauðsyn- lega að stoð við rannsóknir ogl tilraunir eftir því, sem þær hafa ástæðu til og að gagni má verða fyrir iðnaðarmábn. Skylt er öll- um þeim fyrirtækjum og stofn- unum, sem hafa með höndum vinnslu eða sölu ísl. afurða, a9 láta Iðnaðarstofnuninni í té allar upplýsingar er henni geta a5f gagni komið við störf hennar ©ff þær geta veitt. Sama gildir og um þær opinberar stofnanir, sem skýrslum safna og þá einstak- linga, sem skyldur hafa uia skýrslugerðir til slíkrar stofiv- ana. Iðnaðarstofnuiiin iætur búa til skýrsluform til útfyllingar fyriir þá aðila, sem hún óskar upplýs- inga frá“. Þessi grein skýrir sig sjálf. — Skylt er öllum þeim fyrirtækj- um og stofnunum, sem hafa mcck höndum vinnslu eða solu ís- lenzkra afurða o. s. frv. Lái mér hver sem vill, að vilja ekki taka. þátt í því ævintýri, að byggja spilaborg þar sem bæði Fiski- félag íslands og Búnaðariélagiíí áttu að vera hjáleigur, þar sem. talað er um öll fyrirtæki og stofnanir, sem hafa með höndunv vinnslu eða sölu íslenzkra afurða. Hvað um Framleiðsluráð land- búnaðarins? Höldum okkur við jörðina„ Páll! Flýtum ekki smíðinni ®r mikið. Vöndum hana þess bctur. Hún á að standa vel og lengi^ stofnunin sú. Þannig hugsa iðn— aðarmenn. — Byrjum á undir- stöðunni, undirstaðan hlýtur a0F vera réttlát aðild iðnaðarinsu Síðan mun þróunin verða mark- viss, svipað og hjá Fiskifélaginu og Búnaðarfélaginu, en skiptum. okkur ekki af verksviði þeirra stofnana. Páll er gramur yfir því, að ég skyldi lesa fjárlög Alþingis 1953 og rangfærir meira að segja orðalag fjarlaga, en þar stendur eins og áður er getiði 250 þús. kr. til iðju og iðnrekst- urs í landinu, en ekki iðjurekst- urs í landinu. En hvort Lands- samband iðnaðarmanna fékk 50 þús. kr. af þessum eða öðrum. peningum fjárveitingarvaldsins, það er auðvitað aukaatriði. Vegna ummæla minna út af skipunarbréfi ráðherra á Iðn- þingi í haust, þá held ég og hef alltaf álitið Björn Ólafsson þann. mann, að hann væri fullíær um. að svara mér, ef honum mislíkar og býst við, að hann kæri siff lítið um þjónslund Páls í grein- inni hans. Hinn ágæti fundur iðnaðar- manna virðist fara mjög í taug- arnar á Páli. Telur hann upp 9 torfærur á vegi ísnum, síðan ég tók við stjórn í Landssambandi iðnaðarmanna. Er helst að skilja á Páli, að síðan hafi hann verið- á stöðugu grindahlaupi, en grind' urnar hefur hann sjálfur allar reist sér. Páll er gleyminn, þegar hann vill við hafa, því að hvergi kemur fram að 21. des. 1953 ósk- aði iðnaðarmálaráðherra eftir til- nefndingu a tveim mönuum frá Landssambandi iðnaðarmanna og tveim frá Félagi ísl. iðnrekenda til að leita samkomulags um stofnunina. Landssamband iðriað- armanna tilnefndi tvo menn en. Félag ísl. iðnrekenda sá sér það ekki fært, það sýnir bezt áhuga þeirra fyrir samkomulagi og vel- ferð stofnunarinnar, ef þeir eiga þar ekki einir að ráða. Ég minntist ítarlega á Iðn- skólann nýja í grein minm, en vil aðeins bæta því við hér, að i greinargerð þeirra þremenning- anna, sem dagseti er 1. okt. 1953, þar stendur: Nefndin hefur út- Frh. á bls. U- ir um tæknilega fyrirgreiðslu og með tilliti til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.