Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 8
MORGUNtíLAÐlÐ Laugardagur 3. apríl 1954 Út*.: H.f. Arvakur, ReykjavDc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstióri: Valtýr Stefánsson (ábyrfðarm.) Stjórnmálarit»tjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni óla, sími 3049. \ Auglýaingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritatjöm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskrjftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintaklO ! UR DAGLEGA LIFINU \ Raforkuframkvæmdir strjálbýlisins EINS og kunnugt er hét núver- andi ríkisstjórn því í málefna- samningi sínum að hraðað skyldi byggingu orkuvera, dreifingu raf orku og fjölgun smástöðva vegna byggðarlaga í sveit og við sjó, sem ekki hafa rafmagn eða búa við ófullnægjandi raforku. Jafn- framt skyldi tryggt fjármagn, sem svaraði 25 millj kr. á ári til þessara framkvæmda á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur nú efnt þetta fyrirheit sitt með frum- varpi því um viðauka við raf- orkulögin frá 1946, sem lagt var fram á Alþingi í gær. — Þar er ákveðið, að á næstu 10 árum skuli verja að minnsta kosti 250 millj. kr. til þess að koma upp raforkuverum utan orkuveitusvæða So.gs- og Lax- árvirkjunarinnar og gera aðal orkuveitur og dreifiveitur fyr- ir kaupstaði, kauptún og sveitir víðsvegar um landið. Ennfremur skal fé varið til að veita bændum lán til þess að koma upp smárafstöðvum, vatnsafls og mótorstöðvum. í frumvarpinu er einnig ékveð- ið, hvernig fyrrgreindri fjárupp- hæð skuli skipt milli fram- kvæmda á árunum 1954—1963. Skal 35 millj. kr. varið árlega til framkvæmdanna á árunum 1954 —1956, 25 millj. kr. á árunum 1956—1959, 20 millj. kr. á árun- um 1960—1961 og 15 millj. kr. ár- lega á árunum 1962—1963. Auk þess koma svo framlög frá hlut- aðeigandi héruðum. Hér er vissulega um að ræða stórkostlegustu framkvæmda- áætlun, sem nokkru sinni hefur verið lögð fram um raforku- framkvæmdir í þágu strjálbýlis- ins. Mun hún vekja fögnuð al- þjóðar og þá ekki hvað sízt þeirra, sem lengst hafa orðið að bíða eftir úrlausn í raforkumál- um sínum. A síðasta landsfundi Sjálfstæð- isflokksins voru samþykktar til- lögur, sem mjög fóru í sömu átt og þær, sem nú getur að líta í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. — Aðalatriði þeirra voru þessi: 1. Að framlag til raforkusjóðs verði stóraukið frá því sem nú er. 2. Að framlag á fjárlögum til nýrra raforkuframkvæmda verði margfaldað, enda flestum Ijóst orðið, að þessi liður fjárlaganna er mun lægri miðað við kaup- mátt krónunnar, heldur en var fyrst eftir að raforkulögin komu til framkvæmda. 3. Fundurinn telur, að afla megi fjár til að hraða fram- kvæmdum með lántökum, innan lands eða utan og Helur miður farið að ekki skyldi verða sam- þykkt frumvarp það um lántöku handa Rafmagnsveitum ríkisins, sem borið var fram af Sjálfstæð- ismönnum á nýafstöðnu Alþingi. Fundurinn telur lántökur óhjá- kvæmilegar í þessu skyni vegna þess, hversu nauðsynlegt er að hraða framkvæmdum, en greiðslugeta ríkisins takmörkuð. Það er Sjálfstæðismönnum mikið fagnaðarefni, að fram- kvæmd þessara tillagna skuli nú blasa við. Allt frá því, að Jón Þorláksson og Jón á Reynistað settu fram fyrstu til- lögurnar um hagnýtingu vatns- aflsins í þágu sveita Og sjávarsíðu he'fur flokkur þeirra barizt fyrir framkvæmd þeirra. — Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráð- ið einn, eins og í bæjarstjórn Reykjavíkur, hefur hann beitt sér fyrir stórframkvæmdum á sviði raforkumála. Árangur þeirr ar forystu eru hin miklu raforku- ver við Sogsfossa. Frá þeim fær Reykjavík, kaupstaðir, kauptún og sveitir Suðvesturlands raf- orku. Þau hafa einnig gert bygg- ingu og rekstur áburðarverk- smiðju mögulegan. En nú er röðiiu-'komin að strjálbýlinu, sem lengst hefur beðið úrlausnar í raforkumál- um sínum. Það er von Sjálf- stæðismanna að núverandi ríkisstjórn og flokkar hennar beri giftu til þess að koma hin um stórhuga ráðagerðum sín- 1 um um rafvæðingu þess í framkvæmd á sem skemmst-1 um tíma. Fæddisf iífil mús. ÞAÐ hendir ekki ýkja oft, að allir minnihlutaflokkarnir í bæj- arstjórn Reykjavíkur verði sam- ' mála um flutning mála á fundum bæjarstjórnarinnar. En það kom þó fyrir s.l. fimmtudag. J Ætla mætti, að það hefði verið ’ eitthvert stórmál, sem hinir sund- urleitu glundroðabræður sam- | einuðust um. En því var þó ekki að heilsa. Það var lítil mús, sem fæddist þegar fjöllin tóku jóðsótt. Minnihlutaflokkarnir fluttu lit- j lausa yfirborðstillögu um að láta „rannsaka“ ástandið í húsnæðis- málum bæjarbúa. — Þeir bentu | ekki á neina leið til úrbóta i | þessum þýðingarmiklu málum. j Hjá þeim örlaði hvergi á sjálf- stæðri skoðun á því, hvernig j vandræði mikils fjölda fólks, sem býr við lélegt eða heilsuspillandi húsnæði skuli leyst. Nei, það átti bara að „rannsaka“ vandræði þess. Annað og meira höfðu glundroðabræðurnir ekki upp á að bjóða, þrátt fyrir allar þeirra fullyrðingar um að þeir búi yfir lausnarorðum í þessum ■ miklu hagsmunamálum Reykvíkinga. Sjálfstæðismenn hafa bæði nú og á liðnum árum haft allt ann- an hátt á í húsnæðismálunum. Þeir hafa haft forgöngu um raun- hæfar aðgerðir, sem stuðlað hafa að miklum umbótum í húsnæðis- málum bæjarbúa. Og þeir vinna nú að undirbúningi tillagna, sem þeir hyggjast framkvæma til frekari úrbóta. Að sjálfsögðu telja þeir að fullkomnar upplýs- ingar þurfi að liggja fyrir um heilsuspillandi húsnæði. En slík rannsókn getur aldrei verið neitt aðalatriði þeirra aðgerða, sem framkvæmdar verða. — Sjálfar framkvæmdirnar skipta auðvitað meginmáli. Sjálfstæðismönnum er það ljóst, að í húsnæðismálunum dugir ekkert yfirborðskák og fálm. Það er ekki nóg að láta rannsaka ástandið í þessum málum, eins og kommúnistar og glundroðabræður þeirra hafa sífellt flutt tillögur um. Það verður að framkvæma eitthvað áþreifanlegt, sem bætir aðstöðu þess fólks, sem við mesta erfiðleika á að etja af völdum húsnæðisskortsins og heilsuspillandi húsnæðis. f því felst hin jákvæða og raun hæfa umbótastefna. ★ Ölvaður eldhúsguð slúðrar ekki Á mörgun býlum í innsveitum Kína finnast enn í eldhúsum höggmyndir litlar af „eldhúsguð- inum“. — Og styttunum er þann- ig fyrir komið að guðinn getur séð, hvernig konan tilreiðir mat- inn. Sérhvern nýársdag er skipt um styttu, og hin gamla brennd. Er það gert til þess að guðinn geti stigið upp til himna og skýrt frá því þar uppi, hversu vel konan hafi vandað til matartilbúnings- ins á liðnu ári. En ef fjölskyldan óttast, að skýrsla guðsins verði ekki sem fallegust, dýfa þeir styttunni í vínanda, áður en þeir brenna hana. Þá . kemur guðinn „undir áhrifum" að himnahliðinu og verður af þeim sökum að sjálf- sögðu neitað um aðgang. ^JJrinaeh nn^enfan 'k Kaldranaleg örlög Hann var kallaður Gamli Jack og var frá Texas. Alla sína æfi hafði ha'nn ár- F&' £ angurslaus leit að að oliulind- um. Hann gróf og gróf þar til að hann með bogið bak og brostnar vonir, lézt í hárri elli. Jarðneskar eig ur hans þá nægðu aðeins fyrir fátæk- legri útför — en varla höfðu lík- grafararnir stungið skóflu sinni til að aka gröfina, er olíubunan ULl andi óLn^ar: H Um dúfur og ketti. ALLÓ, Velvakandi! isem vafalaust og eðlilega eru I djarftækastir til smáfuglanna. Þar sem margt hefur verið skrafað í dálkum þínum og víðar um dúfurnar og herferð á hendur þessum fallegu og saklausu fugl- um, langar mig til að leggja orð í belg um annað mál — og aðra herferð. Á ég þar við kettina í bænum. Ég vil láta gera herferð gegn þeirri plágu — og það sem allra fyrst, áður en smáfuglarnir fara að hugsa til hreiðurgerðar, svo að litlu væntanlegu ungarnir fari ekki beint í kattarkjaftinn. Hver sem ann fegurð og fugla- söng vorsins mun verá mér sam- mála um, að ekkert getur óyndis- legra og í meiri mótsögn við fuglasönginn heldur en mjálm- andi kettir. Þeir eru til leiðinda, greyin og til tjóns fyrir fuglalífið, hvar sem þeir ala aldur sinn. Ég er á móti öllu, sem læðist aftan að því fagra og saklausa til að tortíma því. Burt með kettina úr bænum. Ertu ekki á sama máli, Velvakandi góður? — Ráðrík“. Kisu til sektar? SAMMÁLA og sammála ekki. Ég felli mig ekki við hina fjandsamlegu afstöðu, sem „ráð- rík“ tekur til kisutetranna. Mér finnst, að hægt sé að þykja vænt um dúfur, smáfugla og ketti ailt í senn, jafnvel þó að okkur þyki sárt að sjá saklausa smáfugla verða rándýrseðli kisu að bráð. En getum við reiknað henni það til sektar? Hún gerir ekki annað en að þjóna því eðli, sem henni er áskapað og fullnægja lífsþörf sinni, alveg eins og þegar sól- skríkjan og grátitlingurinn í ölhi sínu yndislega „sakleysi" drepa flugur og orma sér til viðurværis og eins og við mennirnir leggj- umst á fugla og fénað í sama tilgangi. Útrýming flækingskatta — mannúðarverk. ÞAÐ er nú einu sinni svo, að þetta jarðlíf byggist að miklu leyti á ránum og drápum því til viðhalds og framdráttar; ég hef enga trú á, að það breytist þó að undravísindi nútímans kunni að finna upp einhverjar krafta- pillur, sem komið geti í fæðustað — þá held ég, að verði lítið gam- an að lifa! En svo að aftur sé vikið að köttunum, þá tel ég, að ganga beri að því með oddi og egg að lóga flækningsköttunum, sem sjást of víða á þvælingi um bæ- inn, hungraðir, skítugir og heim- ilislausir. Það er mannúðarverk, sem dýravinir og dýraverndarar ættu ekki að leiða hjá sér. Og það eru einmitt þessi olnbogadýr, ORGARI“ skrifar: „Gatna- og gangstéttagerð er einn aðalþátturinn í hinum margþættu framkv. Reykjavíkur- bæjar þessi árin, og verður svo vafalaust áfram um næstu ár. — Mér datt í hug í þessu sambandi' hvort ekki mætti skapa dálitla fjölbreytni í gangstéttirnar með því að hafa þær tíglóttar — með rauðleitum og gráum tíglum á víxl, eitthvað svipað og er þegar á einum stað í bænum — fyrir framan Útvegsbankann. Nóg er til af rauðamöl, sem blanda mætti í steypuna, svo að ekki þyrfti að kaupa sérstakt litar- efni. Fyrir Parísar-Ieik barnanna. EINN hinn vinsælasti leikur kaupstaðabarna er hinn svo nefndi Parísarleikur. Væri ekki úr vegi að taka tillit til þessa við gangstéttagerðina, með því ein- mitt að nota mislitu tíglana til að afmarka Parísar-völlinn og gefa til kynna „borgirnar" svoköll- uðu. Fjöldi barna myndi fagna þessari nýbreytni. Ég er á því, að hinar grá- og rauðtíglóttu gang- stéttir yrðu til mikillar prýði og tilbreytingar og beini ég því þess ari hugmynd bæjaryfirvöldunum til athugunar. — Borgari". „Sælir verið þér, gemlingur góður“. KARL missti prestseldi í dýi. Hann fór til prestsins og sagði honum frá slysinu á þessa leið: „Sælir verið þér, gemlingur góður. Prófasturinn drap sig í dýinu í morgun, og lét ég þó ekki sólina út, fyrr en gemlingarnir voru komnir upp á háaloft". B e t u r vinnst með v i t i en striti. stóð upp úr jörðinni. Endalaus buna þykkrar og verðmætrar olíu. Slík er kaldhæðni örlaganna ★ Pantanir afgreiddar Nýlega sendi „Landsími Jap- ans“ út tilkynningu um að innan skamms myndu afgreiddar þær pantanir er fyrir lægju um síma. Elzta beiðin um síma er frá 1906. ★ Það er ótrúlegt — en satt Dýrafræðingar þekkja meira en 900,000 dýrategundir, sem öll lifa á jarðríki nú. Þar af eru skor- dýrategundir 675.000. Styrkleiki sólarljóssins er 4 milljarða milljarða milijarða sinnum sterkara en styrkleiki kertaljóss. Um 25 milljónir sjónvarpsmót- tökutækja eru í Bandarikjunum Þar af eru 730 þús. í Boston-borg einni. — í sömu borg er talið að séu 719 þúsund baðkör. ★ í stuttu máli sagt Einræðisríki er það ríki, þar sem allt, sem ekki eru lagafyrir- mæli um, er bannað. Raunverulegur „diplomat" er sá maður, sem skorið getur ná- granna sinn á háls, án þess að nágranninn veiti því eftirtekt. (Tryggvi Lie). ★ Vél, sem hugsar Fyrsta „vélin sem hugsar" og sem sérstaklega er ætluð til skrif stofustarfa var sýnd blaðamönn- um um miðjan febrúarmánuð. Vélum af þessari tegund hefur verið gefið nafnið „LEO“ (skammstöfun fyrir Lyons elec- tronic office). Vélar þessar geta unnið 500 sinnum hraðar en með- al skrifstofumaður sem notar all- ar algengar skrifstofuvélar Vél- in leysir af hendi alla algenga skrifstofuvinnu — m. a. reiknar hún eftir upplestri. Smíði vél- arinnar hefur kostað 150 þúsund sterlingspund og hópur manna hefur unnið að þessari völundar- smíði í 6 ár. Fyrsta verkefnið sem lagt var fyrir „Leo“-vélina var að reikna út vikulaun allra starfsmanna (1700) smíðisfirmans. Það starf hefur að undaníörnu tekið 220 vinnustundir. „Leo“ leysir þetta verkefni af hendi á 45 mínútum. í fyrstu var „Leo“ aðeins látinn yfirfara verk skrifstofumann- anna. En nú þegar hann hefur sýnt að hann er áreiðanlegur, þá gerir hann þetta einn. Smíðisfirmað telur að smíði þessarar vélar sé upphaf bylting- ar á sviði viðskipta og skrifstofu- starfsemi Forráðamenn þess von ast til að vélin geti leyst af hendi alla reikningsstarfsemi skrifstofunnar. Auk þess telja þeir að „Leo“ geti með meiri full- komnun leyst af hendi umfangs- mikia pöntunarstarfsemi t d. fyr- ir hótel o. fl. „Leo“ hefur þegar verið reynd ur á mörgum sviðum. T.d. vinnur vélin nú í þágu matvælaráðuneyt isins enska, að útreikningum fyr- ir veðurfræðinga, að útreikning- um fyrir atomfræðinga o. fl. Spar ar vélin á þessum stöðum þús- undir vinnustunda. „Para"-keppni a morpn i HIN árlega parakeppni Bridge- félags Reykjavíkur og Kvenna- deildar bridgefélagsins hefst á morgun, sunnudagj, kl. 1,30 í Skátaheimilinu. I keppni þessari keppa saman karl og kona. Búast má við mik- illi þátttöku, eins og undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.